Tíminn - 02.06.1973, Qupperneq 28
1111 •
MERKIÐ, SEM GLEÐUR
Hittumst í hmtpféíaghtu
Sólarplast
Riflaðar plastplötur á
svalir og í garðskýli
^fGeislaplastsf.
/J\\N ÁRMÚLA 23 SlMI 82140
SGOÐI
^ J fyrir f/óóan tnai
$ KJÖTIÐSADARSTÖD SAMBAHDSIHS
Childers sigraði óvænt í írska lýðveldinu:
Fyrsti þjóðkjörni forsetinn,
sem er mótmælandi
NTB-Dublin-Mótmælandi var i
fyrsta sinn kjörinn forseti Irska
lýðveldisins á fimmtudaginn,
þegar Erskine Childers sigraöi
hinn kaþólska O’Higgins i for-
setakosningunum. Úrslit
kosninganna komu mjög á óvart,
þar sem mikill meiri hluti ibúa
landsins er kaþólskur.
Kosningaþátttaka var léleg.
Nýlega var kosningaaldurinn
lækkaöur úr 21 árs i 18, en aöeins
fáir hinna 140 þús. nýju kjósenda
neyttu réttar sins.
1 kosningum fyrir sjö árum, lá
viö aö O’Higgins sigraöi sjálfan
de Valera, byltingarhetjuna, sem
veriö hefur forseti I fjórtán ár og
er nú niræöur. Vegna þessa m.a.
töldu flestir sérfræöingar, aö
Higgins myndi sigra Childers,
auðveldlega, I þetta sinn.
Childers, sem er 68 ára gamall,
er fæddur I Englandi og talar
brezka ensku. Hann er annar
forsetinn i Irska lýðveldinu, sem
er mótmælandi, en sá fyrsti, sem
kosinn er af þjóöinni.
Trúarbrögð og spurningin um
' sameiningu viö N-lrland eru ekki
mál, sem skipta oröiö ýkja miklu
máli fyriribúa Irska lýöveldisins,
heldur eru mál fólksins um
þessar mundir hækkandi verðlag,
félagsmál og atvinnumál.
Childers gekk til kosninga undir
slagoröinu „Forseti handa allri
þjóöinni”. Hann fæddist i London
1905 og lauk prófi frá Trinity
College i Cambridge og fór siöan
til Dublin, þar sem hann starfaði
fyrst sem auglýsingastjóri, en
fékk svo stööu framkvæmda-
stjóra Irska iðnaðarsam-
bandsins.
Hann komst á þing 1938 og
hefur átt sæti i mörgum rikis-
stjórnum, m.a. sem heilbrigðis-
og aðstoöarforsætisráöherra i
stjórn Lynch, sem fór frá völdum
i febrúar s.l.
Childers hefur tilkynnt aö hann
muni sem forseti taka virkan þátt
i stjórnmálum innan ramma
stjórnarskrárinnar og að hann liti
á það sem stærsta verkefni sitt,
aö stuöla að sameiningu grund-
vallaöa á samvinnu milli
kaþólskra og mótmælenda.
HOLMANES
#Veiurhús
£./> 'OFEIGSFMLl
\ 'y-'-p.-;..
J Byggdorholt ,
^Eslófjördur
*
985*Hólmatindvr
Rókar
-Bólklettseyri '. ^
^vhíeídi:
^vlnasköli
'
flotc-yn
♦Hólmor
Leiáor-
1 höfót-
Hört;ones :'V:“
HólmaBbrgir,',,
114 . >Holmanes
Tvö friðlönd
Stórhólmi
VS—Reykjavik. — Nýlega hefur
Náttúruverndarráð auglýst tvö
ný friölönd, er annaö á Horn-
ströndum, en hitt við Eskifjörö.
Um þau segir svo I nýút-
komnu Lögbirtingablaði — við
byrjum á Hornstrandasvæöinu:
„Náttúruverndarráð ákvað á
fundi sinum 30. janúar 1973 að
beita sér fyrir stofnun friðlands
.... á svæðinu norðvestan
Skorarheiðar i Sléttuhreppi og
Snæfjallahreppi i Norður-lsa-
fjaröarsýslu.
Mörk svæðisins eru þessi:
Úr botni Hrafnsfjarðar um
Skorarheiði i botn Furufjarðar
lina um Skorará frá ósi i Skorar-
vatn og meðfram suðurströnd
vatnsins, siðan bein lina úr aust-
asta hluta vatnsins i þá kvisl, við
upptök, sem næst gengur vatninu
og fellur I Furufjarðarós, ásamt
200 m breiðri spildu þar suður
af.”
Þessu næst eru birtar reglur
um svæðið og er þar meðal
annars tekið fram, að „öll mann-
virkjagerð, jarðrask og önnur
breyting á landi, svo og undan
landi allt að 60 föðmum (115 m)
frá stórstraumsfjöru, er háð leyfi
Náttúruverndarráðs.”
Þá er og tekið fram, aö
„umferð vélknúinna farartækja á
landi utan vega og merktra slóða
er bönnuð, nema með leyfi
Náttúruverndarráðs”.
Aö lokum er komizt svo að orði:
„Náttúruverndarráð er jafn-
framt ... skylt að gefa landeig-
endum, ábúendum og öðrum rétt-
höfum kost á að kynna sér friðlýs-
ingu, og koma á framfæri mót-
mælum og gera bótakröfu. Er það
nú gert með þessari auglýsingu
og skulu kröfur berast skrifstofu
Náttúruverndarráðs innan fjög-
urra mánaða frá birtingu I Lög-
birtingablaði.
Þar sem allt það svæði, sem hér
...........!
