Tíminn - 02.06.1973, Síða 12

Tíminn - 02.06.1973, Síða 12
12 TÍMINN Laugardagur 2. júnl 1973. Lítill drengur er henni til aðstoðar ,,hinum megin": An augnabliks hiks hefur þessi fyrrverandi saumakona, á sex- tugsaldri samþykkt aö hafa milli- göngu. Herbergiö er almyrkvað þótt bjartur dagur sé. Rúllugardinur og gluggatjöld hylja glugga, og dyrnar eru lokaðar. Vegglampi ber dauft ljós. Oti er þungbúiö. Regnið fossar niöur. Við sitjum i iburðarlausu timb- urhúsi við Garðastræti, þar sem Sálarrannsóknafélag tslands eins og þaö heitir á islenzku hefur aðsetur sitt. tslenzkan er svo upprunaleg og litið breytt, að biliuþýöing frá 1574 er enn lifandi og lýsandi mál á tslandi! Svo ekki sé minnzt á fornsögurnar, sem eru enn eldri. Auk blaðamanns og ljósmynd- ara eru hér tveir til viðbótar, varaformaöur Sálarrannsóknafé- lagsins, Steinn Ólafsson, sem starfar við útgerö og kona hans Aöalheiöur Guömundsdóttir. Siö ust kemur Björg inn i herbergið klædd vinrauðum siöbuxum og rósóttri blússu i stil. Hún leit rannsakandi á okkur þegar viö komum. Ljósmyndarinn fær fyr- irmæli: — Þú átt ekki aö sitja með spenntar greipar — leggðu heldur hendurnar á hnén með lófana nið- ur og lausa fingur. Nonni talar I gegnum Björgu. Fundurinn hefst á bæn. Faöir vor. Björg tekur undir sálminn, sem á eftir kemur, sterkri röddu. Heiri framliönar konur en karlar reyna að ná sambandi viö lifendur, segir Björg óiafsdóttir. Ég sé bvi fleiri konur. Kannski þær hafi meiri tima fyrir svona nokkuð — lika hinum megin. Siðan Lára Agústsdóttir á Akureyri lézt 1971, er Björg talin fremsta konan á ts- landi, I hópi miðla. Það eru samtals um 50 starfandi miðlar með um 210.000 manna þjóð................. Þeir framiiðnu eru okkur ávallt nálægir Hún stendur þarna. . . við hné ykkar, litil stúlka, kannski eins eða tveggja ára gömul. Það er kalt og blautt, en ég get ekki lýst hvernig það gerðist. Það tekur lika alltof mikið á þá litlu að vera minnt á slysið, sem varð henni að aldurtila. Hún ber ótt á, röddin er hvell eins og hjá barni. Björg ólafsdóttir, sem nú er talin bezti kvenmiðill á Islandi, er i algerum transi: viljalausu ástandi, undirmeðvitundin er rikjandi. Við erum á andafundi — þar hittast andar látinna og við lifendur. Siðan er hún horfin umheimin- um, eftir nokkrar langar, hljóðar minútur. Andi einhvers látins nær tökum á henni. Þegar augu min hafa vanizt myrkrinu sé ég nokkra blóðrauða flekki á hægri vanga hennar og hægri hendi. Oftast situr hún og þrýstir lófun- um saman fyrir framan brjóstið. Þessi stelling minnir á arablska kveðju. En eiginlega er Björg ekki lengur Björg. Þetta er hennar lik- ami, konulikami. Andinn, röddin, tilheyrir dreng sem talar I gegn- um hana . . . ,,Hún” er ,,hann” .... Nonni heitir hann, fáum viö aö vita. Hann er kannski ekki meira en sex, sjö ára, þessi sendiboði hennar, um nær þrjátiu ára skeið milli „okkar” og „þeirra”. ts- lendingur, sem aldrei hefur sagt hver hann i raun og veru er. Nonni er aðeins dulnefni. Aður en hann tekur til máls, I gegnum Björgu, kemur annar andi gegnum eterinn og heilsar, aö sjálfsögðu einnig gegnum Björgu. Hann kallar sig Pieter Pétur. Við sjáum enga anda og heyrum ekki heldur neitt dular- fullt eða óútskýranlegt. Sjálf finn ég til margra and- stæðra tilfinninga þær niutiu min- útur u.