Tíminn - 19.05.1973, Page 15

Tíminn - 19.05.1973, Page 15
14 TÍMINN mm '.. .. • ■ • w lags Reykjavíkur, sem hann fór utan til þess að læra þetta. — Það hefur þá eingöngu yeriö fyrir áeggjan Læknafélagsins, sem hann lagði út á þessa braut? — Já, liklega hefur það riðið baggamuninn. En auk þess var svo ástatt, að bróðir hans var fatlaður, og vera má, aö þaö hafi verið búið aö vekja hann til um- hugsunar um vandamál þess fólks, sem svo var ástatt um. Hann haföi lika fengizt við lag- færingar og viöhald á spelkum, sem bróðir hans haföi fengið smiöaðar i Danmörku og vissi þvi nokkuð um gerð slikra hluta. — Var dálitið um að menn leit- uðu til Danmerkur um smiði gervilima? — Ég held, . að flestir hafi far- ið til Danmerkur, ef þeir á annaö borð reyndu aö bæta úr fötlun sinni með þvi að fá gervilimi eða spelkur, þeir sem lamaðir voru. — Var ekki fyrirtæki föður þins smátt i sniðum fyrst i stað? — Auðvitað var byrjunin erfiö, eins og oftast vill verða. A fyrstu árum fyrirtækisins voru litlir peningar i umferð og almenning- ur auralitill, ekki sizt þeir, sem ekki voru heilir heilsu og voru at- vinnulitlir eða jafnvel fengu ekki neitt að gera við sitt hæfi. Það var ekki von að þeir sem svo var ástatt um, hefðu efni á þvi að kaupa sér gervilimi eða önnur hjálpartæki vegna fötlunar sinn- ar. Það var i raun og veru ekki fyrr en hið opinbera fór aö taka þátt i kosnaði fólks vegna lömun- ar þess eða fötlunar, sem veru- legur skriðurfór að koma á þessa starfsemi. — Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið fáir i upphafi? — Jú þeir voru fári. Fyrst var faðir minn alveg einn, en svo fór hann að vera með einn mann i vinnu, og gekk svo lengi fram eft- ir. — Þurfti verkstæðið að smiða alla þá hluti, sem notaðir voru, eða var hægt að kaupa eitthvað að? — Já, það var einmitt það, sem þurfti að gera, og það var satt að segja ákaflega erfitt viðureignar. Það þurfti meira að segja að smiða skóna, þvi að heita mátti að ógerningur væri að fá skósmiði til þess að smiða skó utan yfir spelkurnar. En þetta varð til þess að fyrirtækið tók þá stefnu að smiða alla hluti sem á þurfti að halda, jafnt skó sem annað. Þannig hefur þetta verið alla tið og er svo enn þann dag i dag. t dagsins önn Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hvers kyns lamanir og fatlanir hafa þjáð menn frá örófi alda. Mörgum manni hefur staðið ógn af þvi aö missahönd eða fót, og ekki að ástæöuiausu, þvi að lengstaf var það svo, að litið var hægt ..við sliku að gera. En nú er öldin önnur, þvi að það er ekki nóg með að lcngi hafi ver- ið reynt að bæta úr böli þeirra sem fyrir fötlun urðu, heldur er gervilimasmiö orðin viðurkennd starfsgrein, mér liggur viö aö segja sjáifstæð visindi. t Rcykja- vík er eitt fyrirtæki, sem ein- göngu helgar sig þessu þjóðþrifa- starfi. Það er Gervilimaverk- stæði Arnórs Halldórssonar. Viö og það var forstjórinn, Arnór Haiidórsson, sem fyrir svörum varð. Fimmtugsafmælið er nýliðið — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Arnór: Hvenær var þetta fyrirtæki stofnað? — Þaö var stofnað fyrsta dag októbermánaðar árið 1922, og átti þvi fimmtugsafmæli á siðast liðnu hausti. Það var faðir minn, sem stofnaði fyrirtækið, þá ný- kominn heim eftir nám i Dan- mörku. — Hafði hann lært gervilima- smiði? — Já, það var hún semhann