Tíminn - 06.06.1973, Side 2
2
Bótagreiðslur
Almannatrygginga
í Reykjavík
Útborgun ellilífeyris í Reykjavík
hefst þessu sinni fimmtudaginn
7. júní.
Tryggingastofnun ríkisins
Lausar kennarastöður
Nokkrar kennarastöður við barna- og ung-
lingaskóla Vopnafjarðar lausar til um-
sóknar
Leikfimi og söngkennsla æskileg, einnig handavinna
drengja .
Skólastjóri Einar L. Siguroddsson verður til viðtals i sima
30729,8. og 9. júni kl. 16-19.
Vörubifreið
ölfushreppur óskar eftir að kaupa vöru-
bifreið i góðu lagi, gjarnan með ámokst-
urstækjum.
Upplýsingar gefa sveitarstjórinn i sima 99-3726 eða
99-3767 og verkstjórinn isima 99-3765eða 99-3734
Sveitarstjóri ölfushrepps
Þorlákshöfn.
Framkvæmdastjóri -
Þörungavinnsla
Ungur maður með góða tæknilega eða við-
skiptalega menntun og nokkra starfs-
reynslu óskast i stöðu framkvæmdar-
stjóra hjá fyrirhugaðri þröungavinnslu-
stöð á Reykhólum við Breiðafjörð.
Fyrsta árið er gert ráð fyrir búsetu i Reykjavik.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 10. júni n.k. til:
Undirbúningsfélag Þörungavinnslu hf.
c/o Iðnaðarráðuneytið
Arnarhvoli Reykjavik
AAatvælaframleiðendur
Fanntóform eru harðplast umbúðir i ótrú-
lega fjölbreyttu úrvali — svo sem:
Kjötbakkar, dósir, öskjur, kassar og ávaxtabakkar, enn-
fremur glös. diskar og fjölmargar stæðir af meöaladósum
og margt fleira.
Framieiðum iika allar stærðir af piastpokum.
Leitið upplýsinga hjá okkur.
Fanntó - Hveragerði - Sími 99-4287
Veljið yður í hag
OMEGA
Nivada
©—a
Jtlpina.
Magnús E. Baldvinsson
-J Laugavegi 12 - Sími 22804
úrsmíði er okkar fag
PIEBPOm
TÍMINN
Miðvikudagur 6. júni 1973.
Minnisverður dagur 27. maí 1973
ÞAÐ var glöggur og góður þáttur
i fréttatima sjónvarps á bæna-
dag kirkjunnar 27. mai sl. Þá var
mönnum sýnd sú veglega Skál-
holtsdómkirkja og helgiathöfn,
er þar fór fram. En Skálholts-
staður á sinn mikla og merka þátt
I sogu lands vors og þjóðar. Hann
á sina margþættu örlagatima,
hátinda auðs, tignar og valda, og
umkomuleysis og vanvirðu. Skál-
holtskirkja átti eignir og itök viða
um land þar á meðal Vestmanna-
eyjar með gögnum og gæðum. En
konungsvaldið danska rúði hana
eignum og óðölum föstum og
lausum, svo sem aikunnugt er.
Enginn minnist á Vestmanna-
eyjar nema i huga komi örlaga-
dagurinn þungi 23. janúar, þegar
iður jarðar opnuðust á Heimaey
og hraunflóð brunaði frá rótum
Helgafells, en Helgafell hefur
verið höfuðprýði eyjarinnar,
augnayndi og útsýnisturn
Ibúanna. En ógnir eldanna
hótuðu nú eyðileggingu húsa og
hafnar, og jafnvel slysum og
dauða manna.
En vegna aðdáunarverðrar
Guðs verndar björguðust allir
Eyjabúar slysalaust til megin-
lands. Er það björgunarstarf og
hin margþættu atvik, sem að þvi
lutu, dásamlegt kraftaverk og
lofgjörðarefni. En svo stór hópur
flóttafólks þurfti margs við, enda
dreifðist það viða um land við
margs konar erfiðleika, þrátt
fyrir margar útréttar hjálpar-
hendur.
