Tíminn - 14.07.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Laugardagur 14. júli 1973.
— Til aft sporna vift upphlæstrinum hér verhur að girfta af heitilöndin, söghu norrænu skógræktarstjórarnir á fundi meö fréítamönnum í gær.
hrá vinstri eru: Kredrik Iíherling, Sviþjóh Antero l’iha, Finnlandi, llans Kr. Seip, Noregi, Jens Aru, Noregi,llakon Frulund, Danmörku og
llákön Bjarnason. Fyrir aftan þá er Jónas Jónasson formaöur skógræktar rikisins. —Timamynd: Gunnar.
69 ÞÚS.
AAANNS
Á SÝN-
INGAR
LEIK-
FÉLAGS-
INS
FF
GROÐUREYÐINGIN
HÉR ÓTRÚLEG"
segja norrænir skógræktarstjórar
ÓV-Reykjavik. — Norrænir skóg-
ræktarstjórar segjast þcss full-
vissir, aö hérlendis sé hægt að
græöa skóg i miklum mæli,
jafnvcl eins og hér cr sagt hafa
verið á landnámsöld. Ilafa þeir
dvalizt hér undanfarna daga og
feröazt viða um land ásamt
llákoni Bjarnasyni, skógræktar-
stjóra.
A fundi með fréttamönnum á
fimmtudag lýstu þeir yfir ánægju
sinni með ferðina og móttökur
allar, en ferðin er óopinber og á
þeirra eigin vegum. Sögðust þeir
oftlega hafa hitzt áður, en þetta
væri i fyrsta skipti, sem þeir
hittust allir i einu og i fyrsta
skipti, sem flestir þeirra kæmu til
tslands, en nú vonuöust þeir til að
geta haldið áfram að hittast, til að
ræða sameiginleg áhugamál,
skiptast á skoðunum og læra af
reynslu hvers annars.
Þeir voru sammála um, að mest
hefði þeim kom ið á óvart sá gifur-
legi uppblástur lands, sem hér
ætti sér stöðugt stað, en gátu þess
um leið, að sennilega gerðu sér
ekki allir grein fyrir þvi mikla
starfi, sem Hákon Bjarnason
hefði unnið ásamt fólki sinu —
Þegar Hákon minntist fyrst á
uppblásturinn og gróður-
eyðinguna við okkur, sagði
Fredrik Eberling, sænski skóg-
ræktarstjórinn, — þá hvarflaði
ekki að okkur að hún væri svo
almenn og mikil, sem raun ber
vitni. Þetta er nokkuð, sem við
ekki þekkjum frá okkar heima-
löndum.
Endurskipulagning utan-
ríkisþjón-
ustunnar
t málefnasamningi rikisstjórnar-
innar er tekið fram að utanrikis-
þjónustan skuli endurskipulögö
og staösetning sendiráöa endur-
skoöuö.
Utanrfkisráðherra hefur hinn
11. júli 1973 farið þess á leit við
Pétur Eggerz sendiherra að hann
láti honum i té greinargerð og til-
lögur viðvikjandi endurskipu-
lagningu utanrikisþjónustunnar
og staðsetningu sendiráða.
Pétur Eggerz.
Það er nú
þægilegra
að vera -
óskrifandi —
og fó blaðið
sent heim
Sérlega voru skógræktarstjór-
arnir hrifnir af Hallormstaða-
skógi og töldu lerkiskóginn þar
ótrúlegan að stærð, fegurð og
vexti. — Þá er blágrenið einnig
mjög fallegt, sagði Jens Aru,
rikisskógræktarstjóri frá Noregi.
Voru þeir og mjög hrifnir af
sitkagreni, sem þeir hafa séð
sunnanlands og sömuleiðis björk-
inni i Vaglaskógi.
— Hákoni Bjarnasyni virðist
vera einstaklega auðvelt að velja
frá réttum stöðum og á rétta
staði, þær trjátegundir, sem
henta bezt hverju sinni, sagði
finnski skógræktarstjórinn
Antero Piha. — Skógrækt er fyrst
og fremst lifeðlisfræðilegt atriði
og þvi skiptir mestu máli, einmitt
það sem ég nefndi.
