Tíminn - 06.06.1973, Page 3
Miðvikudagur 6. júni 1973.
TÍMINN
3
Herskipum
fjölgar
TOGURUM og herskipum
innan 50 mílnanna hefur
fjölgaö. 1 gæzlufiugi á mánu-
dag sást 51 brezkur togari að
veiðum innan fiskveiðimark-
anna og herskipinsem gættu
þeirra voru fjögur, en þar til
höfðu þau aðeins verið þrjú.
Sl. föstudag var farið i
gæzluflug og varð þá vart
við allmarga austur-þýzka
togara á siglingu innan
markanna fyrir Norðurlandi
og einn pólskur togari var
þar einnig á siglingu. A
mánudag voru þessir togar-
ar horfnir. Á föstudag voru
alls 34 togarar að ólöglegum
veiðum. 31 brezkur og 3 vest-
ur-þýzkir. En á mánudag
voru brezku veiðiþjófnarnir
orðnir 51. Flestir þeirra voru
út af Norðvesturlandi, eða
38. Þar voru tvö eftirlitsskip
og tvær freigátur. Fimm
brezkir togarar voru rétt
innan markanna á Halanum.
Atta brezkir togarar voru
suður af Hvalbak og voru þar
einnig tvær freigátur og tvö
aöstoðarskip. Þar var einnig
birgðaskip flotans. Fleiri
brezkir togarar voru á sigl-
ingu innan 50 milnanna.
A mánudag voru niu vest-
ur-þýzkir togarar að veiðum
I fiskveiðilandhelginni.
f I HÚSMÆÐRAKENNARAR
— TVÆR MATRÁDSKONUR
HUSMÆÐRAKENNARASKÓLI
íslands brautskráði 1. júni tvær
matráðskonur og ellefu hús-
mæðrakennara eftir þriggja ára
nám. Við skólann starfa nú tvær
deildir, kennaradeild og deild
fyrir matráðsmenn — náms-
braut, sem efnt hefur verið til i
samvinnu við Landsspitalann og
Borgarsjúkrahúsið i Reykjavik. 1
báðum þessum hliðstæðu deildum
er lögð mikil áherzla á heil-
brigðis- og næringarfræðigreinar.
1 deild matráðsmanna fá
nemendur kennslu i þvi, sem við
kemur næringarfræðilegri hlið
heilbrigðisþjónustu og rekstri
mötuneyta en kennaranemarnir
stunda uppeldisfræði og kennslu-
þjálfun.
Húsmæðrakennarar og matráöskonur brautskráðar 1. júnf 1973, ásamt föstum kennurum Húsmæðra-
kennaraskóla tslands. Frá vinstri, fremri röð: Þórunn Halla Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, Hanna
Regina Guttormsdóttir, Marteinstungu iHoltum, Ingibjörg Þórarinsdóttir, kennari, Vigdis Jónsdóttir
skólastjóri, Anna Guðmundsdóttir kennari, Sveininna Asta Bjarkadóttir, Siglufirði, Gunnþórunn Jóns-
dóttir, Köldukinn i Húnavatnssýslu. — Aftari röð: Guðrún Sigurðardóttir, Reykjavik, Margrét Eyrún
Birgisdóttir Skagaströnd, Sigrfður Kristin óladóttir, Akranesi, Sigrún Kristjánsdóttir, Ferjubakka I
Borgarfirði, Dómhildur Arndis Sigfúsdóttir, Selfossi, Sigurborg Lilja Baldvinsdóttir, Reykjavik, Sig-
riður Erla Eiriksdóttir, Laugarvatni, Margrét Jónina Stefánsdóttir, Arabæ i Arncssýslu, Anna Heiður
Guðmundsdóttir, Egilsstöðum.
