Tíminn - 19.04.1973, Síða 16

Tíminn - 19.04.1973, Síða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 19. april 1973. l i t Ég var í helvíti ÞAÐ hafði verið óþol- andi hiti um nóttina. Ekki sizt fyrir ibúa eyjarinnar Martinitfe í Karabihafi. Hitinn ásamt taugaóstyrknum var nærri óbærilegur. Enginn hafði sofið neitt að ráði, þegar dagur rann hinn 8. mai, 1902, sem var uppstigningar- dagur. Dómkirkjan var gersamlega full af fólki. Kirkjugestirnir báðu i bókstaflegum skilningi fyrir lifi sinu. En þær bænir voru ekki heyrðar. Fólkið kom aldrei aftur út úr kirkjunni og það var aðeins einn maður i öllum bænum, sem lifði af. Af átján skipum sem lágu i höfninni komst aðeins eitt af, og skipverjar fórust flestir. Siðustu átta dagana höfðu stórir reykjarstrókar þrivegis stigið upp frá Mont Pelee, hinu 1443 metra háa eldfjalli, sem var aðeins i rúmlega sjö kilómetra fjarlægð frá kirkjunni. Eftir annað minna gosið greip skelfing um sig i bænum. Bæjarbúar töldu, að nú, eftir fimmtiu ára hvíld, hefði eldfjallið sýnt þess augljós merki, að það væri enn virkt. Nefnd manna sneri sér til landsstjórans, Guy Mouttet. Þeir sögðu honum frómt frá ótta sinum og kröfðust þess, að fólkið yrði allt flutt á burt. Mouttet hló upp i opið geðið á þeim og undirritaði þar með dauðadóm allra bæjarbúa. Hann skipaði tveim herdeildum að vera á verði við öll borgarhlið St. Pierre. Sérhver, sem reyndi að yfirgefa borgina, var rekinn heim aftur. Allt var öruggt og undir eftirliti, fullyrti Moullet. A meðan héldu skruðningar eldfjallsins áfram nóttina á milli 7. og 8., og þær hljóta að hafa látið hræðilega i skelfdum eyrum borgaranna. Það gerði ástandið enn verra, að eina samband eyjarinnar við umheiminn, sæsimastrengurinn til næstu nágranna, St. Luica, var slitinn, en viðgerðarskipið Grabbler, enn ókomið. Af tilviljun sigldi viðgerðar skipið inn á höfnina samtimis ensku flutningaskipi, S. S. Roddam. Þau vörpuðu bæði akkerum klukkan 6.55 að morgni hins 8. mai. Frá skipstjóranum á S.S.Roddam, Edward William Freemann, fékk umheimurinn seinna lýsingu sjónarvotts á Edward Freeman eini sjónarvotU urinn. Hann var sjálfur nærri stiknaður. hinum siðustu, hryllilegu klukku- stundum og minútum St. Pierre, og á örlögum ibúanna. Þetta var hliðstætt Pmpeji og Heracul- anum. Einn sjónarvottur að auki, Jósep Sadtout, var nálega brjál- aður, þegar honum var bjargað. Svo kaldhæðnislega var málum háttað, að hann hefði ekki átt að lifa daginn til enda, þvi að hann sat i fangelsi og það átti einmitt að taka hann af lifi hinn 8. mai. öðru vísi gekk það hjá Free- mann skipstjóra. Þar eð skip hans lá, fékk hann að reyna öll ósköpin, og, eins og hann sagði siðar: ,,Það var sannarlega kynnisför til helvitis”. Hann stóð á þilfari, þegar sprenging rauf morgunkyrrðina. Næstum samtimis steyptist rauð glóandi öskuhryðja á þilfarið og skipið hófst á loft. Áður hafði hann ritað i leiðabókina, að það hafi fallið heitt ryk frá Mont Pelee. Timasetningin var klukkan 7.08 og nú hófst hið endanlega gos. Freemann gægðist yfir til Grabbler. A meðan bergmál sprengingarinnar drundu ennþá i höfninni, sá hann viðgerðarskipið velta um og sökkva. Neyðaróp skipshafnarinnar kváðu við og menn reyndu að bjarga sér með þvi að synda frá skipinu. Þá rigndi rauðu brunaskýi yfir sjóinn og brátt sauð hann og vall. Eftir það var engin minnsta lifsvon fyrir neinn. Mennirnir voru soðnir lifandi eins og krabbar. Það átti fyrir Freemann skip- stjóra að liggja, sem þá var 36 ára að aldri, að vera eini sjónar- votturinn að hinni algeru eyði- leggingu St. Pelee. Það var sjón og raun, sem hann gleymdi aldrei. Jafnskjótt og hann var nokkurn veginn gróinn sára sinna, skilaði hann skýrslu til ensku stjórnarinnar. Frásögn hans er vafalaust ein hin átakan- legasta saga, sem sjómaður hefur nokkru sinni sagt, án þess að nokkur dirfðist að rengja sann- leiksgildið. Freemann lýsir þvi, hvernig eldfjallið blátt áfram rifnaði og hraunstraumurinn steyptist niður að bænum.' — Það var eins og að sjá sverð guðs leiftra, sagði hann. Áhöfnin á Roddam var 44 menn, auk skip- stjóra og yfirkaupvarðar. I St. Luica hafði Freemann heyrt talað um, að þess sæjust merki, að Mont Pelee ætlaði að fara að gjósa. Þó olli það honum ekki neinum sérlegum áhyggjum, þegar hann hélt til Martinique. Annars hafði honum ekki tekizt að ná sambandi við nokkurn mann á eyjunni, vegna þess, að sæsimastrengurinn var bilaður. Hann bjóst við, að allt væri með eðlilegum hætti, eins og venju- lega. Hann komst lika vandræða- laust leiðar sinnar. . — Við sólarupprás 8. mai kom eyjan i ljós. Það var áhrifarik sjón eins og ætið. Allt var bjart að ! þessum klefa lifði morðinginn af náttúruhamfarirnar. Dómkirkjan í St. Pierre á Martinique var full af fólki við morgunguðsþjón- ustu 8. maí árið 1902. Kirkjugestirnir báðu fyrir lífi sínu — en bænirnar voru ekki heyrðar. Mont Pelee, 1443 metra hátt eldf jall, afmáði bæinn í einni svipan. Fjörutíu þúsund manns brunnu til bana á hálfri annarri sekúndu. Hér urðu hryllilegar — nánast óumræðilegar — náttúru- hamfarir. Eftir sprenginguna fundust tvö hundruð ungar stúlkur krjúpandi á kné í bæn — allar dánar. Aðeins einn maður í bænum komst lífs af, — það var morðingi í klefa sín- um. Og aðeinseinn maður af áhöfnum átján skipa, sem í höfninni lágu, sá það, sem gerðist. Það er sá sjónarvott- ur, sem hér segir frá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.