Tíminn - 19.05.1973, Page 10

Tíminn - 19.05.1973, Page 10
10 TÍMINN Laugardagur 19. mai 1973 Frá fundi ráðstefnunnar I Norræna húsinu. Jóhannes Eliasson, form. Félags S.Þ. á Islandi, er f forsæti á fundinum. (Tfmamynd: Gunnar) Rdðstefna félaga S. Þ. á Norðurlöndum: FÉLÖGIN MJÖG ÖFLUG - NEMA ÞAÐ ÍSLENZKA — enda nýtur það einskis stuðnings hins opinbera ET—Reykjavik. — Þessa dagana sitja á rökstólum, hér i Reykja- vik, forvigismenn félaga Samein- uöu þjóðanna á Norðurlöndum. Félög S.þ. eru starfaði á öllum fimm Norðurlöndunum. Félögin (utan það islenzka) eru mjög öflugog halda uppi viðtækri starf- semi, t.d. kynningu á S.þ., eink- um i skólum, fjölbreyttu útgáfu- starfi og samskiptum við önnur félagasamtök, innan lands sem utan. Félögin njóta rfkisstyrks enda er náið samstarf með þeim og utanrikisráðuneytum rikj- anna. Félag S.þ. á Islandi er aftur á móti litils megnugt — nýtur heldur einskis styrks frá hinu opinbera. Forystumenn þess telja þó, að félaginu sé smám sman að vaxa ásmegin. Þeir benda á, að félögin á hinum Norðurlöndunum hafi staðið i sömu sporum fyrir nokkrum árum, en siðan tekiö stórt stökk fram ávið. Ráðstefnan hefur fjallað um ýmis mál. Hæst ber, hvernig haga skuli upplýsinga- og útbreiðslu- starfi, svo að almenningur fái vit- neskju um markmið og starfsemi S.þ. Þá hefur einnig komið til kasta ráðstefnunnar aö skipu- leggja baráttu gegn mannfjölgun i heiminum, á Norðurlöndunum, — en Allsherjarþing S.þ. hefur samþykkt, að árið 1974 verði helgað þeirri baráttu. Þess má að lokum minnast, að á vettvangi S.þ. hefur norræn samvinna e.t.v. sannað ágæti sitt, hvað gleggst. Fulltrúar Norður- landanna hafa með sér náið sam- starf innan samtakanna, ekki sizt á Allsherjarþinginu. Samtök hernámsand- stæðinga á móti fundi forsetanna á íslandi Samtök herstöðvaandstæöínga hafa sent frá sér eftirfarandi til- kynningu: Vegna fyrirhugaðs fundar Nixons Bandarikjaforseta og Pompidous Frakklandsfoiseta vilja Samtök herstöðvaandatæð- inga taka fram eftirfarandi. I sjálfu sér væri æskilegt, að ls- land gæti orðið griðland, þar $em stjórnmálaleiðtogar viðsvegaí að gætu hitzt og samið um Góð fjórhöld Sauðburður byrjaði snemma hjá Aðalsteini Reimarssyni bónda Kelduskógum. 47 ær báru hjá honum i aprilmán- uði, og fékk hann undan þeim 87 lömb. Var það allt stál- hraust, bæði lömb og ær. ágreiningsefni sin. Þær vonir eru þó allar tengdar þvi, að þar verði ráðið þeim ráðum, sem stefna að friði og jöfnuði þjóða i milli. Þvi hlutverki getur Island þvi aöeins gegnt með sóma, að það sé sjálft hlutlaust land og standi utan allra hernaðarbandalaga. Reykjavikurfundur forsetanna er alger andstæða slikra hug- mynda. Þar koma leiðtogar mestu yfirgangsvelda heimsins saman i landi, sem er hersetið af öðrum þeirra. Bandariki Norður-Ameriku og Efnahags- bandalag Evrópu eru þau heims- veldi, sem nú arðræna mest fátækar þjóðir þriðja heimsins. Efnahagsmál munu verða aðal- umræðuefni forsetanna, og má geta nærri, að þar verða lögð á ráð um, hvernig gera megi það arðrán sem mest og varanlegast og hvernig skipta eigi ágóðanum. Við Islendingar ættum að hafa fengið nóg kynni af yfirgangi er- lendra stórvelda siðustu mánuð- ina til þess að óska ekki eftir slik- um fundum á landi okkar. Aðalfundur sýslunefndar S-Þingeyjarsýslu: Engin hreindýr í sýsluna Grunnskólafrumvórp AÐALFUNDUR sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu var hald- inn i Húsavik dagana 24.