Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Laugardagur 2. júni 1973. að það var dálitið grimmdarlegt af mér aö gera þaö, en Katrin átti rétt til aö fá að vita sannleikann, siðan gat hún sjálf tekið ákvörð- un. Ég reyndi ekki að fá hana til þess að gera eitt eí5a neitt. Ég gerði... Henni svegldist á. Mallory opn- aði hurðina og sagði án þess að lita á hana. — Góða nótt, Lea, Kristin litur inn til þin.ef þú sþyldir þurfa einhvers með. Lea rétti út höndina og slökkti á náttborðslampanum. Herbergið varð að sjálfsögðu i þreifandi myrkri , og það eina, sem hún heyrði var þegar hún greip and- ann á lofti. Þarna lá hún, stif og hreyfingarlaus eins og vélbrúða með eyðilagða vél. Dyrnar opn- uðust hægt og Kristin læddist inn að rúminu. — Ekki kveikja ljósið min vegna, hvislaði hún. — Ég verð hjá þér, kæra Lea. Hún tók hana i faðm sinn og vaggaöi henni eins og litlu barni. Ég veit vel hvað er aö, sagði hún. — Það er pabbi, ekki satt? Pabbi og Sherida. Ég hef vitað það lengi, Lea. Það er andstyggilegt, en ég skal finna einhverja leið út úr þessu, vertu alveg viss. — Ég held að engin von sé til þess lengur, hvislaði Lea. — Farðu ekki frá mér strax, það er svo gott að hafa þig hjá sér. — Ég verð hér i alla nótt,ef þú viit. Sofnaöu nú, allt jafnar það sig, það skaltu fá að sjá. Hún strauk Leu yfir hárið, eins og móðir væri að hugga sjúkt barn. Lea lokaði hægt augunum. 34. Bæði Mallory og Jana vildu sækja Simon til þess að lita á Sheridu, en hún aftók það meö öllu svo ákveðiö, að þau urðu að láta i minni pokann. — Það er ekki sæmilegt aðónáða hann fyrir smávegis ofkælingu, sagði hún. Hún hafði hita og beinverki, en eftir eina tvo daga mundi þetta verða búið. Einnig vildi hún ekki að Simon kæmi fyrst að hann forðaðist Bastions og fjölskyld- una. Jana kom upp með morgun- verðinn handa henni, og Sherida sá strax, að henni leið ekki vel. Hún fór að skipta um vatn á blómunum, en svo utan við sig var hún að hún sullaði vatninu um allt borðið. — Kom Logan heim i nótt, spurði Sherida, mest til að segja eitthvað. Ég heyrði ekkert til hans i stiganum. — Logan? Jana gekk út að II glugganum til að loka honum. — Já, hann kom rétt eftir kvöid- verðinn, en hann var ekki heima nema svona hálftima. — Gekk hann út? Fór hann kannski aftur til Lundúna? — Nei, hann fór heim á prests- setrið til að búa þar fyrst um sinn. Jana settist, og stóru augun henn- ar voru full af tárum. — Það er voðalegt, sem komið hefur fyrir, Sherida, en ég veit bara ekki vel hvað það er. Logan var að hringja til min og bað mig að koma með dótið sitt yfir á prestssetriö. Hann verður þar þangað til þau flytja i sumarhúsið i næstu viku. Þau ætla að gifta sig án nokkurrar viðhafnar, og brúðkaupsveizlu af- lýst. Hann kemur aldrei framar heim til Bastions, aldrei. — En kæra vinkona — hvers vegna? Hann hiýtur að hafa ein- hverja ástæðu. — Það er Lea, sagöi hann. —■ Hann stigur ekki fæti hingað inn, á meðan Lea er i húsinu. Hann sagði, aö Lea hefði soðið saman voöalega sögu til þess að fá Kat- rinu til að svipta sig lifi. Það var eitthvað, sem hún hafði fundið út um foreldra Katrinar, að þeir hafi verið morðingjar og stórglæpa- manneskjur. Hún stóð snöggt á fætur og gekk út að glugganum. — Ég held ég hefði ekki getað trúað þessu hefði rödd hans ekki verið eins og hún var, þegar hann sagði mér af þessu. Þaö var alveg hræöilegt, það hljómaði eins og hann gæti drepið Leu, svo ofsa- lega reiður var hann. Og svo Lea! — Hefur pabbi þinn ekkert sagt? Jana hristi höfuðið. — Nei, en þegar ég sagði honum hvað Logan hefði sagt, kinkaði hann kolli og sagðist þekkja