Tíminn - 06.06.1973, Síða 8

Tíminn - 06.06.1973, Síða 8
8 TÍMINN TÍMINN 9 Hringstigi, sem snýr aö Bergstaöastræti. Myndir Róbert sveitabaðstofu. I lofti er skarsúö á sperrum, en reisisúð á stöfnum og setbekkir i hverju stafgólfi. Mari er undir hverri sperru, og i hvern þeirra gerð hönd, sem heldur á kyndli. Hún er skorin úr islenzku birki. Fornar ljósakrón- ur eru i skammbitum, og við inn- ganginn, i baðstofuna, eru kolur. Bak við stjórnarsæti eru útskorn- ar öndvegissúlur. Sigurður Halldórsson sá um smiöi baðstofunnar, en Rikharður Jónsson myndhöggvari gerði allan tréskurð. Stólarnir voru smiöaðir hjá Jóni Halldórssyni & Co. Krepptu mannshendurnar með kyndlana eiga að tákna hina starfandi hönd, er lýsir mönnum inn i salinn og út úr honum. Yfir inngöngudyrunum er letrað með höfðaletri: Verkiö lofar meistarann. Yfir öndveginu er skráð visa Jóns Trausta, Stig þú til hásætis, hagleikans öld.og yfir dyrum milli baðstofu og dyngju Blessa þú, guð,hverja hagleikans hönd, hverja, sem trúlega vinna... Mikill áhugi var, innan félagsins, á þessum árum að efla samheldni og menntun iðnaðar manna. Og á fyrsta fundinum, sem þar var haldinn 18. des 1926 sagði Jón Halldórsson það gamlan, islenzkan sið, til sveita, að þegar illveður og dimmt væri úti, þá væri kveikt ljós i baðstofu- gluggunum til að lýsa vegfarend- um, og visa þeim veginn. Þessi siður hefði orðið mörgum til lifs. Sú væri ósk sin, að Iðnaðar- mannafélagið mætti kveikja það ljós i baðstofugluggum sinum, er yrði til þess að visa leiðina til framþróunar og velgengni fyrir þennan félagsskap og fyrir land og lýð. Nýja iönaðarmannahúsiö við Hallveigarstig. Enn eru þar somu stólar, Ijósabúnaður og fleira, sem var I fyrstu. Baðslofa iðnaðarmaniia, scm lckin var i notkun 1926 Nú er sem óðast verið að taka í notkun nýtt iðnaðár- mannahús við Hallveigar- stíg í Reykjavík. Lands- samband iðnaðarmanna/ Félag íslenzkra iðnrekenda og útf lutningsmiðstöð iðnaðarins hafa þegar flutt skrifstofur sínar á efstu hæðir hússins. Eftir m^naðamótin flytur Tré- smíðafélag Reykjavíkur og fleiri iðnaðarmannafélög inn á aðra hæð hússins. í kjallara verður fundasalur með eldhúsi sem ólokið er enn. Óvíst er hvað verður á jarðhæð hússins. Þegar þetta nýja hús ris hrað- fari, hvarflar hugurinn ósjálfrátt að eldri húsum iðnaðarmanna i Reykjavik, Iðnó og gamla Iðn- skólanum við Vonarstræti. A efstu hæð i gamla Iðnskólanum, sem Reykjavikurborg á nú, er gömul baöstofa, sem Iðnaðar- mannafélagiö lét gera og var full- búin 1926. Baðstofan er hin vandaöasta smiði og tryggði félagiö sér eignarrétt á innréttingum hennar og afnotarétt, meðan húsið stæði, þegar sala þess fór fram. Til stóð að rifa gamla Iönskólann, en það mál virðist nú liggja i láginni, og á meðan verður baðstofan á sin- um stað, en hún er nú minna notuð en áöur var, þegar hún var eftirsóttur funda- og skemmtana- staður. Að sögn Ingólfs Finnbogasonar formanns Landssambands iðnaðarmanna kom til tals að flytja baðstofuna i nýja iðnaðar- mannahúsið, en það reyndist ekki hagkvæmt og verður ekki. Einnig hefur veriö rætt um aö hún hljóti stað i Arbæjarsafni. Guðmundur H. Þorláksson, ritari Iönaöarmannafélagsins, geröi á sinum tima, uppdráttinn að baðstofunni. Hún er undir súö og sniðin eftir rammislenzkri Guðmundur Guðmundsson: Landhelgismálið ÞEGAR Alþingi íslendinga tók til afgreiðslu tillöguna um útfærslu fiskveiðilandhelginnar i 50 milur vakti það athygli og ekki sizt meðal erlendra aðila að þing- menn allir sem einn stóðu að þeirri samþykkt, enda annað nánast óhugsandi, svo mjög