Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 6. júni 1973. Jöklarannsóknafélagið í leiðangur ó Vatnajökul Ætla að kanna vatnssöfnun í Grímsvötnum og taka hæðarsnið af jöklinum EINS OG undanfarin ár gengst Jöklarannsóknafélag Islands fyr- ir leiðöngrum á jökla i kringum hvitasunnuna. Venjulega hafa þetta verið svo sem hálfs mánað- ar ferðir, og mun einnig verða svo i þetta sinn. Að sögn Sigurjóns Rist vatnamælingamanns hjá J.t., en við höfðum samband við hann um daginn, er þessi timi valinn m.a. vegna þess, að um þetta leyti er fyrst orðið fært á venjuiegum bilum inn i Jökul- heima og einnig, að kemur þarna einn fridagur inn i. Að þessu sinni verða tveir leiðangrar frá Jökla- rannsóknafélaginu á ferðinni, annar við mælinga- og visinda- störf á Vatnajökli og hinn við skálabyggingu á Grimsfjalli. Fararstjórar verða að öllum likindum þeir Magnús Hallgrims- son og Stefán Bjarnason. Aðalverkefni fyrrnefnda leið- angursins verður, að sögn Sigur- jóns, könnun og mælingar á Grimsvötnum. t fyrra var ekki hægt að fara með nein tæki um þau,eftir mikil hlaup i marz það ár, en nú er talið, að aftur sé orðið fært um þau, þar eð setzt hefur i allar sprungur. Eftir hlaupið i fyrra lækkaði vatnsborðið i Grimsvötnum og þar með jökul- kápan yfir um eina 100 metra. Er ætlunin nú að mæla, hve vatns- söfnunin i lóninu er orðin mikil á þessu rúma eina ári. Það vatns- magn, er fram kemur i Skeiðar- árhlaupum, er eins og kunnugt er komið úr Grimsvötnum. Undanfarin ár hafa þessi hlaup verið all regluleg eða á 5-6 ára fresti. Aður voru þau óreglulegri. Með mælingum er hægt að reikna nokkuð nákvæmlega út, hvenær næsta hlaup gæti orðið, en það er ekki sizt nauðsynlegt nú, þegar vegur er að koma yfir Skeiðarár- sand. Fóru rýrnandi þar til á siðasta ári. Að sögn Sigurjóns verða einnig mæld mjög nákvæmlega i þessum leiðangri, sem hefst væntanlega nú um helgina, hæöarsnið langs eftir Vatnajökli, m.a. frá Grims- vötnum i Kverkfjöll. Með þessum hæðarmælingum má sjá, hvort jökullinn er að rýrna eða hið gagnstæða. Sigurjón kvaðst ekki búast við miklum breytingum á jöklinum. Jöklarnir hafa verið að minnka þar til á siðasta ári, er þeir stóðu svo að segja i stað. 1 kringum hvitasunnuna i fyrra var Jöklarannsóknafélagið með boranir á Bárðarbungu. Var bor- að um 400 metra niður, en ekki komizt niður á botn. Er enn ver- ið að vinna að rannsóknum á þeim sýnum, sem þarna fengust, og niðurstöður liggja þvi ekki fyrir. Jöklarannsóknafélag Islands var stofnað árið 1951. Formaður þess er dr. Sigurður Þórarinsson, gjaldkeri Sigurjón Rist og ritari Bragi Árnason. Jöklarannsóknafélagið hefur gefið út ársrit allt frá upphafi, Jökul, og er 23. ársritið, Jökull 1973, nú i undirbúningi. 1 sam- bandi við starfsemi félagsins má nefna, að á vetrum eru fræðslu- og skemmtikvöld, þar sem félag- ar rabba saman yfir kaffibollum og sjá sjálfir fyrir skemmtiatrið- um. Þegar komið er fram a sum- ar hafa félagsböndin viljað rofna. En nú mun ætlunin að bæta úr þvi, þar eð félagið hefur ákveðið að gangast fyrir ferðum i sumar á jökla eða að jökulrótum. Meðal annars verður farið um mánaðar- mótin júni-júli n.k. á Skeiðarár- sand og skoðuð jökullón, útföll úr jökli og jökulrönd Skeiðárár- jökuls, eins og við verður komið. Þá verða hin miklu brúarmann- virki þarna eystri skoðuð. Tvær aðrar ferðir, — i Þjófadal, Jökul- krók og Jökulheima, —eru ákveðnar seinna í sumar. —Stp Leiðrétt rangtúlkun á bókavarðarvali „Stöðuveitingu við Háskólasafn mótmælt. Gengið fram hjá þrem menntuðum bókavörðum”. — Þannig var yfirskrift, og innihald, bréfs