EÐLILEGT AÐ ÚTLENDINGAR VEIÐI Á
FRIÐUNARSVÆÐUM ÍSLENDINGA
ÞAÐ var fróðlegt fyrir islendinga
að fylgjast með röksemdafærslu
þingmannsins frá Hull og fulltrúa
togaraskipstjóra i Grimsby um
viðhorf þeirra til landhelgisdeil-
unnar, fávisi þeirra um átök þau,
er átt hafa sér stað milli islenzkra
varðskipa og brezka flotans og
aðstoðarskipa veiðiþjófanna og
ekki sizt sjónarmiða þeirra um
friðun fiskistofna. Þannig hélt
fyrrverandi togaraskipstjóri þvi
fram, að fiskistofnarnir við Bret-
land væru ekki ofveiddir og að
ekkert væri eðlilegra en að halda
áfram sömu sókn á þau mið og
gert hefur verið hingað til.
Gekk maðurinn þó ekki að þvi
gruflandi, að fiskistofnarnir við
Bretlandseyjar og Island réttu
verulega við á striðsárunum,
þegar miðin fengu að vera i friði,
enda voru menn þá önnum kafnir
við að slátra hver öðrum og höfðu
engan tima aflögu til að drepa
þorsk. En eftir striðið sótti brátt
aftur i sama horf, fiskurinn
minnkar ár frá ári að stærð og
magni og skipstjórinn fyrrver-
andi heldur þvi fram án þess að
blikna, að þetta sé eðlilegt og allt
i lagi. Hann hefur liklega aldrei
lagt eyrun við kvörtunum sjó-
manna á minni fiskiskipum, sem
veiða við Bretlandsstrendur og
hvað þeir hafa um fiskistofnana
að segja.
Sama blygðunarleysið var uppi
á teningnum þegar mr. Nunn
gerði friðunarsvæðið fyrir
austanverðu Norðurlandi að um-
talsefni. Taldi hann það hreina
sérvizku úr tslendingum að friða
það svæði, enda hafa togaraskip-
stjórar nýverið gert sjálfum sér
þá skömm og skaða að ryöjast
með heilan togaraflota inn á það
friðunarsvæði og rótast þar um i
smáfiskinum. Taldi togaraskip-
stjórinn fyrrverandi, að þar sem
firðunarákvæðin um þetta svæði
væri ekki gerð með samþykki
Norðaustur-Atlantshafsnefndar-
innar, væri ekkert sjálfsagðara
en að útlendir togarar skröpuðu
SB—Reykjavik. — Undirbúningur
að samgönguáætlun Norðurlands
er nú kominn á lokastig, þó ekki
hafi verið fullgengið frá ýmsum
atriðum. Fé til áætlunarinnar
1973 er alls 192 milljónir króna,
þar af 150 milljónir á vegaáætlun
og 42 milljónir á framkvæmda-
áætlun rikisins til flugmálafram-
kvæmda og hafnarframkvæmda.
Stærsti liðurinn eru vegafram-
kvæmdirnar og eru raunar til
ráðstöfunar i þvi skyni 156
millj. i ár, þar sem 6 milljónir
þar, þótt islenzkum sjómönnum
sé bannað að fiska þar i tvo mán-
uði á ári.
Rannsóknir, sem Rannsókna-
stofnun sjávarútvegsins gerði á
árunum 1968 til ’71, sýna að á þvi
svæði, sem nú er friðað fyrir
Norðurlandi frá 1. april til 31.
mai, er smáþorskur undir 50 sm
stærð. Er fiskurinn á þessu mikil-
væga uppeldissvæði langt frá að
vera kynþroska og á mörkum
þess að vera vinnsluhæfur. Fisk-
urinn þarna er 2ja til 3ja ára. Er
gengu af áætluninni i fyrra.
Það svæði, sem fær hæstu
upphæðina til vegaframkvæmda,
er Húnabyggð, 46 milljónir. Þar á
m.a. að halda áfram fram-
kvæmdum við veg um Hnausa-
kvisl og i Langadal og byggja brú
á Dalsá og Laxá. Til Eyjafjarðar-
byggðar fara 31,2 milljónir og
fara 14 þeirra i Norðurlandsveg
til Dalvikur. Atta og hálfri milljón
verður ráðstafað i Oxnadalsheið-
ina og 8 við Grenivikurveginn.
