Tíminn - 02.06.1973, Qupperneq 8

Tíminn - 02.06.1973, Qupperneq 8
9 MtflMlT TÍMINN • SYei !nú( .£ -i:j!(6fcisauK. Laugardagur 2. júni 1973. Ræða dr. Kristjáns Eldjárns: Vilium kynna sögulegan og náttúrulegan rétt vorn Vir&ulegu forsetar, Það er konu minni og mér mik- i& gleöiefni að bjóða yður og föru- nauta yöar velkomnq í þetta hús. Oss Islendingum er ljóst aö fundur yðar hér á landi sætir tið- indum um allan heim. Hans vegna beinist athygli heimsins nú aö landi voru með sérstökum hætti. Það er oss vel að skapi, þvi að vér viljum kynna land vort, auka þekkingu á þjóö vorri, lifs- baráttu hennar og þjóðfélagslegu og menningarlegu stefnumarki, og sögulegum og náttúrulegum rétti vorum til þessa lands með gögnum þess og gæðum. Vér trú- um þvi að dvöl yðar hér á landi stuðli að þvi að efla skilning á högum vorum og viðleitni. Vér tslendingar teljum oss til gildis, að lýðræðislegur hugsun- arháttur er rótgróinn með oss og stendur á fornum grunni, allt aftur til landnámsaldar, þegar forfeður vorir fundu og byggðu þetta land, sem áður var óþekkt og óbyggt. Vér erum samhuga i að vilja efla jöfnuð og réttlæti meðal manna i þjóðfélagi voru. Þér, tignir gestir vorir, eruð for- ustumenn þeirra tveggja fjöl- mennu og voldugu þjóða heims, sem átt hafa sögufrægan þátt i að ryðja veginn fyrir nútima hugmyndir um frelsi og mann- réttindi. Islenzka þjóðin á einsog aðrir þakkir að gjalda íyrir þá menningarstrauma. Þessa vil ég minnast við þetta tækifæri, og einnig hins, aö þjóð vor hefur að minnsta kosti siðan á siðustu öld haft mikil bein kynni af þjóðum yðar og þegið frjóvgandi áhrif frá þeim, meðal annars á sviði lista og bókmennta. A siðustu áratug- um höfum vér átt mikil samskipti á alþjóðlegum vettvangi og eigum þaðan margs góðs að minnast, sem varanlegt er og munað verður. Ég læt i ljós virðingu mina fyrir hinum miklu þjóðum yðar. Það er nauðsynlegt hverri þjóð að fylgjast sem bezt með þróun alheimsmála. Til þess höfum vér Islendingar fullan vilja. Umræðu fundir yðar hér mitt á meðal vor munduenn styrkja þann vilja. Ég vildi mega láta i ljós þá einlægu ósk, að þér megið njóta i landi voru ákjósanlegra skilyrða ti! að ræða mál yðar, að dvöl yðar og föruneytis yðar hér verði ánægju- leg og að þér farið héðan með góðar minningar um þessa komu yðar til Islands. Ég vil taka undir þá ósk allra góðviljaðra manna, að fundur yðar hér megi verða til blessunar fyrir þann heim, sem vér öl! byggjum sameiginlega. Ég skála fyrir yður, virðulegu forsetar, og árna yður og þjóðum yðar hamingju og velfarnaðar. Ávarp forseta Frakklands flutt í samsæti forseta íslands á Bessastöðum Gömul og ný menningartengzl tengja Herra forseti, Ég er yður mjög þakklátur fyrir þau hlýju orð, sem þér hafið látiöfalla í minn garð og fyrir þær móttökur, sem vér höfum hlotið i Reykjavik. Vér höfum löngum vitað, að dugnaður og viljaþrek islenzku þjóðarinnar hafa frá upphafi átt samleið með rót- gróinni gestrisni hennar. 1 dag kynnumst vér enn á ný þeirri gestrisni. Um leið og ég læt i ljós þakklæti mitt, langar mig til að tjá yður þá ánægju og þann heiður, sem þaö er mér að koma til þessa lands fyrstur franskra þjóðhöföingja. Ég hygg að vart finnist dæmi um einlægari vináttu né farsælli tengsl þjóða i millum en þau bönd, er tengja þjóðir vorar. Þau tengsl má rekja langt aftur i aldir, engum er kunnugra um það en yöur. Frá upphafi hafa þau verið menningarlegs eölis og það eru þau enn i dag: er það ekki táknrænt, i þessu sambandi, aö nobelsverðlaunahöfundurinn Halldór Laxness, sem er vel kunnur af verkum sinum i Frakk- landi, hefur einnig þýtt „Birting” á mjög athyglisveröan máta. Þá má einnig minnast þess, aö á 19. öld urðu náin tengsl milli islenzkra og franskra útgerðar- staða: þar fékk rithöfundurinn þjóðir Pierre Loti eins og þér vitiö, efni- við i eina af fegurstu skáldsögum sinum. Ekki má láta hjá liða að minnast visindamannsins og skipherrans Charcot og framlags hans til rannsókna á norður- heimsskautssvæðinu. I dag er samband þjóða vorra fjölþætt. Á sviði efnahagsmála, tækni og visinda hafa tengsl vor aukizt. Ég vona i fyllstu einlægni, að sú þróun haldi áfram. En stefna vor i utanrikismálum hefur