Tíminn - 19.05.1973, Síða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 19. maí 1973
ililB
J /iwiv
Batnandi manni
er bezt að
Steingerður Guðmunds-
dóttir:
Blær, ljóð, 135 bls. ísa-
foldarprentsmiðja h.f.
Það sem fyrst vekur athygli,
þegar opnuð er ljóðabók eftir
Steingerði Guðmundsdóttur, er sá
hryllilegi aragrúi þankastrika,
sem óprýðir þar svo að segja
hverja einustu blaðsiðu. Þetta
lestrarmerki er í eðli sinu svo
sem hvorki gott né illt, og vist er
hægt að lála það hjálpa sér til
þess að ná tilteknum áhrifum, en
þegar það er ofnotað jafn gifur-
lega og hér á sér stað, gerir það
ekki aðeins stilinn Ijótari en þörf
er á, heldur verkar það blátt
áfram truflandi á lesandann.
En hvernig eru þau þá, þessi
kvæði Steingerðar, þegar horft er
framhjá hinum ytri umbúðum?
Það er sannast að segja, að þau
eru ærið misjöfn og mörg ósköp
bragðdauf við nánari lestur, en þó
eru nokkur þeirra svo vel gerð, að
þau réttlæta tilveru bókarinnar.
Ég nefni sem dæmi Til þin Kjar-
val 13,april 1972 (bls. 133), Vá-
gustur 10. júli 1970 (bls. 29), Kon-
ungsþjónninn (bls. 27) og Grátnu
konurnar þrjár (bls. 128).
Þetta má ekki skilja svo, að hér
séu upp talin öll þau kvæði bókar-
innar, sem eitthvað hafa til sins
ágætis, en þótt svo væri, þá væri
það ekki á neinn hátt hneykslan-
legt. Við verðum að muna, að oft
er það ekki nema tiltölulega litill
hluti af verkum skálda og rithöf-
una, sem nær að lifa eitthvað að
ráði. Hjá sumum er það aðeins
eitt kvæði, ein smásaga eða jafn-
vel ein visa, sem upp úr stendur
og heldur nafni höfundar sins á
lofti.
Mig langar að birta hér þá visu
úr kvæðinu um Kjarval, sem mér
þykir bezt:
Silfurgrár mosi minnist þin
— oggrjót —
myndauðugt hraunið — upp-
sprettur og fljót.
Sveipast nú bláfjöll sorgar-
blæjum hljóð
syrgja þig vættir lands — og
tregar þjóð.
Þetta er fallegt erindi, en eitt-
hvað hefði mátt spara af þanka-
strikunum. Ekki kann ég heldur
við það, þegar Steingerður tekur
svo til orða, að Kjarval sé ,,úr
fjötrum leystur.” Auðvitað veit
ég að hún á við það, að nú sé andi
hans laus úr likamsviðjunum og
„sizt ætti ég að bera á móti þvi,”
en þegar Kjarval á i hlut, er þetta
naumast viðeigandi orðalag.
Hann var nefnilega fjær þvi en
aðrir menn að láta hið ytra um-
hverfi leggja á sig hömlur. Jafn-
vel likamleg þægindi, sem flest-
um þykja ekki annað en sjálf-
sagðir hlutir, mat og hann oft lit-
ils. f rauninni var Kjarval alltaf
óbundinn af öllu öðru en köllun
sinni.
1 þessari ljóöabók Steingerðar
Guðmundsdóttur ber talsvert á
trúrænu viðhorfi, þrá eftir betri
heimi og jafnframt vantrú á, eða
aö minnsta kosti varúð gagnvart
þeim heimi sem við lifum i. Slikt
er að vonum, og er reyndar sizt að
undra. Kvæðið Jól hefst á þessum
linum:
Ungur sveinn og einföld jata
öllum gleymd.
Er þjóðin sinum guði að glata
i gullsins eymd?
