Tíminn - 19.05.1973, Síða 22
22
TÍMINN
Laugardagur 19. mai 1973
Magnús E. Baldvlnsson
I <u(< >r(l 17 - Slml 77104
Skagfirzka söngsveitin heidur
tónleika á mónudagskvöldið
SKAGFIRZKA söngsveitin, undir
stjórn frú Snæbjargar Snæbjarn-
ardóttur, heldur samsögfl i
Austurbæjarbiói mánudaginn 21.
mai næstkomandi klukkan 19.00.
Kórinn er skipaður 52 söngkonum
og körlum, en einsöng syngja
Þórunn ólafsdóttir, Guðrún
Tómasdóttir og Friðbjörn G.
Jónsson. Undirleik annast Ólafur
Vignir Albertsson.
Söngsveitin hefur starfað i rúm
tvö ár, og á þeim tima hafa verið
haldnir nokkrir samsöngvar i
Skagafirði og i nágrenni Reykja-
vikur en aldrei i Reykjavik
sjálfri, fyrr en nú.
Skagfirðingafélagið i Reykja-
vik gaf út hljómplötu með
fimmtán söngvum eftir skag-
firzka tónskáldin Eyþór Stefáns-
son, Jón Björnsson og Pétur
Sigurðsson i flutningi söngsveit-
arinnar og einsöngvara. Platan
kom út i april og er nú uppseld hjá
útgáfunni, en er væntanleg aftur
áður en langt liður.
ríkisstjórnarinnar
Kaupmenn andvígir efnahagsaðgerðum
Við teljum.að með framkvæmd
þeirra sé gengið á hinn lög-
verndaða eignarrétt einstak-
lingsins og fyrirtækja. Samtökin
álita, að hér seu stjórnvöld að
fara aftan að almenningi og að
hér hafi verið settur á svið hinn 1.
mai sl. visitöluleikur, þar sem
ráðherra gripur til örþrifaráða á
elleftu stundu.
bað er augljóst mál að hér eru
stjórnvöld að láta kaupmenn
greiða niður visitöluna með
eignaupptöku á vörubirgðum
verzlana og með lækkaðri
álagningu á verzlunarvöru.”
FIMMTUDAGINN 3. mai s.l. var
haldinn almennur kaupmanna-
fundur i Kaupmannasamtökum
Islands.
Fundur þessi var haldinn vegna
efnahagsaðgerða rikis-
stjórnarinnar og þá sérstaklega
vegna bráðabirgðalaga um niður-
færslu verðlags o. fl. frá 30. april
1973.
Gestur fundarins var Jóhann
Hafstein formaður Sjálfstæðis-
flokksins og var fundurinn mjög
fjölsóttur.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundinum:
„Almennur fundur i Kaup-
mannasamtökum Islands haldinn
að Hótel Esju fimmtudaginn 3.
mai 1973 gerir eftirfarandi
ályktun:
Á undanförnum mánuðum hafa
kaupmannasamtök Islands farið
þess á leit við stjórnvöld, að
leiðrétting yrði gerð á verðlags-
ákvæðum, til þess að mæta hinum
stór-aukna kostnaði við rekstur
verzlana. Stjórnvöld hafa daul'-
heyrzt við þessu og þvert á móti
lækkað verðlagsákvæðin þegar
þeim hefur þótt henta.
Vegna undanfarinna gengis-
fellinga hafa yfirvöld lækkað
verðlagsákvæði þannig að krónu-
töluálagning yrði hin sama eftir á
eða jafnvel lægri. Kaupmanna-
samtök tslands telja nú eðlilegt,
þegar gripið er til hækkunar
gengis ísl. krónunar að verðlags-
i.ákvæði hækki, sem þvi nemur,
þannig að samræmi sé í aðgerð-
um stjórnvalda.
Kaupmannasamtök Islands
mótmæla hinum nýju bráða-
birgðalögum frá 30. april s.l. um
niðurfærslu verðlags o. fl. eins og
þau eru úr garði gerð.