-28. april s.l. Helztu fjárveitingar voru: Til menntamála 1 millj. kr. til heil- brigðismála 500 þús. kr., til búnaðarmála 500 þús, kr., til safnahússbyggingar 700 þús. kr. og til vegamála 3 millj. kr. Sýslunefndin mælti gegn þvi að reynt yrði að koma upp hrein- dýrastofni á öræfum sýslunnar. Um grunnskólafrum varpið gerði sýslunefndin svofellda ályktun: „Sýslunefndin telur, að frum- varp til laga um grunnskóla, sem legið hefir fyrir Alþingi um skeið, þurfi enn mikilla umbóta við, ð þarf umbóta við áður en það veröur lögfest. Sér- staklega andmælir hún harðlega ákvæðum um mánaöarlengingu skólaársins og lengingu um eitt ár að auki á skyldunámi unglinga. Hins vegar eru sum önnur ákvæði frumvarpsins vafalaust til bóta. Þar sem þetta er mjög mikils- vert mál og margt fer ekki eins velog skyldi i skólamálum okkar, vill sýslunefndin mælast til þess við menntamálaráðuneytið, að það láti fara fram nýja endur- skoðun á frumvarpinu og þessu margþætta máli i heild. Meðal annars þarf að skoða vandlega og meta rök þeirra mörgu skóla- manna, er andmælt hafa lengingu skólaskyldunnar.” Alyktunin var samþykkt af öll- um nefndarmönnum. Nató-rikin Bretland og Vest- ur-Þýzkaland hafa ein ástundað ránskap á Islandsmiðum siðan 1. september. Bandarikin hafa af hollustu við þau lýst andstöðu við einhliða útfærslu, þótt þau eigi hér sjálf engra fiskveiðihags- muna að gæta. Efnahagsbanda- lagið hefur ekki viljað semja við okkur um fiskkaup, nema við lét- um undan I landhelgismálinu. Til fundar forsetanna er vafa- laust einnig stofnað i þeim til- gangi að tengja á ný þau bönd hernaðarsamvinnu milli rikja við Norður-Atlantshaf, sem brostið hafa á undanförnum árum. Með honum er stefnt að endurreisn Atlantshafsbandalagsins, sem mestan þátt hefur átt i að magna tortryggni og hernaðarstefnu i heiminum, siðan siðari heims- styrjöld lauk. Þeir sem hafa vilj- að stefna að vopnlausum friði bæði ilöndum þessa bandalags og annars staðar, hafa einmittbund- ið miklar vonir við hvert merki þess, að hernaðarbandalög væru að leysast upp smátt og smátt. Reykjavikurfundurinn er vottur um viðleitni til að snúa þeirri þró- un við, og þvihlýtur hann að vera harmsefni öllum herstöðvaand- stæðingum. Koma Nixons hlýtur auk þess að virðast mjög ögrandi gagnvart rikisstjórn Islands, þvi að hann er æðsti yfirmaður þess herliðs, sem samkvæmt stjórnar- sáttmálanum á að hverfa úr landi á kjörtimabilinu. Fundi forsetans er þannig stefnt gegn öllum hugsjónum, sem herstöðvaandstæðingar berj- ast fyrir og eru grundvallaratriði i málefnasamningi rikisstjórnar- innar. Auk þess eru forsetar Bandarikjanna og Frakklands fulltrúar þeirra stjórnmálaafla i heimalöndum sinum, sem sizt af öllu er ástæða til að bjóða vel- komin á Islandi. Má þar benda á, að um það leyti sem Pompidou situr fundinn hér, munu Frakkar hefja kjarnorkusprengingar á Kyrrahafi þrátt fyrir eindregin mótmæli þeirra þjóða, sem næst búa vettvangi og sjá öllu lifriki heimshluta sins stefnt i hættu með sprengjutilraunum Frakka. Á ávirðingar Nixons og þeirra manna, sem undir hans stjórn starfa, þarf varla að minna leng- ur . 1 Indókina hafa þeir unnið mestu grimmdarverk heimssög- unnar á undanförnum árum, og enn er ekki séð fyrir endann á stuðningi þeirra við einræðis- stjórnir i hernaði gegn þjóð- frelsishreyfingum i þessum lönd- um. Og einmitt þessa dagana er að koma i ljós betur en nokkru sinni fyrr, hve spilltum stjórnmálaöflum Nixon veitir for- stöðu i Bandarikjunum. Af öllum þessum sökum mót- mæla Samtök herstöðvaandstæð- inga þeirri ákvörðun rikis- stjórnarinnar að bjóða Nixon og Pompidou að eiga fund hér á landi. Samtökin munu gefa fólki kost á að láta i ljós andstöðu sina við þetta heimboð og mótmæla jafnframt við forsetana þeirri stjórnmálastefnu, sem þeir eru fulltrúar fyrir. I þeim tilgangi vilja samtökin eiga samstarf við hvers kyns félagssamtök önnur, er kunna að vilja standa að mót- mælaaðgerðum, þegar forsetarn- ir koma hingað. (Samþykkt miðnefndar Sam- taka herstöðvaandstæðinga 8. mai 1973). Fréttatilkynning frá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Vinnuskóli Hafnarfjarðar að taka til starfa Þar læra börnin að vinna og ganga vel 1 BYRJUN júni tekur Vinnuskóli Hafnarfjarðar til starfa. Mun hann starfa með liku sniði og undanfarin ár, þ.e. vinna að hreinsun og fegrun bæjarins, við