haföi veriö að læra. Hann var eitt ár á gervilima- verkstæði i Danmörku, en hér á landi var enginn, sem gat gert slika hluti á þeim tima, og þaö var fyrir tilstuðlan Læknafé- Skósmiður aö sniða leöur. Timamyndir: Gunnar Laugardagur 19. mai 1973 Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 15 Unnið að spelkum ■ j . — Er þá komin deildaskipting á verkstæðisvinnuna hjá ykkur? — Já, i rauninni er það alveg rétt. Það eru ákveðnar stúlkur, sem sauma sjúkrabeltin, skó- smiðir smiða skóna, sonur minn og maöur með honum smiða gervilimina, enn aðrir smiða spelkur, og þannig mætti lengur telja. Enn fremur er hér maður, sem hefur ærinn starfa við að halda við áhöldum og smiða ný, þegar eitthvað vantar. Á læknisfræðilegum grundvelli — Nú er þetta i raun réttri læknisfræði, sem hér er á ferð- inni. Senda læknar þá sjúklingana til ykkar, eða hvað? — Það er bezt að Halldór sonur minn svari þessu, þvi að hér er komið inn á hans svið. — Já, hvað segir þú um þetta, Halldór? — Yfirleitt göngum við frá mótunum sjálfir, en við fáum lika oft sjúkdómslýsingu frá læknin- um, sem stundað hefur viðkom- andi sjúkling. Það er alveg rétt, aö við þurfum að hafa vissa grundvallarþekkingu i likams- fræði. — Þú ert mjög lærður maður, Halldór, i gervilimasmiði. Eru ykkur kennd viss atriöi læknis- fræðinnar? — Já. Þeir kenná liffærafræði og lifeðlisfræöi, enda er nauðsyn- legtfyrir okkur að þekkja manns- likamann og þá galla, sem fram geta komið á honum, og hvernig bezt er að snúast við þeim. — Og sjúklingarnir koma til ykkar? — Já, þeir gera það, þvi aö við þurfum fyrst og fremst að geta skoðað fólkið til þess að sjá með Hanzki og gervihönd. Hvort tveggja ótrúlega eðlilegt. neinir tveir menn nákvæmlega eins, og allra sizt að þeir hafi ver- ið eins, áður en þeir slösuöust eða urðu fyrir lömun af öðrum ástæð- um. — Er þá nokkur leið að smiða fyrirfram eða að eiga lager af gervilimum? — Þessu má i rauninni svara bæði játandi og neitandi. Það er má heita tilgangslaust að liggja með fullsmiðaða gervilimi, en það er hægt að smiða einstaka hluta til þess að byggja upp með, þegar á þarf að halda. Það er hægt að eiga til skrúfur, hjarir og hálfunnið hráefni, sem svo er lag- að til, eftir þvi sem þörfin krefur hverju sinni. — Liður nokkurn tima svo mánuður, eða jafnvel vika, að þið séuð ekki beðnir að smiða gervilimi, einn eða fleiri. — Þetta er ákaflega' misjafnt. Það er meðal annars árstiða- bundið. Það er leitað til okkar alls staðar að af landinu, og þess vegna er það alveg eðlilegt, að samgöngurnar hafi nokkur áhrif á það, hversu ör viðskiptin eru. En það er alltaf verið að vinna, allan ársins hring. Sveiflurnar eru ekki svo miklar, að ekki sé alltaf nóg að gera. — Er þá annrikið mest á sumrin? — Já. A sumrin kemur lang- flest fólk til okkar og þá er ævin- lega mest að gera. Spelkur geta miklu bjargað — Koma flestir til ykkar, sem eiga við örðugleika að striða vegna lömunar eða fötlunar? Hvað heldur þú um það, Arnór? — Nei, langt i frá. Það er til fjöldi fólks, sem þyrfti á aðstoð að halda, til dæmis bara vegna þess, að fætur þess eru ekki jafnlangir, og það þyrfti þvi sérstaka skó. Sumir eru svo mikið lamaðir, að' þeir eiga mjög erfitt um gang, en þannig á sig komið gengur fólk árum og áratugum saman, án þess að fá sér neitt til styrktar. Maður mætir