Guojön
STYRKÁRSSOiV
hæstaréttarlögmadur
Aðalstræti 9
— Simi 1-83-54
BINGO I
SJÓNVARPI
Þessar tölur hafa verið
dregnar út:
46 — 61 — 25 — 31 — 1
53 — 75 — 16 — 69 — 52
32 — 26 — 4 — 62 — 41
48 — 44 — 54 — 14 — 38
72 — 47 — 19 — 43 — 63
11 — 36 — 20 — 51 — 50
17 — 6 — 55 — 67 — 34
68 — 33 — 27 — 23— 21
13 — 37 — 24 — 45 — 71
15 — 57 — 73 — 42 — 58
12 — 64 — 18 — 70 — 2
Framvegis birtist 1 tala á kvöldi
i sjónvarpinu. Tilkynnið bingó I
sima 84549. Þcgar einhver hefur
tilkynnt bingó verður beðiö I 7
daga eftir að einhver-annar gefi
sig fram. Geri það enginn verður
vinningurinn afhentur hinum
fyrsta.að þvi loknu.
Lionsklúbburinn Ægir.
VIRDLAUNAFININCAH
VtRDLAUNACRIPIR
r
KAUPFEL0GIN
DOMUS
ABYRGÐ A MOTI
RÍKISREKNUM
TRYGGINGUM
mátti telja, að bindindismenn yllu
hlutfallslega færri tjónum en
aðrir, og einnig studdi reynsla
annarra tryggingafélaga bæði i
Sviþjóð og viðar, að skoðun þessi
hafði við sterk rök að styðjast.
Þegar sýnt var, að ekki fékkst
sú fyrirgreiðsla hjá starfandi bif-
reiðatryggingafélögum, sem
BFö taldi eðlilega, nema mjög
takmarkaðan tima, var leitað til
tryggingafélagsins „Ansvar” i
Stokkhólmi um aðstoð við að
byggja upp hér á landi trygginga-
félag bindindismanna og varð
samkomulag um, að ANSVAR In-
ternational stofnaði umboðsfélag
á tslandi.
Tryggingafélagið ABYRGÐ h/f
var þvi stofnað 16. ágúst 1960, og
hóf félagið tryggingastarfsemi
sina i marzmánuði 1961 með fjöl-
breyttum bifreiðatryggingum og
fleiri tryggingum siðar á þvi ári.
Iðgjöld Abyrgðar h.f., voru 15%
lægri en annarra trygginga-
félaga. Vegna þessara lágu ið-
gjalda Abyrgðar h/f , hurfu önnur
bifreiðatryggingafélög að þvi að
lækka iðgjöld ábyrgðatrygginga
bifreiða um 7% i formi hækkaðs
afsláttar og arðs. Þannig nutu
allir bifreiðaeigendur lægra ið-
gjalds fyrir tilkomu Abyrgðar
h/f.
Hins vegar ber ekki að ganga
fram hjá þvi, að vaxandi verðlag
hefur kallað á nauðsyn þess, að
iðgjöld bifreiðatrygginga hækk-
uðu. Það sem stjórnarfundur
BFÖ vill sérstaklega benda á er
það, að iðgjöld Ábyrgðar h/f, hafa
jafnan verið og eru lægri en hjá
öðrum bifreiðatryggingafélögum
og er það þvi ekki rétt, sem fram
hefur verið haldið að undanförnu
að öll bifreiðatryggingafélögin
hafi eitt og sama iðgjald.
Stjórnarfundur BFÖ litur svo á,
að sú hugmynd, sem fram hefur
komið um að rikisreka ábyrgðar-
tryggingar og innheimta kostnað
við rekstur þeirra i hækkuðu
benzinverði og gegnum skatta-
kerfi rikisins sé i fyllsta máta
óæskileg. Þá telur fundurinn
mikils virði að bindindisfólk eigi
þess kost áfram sem hingað til að
njóta lægri iðgjalda af bifreiða-
tryggingum og stuðla með þvi
að aukinni bindindissemi meðal
ökumanna og hvetja þannig til
meira umferðaröryggis.
MEÐ tilliti til þess ástands, er nú
rikir i ábyrgðatryggingu bifreiða
vill fundur I stjórn Bindindisfél-
ags ökumanna, haldinn þann 14.
mai 1973 m.a. benda á eftirfar-
andi:
Eitt af fyrstu verkum BFÖ eftir
stofnun þess 1953 var að kanna
möguleika á þvi, að félagsmenn
þess nytu ódýrari bifreiðatrygg-
inga en þá var, þar sem augljóst
Kaupfélög
kaupmenn
hótel og
mötuneyti
Seljum ýsuflök
frosin og reykt.
Fiskverkun Halldórs
Snorrasonar
Simar 34349 og 30505
Drengur
12 ára
Óska eftir að komast á gott
sveitaheimili i sumar. Hefi
verið i sveit áður. Upplýsing-
ar i sima 81121.