Tíminn - 19.04.1973, Síða 7

Tíminn - 19.04.1973, Síða 7
Fimmtudagur 19. april 1973. TÍMINN Roger er ánægöur þegar pabbi hans kemur til aö lesa fyrir hann úr einhverri iþróttabók. Hann svaf i ÞRJÁ mánuði lá hinn fjórtán ára gamli Roger Jensen frá Strömmení Nor- egi meðvitundarlaus á Sentralsjúkrahúsinu í Lör- enskog. Hann hafði orðið fyrir bíl 21. nóvember 1972 og hlotið mikla áverka á höfði og brjósti. Móðir hans heimsótti hann á hverjum einasta degi. Hún gerði allt sem hún gat hugsað sér til að reyna að ná sambandi við hann. Hún talaði við hann, las fyrir hann, söng fyrir hann og lék hljómplötur, sem hann hafði haft mikið dálæti á. En allt kom fyrirekki. Roger lá fölur sem nár á koddanum, og þó að bæði augu hans væru opin tóku þau ekki eftir neinu. Hann heyrði ekkert, sama hversu hátt var sungið eða spilað. Þegar móðir hans gekk frá sjúkrahúsinu þann 22. febrúar s.l. varenn allt við það sama. Eins og venjulega hafði hún spurt hjúkrunarkonuna að þvi, hvort drengurinn hennar hefði gefið nokkuð hljóð frá sér, eða hvort nokkuð benti til þess, að hann væri að vakna aftur til lifsins. En eins og venjulega var svarið nei. Man ekkert frá deginum fyrir slysið Hún var niðurdregin þegar hún gekk tilsjúkrahússinsdaginn eftir. Roger var þá búin- að vera þar i yfir þrjá mánuði, og það hafði ekki orðið nein breyting á honum allan þennan tima. En þegar hún opnaði dyrnar á sjúkraherberg- inu var drengurinn vaknaður. Hann lá og brosti yfir allt andlitið þegar hann sá hana og reyndi að lyfta hægri hendinni til að veifa til hennar. Það fyrsta, sem hann sagði var að hann vildi fara heim. Ég reyndi að segja honum hvað hefði komið fyrir, en hann trúði þvi í þrjá mánuði ekki að hann væri búinn að sofa þarna stanzlaust i meir en þrjá mánuði. Þegar það var búið gaf ég mér tima til að hlaupa fram og segja læknunum, að hann væri vaknaður. Þeir vildu fyrst ekki trúa mér, en komu samt með, og fóru þegar að rannsaka hann. A meðan gat ég farið og hringt i manninn minn og aðra ættingja til að segja þeim gleðifréttina. Læknarnir, sem rannsökuðu drenginn sögðu að hann yrði fljótt fullfriskur. Hann þekkir allt og hefur sýnilega ekki gleymt neinu af þvi, sem hann hefur lært. Það eina sem hann man ekki úr sinni 14 ára fortið, er dagurinn, sem han n varð fyrir slysinu, dagurinn þar á undan og rúmir niutiu dagar þar á eftir. En þó að læknarnir segi, að Roger komi til með að ná sér and- lega, verður nokkuð bið á þvi, að hann nái sér likamlega. Hann er svo til lamaður vinstra megin. Hann getur að visu hreyft bæði hendina og fótinn, en það er litið enn sem komið er. Hann stundar æfingar af fullum krafti og er mjög kappsfullur i þeim. Þá á hann einnig vont með að tala. Raddböndin sködduðust i slvsinu og þau stirðnuðu upp þegar hann notaði þau ekki i yfir þrjá mánuði. Hann getur þó likillega talað, en að mestu ræöir hann við foreldra sina og leikfélaga, sem koma i heimsókn til hans með þvi að skrifa á töflu, sem hann hefur við rúmið. Var yfir 6 tíma á skurðar- borðinu Roger var á reiðhjóli þegar hann varð fyrir bilnum. Hann gleymdi að gefa merki um að hann ætlaði að beygja, og hjólaði þvert yfir götuna þar sem stór vöruflutningabill kom á mikilli ferð. Hann kastaðist yfir þakið á bilnum og lenti með brjóstið á stórum steini, sem var við veg- kantinn. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús, þar sem hann var á skurðarborðinu i sex klukku- stundir. Læknarnir sögðu, að það hafi orðið honum til lifs, að hann var sterkbyggður og i mikilli lik- amsþjálfun. Hann hafði lika æft knattspyrnu og körfuknattleik frá þvi að hann var smá barn og einnig verið mikið á skiðum. Var hann talinn einn af efnilegustu skiðamönnum i Strömmen og næsta nágrenni. Roger segist gera sér grein fyrir þvi, að hann eigi ekki framar eftir að verða nein iþróttastjarna i þessum upp- áhaldsgreinum sinum. En hann er staðráðinn i þvi að finna sér þá einhverja aðra iþróttagrein, sem komi til með að henta sér betur. Annars sé hann ánægðastur yfir að hafa vaknað aftur eftir þennan langa svefn, sem hafi tekið meir en þrjá mánuði af lifi sinu.-klp- MÁLVERKASÝNING Á AKRANESI UM PÁSKANA Jónas Guðmundsson stýrimaður sýnir í Iðnskólanum ó Akranesi Jónas Guðmundsson, rit- höfundur og listmálari heldur málverkasýningu á Akranesi yfir páskana. Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 18. april og verður hún opin daglega frá klukkan 16,30-22,00, og henni lýkur á annan i páskum. Sýningin verður lokuð á föstu- daginn langa. Þetta er þriðja einkasýning Jónasar Guðmundssonar, en hann hefur einnig sýnt verk sin á samsýningum. Að þessu sinni sýnir hann um 45 myndir, flest oliumálverk, og er myndefnið yfirleitt sótt i sjómennsku og sigl- ingar, en að auki eru landslags- myndir, mannamyndir og dýra á sýningunni að þessu sinni. Jónas Guðmundsson hefur langan rithöfundarferil að baki og er einkum kunnur af fjölmörgum bókum sinum. Hann hefur hin siðari árin látið æ meir að sér kveða i myndlistinni, og eru mál- verkin á sýningunni flest ný, máluð á þessu og siðasta ári, en einnig eru sýnd eldri verk, þar á - meðal vatnslitamynd frá árinu 1946, svo eitthvað sé nefnt. Myndlistarsýningum Jónasar Guðmundssonar hefur ávallt verið mjög vel tekið og prýða málverk hans nú viða hús manna, en auk þess eru allmargar myndir hans i opinberri eigu. Er mikill fengur að sýningu Jónasar fyrir Akurnesinga og nágrennið, en sýningin er haldin i Iðnskóla- húsinu. Myndirnar eru flestar til sölu. Auk málverkanna hyggst lista- maðurinn sýna fáeinar bóka- skreytingar, er hann hefur gert i bækur sinar og timaritsgreinar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.