Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 7
Laugardagur 14. júli 1973.
TÍMINN
7
Friðrik Þorvaldsson:
lla snerist til góðs
Jafnvel nú, þótt margir keppist
við aö eignast fiskiskip, er sagt,
aö þaö sé fjárhagsleg áhætta aö
h»iöa svo aö segja upp af götu
sinni aflaföng, sem ganga sjálfala
og öllum aö kostnaöarlausu í
heimkynnum náttúrunnar. Þaö er
einnig sagt, eins og heyra má
einkum einn dag á ári hverju,
hinn svonefndá sjómannadag, aö
þjóöin sendi beztu fiskimenn i
heimi, á beztu fiskiskipum i heimi
til beztu fiskimiöa i heimi, og svo
er komiö aö landi meö mestan
meöalafla á einstakling. Þá
stanza hin stoltu orö. Þvi mætti þó
bæta viö, aö þá tekur viö
ódýrasta vinnuafla i heimi og býr
framleiösluna á markað, þar sem
hún er seld viö hliö samskonar
vöru úr öörum löndum meö sama
veröi af sama fólki gegnum sömu
banka, en þegar afraksturinn
skilar sér hingað heim upphefst
hiö alkunna kvein um töp og
þrengingar.
Sú spurning vaknar þvi, hvort
hér sé allt með felldu. Um þetta
er- talaö eins og teikn á himin-
tungli, sem menn reyna þó aö
skilja, en um stjörnufræöi sjávar-
útvegsins ganga véfréttir.
Nokkrar staöreyndir blasa þó viö.
Verömæti loðnuafla margfaldast
i útflutningi og sama geröist
meö sildina. En um leiö og henni
var landaö erlendis rénaöi gjald-
eyririnn og partur þjóðartekn-
anna hvarf. Talað er um hátt verö
á isfiski, en hvernig er gjaldeyris-
nýtingin? Þegar kiló af fiski er
selt t.d. fyrir 40 kr. i erl. höfn
dragast 12 kr. frá i löndunaraö-
stöðu, og meö ýmsun^hætti saxast
svo á hiö upphaflega söluverð, aö
hvert kiló skilar aöeins 8-10 kr.
inn i gjaldeyriskerfiö. Auövitaö
hefir 30-32 kr. af hverjum 40 ekki
verið sólundað að öllu leyti. Tog-
araeigendur hafa keypt nauð-
synjar og sjómenn fengiö laun.
Samt stendur óhagræöiö ber-
skjaldaö og skiljanlegast, ef
menn settu sér fyrir sjónir, aö
loönuaflann heföi þurft aö sækja á
svo utarlegar vastir, aö honum
hefði veriö landaö erlendis.
Og hér er nú svo máli komiö,
aö þakkir til yfirstjóna veiöi-
þjófanna, sem ekki þarf að nefna,'
falla inn i efniö. t vondskap sinum
hugðust þeir gera okkur illt meö
löndunarbanni, en það snerist til
góös einsog ritningin kom oröum
aö. Einhlitt er ekki þegar viö-
vaningar á vegi réttlætisins
þykjast hafa fengið faöirforið og.
Móselögin til sjálfsafgreiöslu.
Eimitt fyrir þessi bönn hefir afli
okkar nýtzt svo vel, aö i launa-
skyni mætti benda Bretum á
vopn, sem þeir enn ekki hafa
notað gegn okkur. Lengi vel töldu
þeir 3-4 milur vera hin réttu strik,
en nú eru þeir komnir i 12 og telja
alþjóðalög. Ekki reynist þeim létt
aö fá vitiborna menn til að trúa
þessari kenningu, og legg ég til,
aö þeir efli málstaö sinn og sýni
fram á hvenær, hvar og hverjir
útbjuggu þessi lög og hvernig þau
hlutu staöfestingu, þvi varla geta
alþjóöalög oröiö til fyrir þaö eitt,
aö heima fyrir hafi Bretum
sýnzt, aö 12 milur væri þeim
sjálfum fyrir beztu eftir aö viö
höföum haft vit fyrir þeim. Ekki
tekst betur til, þegar þeir ætla aö
sanna hvernig þeir telja
Islendinga stefna sjálfa ab ofveiöi
meö þvi aö kaupa 40 ný skip.
Raunar sýnir ekkert betur hóf-
semi og fyrirhyggju okkar en
þetta, þar sem 100-200 skipum
veröur léttaf miðunum, en aðeins
40 smáskip koma i staðinn.
