Tíminn - 19.05.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 19.05.1973, Qupperneq 17
Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 17 Mynd þessi birtist nýiega i norsku vikubiaði og segir með henni, að nú hafi i fyrsta sinn verið farið á liestum upp á Glittertind, sem er 2470 metra hár. Ekki kæmi okkur þetta mikið við, cf hcstarnir væru ekki islenzkir. Þeir heita Kula og Gramur, en nánari deili eru ekki sögð á þeim, en tekið fram, að þeir heföu verið furðu fljótir i förum upp og staðið sig með afbrigðum. Ólafsfjörður allur fánum við komu nýja skuttogarans Ólafs bekks skrýddur BS. Ólafsfirði, mánudaginn 14. mai’73. — Þriðjudagurinn 8. mai var stór dagur i lifi okkar Ólafs- firðinga, en þann dag klukkan rúmlega 12 sigldi hinn ný i skut- togari, ólafur bekkur ÓF 2, eign Útgerðafélags Ólafsfjarðar Erlendir Soroptimistar styðja Vest mannaeyinga Soroptimistaklúbb Reykjavik- ur hefur borizt fé til styrktar þeim, sem illa hafa orðið úti af völdum náttúruhamfaranna i Vestmannaeyjum. Eftirtaldir Soroptimistaklúbb- ar hafa sent fé: Samband þýzkra Soroptimista: D.M 1000,00 Samband brezkra og irskra Sor- optimista 300,00 pund Soroptimistaklúbbar Helsing- forsborgar: S. kr. 3.850,00 Soroptimistaklúbbar Gautaborg- ar: S. kr. 1000,00 Uddevalla Soroptimistklubb: S. kr. 1500,00 Birkeröd Soroptimistklub: D. kr. 500,00 Bergens Soroptimistklubb: N. kr. 1000,00 1 samráði við gefendur hefur fé þessu verið ráðstafað til aldraðra og öryrkja frá Vestmannaeyjum. h.f., hér inn á fjörðinn i blið- skaparveðri, eftir 50 daga sigl- ingu frá Japan. Var bærinn allur fánum skrýddur i tilefni komu skipsins, fánaborg reist á hafnar- garðinum og komið fyrir stórum, bláum borða með áletruninni: „Velkominn ólafur bekkur” beint á móti þar sem skipinu var ætlað að leggjast að bryggju. Tollskoðun fór fram úti á firðinum, og dróst þvi nokkuð, að skipið kæmi upp að.Mikill mann- fjöldi safnaðist saman á hafnar- garðinum strax upp úr klukkan tvö, en klukkan tæplega þrjú sigldi hið fagra fley inn á höfnina. Strax og gengið hafði verið frá landfestum, var skipshöfn og skipi fagnað með kröftugu, fer- földu húrrahrópi. Siðan söng Karlakór Ólafsfjarðar með að- stoð blásara, „Heyrið morgun- söng á sænum”, undir stjórn Frank Herlufsen, söngstjóra. Þá tók Ásgrimur Hartmannsson, bæjarstjóri, og formaður út- gerðarfélagsins til máls og flutti skörulega ræðu. Bauð hann skips- höfn og skip velkomið til Ólafs- fjarðar og kvaðst vonast til þess, að Ólafur bekkur mætti verða at- vinnulifi Ólafsfjarðarbæjar traustur hornsteinn og mikil lyftistöng. Færði hann öllum þakkir, er greitt höfðu fyrir þvi, á einn eða annan hátt,að þessi óskadraumur okkar Ólafsfirðinga mátti rætast svo fljótt. Afhenti hann að lokum framkvæmda- stjóra útgerðarfélagsins skipið. Tók þá Haraldur Þórðarson framkvæmdastjóri til máls. Bauð hann skipshöfn og skip velkomið i höfn og þakkaði sérlega öllum þeim, er greitt höfðu fyrir smiði skipsins, á allan mögulegan hátt. Næstur tók Kjartan Jóhanns- son, forstjóri Asiufélagsins, til máls. Rakti hann byggingarsögu skipsins i aðalatriðum og færði Ólafsfirðingum sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og gott sam- starf. Að lokum flutti séra Úlfar Guðmundsson hugvekju og bað bæði skipshöfn og skipi blessunar á komandi timum. Að ræðum loknum söng karlakórinn aftur. Framkvæmdastjóri, Haraldur Þórðarson, bauð öllum við- stöddum úpp á að skoða skipið daginneftir, og þá um kvöldið til kaffidrykkju i félagsheimilinu Tjarnarborg. Skipstjóri á Ólafi bekk er Ólafur Sæmundsson, fyrsti stýri- maður Magnús Ólafsson og fyrsti vélstjóri Jóhann Már Jóhannsson frá Reykjavik. Ólafur bekkur er búinn öllum fullkomnustu fisk- leitar- og siglingartækjum. Þau eru öll japönsk, af Fuano-gerð, en talstöðin