einnig fært oss nær hvor öðrum. I heimsstyrjöldinni siöari misstu Islendingar mörg hundruð sinna beztu sjómanna. Enn erum vér bandamenn innan vébanda Atlantshafsbandalagsins. Á sviði viðskipta hafa Island og Efna- hagsbandalag Evrópu gert með sér samning, sem ég vona, að gangi endanlega i gildi innan skamms. Þess utan störfum vér saman i Evrópuráðinu, i Efna- hags- og framfarastofnuninni og innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. Þá höfum vér i nokkra undanfarna mánuði starfað saman að undirbúningi að ráð- stefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu. Á þessum vettvangi hafa fulltrúar tslands notið alda- gamallar reynslu þjóðarinnar af lýöræði: i krafti stöðu sinnar hafa þeir sýnt og sannaö, að sú þjóð, Tíminn er 40 siður alla laugardaga og sunnudaga.— Askriftarsiminn er 1-23-23 Trúlofunar- K HRINGIR Fljót afgreiösla Sent i póstkröfu GUDMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Frá kvöldverðarboðinu aö Bessastööum. Innstir sitja þjóöhöfðingjarnir þrir. vorar sem vill láta að sér kveða á al- þjóðavettvangi og er reiðubúin til að taka þátt i viðtækri samvinnu, getur gegnt mikilvægu hlutverki i heiminum, án tillits til stærðar sinnar og máttar. Margþætt hlutdeild Islendinga i alþjóðamálum stendur á fornum grunni. Um 1000 varð Leifur hinn heppni Eiriksson fyrstur Evrópu- manna til að stiga á land i Nýja heiminum, norður af Nýfundna- landi. Um það bil öld siðar dvaldist einn af merkustu fræði- mönnum sagnritunaraldarinnar, Sæmundur Sigfússon, i Paris. Virðulegi forseti Bandarikjanna. Þar sem leið þessara manna lá hefur nú leið vor legið til Reykja- vikur. Mér segir svo hugur, að þetta sé góður fyrirboði um árangurinn af samræðum vorum. Hafrænan, sem tengd er fund- um vorum, i fyrra á Azoreyjum, i dag á Islandi, er ef til vill fyrst og fremst blær þeirrar vináttu, sem þjóðir vorar hafa svo lengi lagt rækt við. Sú vinátta, sem hófst á vigvöllum frelsisstriðsins, hefur veriðhelguð bræðralagi i tveimur heimsstyrjöldum: hún hefur styrkzt i fjölmörgum friöarráð- stöfunum: hún er nú, ekki siður en áður, frjósöm og nauðsynleg. Vissulega verða margar breytingar og örar i heiminum. Aö mörgum hinna mikilvægustu eigið þér, herra forseti, frum- kvæði. A sama tima og breytingar verða á sambúð þjóða i heimin- um, þokast Evrópa i átt til sameiningar: og þótt sameining Evrópu sé ekki að sama skapi auðveld i framkvæmd og hún er nauðsynleg, hefur mikilsverðum árangri einnig verið náð á þess- um vettvangi. Er þar með sagt, að tengsl Ameriku við Evrópu og sérlega við Frakkland séu ekki eins mikilvæg og áður? Vissulega ekki. Oss er kunnugt um hve ofar- lega Evrópa er yður i huga. Sjálfir álitum vér, að hversu far- sæl sem þróun heimsmálanna verður, riki of mikil óvissa i heiminum til þess að rýra megi tilverurétt þess bandalags: sem vér erum aðilar að. Virðulegu forsetar, sem betur fer geta þau tengsl, sem frjálsar og ötular þjóðir stofna til, verið margþætt. Og hver getur furðað sig á þvi, að sibreytilegt ástand alþjóðamála skapi oft á tiðum vandamál. Það er eðli lifsins að meitla sTfellt ný viðfangsefni. Það fellur i vorn hlut að yfirstiga vandamálin með þvi að vega þau og meta i ljósi þess, sem koma skal. Það er þvi einlæg von min, að svo megi verða. Með þá von i brjósti og i vináttu lyfti ég glasi minu, til heiðurs hæstvirtum forseta Islands, herra Kristjáni Eldjárn, og ti! heiðurs hæstvirt- um forseta Bandarikjanna, herra Richard Nixon, um leið og ég árna þjóðum vorum velfarnaðar og heilla. ÞAÐ ER ERFITT AÐVERA FRÆGUR EFTIR AD blaöamannafundinum með dr. Henry Kissinger lauk i fyrrakvöld, gekk Kissinger hæg- um skrefum út úr fundarsalnum og ætlaöi aö fara i sparifötin áður en liann héldi i kvöldverðarboðið á Bessastöðum. Einn erlendu blaðamannanna hélt i humáttina á eftir honum og þegar hann var kominn i kallfæri kallaöi hann: „Henrý, er það rétt að þú ætlir að gifta þig i næsta mánuði"? Kissinger sallarólegur að vanda, sneri sér við og spurði á móti: „Hverri”? „Nancy”, sagði blaða- maðurinn. Þá brosti Kissinger og hristi hausinn ákveðið, en gekk siðan áfram til herbergis sins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.