Tíminn - 19.04.1973, Síða 8

Tíminn - 19.04.1973, Síða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 19. april 1973. NÚTÍMABYGGINGAR- kom i ljós, aö þar er viö erfiðleika aö etja. Islenzk ull er nú fyrst og fremst unnin fyrir vélvefnað og prjónaskap, en ekkert hugsaö um myndvefnaðinn. Það efni sem notazt þarf viö er leiðinlegt og sumt lélegt. „Maður á gjarnan svolitinn lager af bandi, sem maður býr að”, segir Asgerður, en ef ég fer i verzlun til að kaupa efni til vefnaðar er þar alger eyðimörk. „Eins er um litunina. Ég býst við, að á næstunni þurfi ég að fara að lita sjálf, sem ég hef raunar þegar gert i litlum mæli. Ég man eftir þvi, að er ég var að byrja að vefa fór ég með lita- prufur upp að Alafossi, en þar var yfirmaður Pétur Sigurjónsson. Ég bað hann að lita fyrir mig, sem hann gerði. Hann var allur af vilja gerður til að aðstoða mig. Ég er ekki aö segja, að verk- smiðjur geti gert eða eigi að gera svona, en þetta verður að breytast frá þvi sem nú er”. Hvar hefðum við átt að hafa myndvefnað Við Islendingar eigum sáralitiö af gömlum myndvefnaði, aðeins fáeinar rúmábreiður, söðuláklæði o.þh. Þetta er þó ekkert furðulegt. Hvar hefðum við átt að hengja upp myndvefnað i okkar lágreistu, skammlifu húsum. Nútimabyggingarlist hins vegar með sinum hreinu, köldu flötum bókstaflega kallar á myndvefnað, enda hefur hún veriö aðalhvatinn að endurreisn myndvefnaðar á siðari timum. Sums staðar, eins og t.d. i Sviþjóð, er varla byggt svo hús, að ekki sé fenginn lista- maður til aö vefa mynd til að hafa i þvi. Við minntumst áður á Sviþjóð, en Norðmenn eiga sér langa myndvefnaðarsögu, og á öllum Norðurlöndum er myndvefnaður vaxandi. Frakkar áttu mikinn þátt i viöreisn myndvefnaðar, en franski málarinn Lurca átti frumkvæði að mikilli mynd- vefnaðarsyningu, sem haldin er á tveggja ára fresti i Lausanne i Sviss. Þar eru sýndir vefir hvaðanæva að úr heiminum, allt geysilega stór verk. Eflaust hefur þetta örvað myndvefnað nútimans, þótt skiptar skoðanir séu um hvernig sýningarnar sjálfar hafi tekizt, en segja má að þar séu fyrst og fremst stór, ofin málverk unnin á vefstofum og LIST KALLAR Á MYND- VEFNAÐ VEFNAÐARLEGA séð er .vefur tvívíður flötur, sem byggist upp hornrétt af sam ofnum þráðum: lóð- réttum, sem er uppistaðan, og láréttum, sem er ívafið. Það er sama hvaða efni og aðferð vefarinn notar, hvort hann býr til ferhymt veggteppi i hefðbundnum stil eða hreyfilist, — alltaf er hann háður þessu lögmáli. Þetta skapar þeim, sem leggur stund á myndvefnað, aðhald, og það er dálítið gott að geta ekki gert allt jafnvel þótt maður geti gert allt. Það álitur a.m.k. Asgerður Búadóttir myndlistarkona, sem telur myndvefnaö eiginlega sitt eina, rétta tjáningarform. Hún vefur nær eingöngu úr ull, sem henni finnst geysilega heillandi efni. Sjálft efnið gefur henni hug- myndir að verkum sinum og þá ekki siður litirnir á ullinni. Og það má með sanni segja að Asgerður hafi lotið lögmáli vefsins allt frá þvi hún komst i kynni við það. Hún lagði stund á myndlist fyrst hér við Handiða- skólann, sem þá hét. Siðan tóku við tvö ár i málaradeild Lista- háskólans i Kaupmannahöfn og 1/2 ár við nám i grafik i sama skóla. Aður en Ásgerður fór heim að námi loknu keypti hún sér vefstól og upp frá þvi hefur hún ekki lagt stund á aðrar greinar myndlistar. — Þetta hefur einhvern veginn legið i mér, segir hún. A námsárum Asgerðar i Kaupmannahöfn var mynd- vefnaður ekki kenndur við Lista- háskólann og litið um vefnaðar- sýningar i borginni. Þó' hafði hún séð eitthvað af myndvefnaði. Jafnvel þótt þessi grein hefði verið kennd er óvist, að hún hefði valiö hana, enda er myndlistar- nám góö undirstaða fyrir vefnað. Þegar heim kom fór Asgeröur að nota vefstólinn og vefa. Hörgull á góöu efni Asgerður býr ásamt eigin- manni sinum Birni Th. Björns- syni og þrem börnum þeirra inni i Vogum, og þangað heimsóttu blaðamaður og ljósmyndari Timans hana ekki alls fyrir löngu: t heimilislega búinni vistlegri stofu skipar vefstóllinn öndvegi og hér vefur Asgerður og einka- dóttirin Þórunn, 4 ára.leikur sér i kring, en hana kallar hún raunar „sitt bezta verk”. Uppi á lofti er bandið geymt og þar hefur Asgerður kompu þar sem hún teiknar og rissar. Vinnunni hagar hún þannig, að fyrst gerir hún smáskyssur að verkum sinum og hefur þá litina, sem hún ætlar að nota i huga, og handleikur mikið efni, sem hafa á i vefnaðinn. Þá gerir hún teikningu i þeirri stærð, sem verkið á endanlega að vera i, og fer siðan að mestu leyti eftir henni. Við minntumst á, að Asgerður vefur mest úr ull, hör og stundum notar hún hrosshár. Þegar við spurðum hana hvernig efnisöflun væri háttað hér fyrir myndvefnað Þórunn dregur stundum huga móður sinnar frá vinnunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.