Tíminn - 19.04.1973, Page 5
Fimmtudagur 19. april 1973.
TÍMINN
5
Brúðhjón mánaðarins, Þorbjörg Oddgeirsdóttir og Hans M. Hafsteinsson.
þvottinn hingað til, meðan engin
var þvottavélin. í ljós kom, að
þvottavél foreldra hennar hafði
verið lausnin. Einu sinni i viku
tóku þau sig upp og ferðuðust með
strætisvagninum upp i Breiðholt,
vel klyfjuð af óhreinu taui. Þar
var síðan beðið daglangt, meðan
þvegið var, en strætisvagninn
tekinn aftur heim að kveldi.
Húsmóðirinn á heimilinu, Þor-
björg Oddgeirsdóttir, er 24 ára
gömul og ættuð noröan úr Þing-
eyjarsýslum. Foreldrar hennar
stunduðu þar búskap á Vatnsenda
á Melrakkasléttu, sem er nýbýli
út frá Oddsstöðum. Fjölskyldan
fluttist til Reykjavikur um 1960 og
hefur búið þar siðan. Er Þorbjörg
þvi löngu hagvön hér fyrir sunn-
an. Siðastliðin fimm ár hefur Þor-
björg starfað á skrifstofu hjá
Búnaðarfleagi íslands, en hafði
áður dvalizt um eins og hálfs árs
keiðiEdinborg, þar sem hún m.a.
var við nám i verzlunarskóla.
Húsbóndinn, Hans M. Haf-
steinsson, er 21' árs og að hluta
norskrar ættar, þvi að faðir hans,
Hafsteinn Isaksen er hálfnorskur.
Annars hefur hann búið lengst af i
Njarðvikum með foreldrum sin-
um. Til Reykjvikur fiuttist hann
ekki fyrr en þau Þorbjörg hófu að
búa saman. Hans er á siðasta ári i
Iðnskólanum, en þar er hann að
læra rafvirkjun.
Þau hjónin eiga ibúðina sjálf,
sem þau búa i, en það er vistleg
tveggja herbergja ibúð i gömlu
steinhúsi. Þegar við spurðum
hvernig þeim hefði verið kleift að
eignast þessa ibúð og hvernig
gengið hefði að finna hana, sagði
Hans:
Frá þvi fyrsta vorum við
sammála um að leigja ekki, þvi i
fyrsta lagi er vandfundin sú ibúð,
sem leigð er á sanngjörnum kjör-
um og i öðru lagi finnst mér það
að leigja vera það sama og að
henda peningunum, ef einhverjir
möguleikar eru á að festa sér
ibúð. Þorbjörg hefur unnið það
lengi hjá Búnaðarfélaginu, að hún
átti rétt á lifeyrissjóðsláni og það,
auk annarra mögulegra lána og
þess, sem okkur hafði tekizt aö
spara saman áður en við giftum
okkur, nægði fyrir útborgununni
og siöan er bara að biða og vona,
að unnt verði að standa undir
afborgununum.
Við vorum búin að leita vel og
lengi að ibúð, áður en við duttum
niður á þessa, en ýmist var, að
þær voru allt of dýrar eða þá svo
lélegar, að við höfðum ekki
áhuga. Það er reyndar Þorbjörg,
sem á allan heiðurinn af þvi að
,,AUt klappað og klárt”, á myndinni má sjá þrjá höfuðaöila þvottavéiarkaupanna, sölumanninn, brúðhjónin og þvottavélina.
hafa fundið þessa ibúð. Ég var við
vinnu austur á Búrfelli, þegar hún
hringdi og sagðist hafa fundið
ibúð við okkar hæfi. Að visu sagði
hún, að ibúðin væri i húsi, sem
væri með götum á, en með þvi átti
hún við tvö göt, sem brotin hafa
verið á framhlið hússins i þeim
tilgangi að loftræsting yrði betri i
kjallara þess. Þegar við höfðum
sannfært okkur um, að ibúðin var
ágæt og götin á engan hátt til
þess fallin að rýra ágæti hennar,
biðum við ekki lengur, heldur
gengum frá kaupunum með
hraði.
— Nú þegar við höfðum fengið
iverustað var ekki eftir neinu að
biða og við skelltum okkur i það
heilaga, segir Þorbjörg. Við gift-
um okkur i Langholtskirkju, hjá
séra Siguröi Hauki Guðjónssyni
þann 10. febrúar. Þennan sama
dag fluttum við svo inn i ibúðina.
— Fóruð þið ekki i brúðkaups-
ferö?
Ja, það má segja, að okkar
brúökaupsferð hafi verið farin
ofan úr Breiðholti, þar sem við
höfðum haldið til hjá foreldrum
minum, og hingað i þessa ibúð.
Lengri brúpkaupsferð höfðum við
ekki efni á,~segir Þorbjörg og
brosir.
— Hvernig kunnið þið svo við
ykkur hér?
— Við kunnum mjög vel við
okkur. Vissulega vantar okkur
ýmislegt, en segja má, að fyrst
við erum búin að eignast þvotta-
vél, se állt það allra nauðsynleg-
asta komið.
— En nú hafið þið hvorki sjón-
varp né plötuspilara, tæki sem
Húsbóndinn lætur fara vel um sig, með honum á myndinni r bróðir hans
Siguröur.
mörgu ungu fólki finnst algjör-
lega ómissandi á heimili.
— Ég er nú feginn þvi, að við
höfum ekki sjónvarp, segir Hans.
Það er min reynsla af heimilum,
sem hafa sjónvarp, að þar tekur
sjónvarpið að stjórna öllu
heimilislifinu. Strax þegar sjón-
varpið byrjar, er setzt fyrir fram-
an það, og enginn segir orð frá
munni fyrr en dagskráin er á
enda. Okkur er sem betur fer enn
svo hlýtt hvoru til annars, að við
þurfum engan þriðja aðila til að
hafa ofan af fyrir okkur, þennan
fritima sem við eigum saman.
Með plötuspilarann gegnir
nokkuð öðru máli. Við erum i
þeirri einstöku aðstöðu, að þurfa
ekkert á sliku verkfæri að halda.
Eins og þið sjáið, er Karlakórinn
Fóstbræður með félagsheimili
sitt hérna handan götunnar og
þar eru haldnar kóræfingar auk
þess sem húsið er leigt út til
skemmtanahalds fyrir ýmsa
hópa. Krafturinn i tónlistinni er
yfirleitt svo mikill, að hún berst
til okkar, þannig að við búum við
fjölbreytta músik flest kvöld vik-
0-