skógrækt og ýmis önnur verk, sem til falla. Þau ár, sem skólinn hefur starfað, hefur hann gengt mjög mikilvægu hlutverki i hreinsun og fegrun Hafnarfjarðar, auk þess sem hann hefur veitt unglingum staðarins góða kennslu i að ganga vel og snyrtilega um bæinn sinn. um bæinn sinn Á siðasta sumri voru yfir 800 börn og unglingar i Vinnuskólan- um. Voru þau ýmist i vinnuflokk- um eða skólagörðum bæjarins. Einnig sótti mikill fjöldi leikja- námskeiðið á Hörðuvöllum, sem stjórnað var af Geir Hallsteins- syni, hinum landskunna hand- knattleiksmanni úr FH. Forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar verður i sumar eins og undanfarin sumur, annar landskunnur iþróttamaður Einar G. Bollason. Árbæjarkirkju gefnar gjafir VIÐ hátiðarguðsþjónustu I Árbæjarskóla á siðastHðnum páskadagsmorgni voru vigðir og teknir i notkun tveir veglegir og forkunnarfagir altariskerta- stjakar úr kopar, er i framtiðinni munu standa ljósum prýddir á altari nýs helgidóms I Arbæjar- prestakalli. Svofellt gjafabref fylgdi þessum góðir kirkjugripum Páskadaginn 1973. „Við undir- rituð færum hér með tilvonandi Árbæjarkirkju að gjöf meðfylgjandi altariskertastjaka og biðjum blessunar presti og söfnuði um ókomna framtið”. Undir bre'fið rita: Kristin Jóhannesdóttir og Filippus Guðmundsson, Elin J. G. Hannam og Ralp Hannam, Gunn- þórunn Markúsdóttir og Jón Asgeirsson. Gjöfin er þeim mun ánægju- legri, þegar þess er gætt, að einn gefenda, Jón Ásgeirsson, raf- stöðvarstjóri, sem jafnframt er safnaðarfulltrúi, hefur hannað gerð kertastjakanna, og unnið þá að miklu leyti af miklum hagleik og alúð. Gefendurnir, fyrrgreind þrenn hjón, hafa öll dvalizt langa hrið i Arbæjarhverfi og voru ein hin fyrstu, er hingað fluttust til fastrar búsetu. Þau hafa þvi fylgzt með þvi, er hverfið unga reis af grunni og hafa með lifandi áhuga tekið þátt i félagsmálum sóknarinnar og unnið mikil og fórnfús störf fyrir söfnuðinn. Munu fáir, að öðrum ólöstuðum, gerasérgleggrigreinenþau fyrir nauðsyn kirkjulegs starfs, og að þvi starfi sé búin viðunandi aðstaða. Eigi þarf um það að fjölyrða, að hún gleður, vermir og lýsir þessi gjöf. Hún er kærkomin söfnuði, sem enn á fátt kirkjulegra muna, en er i þann veginn að hefjast handa um byggingarfram- kvæmdir yfir starfsemi sina. Ljósin, sem þessir kertastjakar munu bera á altari Árbæjar- safnaðar, eiga að minna á hann, sem er ljós heimsins, hann sem er upprisan og lifið. En jafnframt eiga þau að minna á, að við kristnir menn eigum að vera ljós af hans ljósi, varðveita I sál okkar vermandi og lýsandi kraft frelsarans upprisna, svo að við getum borið birtu hans fram á veginn, inn i umhverfi og samtið. Sú er von min og bæn, að altaris- stjakarnir tveir megi, áður en langir timar liða, lýsa upp altari nýs helgidóms i Árbæjarsókn, hinum upprisna Drottni til dýrðar. Fyrir hönd Arbæjarsafnaðar þakka ég heilshugar gefendum veglega gjöf og bið þeim og heimilum þeirra blessunar Guðs. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur. Flúormagn í grasi fer minnkandi Frá samstarfsnefnd sér- fræðinga um áhrif Heimaeyjargoss á gróð- ur og búfé Niðurstöður flúormælinga (mg i kg) i gróðursýnum, sem tekin voru 7. og 8. mai: Skammadalshóll, Hvammshr., V-Skaft. 15. Sólheimahjáleiga, Dyrhólahr., V-Skaft. 26. Þorvaldseyri, A-Eyjafjallahr„ Rang. 36 Fit, V-Eyjafjallahr„ Rang. 30 Hólmar, A-Landeyjahr„ Rang. 110. Akurey, V-Landeyjahr., Rang 78. Sámsstaðir, Fljótshliðarhr., Rang 36. Kornvellir, Hvolhr., Rang. 75 Helluvað, Rangárvallahr., Rang. 60. Almennt er talið, að hægfara flúoreitrunar megi vænta I sauð- fé, þegar flúormagn i fóðri fer yfir 30-60 mg i kg miðað við þurr- efni. Ofangreindar niðurstöður sýn a að flúormagn i grasi fer yfirleittk minnkandi á þeim svæðum, sem sýnataka nær til og er viða undir hættumörkum. Sýnatöku verður þó haldið áfram um sinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.