Tíminn - 02.06.1973, Page 11
Laugardagur 2. júnl 1973.
TÍMINN
11
Málstaður
Islendinga
í landhelgis-
málinu nýtur
mikils stuðnings
erlendis
Ilannrs Jónsson lilaóafulltriii rikisstjórnarinnar lirldur fund mrö rrlrnduiu lilaöainunnuin. Skunimu siftar liringdi forsætisrdftherra ólafur
.lóhannrsson i llannrs og skvrfti honum frá ásiglinguni hrr/.ku skipanna á Arvakurog varft þá uppi fóturog fit mrftal hinna rrlrndu blaftamanna
ÍSLAND ER PRÝÐILEG-
UR FUNDARSTADUR
Rætt við nokkra fréttamenn, er fylgdust með
fundahöldum Nixons og Pompidous
Margt úrvalsfréttamanna kom
hingaft til lands i þeim erinda-
gjörftum aft skrifa um fund þeirra
Nixons og Pompidous. Blaöa-
maöur Timans tók nokkra
þeirra tali, meftan fundahöld
forsrtanna stóftu yfir.
DON FARMER starfar i London
á vegum bandarisku sjónvarps-
stöftvarinnar ABC.
— Ég er hingað kominn, til aft
fylgjast með fundum þeirra
Nixons og Pompidous. Um leift
langar mig aft ferftast dálitift um
tsland og safna efni i sjónvarps-
þætti. Gosift á Heimaey hefur
vakið mikla athygli erlendis. Eg
ætla aft bregfta mér þangaft á
laugadag og reyna aft vifta aft mér
einhverju sjónvarpsefni.
— tsland hefur verift i brenni-
depli, ef svo má segja, allt frá þvi
Arthur Gayshon
skákeinvigift var háft hér. Siftan
rak hver stóratburöurinn annan:
Gosiö á Heimaey, landhelgis-
deildan og loks þessi fundur.
— Ég held, aft stefna íslands
eigi fylgi aft fagna meftal al-
mennings i Bretlandi og Banda-
rikjunum. Framkoma Breta
hefur mælzt illa fyrir. Hins vegar
getift þift átt von á þvi aft missa
þennan stuftning efta þessa samúft
meft málstaft ykkar, ef þift beitift
ofbeldi.
— Ég kann vel vift mig hér á
Islandi. Ég er lika staftráftinn að
kynnast landinu nánar á næstu
dögum.
ARTHUR GAYSHON er frétta-
ritari AP i London.
— Þessi fundur fosetanna er aft
visu mikilvægur, en hafa ber i
huga, aft hann er einn af mörgum,
sem hafa verift og verfta haldnir
um þessi vandamál. Þess vegna
er óliklegt að stórra ákvarðana sé
aft vænta.
— tsland er heppilegur fundar-
staftur. Landið liggur miftja vegu
milli Evrópu og Ameriku og þvi
er stafturinn mjög vel vift hæfi
beggja þjófthöfftingjanna. Ég hef
komift hingað einu sinni áður,
þ.e. árift 1968, þegar ráðherra-
fundur NATO var haldinn hér.
Ég get ekki neitað þvi, aö ég var
hræddur um, aft aðstaftan til
fréttaflutnings yrfti ekki sem
bezt, úr þvi von var á slikum
fjölda fréttamanna. En ég verft aft
segja aft það hefur rætzt furftu-
lega vel úr, enda hefur allt gengiö
eins og i sögu til þessa.
— Ég hef enga trú á, að NATO
skipi Bretum aft hverfa út út
landhelgi ykkar meft herskip sin.
Ég vænti þess aftur á móti, að
þessi tvö lýftræftisriki — Bretland
og tsland — geti leyst fiskveifti-
deiluna meft samningum. Þaft er
sú leið, sem ég tel sjálfsagt aft
fara.
— Þift verftift aft gæta aft þvi, aft
almenningur i Bretlandi er
hreykinn af skipastól rikisins —
ekki sizt flotanum. Þess vegna
getur almenningsalitift — sem ég
tel ykkur nokkuft hlifthoHt sem
stendur — snúizt algerlega gegn
ykkur, ef deilan narftnar frá þvi,
sem nú er. En eitt er vist: Bretar
bera virftingu fyrir islenzku
þjóftinni, a.m.k. ef aftstæftur
breytast ekki til hins verra.