eins og það var i fréttar- form sett i Timanum 16. mai. Ég óska að svara, en læt til rúm- sparnaðar ósnert hverl það atriði bréfs, sem vitnar um vanþekking forsprakkanna á aðalsafni há- skólans, hún kann að vera þeim alveg eðlileg afstaða. Efstur undirskrifenda (á frum- riti) var sá stéttarfulltrúinn, sem virðist i fréttinni (i sjálfu bréfinu i Þjóðviljanum) skilgreindur sem sagnfræðingur og varð 1973 settur bókavörður við Hbs., kom i safnið 3 vikum siðar en dr. Ingi og hefur, sem ágætt er, ameriskt bóka- varðarpróf að loknu islenzku BA- prófi. Meginliðsafli undirskrifta er hins vegar 9 bókaverðir ýmissa safna i Reykjavik og hinn 10. er fyrrverandi. Til frekari fyllingar hefur svo verið smalað á listann 16 stúdentaundirskriftum, þvi hvaða stúdent, sem stefnir að vinnu i bókavörzlu, mundi synja um þá greiðvikni við heilagt stétt- armálefni? Bréfið mótmælir þvi við há- skólaráð og ráðherrann, að eftir einróma meðmælum ráðsins var doktor Ingi Sigurðsson hinn 12.4. settur bókavörður við Hbs., jafn- hátt hinum fyrrvernda. Ingi var þá búinn að vinna i safninu þriðj- ung árs og gefst vel, en var ekki ókunnugur háskólasafnaþörfum áður. Skólaárið 1971-72 sat hann i bókasafnsnefnd Edinborgarhá- skóla sem fulltrúi stúdenta, er námu til hinna hærri prófgráða, og báru vitnisburður tveggja æðstu stjórnenda i Edinburgh University Library þýðingarmik- ið lof á starf hans þar. Að há- skólaprófi kæm ég i lok svars. Mér verður hýrt i skapi, þegar ég sé fyrirsögn („Gengið fram hjá....) gefa i skyn, að nú hafi Hbs. hafnað þrem menntuðum til að geta fengið einn af gagnstæðu tegundinni. Orsök er sögð vera sú ranga skoðun min, sem höfundar eru svo vænir að birta órangfærð- an part úr, en fyrir hið virðulega háskólaráð hafi ég borið það vill- andi atriði, að Ingi Sigurðsson, Ph. D. frá Edinborgarháskóla i sagnfræði, sé fremsur umsækj- endanna fjögurra við háskóla- prófum. Þá fyrst fannst mér annað eins rugl svaravert, er ég frétti, að einhver reyni að koma þvi orði á i Rvk., að mótmælin séu i þágu hinna umsækjandanna, jafnvel gerð að tilstuðlan þeirra. En hvorugter satt, og kynni annað en þetta aö búa undir málsmeðferð téðs bréfs.Ég kýs, án leyfis aðila, að hér komi fram, að sá, sem að dr. Inga frágengnum hefði staðið næstur að fá umrædda stöðu i vor, er ekkert fremur en Ingi ein- skorðaður i bókasafnsrekstrar- hlutverkið að sérmennt, þó hann hafi hana, heldur er kandidat frá einni af elztu og þjóðlegustu deildum háskólans, — sem sé skakkt menntaður lika að áliti bréfsins. Hinir umsækjendurnir tveir, með BA-próf H.l. og verðmæta safnstarfs reynslu, standa einnig framarlega i stétt sinni, þó kjör þeirra þar þyrftu að standa til bóta. Mér er alvara, að ég þakka bréfshöfundum að hafa áttað sig skýrt á verðleikum 3 umsækjenda af fjórum og skuldbundiö sig þannig til að sýna engum þeirra öfund, i hverju sem þeim kynni seinna að vænkast hagur. Ekki má ég nú eða næsta ár heldur gleyma að þakka með vinstri brosi þann falslausa áhuga fólks utan vébanda háskól- ans, að það reynir að hafa vit fyr- ir þvi fákæna háskólaráði, sem lætur umsagnir um brezk próf blekkja sig. En væri ekki við- kunnanlegra gagnvart ráði og ráðherra að áhugamenn slikir steli ekki, eins og umrætt bréf sýnir, óbirtum innanstofnunar- bréfum, til að birta leyfislaust glefsur úr i pinulitlum áróðurstil- gangi? Ég býst við þeir skammist sin. 1 hverju svo óflóknu máli sem þessu er ég fastlega fylgjandi þvi, að leyfi séu sem auðfengnust fyrir hvern, sem aðild gæti átt, til að lesa öll málsgögnin. Vitavert er að misnota þann