Norski skógræktarstjórinn
Hans. Kr. Seip (Norðmennirnir
eru tveir, annarsvegar Aru, sem
hefur yfirumsjón með skógum i
eign norska rikisins og hinsvegar
Seip) kvaðst vonast til að he'r-
lendis yrði haldið áfram þvi
starfi, sem unnið er að, þvi að —
ég er ekki i nokkrum vafa um, að
skógi vaxin svæöi og skógrækt
yfirleitt eru til að bæta lifsskilyrði
manna, og að fólk kemur til meö
að leita i skóeana.
Um beina hagnýta samvinnu á
milli Norðurlandanna hefur ekki
verið að ræða fram að þessu, en
að sjálfsögðu má telja þenna
óformlega fund skógræktarstjór-
anna til gagns. — Þá má geta þess
og ekki gleyma þvi, sagði Hákon
Bjarnason, —• að Islendingar hafa
lært hvað mest af Dönum og
Norðmönnum á sviði skógræktar.
Danski skógræktarstjórinn
Hákon Frulund brá þá við og
svaraði: — Ekki er alveg rétt að
Islendingar hafi lært eingöngu af
okkur og Norðmönnum, þvi að þið
hafið lært mest — og geysilega vel
— af eigin reynslu, sem alltaf er
dýrmætust. Bætti hann við, að
þrjú mikilvægustu atriðin
á sviði skógræktarmála fram-
tiðarinnar, svo og nútiðar, væri
að berjast við uppblástur lands og
gróðureyðingu, viðhalda þeim
skógum, sem fyrir eru og loks að
skapa þannig heilbrigðara
umhverfi og hollara.
LEIKARI Leikfélags Reykjavik-
ur lauk um Jónsmessuna og
reyndist hið farsælasta. 9 lcik-
verk voru á verkefnaskrá leikárs-
ins, 4 tckin upp frá fyrra ári,
Kristnihald undir Jökli, Atóm-
stööin, Dóminó og Leikhúsálfarn-
ir, en 5 ný verk frumsýnd á árinu,
Fótatak eftir Ninu Björk Arna-
dóttur, Fló á skinni eftir Feydeau,
Pétur og Rúna eftir Birgi Sig-
urösson, Rokkóperan Súperstar
eftir Rice og Webber og barna-
leikurinn Loki eftir Böövar Guö-
mundsson.
Auk leiksýninga i Iönó rak leik-
húsið leikstarfsemi um þriggja
mánaöa skeið i vetur i Austurbæj-
arbiói. Leiksýningar urðu alls
278, — 248 i Iðnó og 30 sýningar á
Súperstar i Austurbæjarbiói.
Fjöldi leikhúsgesta, sem sáu sýn-
ingar Leikfélagsins, varð alls
69.360 manns, eða 48.211 i Iðnó og
21.149 i Austurbæjarbiói.
Má af þessu marka að
hinn mikli leikhúsáhugi Islend-
inga fer enn vaxandi.
A leikárinu lauk sýningum á
Kristnihaldi undir Jökli eftir
Halldór Laxness. Sjónleikurinn
var sýndur á þriðja ár og sló öll
fyrri sýningamet i leikhúsinu.
Kristnihaldið var alls sýnt við-
stöðulaust á þrem leikárum 178
sinnum og 37.275 manns komu að
sjá sýninguna.
Leikfélag Reykjavikur hefur á
undanförnum tveim vikum farið i
tvær leikferðir út á land. Pétur og
Rúna var sýnt austur i Arnesi fyr-
ir á 4. hundrað manns og Fló á
skinni hefur nú um nokkurt skeið
verið sýnd á Akureyri fyrir troð-
fullu húsi. Sýningar þar verða alls
17 og lýkur núna um helgina.
Sjálfsþjónusta opnuð fyrir
bifreiðaeigendur á Akureyri
5 5JALF5ÞJ0NU5TAN
Nýtt fyrirtæki tók nýlega til starfa á Akureyri. Nefnist það Sjálfsþjónustan, við Kaldbaksgötu, og
eigendur þess eru bræður tveir, Haraldur og Herberg Hansen. í Sjálfsþjónustunni geta bileigendur
komizt undir þak til þess að gera viö bila sina, og þar er einnig hægt aö þvo bíla og hreinsa þá. Ýmsa
varahluti vcrður hægt að fá hjá Sjálfsþjónustunni, og einnig fá menn nokkrar leiðbeiningar um við-
gerðir, eftir þvi, sem hægt verður að koma þvi viö. Sjálfsþjónustan er opin frá kl. hálf niu á morgnana
fram til klukkan 11 á kvöldin alla daga vikunnar.