Tíminn - 14.07.1973, Síða 14
14
TÍMINN
Laugardagur 14. júli 1973.
Laugardagur 14. júli 1973.
TÍMINN
15-
Rætt við Þorstein
Þ. Víglundsson
um Byggðasafn
Vestmannaeyja,
og sitthvað fleira
l.ikan af fjárrcttinni á Ileimaey, Almenningnum svokallaða. Þrfr til
fjdrir bændur voru um hvern dilk. Rétt þessi stóö á Eiðinu i Eyjum frá
miðöldum og fram yfir sfðustu aldamót. Þá braut brimið hana, svo að
bún varð ónothæf. I.ikaniö er ágætlega gert og stórmerkur hlutur.
ÞAR MA
SJÁ HANDBRAGÐ
OG HUGSUNAR-
HÁTT GENGINNA
KYNSLÓÐA
Þorstein Þ. Viglundsson mun
naumast þurfa að kynna fyrir les-
endum þessa blaðs, að minnsta
kosti ekki þeim, sem eitthvað
hafa kynnzt málefnum Vest-
mannaeyinga seinustu áratugina.
Flestir vita, að hann hefur veriö
mikill umsvifamaður um ára-
tugaskeið, og lagt þar hönd að
fleiri verkefnum en undirritaður
Likan af fiskigörðum, eins og þeir voru allt frá miðöldum á Heimaey. Þeir voru til þess gerðir að herða á
þcim fisk til útflutnings. Króin var hlaðin i uppmjóan topp til þess að hægt væri að loka henni með dálit-
illi hellu. Likan þetta er einn af merkari hlutunum i Byggðasafni Vestmanaeyja.
kann að nefna, hvað þá heldur
ineira.
Einn er sá þáttur i starfsemi
hans, sem of sjaldan er um talað,
þótt hann sé engu ómerkari en
hinir — jafnvel hið gagnstæða.
Þetta er söfnun Þorsteins, sem
hann hefur stundað af mikilli
kostgæfni um langt árabil. Um þá
hluti mun litillega verða fjallað i
þeim linum sem hér fara á eftir,
og er nú mál að hefja spurning-
arnar:
Ræddi þetta við
nemendur sína
— Er það rétt, Þorsteinn, að þú
sért einhver fyrsti maður — ef
ekki sá allra fyrsti — sem safnað
hefur gömlum munum i Vest-
mannaeyjum?
— Ég býst við, að það sé eitt-
hvað til i þessu. Á æskuárum min-
um dvaldist ég i Noregi og þar
held ég að ég hafi fengið hug-
myndina að þessu, þvi að þar eru
byggðasöfn ekki óalgeng fyrir-
brigði. Nægir i þvi sambandi að
minnastFinnaloftsins á Voss, þar
sem ég dvaldist lengst, og fleira
mætti vitanlega telja.
— Hvenær hófst þú handa um
söfnun þjóðminja i Eyjum?
Þessi mynd er enn ung. Hún er tekin 28. janúar 1973. Siðar mun hún verða talin inerk siiguleg heimild. Ilcr má sjá mennina, sem þá liöfðu iiiiniö
að þvi að bjarga Byggðasafni Vestmannaeyja og flytja það til Reykjavikur. Þeíreru, lalið frá vinstri: Magnús lljörleifsson, Viglundur Þór
ÞorsteinssoiC Árni Sigfússon, Arni Áskelsson, Þorsteinn Þ. Víglundsson og Stefán V. Þorsteinsson. Þeir eru klæddir til þess að ganga á milli húsa á
Heimaey i aðvifandi gjóskuregni, og þarna eru þeir ný-omiiir úr sjálfri cldlínunni.
— Ég mun fyrst hafa haft orð á
þvi við nemendur mina árið 1932,
að gaman væri að stofna byggða-
safn i Eyjum. Það leið þá ekki
langur timi, þangað til þeir fór að
koma til min með .gamla hluti,
sem þeir vissu að átti að henda,
og gáfu mér þá. Ég safnaði þessu
saman, og smám saman óx skiln-
ingur minn á þvi, að þarna væri
ég að vinna nytjastarf, þótt
margur kallaði hlutina „drasl”
og mig „manninn, sem safnaði
draslinu”. Það virðast lika fleiri
en ég hafa verið haldnir þessari
sérvizku, þvi að nokkrum árum
eftir að ég byrjaði á þessu frétti
ég aðfarið væri að safna gömlum,
þjóðlegum munum hingað og
þangað úti um byggðir landsins.
Þannig mun hafa verið byrjað á
hinu ágæta byggðasafni i Skógum
árið 1947, ef ég man rétt, eða
fimmtán árum eftir að ég byrjaði
á minni „sérvizku” ásamt
nemendum minum i Vestmanna-
eyjum.