HORNSTRANDiR
FUÓTAVÍKj
fV ■ \
um ræðir, er nú i eyði og hefur að
mestu leyti verið það um áratugi
og þar sem veðmálabækur veita
engan veginn öruggar
upplýsingar um núverandi eig-
endur og aðra rétthafa, er ekki
gjörlegt að tilkynna þetta mál á
annan hátt en hér er gert”.
Um fólkvanginn á Hólmanesi
austur er meðal annars þetta
sagt, samkvæmt sömu heimild:
„Að tillögu sveitarstjórnar
Eskif jarðarhrepps hefur
Náttúruverndarráð ákveðið ....
að friðlýsa Hómanes og Hólma-
llpfÉÉiíSlfe
I - i
ð|ÍP k -
P’ ' %
1:50.000
Reyéarfjördur
. . Biskvpshöfdi
Mynd af svæðinu við Eskifjörð, sem á að friða.
háls i Eskifjarðar- og Reyðar-
fjarðarhreppi. Er eignarhluti
Eskifjarðarhrepps fólkvangur ....
en eignarhluti rikisins i Reyðar-
fjarðarhreppi friðland..
Mörk svæðisins eru þessi:
Hið efra um langhamra ofan
Almanna-
tryggingar
hækka
1 samræmi við 78. gr. laga um
almannatryggingar hefur ráð-
herra ákveðið að bætur almanna-
trygginga, aðrar en fjölskyldu-
bætur og fæðingarstyrkur, hækki
um 5.2% frá 1. júli 1973 að telja.
Frá 1. júli munu þvi bótaupp-
hæðir verða þannig:
1. Elliogörorkulifeyrirkr. 8.535.-
2. Lifeyrir-
tekjutrygging kr. 13.196.-
3. Barnalifeyrir kr. 4.368.-
4. Mæðralaun kr. 749.-,
kr. 4.065.- og kr. 8.129,-
5. Ekkjubætur
a) 6mán.: kr. 10.695.-
b) 12mán.: kr. 8.020.-
6. Atta ára slysabætur kr. 10.695.-
Greiðslur dagpeninga hækka
einnig i samræmi við ofanritað,
svo og aðrar bótaupphæðir, sem
ekki eru tilgreindar hér.
Fjölskyldubætur hækkuðu hins
vegar hinn 1. mai s.l. úr kr.
13.000,- I kr. 18.000.- á ári.
núverandi þjóðvegar. Eskí-
fjarðarmegin liggja þau úr enda
Langhamra i hreppamörk rétt
vestan Völvuleiðis og þaðan niður
eftir melrinda stytztu leið til
sjávar utan við ytri Bólklettseyri.
Reyðarfjarðarmegin eru mörkin
frá innri enda Langhamra utan
Illukeldu þvert á þjóðveg niður i
beitargirðingu Hólmafjarðar og
fylgja henni til sjávar við Hörga-
nes. Hólmarnir i landi Hólma-
fjarðar fylgja hinu friðlýsta svæði
Framhald á 21. siðu.
/Á
ALmenningar'
kvíarfjall
■*'* JÖKULflRÐIRj ^
&&&• • 1 Í.—’■_- '■
-
Jr m
.. . ^ \\ SK^RARHEIÐlé 'jW ý
/m, jÚ
//'*■■' A-' A'j
- str : ;-í
I
DRANG- 1 /i
JÖKUU '----
Hornstrandir. Hér á að friða land, sem verið hefur mannlaust um hrið.
AFSTAÐA POLSKU STJORN
ARINNAR RANGTÚLKUÐ
Grikkland
verður
lýðveldi
NTB-Aþenu-Papadoupoulos,
leiðtogi herforingjastjórn-
arinnar I Grikklandi, til-
kynnti i gær, að ákveðið hefði
verið að afnema konungdóm
i Grikklandi og að landið yrði
lýðveldi. Þjóðaratkvæða-
greiðsla mun fara fram i
landinu um máiið innan
tveggja mánaða.
Flogið hafði fyrir i landinu,
að eitthvað slikt væri i bi-
gerð, siðan upp komst um að
hópur yfirmanna i flotanum
hefði á prjónunum byltingu.
Samkvæmt frásögnum
nokkurra griskra blaða, mun
Konstantin konungi hafa
verið kunnugt um samsærið.
Konstantin hefur ekkert
látið hafa eftir sér um til-
kynninguna i gær, en hann er
nú í útlegð i Róm, ásamt fjöl-
skyldu sinni, en hann flýði
sem kunnugt er land, árið
1967.
Vegna frétta, sem birzt hafa
nýlega, þar sem vitnað er til um-
mæla hr. Szopa, siglingamála-
ráðherra Póllands, uin afstöðu
pólsku rikisstjórnarinnar til út-
færslu islenzku fiskveiðilög-
sögunnar, hefur utanrlkisráðu-
neytið haft samband við hr.
Nowakowski, ráðuneytisstjóra i
pólska utanrikisráðuneytinu og
fengið frá honum svofelldar upp-
lýsingar:
„Staðfestum móttöku á sim-
skeyti yðar. Afstaða okkar hálfu i
viðtölum við Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra, er óbreytt.
Svör, sem höfð eru eftir Szopa,
ráðherra, á blaðamannafundi
hafa af ásettu ráði verið rang-
túlkuð. Einstök atriði hinria
brengluðu upplýsinga frétta-
ritara Reuters verða kynnt yður
af hr. Godek, sendifulltrúa, sem
er á leið til Reykjavikur”.
Hr. Godek hefur nú greint utan-
rikisráðherra frá málsatvikum.
Blaöburðarbörn, sækiö rukkunarheftin
á Afgr. Aöalstræti 7.