svo að segja dag- lega fólki, sem nauðsynlega þyrfti á hjálpartækjum aö halda, en lætur af einhverjum ástæöum ekki verða af þvi að afla þeirra. — Nú verður lamaður fótur ekki heilbrigður við það eitt að vera settur i grind. En er þá mikil bót að spelkunum? — Já, mikil ósköp. Hugsaðu þér mann, með bilaö hné. Hann getur ekki gengið nema með þvi að styðja hendinni niður á liðinn við hvert skref. Spelkan læsir hnénu. liðurinn kemst ekki úr skorðum og maðurinn gengur eins og hann sé með staurfót. En það eru liðamót á spelkunni, og þegar maðurinn sezt, opnast þau og hann situr eðlilega með bæði hnén bogin, eins og alheilbrigður maður, en þarf ekki að rétta neinn staurfót fram á gólfið. Þegar maðurinn stendur upp aftur, læsast liðamótin á grindinni sjálfkrafa, um leið og stigið er i fótinn. Sama er að segja um mann, sem til dæmis gengur með mátt- vana ökklalið. Hann hlýtur óhjákvæmilega að reka niður tærnar við hvert skref, og getur i rauninni alls ekki gengið, fremur en maðurinn með lamaða hnéð. En með réttri gerð af spelkum er hægt að ráða bót á þessu. Arnór Halldórsson forstjóri. eigin augum, hvernig hinn veiki likamshluti litur út. Að slálfsögðu sendir þá læknirinn lika sinar skýrslur, en við þurfum jafnt fyrir þvi að skoða sjúklinginn til þess að vita hvað viö á. — Ykkar smið hlýtur að vera einstaklingsbundin i hverju til- felli um sig? — Alveg rétt. Það slasast varla — Hugsum okkur mann, sem misst hefur annan fót sinn og gengur við gervifót. Verður ekki gangur hans erfiður og óþægi- legur? — Það er ákaflega viðkvæmt mál, ef það heyrist á göngulagi manna, að fæturnir séu ekki eins. Það má ekki koma fyrir að það glymji i eins og rekin sé niður spýta, þegar stigið er i annan fótinn en ekki hinn. Það er lika farið að framleiða svo mjúka framleista, að þeir taka af allt högg, enda verður þess alls ekki vart, þegar hlustað er á fótatak fólks, hvort það gengur á gervi- fæti eða ekki. Fólk á aö notfæra sér þetta — Við verðum nú vist að fara að slá botninn i þetta spjall, en er ekki eitthvað, sem þú vilt taka fram að lokum, Arnór? — Jú. Mér finnst ástæða til þess aðbenda öllum, sem eiga viö einhverja erfiðleika að striða vegna lömunar eða annars konar fötlunar, á að tala um það við lækninn sinn og vita, hvort ekki er hægt að bæta á einhvern hátt úr þvi, sem .aflaga hefur farið. Að sjálfsögðu er lika öllum heimilt að koma hingað, ef vera kynni, að sú þjónusta sem hér er veitt, gæti komiö að einhverju gagni. Kostn- aðarhliðina á þessu þarf enginn maður framar að óttast. Nú er svo vel um þetta hugsað af rikis- ins hálfu, að kostnaður af slikum hlutum er mestan part greiddur af hinu opinbera. Þegar Arnór Halldórsson hefur svo mælt, er ekki annað eftir, en að þakka þeim feðgunum spjallið, og ljúka siöan þessum linum með þeirri hvatningu til allra sem hlut eiga að máli, að nota sér sem bezt þá kosti, sem okkar tæknivædda velferöarþjóðfélag hefur upp á að bjóða, og láta einskis ófreistað i þeirri viðleitni að bæta úr þvi, sem úrskeiðis kann að hafa gengið um heilsufar þess. —VS 'KípfésÉtti® Gibsmót siipað. Sýnishorn af framleiðsiu verk stæðisins Smiður að störfum. Vinnukrókur á gervihandlegg. Hér eru þeir feðgarnir, Arnór Halldórsson og Halldór Arórsson aö móta gibs á veikan fót.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.