Tíminn - 19.05.1973, Síða 7

Tíminn - 19.05.1973, Síða 7
Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 7 Ásatrúarmenn öðlast réttindi sem trúfélag Á siðasta dag vetrar, á eins árs afmæli Asatrúarfélagsins, var haldið vorblót, fyrsta opinbera blót á íslandi i méira en 900 ár. Voru þá Freyr og Freyja blótuð til árs og friðar, i nývigðu hofi ásatrúarmanna. Fór blótið fram á hefðbundinn hátt. 1 vetur hefur starf félagsins verið blómlegt, og hafa ásatrúar- menn sótt heim Háskóla Islands, Kennaraháskólann og fleiri skóla i boði þeirra og kynnt þar sjónar- mið sin á likan hátt og gert var á hinum almenna kynningarfundi að Hótel Esju, siðastliðinn vetur, en frá þeim fundi var skýrt ýtar- lega i fjölmiðlum. Þó hefur mest verið unnið að þvi að fá löggild- ingu Dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins. Þann 3. mai löggilti ráðuneytið svo Sveinbjörn Bein- teinsson allsherjargoða. Þar með öðlast ásatrúarmennjn a. rétt til að framkvæma nafngjöf, ungl- ingavigslur, hjónavigslur og greftranir. 1 framhaldi af þessu hefur félagið nú farið þess á leit við borgarráð að athugað verði hvar hentugast sé að reisa hof ásatrúarmannaien hofið þarf að standa á opnu svæði,þar sem við- sýnt er og fagurt,en hof það^em félagið hefur yfir að ráða er nú þegar alltof litið. Einnig hefur fé- lagið óskað eftir.að þvi verði út- hlutað svæði fyrir grafreit, eins og skylt er að lögum. Félagsmönnum fjölgaði mikið á siðastliðnum vetri, og hafa mörgum félagsmanna úti á landsbyggðinni borizt óskir um að kynningarfundir verði haldnir þar. Mun félagið reyna að verða við þeim óskum eftir þvi sem að- stæður leyfa. Þá er að geta þess að aðalfund- ur félagsins verður haldinn að Hótel Esju laugardaginn 19. mai kl. 2.30. K/ELISKÁPAR KAPP- REIÐAR Gusts í Kópavogi verða á Kjóavöllum á morgun, sunnudag, kl. 14.00. Mótið hefst með hópreið og góðhestasýningu félagsmanna. Siðan verður m .a. keppt i skeiði, hraðtölti og 2000 m brokki. Góðhestadómarnir eru i dag kl. 14.00 Komið og sjáið skemmtilega keppni. AUGLVSINGASTOFA KRISTINAR 26.25 á vinnuvélum ? Hefurðu gaman af samanburði á kreppu- seilingu-, hámarks grafdýpt, brotkrafti-, lyfti- hæð eða lyftigetu? Þá áttu sálufélaga hjá DRÁTTAR- VÉLUM hf. Þar eru náungar, sem lifa og hrærast í þessum heimi og geta vart um annað talað. Hrifning þeirra beinist mest að nýju MF 50B vélinni. Þeir ræða um stærri strokka, stærri og afkastameiri dælu, aukna orku og lúxus stjórnklefa. ”Ergonomics“ kalla þeir það, sem lýtur að bættum aðbún- aði stjórnanda slíkra tækja og eykur afköst hans. MF V Þetta segja þeir. Stórfín hljóðeinangrun, upphitun, tvær rúðuþurrkur, öryggishús með stálþaki o.fl. o.fl. Þetta er þeim þó ekki nóg. Þeir tala um sjálfvirka, lárétta stöðu skóflu og eitthvað sem heitir ”roll back“, vökva- skiptingu og stillanlega hliðartil- færslu. Upp í skýin komast þeir, þegar 1 . TORQUE COHVERTER (Þeir rita það einvörðungu með feitu,' stóru letri.) Það er einhver vökva— skiptifetill með þrem stillingum. Hann einfaldar vinnuganginn og stóreykur afköstin. Sem sagt. Hafirðu áhuga á sliku umræðu- efni, þá blessaður líttu til þeirra á Suðurlandsbraut 32. Þeir verða himinlifandi glaðir aö sjá þig og skiptast á skoðunum. MP Massey Ferguson Eigirðu erfitt með að koma, þá hringdu eða skrifaðu. Hver veit nema þú háfir hka bæði gagn og gaman af. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.