GAYLORD SHAW dvelst að staft-
aldri i Hvita húsinu. Hannereinn
af þrem fréttariturum AP, sem
flytja stöftugt fréttar af for-
setanum.
— Þau mál, sem eru á dagskrá
þessa fundar, eru mjög mikilvæg
i augum beggja aftila. Um sum
þeirra rikir djúpstæftur á,grein-
ingur, eins og þegar hefur komift
fram i fréttum. Nixon leggur
áherzlu á, aö gerftur verfti
rammasamningur milli Banda-
rikjanna og rikja vestur-Evrópu,
sem spanni yfir öll svift sam-
skipta álfanna, þ.e. viftskipta-,
Gaylord Shaw
gjaldeyris- og hernaftarsviftin.
Pompodou er þessu andvigur, þvi
hann vill skilja á milli og ræfta
hvert málefnasvift sér.
— Mér lizt vel á tsland og tel, að
fundarstafturinn hafi verift vel
valinn. Allar aftstæftur eru til
fyrirmyndar. Þú mátt gjarna
hafa eftir mér, aft islenzkur fiskur
sé eitt af þvi bezta, sem ég hef
fengið.
LUTZ HERMANN hefur aö-
setur i Paris, en skrifar aft mestu
fyrir þýzk blöö og timarit.
— Þessi fundur forsetanna og
ráðgjafa þeirra á e.t.v. eftir aft
marka timamót i samskiptum
rikjanna, einkum á svifti vift-
skipta- og gjaldeyrismála.
— Island er oröiö vel þekkt,
bæöi i Þýzkalandi og Frakklandi.
Það athæfi Breta aft senda her-
skip inn i landhelgi ykkar hefur
mælzt illa fyrir. En þift skuluft
gæta aft ykkur: Ef þift byrjift aft
skjóta, getur fariö svo, aft samúft
fólks meft málstaöykkar verfti aft
andúft. Þess vegna er rétt fyrir
ykkur aft beita friösamlegum aft-
Lutz Hermann
geröum i staft ofbeldis. Þá spái
ég, aft þift gangift meft sigur af
hólmi.
— Ég kann vel vift mig á
tslandi. Ég brá mér i Klúbbinn i
gærkvöldi og verft aft segja, að
islenzkar stúlkur eru mjög
fallegar. Aftur á móti gekk mér
illa af sofna — þessar nætur
ykkar eru allt of bjartar! E.T.
Mikið talað
fátt ákveðið
„Ef ég má slá á léttari
stengi, vil ég likja fundi okkar
vift frjóvgun, en þvf sem fram-
undan er vift fæftinguna”.
sagfti Pompidou vift blafta-
menn aft afloknum fundum
sinum meft Nixon. „Eins og
öllum er kunnugt er fæöingin
mun crfiftari en frjóvgunin”.
Pompidou lagfti áherzlu á,
aö fundir hans meft Nixon
hefftu verift vinnufundir, þar
heföu málin verift rædd en
fáar ákvarftanir verift teknar.
ilann sagftist ekki hafa verift
'fær um aft túlka vifthorf
Evrópu sem heildar, heldur
túlkaft sjónarmift Evrópu út-
frá frönsku sjónarhorni. Þeir
hefftu veri sainmála i flestum
meginatriftum, alla vega
hefftu þeir verift sammála um
fleiri hluti cn þeir voru ósam-
mála um.
A fundum sinum ræddu for-
setarnir g ja ld ey r is m ál,
markaftsmál og öryggismál.
Rætt var um tillögu Banda-
rikjanna um nýjan Atlants-
hafssáttmála, en Frakkar
virðast ekki hafa fallizt á hug-
myndir Bandarikjamanna á
þvi svifti. Akveftift er,aft Nixon
muni koma í heimsókn til
Evrópu næsta haust og koma
vift i Frakklandi I þeirri ferft.
en ekki hefur enn verift fast-
settur neinn ákvcftinn timi
fyrir þá ferft. Kissinger,
öryggismálaráftgjafi Nixons
taldi þó aö ferö þessi yrfti farin
á timabilinu 15. september til
15. október n.k.
Blaöafulltrúi Nixons, Ron
Ziegler, sagfti aö fundunum
loknum, aö þar heffti rikt
góftur andi og hann taldi vift-
ræfturnar hafa verift bæfti
gagnlegar og uppbyggjandi.