Tíminn - 14.07.1973, Síða 10

Tíminn - 14.07.1973, Síða 10
10 TÍMINN l.augardagur 14. júli 1973. ARNAR OGVOTNIN EIN STÆRSTA AUÐ- UND ÍSLENDINGA ÍSLENDINGAR EIGA SILUNGS- VÖTN í FREMSTU RÖÐ í HEIMI Hvernig verða þau bezt nýtt? t siðustu grein var rætl um laxagegnd og laxveiði i nokkrum nágrannalöndum okkar. Aftur en vikið verður að laxveiði á ný, skal nú rætt um aðra þætti veiði- skapar, svo sem silungsveiöi og sjóstangaveiði. lslendingar hal'a verið svo framsýnir, að leyfa ekki innflutn- ing á lisktegundum frá öðrum löndum, jalnvel þótt slikl gæti verið freistandi, svo sem á regn- bogasilungi, sem hefur miklu meiri vaxtarhraða en urriði og bleikja. Kegnbogasilungurinn getur verið hættulegur smitberi, sé honum sleppt i vötn, og hafa ná- grannar okkar fengið að kenna á þvi, en regnhogasilungurinn er ameriskur að uppruna. t Sviþjóð eru flcst vötn með ýmsum tegundum fiska, svo sem geddu, aborra o.fl. tegundum, en jafn- framt er nokkuð af urriða i vötn- unum. Sviar takmarka veiði á vatnafiskum laxaættar viö 4-10 á dag. 1 Noregi aftur á móti eru engin takmörk fyrir dagsveiði, hverrar tegundar^ sem fiskurinn er, enda er flest a'f hinum 250.000 veiðivötnum Norðmanna ofsetin af fiski og afleiöingin er sú, að fiskurinn er mjög smár, frá 200 gr. og uppi 400 gr. Þessi offjölgun hefur átt sér stað að mestu siðustu áratugina, vegna þess að bændur hafa ekki getað stundað silungsveiði i net i jafnrikum mæli og áður fyrr, vegna mannfæðar á búum sinum, þvi sama sagan, sem við þekkjum búðuveiði i Breiðafirði 1972. Hér sést Konráð Júiiusson skipstjóri aðstoða stangveiðimenn viö aö inn- byrða 52 punda lúðu. Stangveiðimenn telja Breiðafjörðinn bcztu lúðumið I heimi, og þegar eru hafnar skipulagðar veiðiferðir þangað með útlendinga. svo vel hér heima, hefur átt sér stað þar. Ahugi sportveiðimanna fyrir að veiða þennan smáa fisk er að sjálfsögðu ekki eins mikill og ef um stærri fisk væri að ræða. Hér á landi er þróunin að færast i sömu átt og verður að bregða skjótt við, ef bjarga á verulegum hluta af okkar vötnum frá sömu örlögum. Úrræði Norðmenn hafa skipt landinu I fimm hólf, þar sem fiskináðu- nautur fer með yfirsjórn veiði- mála i hverju þeirra, undir yfir- stjórn veiðimálastofnunarinnar i Þrándheimi. Þessir ráðunautar hafa á að skipa fjölmennu starfs- liði og nægu fé, svo mikils virði finnst Norðmönnum veiðimálin vera i landi sinu. Þrátt fyrir þetta hefur ekki tekizt að ráða við vandann nema á afmörkuðum svæðum, og þá helzt á hálend- ingu, þar sem kuldar hafa áhrif á frjósemi silungsins. Þessar stofnanir hafa tekið til ýmissa ráða, svo sem notkunar kemiskra efna, en hafa ekki haft árangur sem erfiði. Leitað hefur verið til bænda og þeim lánuð net til að veiða silunginn i með nokkr- um árangri. Væri mjög athug- andi, hvort okkar veiðimálastofn- un gæti fengið aðstöðu til að gera slika hluti, þvi mjög margir veiði- réttareigendur eru þegar búnir að gera sér ljóst, að við svo búið má ekki standa, ef vötnin eiga ekki að eyðileggjast. Veiðimálastofnunin hér hefur gert nokkrar tilraunir með góðum árangri, en hana skortir fé og mannafla. Er höfuðnauðsyn á að úr þvi verði bætt, þvi að hér eru i húfi gifurleg verðmæti. Ég ræddi við sérfræðinga i veiðimálastofnuninni i Þránd- heimi um þessi mál og sagði þeim hvert stefndi. Þeir töldu, að ef við ekki gerðum þegar gangskör að þvi að veiða upp úr vötnum okk- ar, eins og unnt væri, undir vis- indalegu eftirliti, mundu þau hljóta sömu örlög og þeirra vötn. Og hvers vegna eru veiðivötnin okkar svona verðmæt? Ekki vegna þess að það sé meiri fiskur i þeim, en t.d. i Noregi, heldur vegna þess, að enn þá er þessi fiskur vænni viðast hvar. , Keitur urriði úr vatni við eölilegar aöstæður. Urriði úr vatni, þar sem offjölgun hefir átt sér stað. Stærstu fiskarnir eru nijög magrir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.