„Gullsins eymd.” Það var ein-
mitt rétta orðið. Venjulega er rik-
asta fólkið íátækast. Hitt kynni
fremur að vera vafamál, hvort sú
kirkja, sem Steingerður virðist
festa von sina á, er bess um kom-
in að skáka Mammoni karlinum
til hliðar. Hún hel'ur að minnsta
kosti ekki reynzt honum sérlega
andsnúin það sem af er aldri
hennar, hvað sem siðar kann að
eiga eftir að verða.
Þegar ég hafði lesið hina nýju
ljóðabók Steingerðar Guðmunds-
dóttur nokkurn veginn eins sam-
vizkusamlega og mér var unnt,
saknaði ég einhvers, sem ég vissi
i fyrstu ekki hvað var. En svo
skýrðist þetta og ég fann, að það
var sveitarómantik, sem ég sakn-
aði. Þetta má ekki misskiljast, ég
er ekki að skopast að neinum,
enda sæti það sizt á mér að tala i
spétón um það, sem sveitum við
lifa
kemur. Mér er það alvara, að ég
held, að ljóðstill Steingerðar
myndi fara sérlega vel á fallegum
nattúrustemningum. Hún talar
um regn sem fellur á stétt, stein
og mold, en það er ekki nóg. Jafn-
vel kvæði eins og Undrið bláa og
önnur þau ljóð, þar sem náttúran
kemur við sögu, eru ekki heldur
nóg. Höfundurinn þyrfti að búa
sumarlangt i tjaldi norður á Hóls-
fjöllum eða ustur i Jökuldals-
heiði. Það má mikið vera, ef
ávöxtur þess sæist ekki i næstu
ljóðabók.
En það var þetta með formið,
mig langar að minnast ofurlitið
meira á það. Auðvitað má ekki
gera formi of hátt undir höfði á
kostnað annarra eiginda lista-
verks, og vissulega verður ekkert
kvæði betra né verra i sjálfu sér
fyrir það eitt, hvernig greinar-
merkjum er skipað þar niður. En
gætum nánar að. Stórbrotinn
skáldskapur er ekki næmur fyrir
smáatriðum hins ytra búnings, en
það er lyrikin aftur á moti, og það
þvi fremur sem kvæðið er finleg-
ar unnið. Við tökum naumast eftir
þvi, þótt Grimur Thomsen noti
þankastrik á annan hátt en við
myndum gert hafa, eða þótt
Stephan G. losnaði aldrei við
þann gamla sið að láta hverja
hendingu byrja á stórum staf.
Skáldskapur þeirra beggja er svo
stór i sniðum, eð hann er yfir slika
smámuni hafinn.
En sú tegund ljóðagerðar, sem
Steingerður Guðmundsdóttir og
margir aðrir ljóðasmiðir leggja
stund á, er þess eðlis, að hún er
ákaflega næm fyrir hverri örðu
orðalags og ytra búnings, jafnvel
greinarmerkjum.
Svo virðist, sem Steingerður
noti þankastrikin sin til þess að
komast undan kommunni, og vist
er það vorkunn, þótt fólki standi
nokkur stuggur af þvi fyrirbæri,
sem islenzk kommusetning er. En
að ætla að leysa kommuna af
hólmi og nota þankastrik i stað-
inn, það er að fara úr öskunni i
eldinn. Og það athæfi að láta frá
sér fara tvær ljóðabækur þannig
útleiknar, að þar fyrirfinnist ekki
ein einasta komma, en setningar
Steingerður Guðmundsdóttir.
aftur á móti tættar i sundur með
þankastrikum, svo á liklegum
stöðum sem óliklegum, það er
meira en hægt er að fyrirgefa
nokkrum höfundi, sem á annað
borð lætur sig setningaskil ein-
hverju varða.
Þó er það enn ótaiið, sem mér
finnst stærstur ljóður á Blæ Stein-
gerðar Guðmundsdóttur, en þá
hugsun hefur hún sjálf orðað
miklu betur en ég fæ gert. A bls.