sem sú ákvörðun fór saman við al- mennan vilja hinnar islenzku þjóðar. Þetta gaf óneitanlega fyrirheit um það, að um framkvæmd máls- ins ætti áð geta orðiö nokkuð gott samkomulag" meðal stjórnmála- manna, hvar i flokki sem þeir stæðu. Þvi miður hefir reynslan leitt i ljós að þessi eining átti sér ekki /langan aldur og hafa málgögn stjórnmálaflokkanna eytt miklu rúmi i það, að deila um hvað væri rétt eða rangt af þvi, sem gert hefir veriö til þess að vinna mál- inu fylgi og þoka þvi áleiðis að lokatakmarkinu, sem sett var i upphafi. Þaö verður að segjast eins og er, að stjórnarandstaðan hefir gert allt sem hún hefir getað, til þess að koma af staö óánægju meðal þjóðarinnar um þá stefnu, sem mörkuð hefir verið af rikis- stjórninni i landhelgismálinu og er ég viss um, aö margir af þeirra fylgismönnum kunna þeim engar þakkir fyrir. Stjórnarandstöðublöðin hafa hamrað á þvi dag eftir dag, að rikisstjórnin gerði litið sem ekk- ert til þess að fylgja eftir útfærsl- unni, og af hennar völdum væri landhelgisgæzlan nánast skripa- leikur og sett á svið til þess að sýnast. Nú þegar alvarlega er látið til skarar skriða gagnvart veiði- þjófunum og árekstrar færast inn á annaö svið, þá láta forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa það eftir sér, að nú sé einum of langt gengið, fara veröi að öllu meö gát til þess að spilla ekki fyrir mál- stað Islendinga erlendis, við meg- um ekkert gera, sem verður þess valdandi, að samúð sem við höf- um öðlazt hjá okkur vinveittum þjóðum verði fyrir hnekki, sögðu formælendur stjórnarandstöð- unnar. Þarna er um svo mikla þver- sögn að ræða miðað við þann tón, sem áður var rikjandi hjá þessum aðilum, að furðulegt má heita ef þessir menn ætlast til þess.að þeir verði teknir alvarlega hér eftir, þegar þeir láta ljós sitt skina varðandi þessi mál. Forsvarsmenn stjórnarand- stöðunnar verða að gera sér það ljóst, að framkoma þeirra að undanförnu i umræöum I land- helgismálinu, er andstæð hugsunarhætti alls almennings og vekur furðu meðal meginþorra þjóðarinnar. Atburðir þeir, sem áttu sér stað fyrir Norðurlandi um siðustu helgi, þegar skotið var á brezkan togara, sem var aö veiöum i land- helgi og honum veitt eftirför, eru þær einu og réttu, em gera verður undir slikum kringumstæðum, ef við viljum láta taka okkur alvar- lega. A bak við þessar aögerðir stendur svo til öll þjóðin og er rétt að það komi fram, að skipherra Ægis og þeir, sem stóðu að þess- um aðgerðum meö honum og stjórnuðu þeim aö einhverju leyti, hafa þarna verið að framkvæma það, sem óhjákvæmilega hlaut að koma að fyrr eða seinna. Stjórn- endum varðskipanna er bezt treystandi til þess að meta að- stæðurnar hverju sinni og haga aögerðum sinum samkvæmt þvi mati. Það hefir þvi miður komið fram að ekki voru allir jafn sammála um réttmæti þessara aðgerðai og hafa forystumenn stjórnarand- stöðunnar látið hafa þaö eftir sér svo sem áður segir, að þarna hafi ekki verið rétt að staðið og of mikil harka verið sýnd gagnvart Bretanum. Hvað sem liður ágreiningi viö núverandi rikisstjórn um lausn á efnahagsmálum og ööru sliku verður skilyrðislaust að gera þá kröfu til stjórrnarandstöðunnar, að þeir séu sjálfum sér sam- kvæmir i gagnrýninni varðandi meðferð valdhafanna á hinum ýmsu þáttum, er varða útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Málið er nú komið á þaö stigiað það vinnst einungis meö einbeitni — og tslendingar mega ekki við þvi, að sú skoðun verði rikjandi út á viðiað hér heima sé óeining um málið. Rikisstjórn Bretlands hefir nú sýnt sitt rétta