málið. Hann hefur ekki komið inn til Leu I dag Sherida, hvað er það eigin lega, sem átt hefur sér stað hér i húsinu siðustu mánuðina? Mér hefur fundizt sem eitthvert vont, svart ský vofði yfir okkur öllum. ð er alveg rétt hjá þér, hugs- aöi Sherida. Um langan tima hafði eitthvað grimmúðlegt og óhugnanlegt grúft yfir þeim öll- um hér á Bastions en það er fyrst núna, sem Mallory og Logan er að verða það ljóst hvaöan' þetta ber að. Harðast hefur þetta komið niður á Mallory, ég fæ vist aldrei að vita, hve óskaplega hann hefur liðið hugsaði hún. Upphátt sagði hún stillilega: — Einstaka mann- eskjur hafa takmarkalausa valdagræðgi. Þær heimta að drottna yfir öðrum, þeirra stærsta gleði er að ráðstafa að eig in geðþótta lifi og limum með- bræðra sinna og systra. Þeim verður það iþrótt, sem veldur eftirvæntingu og spenningi eftir þvi að sjá og finna, hve langt þær geta komizt. Ég er hrædd um að Lea sé eina af þessum manneskj- um, og hafi orðið þannig eftir slysið. — Meinarðu að hún hafi þarfn- azt eins konar skaðabóta fyrir það að missa hina likamlegu orku sina og aðdráttarafl? Sherida varð öldungis undrandi yfir þvi, hve Jana var fljót að gripa kjarna málsins. Jana hélt áfram: — Það er sjálfsagt meginástæðan til ógæfunnar, þegar öllu er á botn- inn hvolft. En að hún gæti gert nokkuð þessu likt gagnvart Katrinu? Katrin, sem er svo in- dæi og skemmtileg og hefur verið hér sem ein af fjölskyldunni i fjöldamörg ár! Ég get aldrei framar gengið inn til Leu, þegar ég veit hvað hún hefur leyft sér að gera þeim Katrinu og Logan. Hún þagnaði andstutt og föl. Og hvað hefur hún gert mér og Simoni, þaut i gegnum huga hennar, hvernig hefur hún breytt við okk- ur? Hvað svo sem það kann að vera, hefur hún haft heppnina með sér, hugsaði hún. Sherida vissi vel hvað það var sem pindi hana, en hún fékk ekk- ert að gert henni til hjálpar. — Talaðu við föður þinn, Jana. Þetta er svo alvarlegt mál, að þú verður að tala út um það við hann. Liklega ber okkur að hafa meðaumkvun með Leu, þrátt fyr- ir ailt. — Meðaumkvun! Höfum við gert annað en að snúast i kring um hana? Alltaf hefur það verið hún ein, sem við höfum lagað okkur eftir. Þegar hún bjargaði mér og Logan um árið, lagði hún grunninn að musteri, þvi musteri, sem hún hefur lifað og hrærzt i siðan. Ég held helzt að hún hafi 1 glaðzt yfir þessu sundi sinu. Hvað sem fyrir kæmi mundi hún áreiðanlega verða dýrkuð upp frá þvi. Það skipti ekki öllu máli fyrir hana hvort hún bjargaði okkur eða ekki. Hún horfði um stund á Sheridu. — Mig hefur lengi langað til að tala út um þetta. En hvað sem þvi liður, þá verðurðu að vera grafkyrr i rúminu i dag. Ég kem upp til þin eftir eina tvo tima með eitthvað hressandi. Það voru i sannleika undarlegir ^ hlutir, sem áttu sér staö i þessu gamla húsi. Logan hafði aðvarað w hana fyrir löngu, um það að Corn- w wall væri furðulegt hérað, þar sS> sem ástriður og annarlegar Ns kenndir hefðu enn vald yfir manneskjunum. Ef Lea hefði lif- að i hinu sefandi rólega Kent, hefði liklega ekkert af þessu fram komið. Það var eins og hinir öskr- andi, villtu Atlanzthafsstormar hefðu flutt henni gjörninga illsku Í5; og mannvonzku, sem ekki voru af w þessum heimi. ^ Timinn leið hægt, hún lá i hálf- gerðu móki, og hitinn jókst með 5» kvöldinu. En hún minntist ekkert NS á það við Jönu, þegar hún kom með kvöldmatinn. Þær töluöu svo sem ekkert saman og Jana fór SS strax. Hún var hvorki rugluð né Sx hrædd;en hafði einbeitta drætti w um munninn. Hafði hún fundið W lausnina á vandamálinu Lea? En w hvernig átti nokkur mannlegur máttur að komast til botns i þess- $SS Hún féll i mókið aftur og höfuð- verkurinn var orðinn erfiður. Það SS var bankað laust á hurðina og Kristin kom tnn með svolitinn SnJ bakka. Sn| — Halló, sagði Sherida. Hún var w mjög undrandi yfir þessari vin- gjarnlegu heimsókn, kveikti ljós- sSS ið og sá að á bakkanum var að- 5SS m II iiiiii i ari glórulausu vonzkunnar? flækju mat lBI ® TILBOÐ Óskast i eftirtalin tæki, er verða til sýnis mánudaginn 4. , júni 1973, kl. 1-4 hjá gufuaflsstöðinni við Eliðaár: Volvo N88 diesel vörubifreið, árgerð 1966, 230 h.