trúnað, aðferð sú getur og verkaö óhlutvandar en fremjandi hennar vildi, glefsur geta sýnzt altækar að merkingu, þegar þeim er kippt úr samhengi við blaðsiðu sina og ritunardag. Auk þess kváðu mýflugur geta breytzt i úlfalda. Bréfið gerir þá myndfölsun að lima setningu slitna úr 1. bls. umsagnar háskólabókavarðar saman við þá niðurstöðuumsögn á 2. bls. sömu skýrslu til háskóla- ráðs, að „hann (dr. Ingi) er fremstur umsækjenda að háskólaprófum”. Af ásetningi er sneitt hjá að telja greinar þær, sem Ingi tók i Edinborg til meistaraprófs M.A. Honours (lokið 1969). — Það voru auk sagnfræði með hliðargreinarnar enskar bókmenntir og anthro- pologisk félagsfræði. Saklaus tittlingaskitur væri sú myndföls- un, ef ekki væri hún herbragð bréfshöfundar nokkurs til svig- rúms við að skrökva þvi i næstu setningum sinum, að doktorspróf Inga (Ph. D.) við sama háskóla haustið 1972 svari til venjulegs kandidatsprófs við háskólann hér, taki að jafnaði 6 ár (frá stúdentsprófi). Hið rétta er, að fleiri ár tekur það prófnám undantekningalitið, i Skotlandi eru 7 ár algert lágmark. Sizt minni getu og rannsókn þarf þar til en til doktorsprófa á Norður- löndum. Til vara, ef menn trúi ekki á þessa smædd doktorsprófs- ins, klykkja bréfshöfundar út með þvi við næstu greinaskil sin, að árangur (einkunn) „á prófi lýsir litið starfshæfni, heldur náms- hæfni”. Og hins nána rakasam- hengis þeirra vegna sýnist ætlazt til, að ummælin niðri almennt starfshæfni Islendinga, sem doktorspróf sin hafa frá Bret- landseyjum, háskólakennarar og aðrir. Grunar mig þar helzt aö baki, bandariskan hroka. Útrætt er af minni hálfu um mótmælabréfiö, og væru sum rök þess frjórri til innanstéttarum- ræðna, ef á þeim væri öðruvisi haldið en i bréfinu. Val á bóka- vörðum I Hbs. hingaö til verð- skuldar ekki ámæli. Af þvi leiðir, að þeir, sem högg kynnu að eiga i minn garð fyrir þetta svar, yrðu að leita ólikra höggfæra, sem ef- laust gæfust nóg, en drengilegra, að notuð yrðu fyrr en sakir minar yrðu kenndar komandi eftir- manni minum. Björn Sigfússon, háskólabókavörður. 18 milljónir til norðlenzkra hafna: Þrír hafnargarðar og undirbúningur SB-Reykjavik. — Stefnt var að þvi á siðasta ári, að 25 milljónir króna yrðu til hafnarfram- kvæmda á samgönguáætlun Norðurlands i ár, en þar sem ekki reyndist unnt að fá svo mikið fé, verður varið 18 milljónum til norðlenzkra hafna i ár. En til biðbótar koma 8 miilj. af fjár- lögum til rikishluta hafnafram- kvæmda, þannig að alls verða þetta þvi 26 milljónir. Dýrasta hafnarframkvæmdin á áætluninni er styrking hafnar- garðs á Skagaströnd, sem kosta mun 9,6 milljónir króna. Hafnar- garðurinn er skemmdur og liggur undir enn frekari skemmdum. Þá er áætlað að byggja sjó varnargarð á Drangsnesi fyrir 6.3 milljónir króna, þar sem hafnar- aðstaða er léleg á Drangsnesi. Siðar kemur svo viðleguaðstaða, en frá Drangsnesi eru gerðir út nokkrir rækjubátar og þar er frystihús. Oftsinnis hefur þurft að fara með bátana til Hólmavikur vegna veðurs. Aætlað er að byggja haus á grjótgarðinn gegnt aðalhafnar- garðinum á Hofsósi, þar sem skipstjórar farskipa hafa kvart að yfir hættu af stórgrýti þarna. Til þessarar framkvæmdar verður varið 5,1 milljón króna. Þar sem i undirbúningi er að reisa nýtt fiskiðjuver á Rauðku- lóðinni á Siglufirði, þurfa stór fiskiskip að geta lagzt þar að bryggju. Þarf að byggja 100 metra stálþil framan við fisk- iðjuverið og mun það kosta um 200milljónir króna. 5 milljónum verður varið i ár til undirbúnings verksins, og byrjunar þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.