1 þessum útlagahópi var auð-
vitað fjöldi ungmenna á fer-
mingarári. Eins og aðrir Vest-
mannaeyingar voru þau viðs
vegar dreifð og þvi erfitt fyrir
Eyjapresta að ná til þeirra allra
til samtals og fræðslu. En með
ötulu starfi, skipulagi og góðri
samvinnu við foreldra og aðra
hefur þetta tekizt vonum betur.
Og loks var þessum fagra flokki
komiðá einn stað til undirbúnings
dagsins mikla, sem minnzt var á i
upphafi fermingardagsins.
A Flúðum munu þau hafa átt
góðar samverustundir með
prestum og kennurum. Og lengi
munu þau og margir aðrir
minnast helgrar athafnar i
Skálholtsdómkirkju, sem vissu-
lega er einn helgasti staður á
landi hér, þar sem hver steinn óg
strá minnir á sögulega helgi
staðarins á liðnum öldum. Og sú
helga athöfn, fermingarmessan,
á 5. sunnudag eftir páska, á enga
hliðstæðu, og verður
óafmáanlegur viðburður i sögu
islenzkrar kirkju, ógleymanlegur
i huga þátttakenda.
Mér öldnum og óvirkum
hlýnaði mjög, er sjónvarpið
sýndi sóknarpresta Vestmanna-
eyja, annan kominn á efri ár —
hinn ungan, ganga inn i þennan
helgidóm, og á eftir gekk ung-
mennaskarinn laktbundnum
skrefum, klæddur skrúða, hvitum
sem mjöll væri, og minnti á ,,rétt-
lætis skrúðann skira”, og bænin
heit brauzt fram i hugann, að
blessun Drottins veittist þessu
prúða liði hvar sem leiðir lægju.
Snöggvast sást og heyrðist
helgiathöfnin við altarið, og það
leiddi hugann til Landakirkju i
Vestmannaeyjum, sem nú er auð
og yfirgefin, en sannarlega
heldur þó sinni helgi.
Hafi sjónvarpið þökk fyrir
þennan þátt, og af alhug þökkum
við guði þennan dásamlega dag.
Hans blessunar biðjum við
ungum og öldnum Vestmanna-
eyingum og landslýð öllum i
Jesú . nafni.
Einar Sigurfinnsson
Hveragerði
Orðsending
til viðskiptamanna
Samvinnutrygginga
Samvinnutryggingar hafa nú sent út til-
kynningar um gjalddaga og iðngjöld bif-
reiðatrygginga til viðskiptamanna sinna i
Reykjavik og nágrenni og til umboðs-
manna sinna utan Reykjavikur.
Viðskiptamenn voriri eru vinsamlegast beðnir að athuga
að:
Iðgjöldin fyrir lögboðnar ábyrgðartryggingar eru á tveim
kvittunum, annars vegar fyrir timabilið frá 1. til 31. mai
1973 og hins vegar fyrir timabilið frá 1. júni 1973 til 28.
febrúar 1974.
Iðgjöldin fyrir kaskótryggingar eru hins vegar á einni
kvittun, en sundurliðuð annars vegar fyrir timabilið frá
1. til 31. mai 1973 og hins vegar fyrir timabilið frá 1. júni til
loka tryggingartimans.
Vinsamlegast greiðið iðgjöldin strax til aðalskrif-
stofunnar i Reykjavik eða næsta umboðsmanns.
Ökumenn og aðrir vegfarendur, athugið,
að raunhæfasta leiðin til að fækka tjónum
og minnka þau og þar með lækka iðgjöldin
er að aka varlega — aka eins og aðstæður
leyfa — aka löglega.
SAMVINNUTRYGGINGAR
Ármúla 3. — simi 38500
Utanmál:
24,6x17,5x17,4 em
Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp. SÖNNAK*
rafgeymirinn í V.W., Opel o. fl. nýja þýzka bfla.
Fjölbreytt úrval SÖNNAK-rafgeyma ávallt fyrir-
liggjandi.
ARMULA 7 - SIMI 84450
l'ilí <»' Til sölu
If Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu.
SUMARDEKK — SNJÓDEKK
Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðu 11
—f—Bgíj verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni.
.f M /1 Sendum um allt land gegn póstkröfu. .... .>
'J DADAIRIU
DMHvIIVNf.
.< ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK.
< I - 1 i! 1