Hins vegar þökkum viö siöur þá
lygi þeirra, aö viö höfum einir
eytt sildinni, en jafnvel þótt svo
væri mætti spyrja , hvar Bretar
hygðust veiða fisk, ef sama
gáningsleysið væri látið ganga
yfirþroskinn. Sjálfsagthafa þeir
heyrt „Rauba torgiö” úti fyrir
Austfjörðum nefnt, en vera má,
að togaraaðstandendur brezkir
séu jafnskithræddir aö nefna
Rússa i þessu sambandi eins og
þeir uröu.þegar Sovét. færöi sina
landhelgi út. Bretar segjast senda
herskip i islenzka landhelgi vegna
þess, aö Islendingar beiti þá of-
beldi, einir þjóöa. A þaö hefir
aldrei reynt. Þeir eru nógu
hyggnir aö þora ekki að láta sjá
sig slikra erinda nema hér. Það
er svo þeirra óhappamál, aö láta
þýzka áhöfn hæöa sig meö þvi, aö
þeir hafi ekki greint, i hvaöa átt
byssuhólkur á isl. varðskipi snéri,
er þaö elti ólar viö þýzkan veiöi-
þjóf, en talið að veriö væri að
skjóta á sig. Þaber eins og Bretar
fari aö verða stórhættulegir i um-
ferðinni!
Annars átti ég aö þessu sinni
brýnna erinda en kankast á viö
Breta. Otgerðarmenn hér eru
ðhræddir að ræöa erfiðleika sina.
Þeim sjálfum og þá ekki siöur
þjóöfélaginu ætti aö vera mein-
fangalaust, aö málin séu rædd út
frá sjónarmiði annarra lands-
manna. Ekki skal þaö véfengt, aö
erfitt sé um vik en hitt skal nú
orðlengt, hvort ætið séu valdir
beztu kostir. Einar Sigurösson
segir i Mbl., aö nýlega hafi togari
selt i Belgiu fyrir afleitt verö,
enda 25% aflans verið ónýtt. Slik
óhöpp hafa of oft skeö á undan-
förnum árum. Um þaö skal ekki
pexaö hér, en hin langa sigling frá
tslandi á mikinn þátt I afla-
skemmdum, og hvort þessi 25%
hefðu getað breytzt i milljóna
verömæti i islenzkri höfn, en
þetta er þvi hræmulegra, sem
fiskum fer fækkandi i sjó, og þaö
ætti aö kalla á bætta aflanýtingu
auk þess sem fiskskortur er i
landinu. Skaöi útgerðarinnar
verður svo til þess, að trúlega
lætur hún ekki einn hlut eftir
liggja um barlóminn á sinum
tima. t þessu falli hossar það ekki
háu, þótt útgerðarvörur fáist
fyrir betra verö ytra aö ..sögn,
þegar nýting flotans skeröist
stórlega vegna frávikanna, sem
mætti lika við, aö verksmiðja
meö fullum búnaöi lokaði aö sér
timum saman. Þessa „dauðu
daga” væri nær aö nota að ein-
hverju leyti til að auka land-
gönguleyfi sjómanna, sem kvarta
sárlega yfir fjarvistum sinum.
Mér finnst þaö ámælisvert,
þegar fréttamiölar eru aö greipa
um háar sölur, en geta þess ekki
aö aflinn er nánast gefinn, þegar
tilkostnaöur, timasóun og eyðsla
er tekið inn i dæmiö. Þetta hefir
svo i för með sér innlenda við-
skiptasviptingu og fyrirbyggir
verðmætasköpun. En isl. útgerð
verður fyrir fleiri skakkaföllum
en þeim aö hálf gefa aflann i erl.
höfnum, og á ég þar við óhagsýni
vjö fisklöndun. Setjum svo, aö
einn brennheitan ágústdag værir
þú staddur vestur viö Kyrrahaf
og sæir hvernig fiskvinnslustöö
vann. Skipin komu meö út-
reiknuöu millibili aö færi-
böndum. Löndunarmenn réttu
aflann, isaöann á léttum bökkum,
á böndin, sem runnu um stuttan
spöl inn i verksmiðjuna og ef þú
tækir eigandann tali myndi hann
telja aö fyrirkomulagið heföi úr-
slitaþýðingu fyrir sig. Viö erum
ekki á sama máli. Hér hefði þetta
gerzt svo, að uppskipun heföi
fariö fram með fleinum, bilar
ekið langa vegu milli skips, vigta
og vinnslustöðva, og þó skömm sé
frá að segja er stundum eins og
aflinn sé þá fyrst meðhöndlaður
sem matvæli, þegar hann kemst i
hendur kvenfólksins. Þannig
tökum viö á okkur óþarfa kost-
naö, sem keppinautarnir hafa
fyrirbyggt með vinnuvisundum.