Skagafjarðarbyggð fær 27,1
það óvéfengjanleg staðreynd, að
á þessu uppeldissvæði getur afl-
inn orðið mikill i tonnatali, en
varla hæfur i annað en fiskimjöl.
Aftur á móti er önnur forsenda
fyrir friðun svæðisins á Selvogs-
banka. Þar er verið að gefa
fiskinum tækifæri til að hrygna i
friði.
Timinn bar ummæli mr. Nunns
undir Sigfús Schopka, fiskifræð-
ing, og svarið var stutt? „Hann
hefur ekki hugmynd um hvað
hann er að tala um”.
milljón og fara 14 þeirra i kafla
Norðurlandsvegar milli Viðimýr-
ar og Silfrastaða. Þá verður sett
lýsing i Strákagöng, sem gert er
ráð fyrir að kosti á þriðju milljón.
Skjálfandabýggð fær i sinn hlut
22,6milljónir.og fara 12,7 þeirra I
Norðausturveg i Köldukinn.
Einnig veröur unnið i Norð-
austurbyggðum, m.a. i Raufar-
hafnarvegi um Svelting fyrir á
elleftu milljón og i Hólmavikur-
vegi á Ströndum á þremur stöð-
um fyrir 9,3 milljonir.
156 milljónir til vega-
gerðar norðanlands í ór
EINS og undanfarin sumur, er
ætlunin að birta fréttir úr lax-
veiðiheiminum i þessum
þætti. Laxveiði er varla hafin
enn, svo að nokkru nemi. Aft-
ur á móti hefst veiði i flestum
veiðiánum, þegar liða tekur á
júni-mánuð. Af þeim sökum
fer þátturinn hægt af stað, en
verður siðar tiöari gestur á
siðum Timans.
Metveiði i Norðurá
Asgeir Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóriSVFR, sagði, að
stjórn Stangaveiðifélagsins
hefði veitt I Norðurá 1., 2. og
hálfan 3. júní, alls 2 1/2 dag og
dregið á land samtals 42 laxa.
Fiskurinn var vænn, yfirleitt
8-12 pund að þyngd. Það hefur
tiðkazt nú um ncíkurt skeiö,
að stjórn S.V.F.R. hefur veitt i
Noröurá fyrstu dagana, en
þetta er það mesta, sem feng-
izt hefur fram að þessu.
Asgeir kvað veiðileyfi i
Norðurá kosta 5000 kr. stöngin
á dag fyrsta hluta veiðitima-
bilsins, en fara svo stighækk-
andi, er liða tæki á sumar.
Sagöi hann, aö öll leyfi væru
útseld fyrri hluta sumars, eða
allt fram i ágúst. Asgeir tók
fram, að nú væri i fyrsta sinn
leyfilegt, að tveir væru um
hverja stöng i Norðurát og
sama ætti við um aðrar ár,
sem S.V.F.R. hefur á leigu.
Lax kominn í
Elliðaárnar
Asgeir Ingólfsson sagði, að
veiði i öðrum ám, sem
S.V.F.R. hefði á leigu i sumar,
hæfist um eða upp úr miðjum
júni. Þannig væri fyrsti veiði-
dagurinn i Grimsá 15. júni, en
20. júni i Elliðaánum, Gljúfur-
á, Leirvogsá og Stóru-Laxá i
Hreppum.
Asgeir kvað lax hafa sézt i
Elliðaánum nú i vor og væri
það góðs viti, þvi að lax hefði
gengið seint i árnar undanfar-
in vor.
Fullbókað er i flestar árnar
fram á mitt sumar, allt fram
til mánaðamóta ágúst-
september i Grimsá. Asgeir
kvað eftirspurn eftir veiðileyf-
um vera mjög mikla, eins og
reyndar sæist á þessum upp-
lýsingum.
Veiði i Þverá
hefst ll. júni
Pétur Kjartansson tjáði
blaðinu, að veiði i Þverá i
Borgarfirði — annarri beztu
laxveiðiá landsins af opinber-
um skýrslum að dæma — hæf-
ist 11. júni. Alls eru 12 stangir
leyföar i Þverá, en veiðar eru
stundaðar á 2 veiðisvæðum.