andlit og við gátum vart átt von á öðru þaðan. Þeir góðu menn eiga sér ennþá forna drauma um yfirgang og vopna- skak, valdbeitingu og þess háttar tilburöi. Það ætti að vera öllum ljóst, að Bretar eru nú búnir aö loka öllum samningaleiðum fyrir fullt og allt, meö sinni margboðuðu inn- rás flotans i fiskveiöilandhelgi Is- lands. Það hefir verið tæpt á þvi, að ef til vill væri hægt að taka aft- ur upp samningaviöræður við Breta,ef þeir drægju herskip sin til baka. Slikt hlýtur aö vera meö öllu óhugsandi, eins og málum er nú komið. Við höfum hreint ekki efni á þvi að deila með öðrum þvi litla, sem ennþá kann að vera eft- ir af fiski til aö veiða viö strendur tslands. Bandalagsþjóðirnar Bretar og Þjóðverjar hafa nú loksins haslað sér völl saman og taki menn eftir þvl, að þá fyrst þegar þes'sara fornu f jenda beiö þaö hlutverk að kúga tslendinga til undanláts- semi i landhelgismálinu, þá loks- ins var aliur fyrri fjandskapur lagður til hliðar og tvimennt að þvi „háleita” marki, aö vinna sigur á tslendingum i þessu máli. Það má þvi segja, að tslending- um hafi tekizt það, sem engum öðrum tókst á liðnum öldum i sögu þessara þjóða og það var að sameina þær i baráttunni og færi vel, ef ekki kæmi til þess framar að þær ættu eftir aö fara meö eyðandi eldi hvor gegn annarri. Bretar hafa að visu sýnt af sér grófara ofbeldi i verki, en þáttur þjóðverja er af likum toga spunn- inn. Það hefir verið trú margra manna, að þau samtök, sem hinar vestrænu þjóðir mynduðu meö sér til varnar yfirgangi kommúnista i Evrópu, væru byggð upp i þeim tilgangi fyrst og fremst að veita þeim vernd, sem yrði fyrir árás. Þeir, sem af einlægni trúðu þessu og hafa af heilum hug stutt þessa steínu, hafa nú óneitanlega orðið fyrir miklum vonbrigöum. Þegar Bretar hófu innrás sina i islenzka fiskveiðilandhelgi með aðgerðum flotans, þá var hanzkanum kastað i andlit allra, sem bundu vonir sinar á sam- stöðu og samvinnu hinna svoköll- uðu lýðræðisþjóða á vesturlönd- um. Bretar hafa nú leikið heldur betur af sér og er alveg eins vist að samherjar þeirra kunni þeim engar þakkir fyrir. Hörmulegt er til þess að vita, að þessi ofbeldis- árás Bretanna skuli verða til þess, að renna stoðum undir þær kenningar austantjaldsmanna, að við eigum enga samleið með þeim á vettvangi þjóöanna. Kjörorð meginþorra tslendinga i dag er — engir samningar um fiskveiðiréttindi, engin undan- látssemi i landhelgismálinu. Okkar er sigurinn, ef haldiö er á málunum meö festu og hvergi lát- ið undan siga. tsafirði 29. mai 1973 Guðmundur Guðmundsson Skjóta menn ekki hesta? á frummálinu „They Shoot horses, don’t they? Leikstjóri: Sidney Pollack. Handrit: Robert E. Thompson byggt á skáldsögu eftir Horace McCoy, kvikmyndari: Philip Lanthrop.Tónlist: John Green. Þessi hræðilega raunsanna mynd fjallar um hvernig óprúttnir fjárglæframenn not- færa sér eymd atvinnu- leysingja á krepputimanum. Það var efnt til maraþondans- keppni og dögum saman héldu þessir vesalingar áfram, þangað til þeir örmögnuðust, áhorfendur skemmtu sér við að horfa á þetta veðjuðu jafn- vel, eins og þegar hanaat eöa kappreiðar eru. Að lokum kvaö svo rammt að þessum „skemmtunum”, að yfirvöld- in bönnuðu þær með öllu. Þessi keppni er i upphafi kreppunnar miklu og margir vilja komast að, þó ekki væri nema til þess að fá ókeypis sjö máltiðir á dag. En til þess að „sjóið” verði nógu skemmti- legt, eru aðeins þeir hraust- ustu valdir úr, likt og i Róma- veldi forna, þegar hraustustu skylmingaþrælarnir börðust. Ungur piltur Robert (Micheal Zarazin) rekst af tilviljun