Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Miðvikudagur 6. júni 1973.
SOS heitir póiskur
framhaldsmyndaþáttur
Islenzka sjónvarpið sýndi við
miklar vinsældir pólskan fram-
haldsmyndaflokk um Kloss
höfuðsmann. Fylgdust flestir
með þætti þessum af miklum
áhuga, og ekki ótrúlegt, að ef
kostur gæfist á að sjá annan
slikan, þá fengi hann jafnmarga
aðdáendur. Hór er mynd úr
framhaldsmyndaflokknum
SOS, sem einnig er framleiddur
af Pólverjum. Þessi mynda-
flokkur fjallar um ungan og
efnilegan-blaðamanns, sem
kemst á spor stórglæpamanna,
sem hann kemur upp um að
lokum. Myndin gerist að mestu
niður við strönd Póllands við
Eystrasaltið. Blaðamanninn
leikur Wladyslaw Kowalski, en
með honum hér á myndinni eru
tvær ungar leikkonur sem fara
með stórhlutverk, þær Danuta
Kowalska i miðjunni og
Grazyna Barzxcxenwska til
hægri. Vonandi fáum við að sjá
meira af þeim i framtiðinni i
sjónvarpinu okkar.
breiður til að fullnægja allri
þeirri gifurlegu umferð, sem er
i Paris. Enn er þó eitthvað fljót-
legra að aka Periperique milli
tveggja staða i borginni, heidur
en i gegn um miðborgina, þar
sem umferðarljós tefja mann á
hverju horni.
Of mikil umferð
Periperique, heitir mikið mann-
virki, i rauninni er það vegur,
sem liggur umhverfis Parisar-
borg, Veginum var lokið nú i
aprillok og hafði hann þá verið
ein 17 ár i smiðum. Gallinn á
þessu öllu saman er bara sá, að
vegurinn er þegar orðinn allt of
litill og ræða Frakkar nú um að
byggja annan ofan á honum.
Fyrsti hlutinn var gerður með
þremur akreinum i hvora átt, en
sá síðari er með fimm i hvora
átt og er hvergi nærri nógu
„Öll sæti upptekin nema þetta
hérna”
„Augnablik, mér heyrist hún
vera að koraa”.
DENNI
DÆMALAUSI
— Hvernig væri að ég tjaldaði
bara hér i huggulegheitunum I
staðinn fyrir að fara i rúmið?