63 er kvæði sem heitir Hlifðu mér.
Það hefst á þessum linum:
órólega — úfna hugSun —
ekki svona hátt.
1 þessu kvæði segist höfundur-
inn vera þreyttur, og vist er það
ekki nema mannlegt. En það má
aldrei neitt skáld beiðast griða,
þegar öldurnar i sál þess risa. Ef
hugsunin vill vera svo elskuleg að
leita á brattann, gerirekkert, þótt
einhverjum þyki hún „úfin.”
Nú mun einhverjum þykja nóg
komið af lastinu, og vel má það
vera rétt,að hér hafi fremur verið
dvalizt við hinar neikvæðari hlið-
ar bókarinnar. Hins er þó skylt að
geta, að eitt lof er ótalið, og það
reyndar ekki svo litið:
An þess að hafa gert á þvi mjög
nákvæman samanburð, held ég
að óhætt sé að fullyrða, að hin
nýja ljóðabók Steingerðar Guð-
mundsdóttur, Blær, sé betri bók
en ljóðabókin Strá, sem hún sendi
frá sér árið 1969. Það er fornt
mál, að batnandi manni sé bezt að
lifa, og á það ekki sizt við um þá,
sem skrifa bækur.
Það er engin ástæða til þess að
leggja frá sér pennann á meðan
seinasta bók er betri en sú næsta
á undan.
—VS.
Ótrýming vofir yfir 19 tcgundum viltra katta. þar á meðal tlgrisdýrinu.
132 DÝRATEGUNDIR
í MIKILLI HÆTTU
Aö minnsta kosti 132
dýrategundir, þar á meðal
tígrisdýriö, f jaliagórillan
og hnýðingurinn (hvalur),
eru dæmd til útrýmingar,
nema skjótt verði brugðið
við þeim til verndar. Þetta
kemur fram í nýjustu út-
gáfu af riti, sem nefnist
,,Rauði hættulistinn".
t þessari uppsláttarbók eru
aðvaranir hennar undirstrikaðar
með þvi að prenta á rauðan
pappir upplýsingar um þær dýra-
tegundir, sem ógnað er.
Auk hinna 132 dýrategunda,
sem er ógnað. hefur hættulistinn
að geyma 60 aðrar tegundir, sem
eru á hættumörkum og 57, sem
eru fágætar.
Þessi siðasta útgáfa af hættu-
listanum flytur nýja von fyrir sjö
dýrategundir, sem voru i yfirvof-
andi hættu á timabili. En tilvera
þeirra hefur nú verið tryggð með
friðun eða þá, að það, sem ógnaði
þeim. hefur verið fjarlægt.
Meðal þeirra dýrategunda, sem
eru að komast á græna grein, má
nefna evrópska visundinn,
ástralska vombatinn frá Queens-
iand, pungrottuna, Thule-elginn
og gnýinn með hvita halann.
I fyrrnefndri bók er sagt, að út-
litið sé ekki gott fyrir spendýrin.
sem eru á hættulistanum og að
þau lifi tæpast af, nema aðbúð
þeirra verði breytt til batnaðar
þegar i stað.
Stærsti hópurinn, sem er i
hættu, eru hófdýrin. Þar má
nefna 17 tegundir hjartardýra, 28
tegundir antilópa, gazellur, geit-
ur og sauðfé, fjórar af hinum
fimm tegundum nashyrninga,
þrjár teg. villiasna og sú eina teg-
und villihesta, sem þekkt er.
Á þessum lista eru einnig 19
teg. villtra kattardýra, þar á
meðal tigrisdýrið. vissar tegundir
hlébarða og púma ásamt spænsku
gaupunni. Meðal þeirra mann-
apa, sem mest eru i hættu, eru
fjallagórillan og orangútaninn.
Fjórir hvalir eru á hættulistan-
aum — þeir eru: bláhvelið,
hnýðingurinn, Grænlandshvalur-
inn og sléttbakurinn.
(Lausl. þýtt. SSv.)