Blööin hafa sagt frá þvi, að vel
metinn útgeröarmaöur hafi selt
vinnslustöö sina fyrir 200 millj.
kr. Ef ályktaö er út frá upp-
lýsingum siöustu ára er hér um
nafnaskiptinu á tölustöfum aö
ræða, en allt um það er kaup-
verðiö ásamt endurbótum þó
summa, sem hinn ágæti kaup-
andi, fyrirtækja út á landi, veröur
aö forrenta, og auöveldast þaö
ekki viö aö sækja hráefni yfir viö-
lend héruö þvi þó fiskvinnslan
standi viö sjó nálgast hana ekkert
hvikt þaðan nema sundfulgar.
Svona ráösályktanir er meira en
einkamál. Þetta er þjóöhagslegur
áfellisdómur.
Hér er mikill siöur að kvarta
undan háum starfslaunum. Þaö
eru vond rök aö bölsótast yfir, aö
erfiðisfólk skuli ekki sætta sig viö
lengri vinnudag og lægra kaup en
igripamenn hafa i snatti. Og sér-
staklega er þaö villandi aö telja
samkeppnisaöstööu okkar óhæga
að þessu leyti. t ameriskri fisk-
vinnslustöö spuröi ég einum um
kaup, timanýtni og hreinlæti.
Kaup var 2-3 sinnum hærra en
hér og var 5 daga vinnuvika 8 st. á
dag. Kaffitimi var tvisvar 15
min, og auk þess tvisvar 5
minútur tilreykinga. Sagter, aö
þaö sé jafnbundiö inn i skyldu-
vitund fólks, aö láta i té 60 min i
vinnustund eins og af-
greiöslumaöur telur sér skylt að
gefa rétt til baka 1 sölubúö. Kaffi-
og reykingahlé er þó á reikning
vinnuveitanda, þvi fólkið kemur
aö verki aftur upplifgaö og i léttu
skapi. Vinnutimi gat samt
ósjálfrdtt skerzt, einkum mánu-
dagsmorgna og föstudagskvöld
vegna þess, aö sótthreinunar-
sveitir framkvæma kemiska
hreinsun á tækjum og salar-
kynnum kvölds og morgna.
Þessa grein hef ég skrifað af
þvi ég tel ekki einhlýtt að erfið-
leikarnir heyrist heldur lika þaö,
sem orsakar þá að parti til.
Friftrik Þorvaldsson.
Gunnar Stefánsson:
NÁÐ OG
ÓNÁÐ
Morgunblaðið og silfurhesturinn
Afsal Baldvins Halldórssonar á
verðlaunum leikgagnrýnenda um
daginn virtist koma nokkru róti á
hugi manna. 1 þvi uppþoti sem
varð neytti Morgunblaðið færis i
forystugrein (3.7.) og lýsti yfir, að
blaðið myndi ekki lengur eiga að-
ild að bókmenntaverölaunum
dagblaöanna, silfurhestinum. Sú
ákvörðun er látin óskýrö i nefndri
forystugrein, en helzt viröist hún
sprottin af vanþóknun blaösins
yfir framferði „sumra” ótil-
greindra gagnrýnenda viö úthlut-
un silfurhestsins. Engu ljósara er
það hvers vegna blaöiö hleypur
nú til og gefur slika yfirlýsingu,
hálfu ári eftir að siðasta úthlutun
silfurhestsins fór fram. Hér
vakna þvi ýmsar spurningar,
enda tæpast til of mikils mælzt,að
blaðið rökstyðji stefnu sina i
þessu máli.
t grein i Visi (4. júli) ber Ólafur
Jónsson upp nokkrar spurningar
til Morgunbiaðsins af þessu til-
efni. Þar sem enn hafa engin svör
fengiztaf hálfu blaðsins við þeirri
fyrirspurn verður ekki hjá þvi
komizt að árétta hana, enda varð-
ar þetta mál dagblöðin öll, sem
gert hafa samkomulag um þessa
verðlaunaveitingu og staðiö að
henni um sjö ára skeið.
t forystugrein Morgunblaðsins
segir svo: „Aðdragandi viöur-
kenninga af þessu tagi hefur oft
veriö ógeðfelldur ekki þó alltaf
(auök. hér). Um skeiö hafa bók-
menntagagnrýnendur dagblaö-
anna veitt svokallaðan silfur-
hest i viðurkenningarskyni við
rithöfunda. Bókmenntagagnrýn-
endur Morgunblaösins hafa átt
aðild að veitingu hans, en Morg-
unblaðið mun ekki eiga aðild að
henni framvegis. Vinnubrögð
sumra gagnrýnenda við val rit-
höfunda til þess að hljóta silfur-
hestinn hafa ekki verift meö þeim
hætti, að ástæða sé til að taka
áfram þátt i þeim leik.”