er dönsk. Aðalvél skips- ins er af gerðinni Nugata, 2.000 hestöfl, og ennfremur eru i skipinu tvær ljósavélar af sömu gerð, 300 hestöfl hvor. Skipið reyndist i alla staði vel á heim- siglingunni, sem tók eins og áður segir 50 daga. Vonir standa til, að Ólafur bekkur geti farið i sina fyrstu veiðiferð seint i þessari viku. Prestkosning nýafstaðin Læknisleysi i nokkrar vikur lgær fór hér fram prestkosning i Ólafsfjarðarkirkju, og hófst kjörfundur klukkan 10 árdegis. Umsækjandi var einn, séra Úlfar Guðmundsson, settur sóknar- prestur hér, frá þvi á siðasta vori. Kjörsókn var mjög góð. Á kjörskrá voru 607 kjósendur og 432 kusu, eða rösklega 71%. Unnið hefur verið i báðum frystihúsunum frá þvi á fimmtu- dagsmorgun, en þá landaði Stigandi hér 49 smálestum, sem hann kom með af Suðurlands- miðum. Og fyrr i vikunni, hafði Sigurbjörg landað 36 smálestum, sem hún kom einhig með að sunnan. Á laugardaginn var hér norð- austan stórhrið og lokaðist Múla- vegurinn algjörlega. Var hann opnaður i gær, og yfirgaf Jón Alfreðsson, læknir, okkur, en hann var búinn að vera hjá okkur siðan um páska. Útlit er fyrir, að við fáum að þreyja læknislausir fram til 1. júni, en þá er von á Einari Helgasyni lækni. Áfengisvarnaráð Noregs býður til kennaranámskeiða Afengisvarnaráðið norska býð- ur islenzkum skólamönnum að taka þátt i þremur námskeiðum i júnimánuði n.k. Boðið er 3 þátt- takendum á hvert námskeið. Námskeiðstimi er ein vika. Uppi- hald er ókeypis. Auk þess fá þátt- takendur 200 norskar krónur i ferðakostnað. Námskeiðin eru þessi: 1. Lýðháskólinn og fíknilyfja- vandamálin. Mótsstaður: Buske- rud Folkehögskole, Darbu tskammt frá Kóngsbergi). Nám- skeiðiðstenduryfirdagana 17.-23. júni. 2. Kcnnsla um fiknilyf á skyldu- námsstigi. Mótsstaðúr: Drottn- ingborg handelsskole, Grimstad. Námskeiðið stendur yfir dagana 24. júni-1. júli. 3. Menntaskólinn og fiknilyfja- vandamálin.Mótsstaður: Drottn- ingholm hanIde 1 s s ko1e , Grimstad. Námskeiðið stendur yfir dagana 24. júni-1. júli. Vinnuform á öllum nám- skeiðunum: Fvrirlestrar, sam- ræður, flokkavinna og kynning á kennslutækjum. Afengisvarnaráðið sænska býð- ur einnig einum islenzkum kennara sams konar kjör á þriggja daga bindindisfræðslu- námskeiði, sem haldið verður i Stensunds folkhögskola, 150 14, Vagnhá'rad, Sviþjóð, dagaa 18.-20. júni n.k. Þeir skólamenn, sem hug•• hafa á að sækja námskeið þessi, til- kynni þátttöku sina eigi siðar en 26. mai n.k. til skriístofu áfengis- varnaráðs, Eiriksgötu 5, Reykjavik, simi: 19405. (Frá Bindisfélagi isl. kennara) HÚSEIGNIN GARÐASTRÆTI 42 Kauptilboð óskast i húseignina Garðastræti 42, Reykja- vík, ásamt tilheyrandi leigulóð. Lágmarkssöluverð samkvæmt lögum nr. 27 1968, er ákveðið af seljanda kr. 7.500.000.- Húsið verður til sýnis væntanlegum kaupendum mánu- daginn 21. og þriðjudaginn 22. mai n.k. kl. 16-18 báða dag- ana og tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 23. mai 1973. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Dráttarvél Mjög litið notuð, er til sölu með hagstæðu verði. Hún hefur 30 hestafla orku. Upplýsingar veitir Gisli Kristjánsson, Búnaðarfélagi Islands, simi 19-200. Plastumbúðir — Hvað er Fanntóform? Það eru ótrúlega ódýrar umbúðirúr harð- plasti — sem er að hef jast framleiðsla á hér á landi. Framleiðum lika allar stærðir af plastpokum. Biðjið um tiiboð i umbúðir, sem henta yður. Fanntó — Hveragerði -Sími 99-4287 Hjúkrunarkonur óskast til starfa nú þegar við hinar ýmsu deildir Landspitalans. Barnagæzla er fyrir hendi fyrir börn 1-6 ára. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. Skrifstofa ríkisspitalanna. OKKAR I LAUGARDALSHOLl RAFIDJAN VESTURGÖTU 11 SÍM119294 RAFTORG V/AUSTURVÖLi SÍMI 26660

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.