ö. túrbinulaus, með 3,5 t. HIAB krana. Burðarþol á grind 7,3 tonn, eigin þungi 8,3 tonn. Dodge sendiferöabifreið, árgerð 1966, með sætum fyrir 7 farþega + bilstjóra. Landrovcr, benzin, árgerð 1968. UAZ sendifcrðabifreið, árg. 1969, benzin. Landrover, benzin, árgerð 1968. Landrover, benzin, árgerð 1967. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast við- unandi. INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BOROABTÚNI 7 SÍMI 26844 1 Þú verður að ná i hana. Ég er ekki i búinn að gefast upp' enn. ■' ’ M Risinn sér aumur á konum j ykkar og börnum, en hann A skorar á mesta kappa ykkar til einvigis. Laugardagur 2. júni. 7.00 Morgunútv arp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga 14.30 A iþróttavellinum Jón Asgeirsson segir frá keppni um helgina. 15.00 A listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 15.30 Stanz 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Siðdegistónleikar. a. Atriði úr óperettunni ..Leðurblökunni” eftir Jo- hann Strauss. Karl Terkel, Hilde Gueden, Anneliese Rothenberger flytja ásamt Filharmóníusveitinni i Vinarborg. Heinrich Holl- reiser stjórnar. b. Holly- wood Bowl sinfóniuhljóm- sveitin leikur tónlist eftir Addinsell, Strauss, Proko- fjeff og Brahms. Carmen Dragon og Alfred Newmann st jórna . Einleikari : Leonard Pennario. 18.00 KyjapistiII. Bænarorð. Tónle’ikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Ljóð eftir Haiidór Laxness.Agúst Guðmunds- son les. 19.25 Sómi islands suður i Genf.Gisli J. Ástþórsson les þriðju og siðustu sögu sina um Albert A. Bogesen. 20.00 Illjómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 Vestfirzkur bóndi i Fljótum. Höskuldur Skag- fjörð ræðir við Hermann Jónsson á Yztamói. 21.20 Gömlu dansarnir. Ameriskar hljómsveitir leika dansa i gömlum stil. 21.45 Ljóöaþýðingar eftir Kristin Kjörnsson lækni. Elin Guðjónsdóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 2. júni 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Brellin blaðakona.Verk- fræðingurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Að bjarga Feneyjum. Kvikmynd, gerð að tilhiutan Evrópuráðsins, um fyrir- hugaðar ráöstafanir til bjargar menningarverð- mætum i Feneyjum. Þýð- andi og þulur Þórður örn Sigurðsson. 21.10 Æskuævintýri (Ad- ventures of a Young Man) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1962, byggð á smásögum eítir Ernest Hemingway og að hluta á skáldsögunni ,,Vopnin kvödd”. Leikstjóri Martin Ritt. Aðalhlutverk Richard Beymer, Dan Dailey og Susan Strasberg. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. Aðalsöguhetjan er bandariskur piltur, Nick Adams að nafni, sem ákveð- ur að yfirgefa fjölskyldu sina og heimkynni i Wiscon- sin og fara út i heim i ævin- týraleit. Hann flakkar fyrst um Bandarikin og dvelur meðal annars um skeið i New York, en gengur illa að fá góða vinnu. Loks gerist hann sjálfboðaliði I her Itala, sem um þessar mund- ir, 1918, eiga i höggi við Þjóðverja og Austurrikis- menn, og lendir þar i mikl- um mannraunum. 23.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.