Af hálfu Morgunblaðsins hefur
Jóhann Hjálmarsson siðustu ár
tekiö þátt i veitingu silfurhests-
ins. 1 þessu sambandi er fróðlegt
að huga að þvi, sem hann hefur
sagt opinberlega um þessi verð-
laun, gildi þeirra, og hversu til
hefur tekizt um ráðstöfun þeirra.
Fyrir árið 1971 hlaut silfurhestinn
Indriði G. Þorsteinsson fyrir
skáldsöguna Norðan við strið.
Það féll i hlut Jóhanns aö afhenda
Indriða verðlaunin i nafni gagn-
rýnenda. I ræöu við það tækifæri
komst Jóhann svo að orði (Mbl.
15.1. 1972): „Það er von þeirra
sem að silfurhestinum standa, að
hann verði hverju sinni til að
vekja athygli á Islenzkum bók-
menntum, úthlutun hans verði
mönnum hvatning til að vega og
meta það sem er aö gerast i bók-
menntalifinu”. Hér er orðað þaö
markmið verðlaunanna sem
gagnrýnendurhafa fram til þessa
verið einhuga um. Hitt liggur i
augum uppi að iðulega hljóta að
vera skiptar skoðanir um það
hver sé „bezta bók ársins” hverju
sinni. Til að meta slikt skortir
sem kunnugt er almennt viður-
kenndan kvarða, og þvi fer betur
að oftast koma út á ári hverju
fleiri en eitt ritverk sem verð séu
viðurkenningar.
Siðast þegar silfurhestinum var
úthlutað hlaut hann Ólafur
Jóhann Sigurðsson fyrir skáld-
söguna Hreiðrið. Að lokinni þeirri
úthlutun ritaði Jóhann Hjálmars-
son grein i Morgunblaðið (28.1.
1973). Ljóst var af grein Jóhanns,
aðhann var ekki sammála niður-
stöðu meirihluta dómnefndar.
Eigi aö siður endar hann grein
sina á þessum oröum:
„Hvað sem ööru liöur þá hefur
silfurhesturinn sannaö, aö hann
er þess megnugur að beina at-
hygli manna aö bókmenntastarf-
semi i landinu. Þeir rithöfundar,
sem fengið hafa silfurhestinn, eru
allir, hver á sinn hátt, góðir full-
trúar islenzkra bókmennta. Nöfn
þeirra eru rifjuð upp hér að
lokum: Snorri Hjartarson, Guð-
bergur Bergsson, Halldór
Laxness, Helgi Hálfdánarson
(hafnaði verðlaununum), Jó-
hannes úr Kötlum, Indriði G. Þor-
steinsson og Ólafur Jóhann
Sigurðsson”.
Af þessu má ljóst vera að~
skoðun ritstjóra Morgunblaðsins
á framkvæmd þessara verð-
launaveitinga er i fullu ósam-
ræmi viö þau orð^sem fulltrúi
blaðsins i dómnefnd hefur látið
falla. Nú hefur blaöið uppi
dylgjur um „ógeðfelldan aödrag-
anda” og óviðurkvæmileg
„vinnubrögð sumra gagnrýn-
enda”. Hvaö er Mbl. aö fara
meö þessu? Telur blaöiö enga
þörf á að rökstyöja stefnu sina,
eöa er hún mótuð eftir þeim geö-
sveiflum sem rikja á ritstjórnar-
skrifstofum hverju sinni?
Þær spurningar, sem ætlazt
verður til að Morgunblaðið svari
skýrt og skorinort, eru þessar:
1) Hvaða gagnrýnendur hafa að
dómi blaðsins beitt ósæmilegum
vinnubrögðum við val rithöfunda
til að hljöta silfurhestinn?
2) Hvernig var þeim vinnu-
brögðum háttað?
3) Telur blaðið að einhverjir
höfundar, og þá hverjir, hafi
óverðugir verið sæmdir silfur-
hestinum?
4) Hvaða rithöfunda telur
Morgunblaðið fremur hafa átt að
hljóta silfurhestinn?
5) Hvað veldur þvi.að Morgun-
blaðið ákveður nú, misseri eftir
siðustu úthlutun silfurhestsins, að
hætta þátttöku I veitingu hans, og
Framhald á bls. 27.