þ.b., sem andafundurinn stendur yfir, .... efasemdum, ó- þolinmæöi, furðu, ergelsi, for- vitni. En einnig áhuga og virð- ingu, þar sem ég er meðvitandi um þá miklu alvöru og áhuga, sem tslendingarnir hér sýna þessu. Hinir látnu eru flestum tslend- ingum raunverulegir. Dauðinn er þeim aðeins miilistig á undan annarri tilveru, sem er eins raun- veruleg og lif okkar á jörðinni. Menn nota ekki oft orðið dáinn um látinn mann, en kjósa heldur að tala um að hann hafi farið yfir landamærin. Þeir látnu eru með alla tið, eins „lifandi” og við sjálf — aðeins á annan hátt, sem astrallikamar, huldufólkið. Þeir lifa sinu eigin lifi allt i kringum okkur, þótt viö sjáum þá ekki. Um leið nálægir og fjarlægir. Vilja oft leggja orð i belg.... En lifendur jafnt sem dánir þurfa hjálp til að geta náð sam- bandi-hvorir við aöra. Þeir þurfa að rjúfa ósýnilegan múr til að geta haft nokkur tengsl, fá sefað óróleika sinn og fá spurningum sinum svarað. Vinsælustu Is- lenzku miðlarnir halda þvi oft allt að tiu einkafundi I viku, nær árið um kring. Og upppantað er hjá þeim löngu fyrirfram. Að fara yfir landamær- in Stundum fer rödd Bjargar yfir i falsettu: — Þarna .... þarna fyrir aft- an. . . . er skuggi, sem vill koma fram. . . Stundum vilja tveir látnir ná til okkar samtimis, stundum vilja kannski enn fleiri komast að. En fleiri en einn komast ekki að i einu. örtröðin gerir þó miðlinum erfitt fyrir — ólik erindi blandast saman. Björg lýsir fólki, séreinkenn- um, svo að við getum þekkt það — þ.e.a.s. litli sendiboðinn i dauða- rikinu gerir það. Og hann getur aðeins tjáð það sem þeir látnu sjálfir telja nauðsynlegt að benda honum á . Úr þessu verða myndabrot, útvarpsbylgjur. Litla dána stúlkan kemur aftur. Fyrst stóð hún bara hjá mér, en siðan flytur hún sig og stendur á milli min og ljósmyndarans. Ann- að hvort okkar hlýtur að hafa þekkt hana hér á jörðu — fyrir burtförina, eins og tslendingar kjósa að segja, þ.e.a.s. dauöann með okkar orðum. — Þar sem hún bjó voru fá hús, útlistaöi Björg skrækri barns- röddu úr djúpum transinum. Mik^ ið var talað um skyndilegt lát hennar . . . það var svo sorglegt. Nú liður þeirri litlu vel, ef það er huggun. öllum öðrum, sem koma liður einnig vel. Þeir senda kveðjur með hjálp Bjargar og aöstoðar- drengsins, og segjast vera ham- ingjusamir og glaðir. Vandamál- in, sem þeir áttu við að striða á jörðunni, eru nú auðveldari við- fangs i þeirra augum. Stundum er mjög erfitt að fá að vita um hvaða látinn mann er að ræða. Áður var okkur sagt, að þvi skemmra sé siðan viðkomandi lézt, þvi auöveldara sé að ná sam- bandi — með tímanum hverfa andarnir langt út i rúmið. . . Þó virðist sem mest beri á löngulátnum aðstandendum. T.d. kemur náinn ættingi, sem var farinn, löngu áður en sá, sem hann vill finna,fæddist. óljós ald- ur andanna ruglar rika. T.d. „kona með falleg augu, stéttgreitt hár og mjög grannt andlit”. Um sextiu, sjötiu ára. Þegar önnur atriði passa ekki, kemur I ljós, að hin látna getur vel verið á milli fimmtiu og sextiu ára gömul. Já, hvers vegna ekki fjörutiu og