þangaö sem danskeppni er háð, Rocky (Gig Young) lætur hann skrá sig, áður en hann áttar sig á undir hvað hann skrifar, hann verður dans- félagi Gloriu (Jane Fonda), þegar upphaflegur dansfélagi hennar er dæmdur úr leik. Þau reyna að kynnast hvort ööru, en eru mjög fáorð, for- eldralaus og reyna að bjargast á eigin spýtur. Milli þeirra skapast skilningur, þrátt fyrir það að þau eru ákaflega ólik. Hann er rólegur og lætur ber- ast með straumnum, og tengdur náttúrinni i kringum okkur, fyrstu erfiöu nóttina laumast hann út að dyrunum til að sjá hafið og hlusta á öldugjáifrið. Gloria er lifs reynd og miskunnarlaus, hún gengur ekki með glýjur i augunum, hún er reiðubúin að berjast, þvi aö hún veit hvað biður þeirra, sem verða undir i lifsbaráttunni. Þessvegna stillir hún sig ekki um aö spyrja vanfæra konu (Bonnie Bedalia) hvort hún ætli að eignast barnið, þvi hún hafi ekkert til þess að gefa þvi að borða, þangað til eiginmaður hennar hótar Gloriu illu. Hún sér strax áhuga Rockys á henni og afar vel leikið og vel heppnaö atriöi er, þegar henni veröur gengiö framhjá dyrum hans og hann býður henni sigarettu, og að koma inn og orðar ekki fleira, en hún les ósagða ósk hans i augum hans og neitar þrisvar. Seinna þeg- ar hún grunar Robert um að hafa brugðizt henni með Alice (Susannah York) sem likist Jean Harlove að snyrtingu og klæðnaði, fer Gloria inn til Rockys, e.t.v. i þeirri von að eiga hönk uppi bakið á honum seinna. Eftir margra sólar- hringa örmögnun verður henni það ljóst að þeir sem reka keppnina hafa lag á þvi að leika á sigurvegarana, þeir leggja einfaldlega fram reikn- inga vegna kostnaöar viö við- komandi keppendur og verður þá harla litið eftir af verð- launafénu. Niðurbrotin vegna langvarandi svefnleysis og of- þreytu, er kjarkur Gloriu að engu orðinn, hún biöur Robert að stytta sér aldur, sem hann gerir, þvi eins og löggan segir „þú ert skrambi greiðvikinn náungi”. Þegar Horace Mc Coy skrif- aði þessa skáldsögu 1935, vissi hann ekki að þetta var góð heimild um þessa tima. En Sidney Pollack er þess greini- lega vel meövitandi, aö hann er að gera eftirminnilega lýsingu á þvi sem enn á r,ér stað, aö eymd manna sé höfö að féþúfu. Hann hefur endur- skapað andrúmsloft dans- salarins og bakherbergjanna og lagt sérstaka rækt við ör- smá aukahlutverk t.d. frú Payton, sem situr þarna dag- inn út og inn og fylgist af at- hygli með öllu. ömurleiki þessa staðar er öllum ljós og sú hörmung sem rekur fólk i þetta. Red Button leikur þarna sjóliða, sem deyr af hjarta- slagi á dansgólfinu, allt hans hlutverk er ákaflega vel leikiö og minnisstætt. Lathrop kvik- myndar með ágætum, hann fylgist með leikurunum á gólf- inu, þegar þeir streitast áfram meðan nokkur þróttur finnst i úttauguðum likömum þeirra i von um peninga, eða aö ein- hver Hollywood-leikstjóranna komi auga á þá, svo þeim verði borgiö. Litirnir eru sérstaklega vel valdir og nýttir, nema það ruglar marga, er sýnd er handtaka Roberts og tilraunir hans fyrir réttinum að gefa skýringu á atburðarásinni, þá er það atriöi tekið i grá- grænum lit, þannig að fólk heldur, að hér sé verið að segja frá liðnum atbuði. öll mannleg samskipti eru með svipmóti þeirrar spennu, sem keppendur eru I og sumir bug ast sem eðlilegt er, athyglis- verter, þegar dansfélagi Alice dansar við Gloriu og þau tala bæði i sifellu, án þess að hlusta á hvort annað, þvi að bæöi eru svo upptekin af eigin vanda- málum og þreytu, að þau eiga Framhald á bls. 15. Miclwel Surrazin og Jane FunJa.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.