Pétur sagði, að svo til full-
bókað væri i ána i sumar.
Veiðileyfin kosta frá kr. 7.000
stöngin á dag i Þverá.
Utanríkisráðherra
á Evrópuþingi
t siðasta blaði Þjóðólfs segir
á þessa leið:
,,A nýloknu Evrópuþingi i
Strassborg á Frakklandi,
flutti Einar Agústsson utan-
rikisráðherra ræðu, sem vakti
mikla eftirtekt. Lýsti hann
þetrri skoðun sinni, að
Evrópuráðið hefði veigamiklu
hlutverki að gegna. Það væri
mikilvægur vettvangur til
skoðanaskipta og samstarfs
Evrópuþjóða á milli um hin
veigamestu málefni, svo sem
mannréttindamál, hverskyns
félagsmál svo og menningar-
og menntamál, náttúruvernd-
ar- og umhverfismál. En að
höfuðefni snerist ræða ráð-
herrans um landheigismálið.
Kom hann viða við, ræddi bar-
áttu islendinga i þessum mál-
um frá fyrri tið, viðbrögð ann-
arra þjóða og rakti for-
sendurnar fyrir lagagerðinni
um 50 milna lögsöguna. Að
ræðu ráðherrans lokinni hóf-
ust umræður og fyrirspurnir.
Kvaraði ráðherra jafnharðan
af festu og niyndarbrag. Var
máli hans sérstaklega vel tek-
ið.en auðvitað sátu Bretarnir
eigi að siður við sinn keip. Er
engum vafa bundið, að ræða
ráðherrans, svör hans og
margvíslegar upplýsingar
hafa orðið mörgum hinna er-
lendu þingmanna kærkomið
efni til alvarlegrar ihugunar
um þetta lifshagsmunamál is-
lendinga.
Þetta er ekki i fyrsta skipti
sem ráðherrann hefur orðið
landsmönnum sinum til sóma
á erlendum vettvangi. Það
hcfur hann ætíð verið þegar
hann licfur sótl heim aðrar
þjóðir og túlkað okkar málstað
þar.”
Hver kosturinn
verður uppi?
í Þjóðólfi segir ennfremur:
„Gjörræðisatferli Bretans
hefur rikisstjórn okkar að
sjálfsögðu kært til Atlantshaf-
bandalagsráðsins. Nú reynir á
hvert hald er i aðild okkar að
bandalaginu. Ef eigi verður
sinnt kröfu islendinga að
Bretar hypji sig þegar á brott
og heim meðherskip sfn, þá er
auðvitað eigi annað fyrir
hendi en endurskoða aivar-
lega afstöðu okkar til banda-
lagsins. Það átti og á að vera
okkur vernd og skjól ef á okk-
ur yrði ráðist úr hverri átt sem
væri. Að visu vai'valdrei gert
ráð fyrir þeim ósköpum, að tii
þess verks gengi ein af meiri
háttar bandalagsþjóðunum og
hafði um leið vegið tvisvar I
sama knérunn.
Af sömu hófstillingu og
fyrirhyggju og áður I þessu
máli hefur islenzka rikis-
stjórnin lýst yfir, að hverfi
sjóherinn þegar brott af
miðunum og haldi heim sé hún
rciðubúin þrátt fyrir allt að
standa við fyrri samningstii-
boð, ef Bretar á annað borð
vilja fremur beita skynsemi
en vigvélum. Hinsvegar er
löngu Ijóst, að islendingar
hafa nánast i hendi sér sigur-
inn i þessu örlagamáli, aðeins
er stundarbið að svo verði i
fuilri reynd. En friðelskandi
lýðræðisþjóð eins og okkar
hlýtur samt sem áður að vilja
bráðabirgðasamkomulag til
þess að brúa litilsháttar bil,
þegar óvit og glámskyggni
hefur runnið af gamalli við-
skiptaþjóð og nágranna.
Nú er eftir að vita hver
kosturinn verður uppi.”
Þ.Þ.