þriggja, ef annað kem- ur saman og heim. Þeir eru nálægt okkur Þeim látnu er auðveldara að halda áfram eftir að þeir hafa hitt okkur lifendur, er okkur sagt. Hvar sem þeir hafa látizt eru þeir i nálægð okkar. Þeir látnu, sem koma, eru verndarenglar okkar, hver maður á sinn verndarengil. Ung látin stúlka kemur inn og i gegnum huliðsnetið, sem spennt er yfir okkur. Meö hvellri drengsrödd Nonna segir Björg: — Hún var á tvitugsaldri þegar hún dó . . . þið stóðuð hvor ann- arri mjög nálægt. . . hún fylgist með hvað þú gerir, úr öðrum heimi. . . Viltu spyrja hana ein- hvers? Nei, segi ég i varnarstöðu. Og finnst það væru helgispjöll. Lát- um þá dánu i friði og lifendum eftir blekkingar sinar, hugsaði ég með mér. Það verður dauðaþögn i her- berginu um stund. Siðan fáum við að vita, að þeg- ar hinir látnu birtast eru þeir eins I útliti og þeir voru þegar þeir skildu við. Handan landamær- anna verða gamlir annars ungir og þeir ungu gamlir. Fundinum er lokið. Björg ólafsdóttir vaknar úr dáinu. Undirmeðvitundin vik- ur. Það fyrsta, sem hún gerir þegar hún kemur til meðvitundar aftur er aö geispa hátt. Hún teyg- ir út handleggina eins og eftir langa hvild og nýr augun svefn- drukkin. — Velkomin aftur, segja Steinn og Aðalheiður einum rómi. Mjólkurhvit dagsbirtan fær aftur að koma inn. Björg tekur til máls og nú með sinni eigin rödd. Hún er róleg, allt hið fyrra æpandi og þvingaða er horfið. Hún segir, að litli aðstoðarmað- ur hennar sé þakklátur. Aö sögn þessa leiðsögumanns, milli annars heims og þessa, höfðum við ekki rýnt i okkar innri mann, eins og margir gera. Það gerir samskiptin erfiðari. — Stundum er ég alveg úrvinda eftir fundi. Þið þreyttuð mig hins- vegar ekki — afstaða ykkar er já- kvæð, einnig gagnvart þvi sem þið þekkið ekki. Þess vegna þurfti ég ekki að eyða kröftum i að verj- ast. Eina friið, sem Björg tekur sér, er stutt sumarleyfi. Annars held- ur hún fundi um allt land. En hlé- ið má ekki verða of langt — þá verður hún þreytt. — Þeir hinum megin knýja á- kaft á — miklu sterkar en við mennirnir, þeir hafa meiri áhuga en við að ná sambandi. Ef það væri veggur á milli þeirra og okk- ar myndi hann hrynja inn, okkar megin, af hinum mikla þrýstingi frá þeim. Menntuð sem miðill Björg ólafsdóttir hefur verið miðill allt frá bernsku. Móðirin skildi snemma, að dóttirin var frábrugðin öðrum börnum. Þá átti fjölskyldan enn heima I litlu fiskiþorpiIDýrafirði, en 1917 flutti hún til Reykjavikur. Heima fyrir var mikið talað um lif og dauða, og það sem gerist i öðrum heimi. Það var ekki fyrr en 1939 að Björg féll i trans I fyrsta sinn. Faðir hennar Ólafur Magnússon smiður, var hjá henni af tilviljun þegar það varð. Ungu saumakon- unni varð ljóst, að hún varð að nota þessa gáfu, sem hún var gædd. Hún hafði þegar i staö samband við Guðrúnu frá Berjanesi, sem þá var fremsti miðill á tslandi. Lærði hjá henni. Eftir fimm ár taldi hún sig kunna nóg til að fara að vinna upp á eigin spýtur. t fyrstu hét leiðsögukona hennar, i hinum heiminum, Helga, sem var getin hérna megin en fæddist ekki til þessa heims. . . . Lýsing sænsks blaðamanns á miðilsfundi í Reykjavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.