— Foreldrar hafa þá heldur
viljað leyfa börnum sinum að
færa þér gamla hluti, en að henda
þeim?
— Já. Mér er alveg óhætt að
lita á það sem persónulega vel-
vild til min, hversu fúst fólk var
að greiða fyrir þessu og leyfa
börnum sinum, eins og þú sagðir,
að færa mér gamla muni. Vitan-
i lega var hér fyrst og fremst um
að ræða hluti, sem að öðrum kosti
hefði verið fleygt, en það er alveg
sama, það var engu að siður mik-
ill greiði við mig að leyfa mér að
safna þeim saman. Hins er ekki
að dyljast, að mér er lika kunnugt
um jafnvel heil dánarbú, sem
ráðstafað var á þann hátt, að
Byggðasafnið fékk ekki einn ein-
• asta hlut, heldur var öllu fleygt,
sem talið var ónothæft fyrir elli
sakir. En sem betur fer held ég að
það hafi verið undantekningar, að
ég — eða öllu heldur safnið — væri
ekki látið njóta þeirra gömlu
gripa, sem fólk kærði sig ekki um
að eiga sjálft. Ég fékk oft að velja
úr gömlum hlutum, þegar verið
var að skipta dánarbúum. Og ég
er þakklátur fólkinu, sem sýndi
mér það traust og velvild.
Á hanabjálkaloftum
— Lentuð þið ekki fljótt i hús-
næðisvandræðum, þegar safnið
stækkaði?
— A þeim árum, þegar ég byrj-
aði á þessari söfnun, vorum við
bændafólk i Vestmannaeyjum.
Við höfðum fengið ábúð á jörð,
þar sem við framleiddum mjólk,
garðávexti og margt fleira um
tólf ára skeið. Þarna áttum við
hanabjálkaloft, og þangað fór ég
með þá gripi, sem ég safnaði og
kom þeim þar fyrir, eftir þvi sem
húsrýmið hrökk til. A árunum
1945—47 byggðum við hjónin okk-
ur ibúðarhús. Það var stórt hús,
þótt nú megi heita áð það sé kom-
ið undir hraun, og þar gat ég
geymt safngripina — uppi á hana-
bjálkalofti, eins og fyrri daginn.
Svo kom bygging gagnfræða-
skólans til sögunnar 1952 til 1957
og '58, og þá tók ég þar heila stofu
á efstu hæð undir safnið. Þó voru
þrengslin þar svo mikil, að ekki
var hægt að hafa safnið til sýnis,
en þegar við héldum sýningu á
handavinnu nemenda á vorin, var
ég vanur að flytja niður i eina-
stofuna talsvert af munum safns-
ins, og fólki þótti ákaflega gaman
að skoða þá. Þetta jók mjög á-
huga á starfsemi minni.
Um framhaldið er það annars
að segja, að þegar ég hvarf frá
gagnfræðaskólanum árið 1963,
skaut stjórn Sparisjóðs Vest-
mannaeyja skjólshúsi yfir safnið
og lét mig hafa til afnota þriðju
hæðina i byggingu sparisjóðsins
viö Bárugötu. Þarna fékk ég hús
næði, sem nam hvorki meira né
minna en 170 til 180 fermetrum.
Þá fyrst gat ég fariö að raða safn-
inu upp og sýna það almenningi,
og siðan hefur það verið opið á
hverju sumri, að minnsta kosti,
allt þangaö til að ég þurfti að
flytja það til Reykjavikur, eins og
annað/Sem ég hafði undir höndum
i Vestmannaeyjum.
Ut atvinnusögunni
— Er ekki i safninu mikið af
munum úr atvinnusögu Vest-
mannaeyja?
— Frá upphafi hafa það aðal-
lega verið þrjár stoðir, sem borið
hafa uppi atvinnulifið i Eyjum.
Þetta eru sjávarútvegur, land-
búnaður og fuglaveiðar. Frá öll-
um þessum atvinnugreinum eig-
um við margt muna, meðal ann-
ars á milli fjögur og fimm hundr-
uð muni frá sjávarútveginum ein-
um.
— Hvers konar munir eru það?
— Til dæmis veiðarfæri og
likön af merkum skipum, sem
lengi voru notuð i Eyjum. Má þar
til nefna opin skip gömul og vél-
báta af ýmsum gerðum og frá
ýmsum timum. Þessar sjóminjar
ná langt aftur i timann og allt
fram um seinustu aldamót.
— En eigið þið ekki heldur fá-
skrúðugar minjar um landbúnað-
inn?
— Ekki vil ég segja það. Að
visu var landbúnaður aldrei
stundaður i stórum stil i Vest-
mannaeyjum, að minnsta kosti
ekki á mælikvarða stórbændanna
á „meginlandinu”. Menn áttu
þetta eina og tvær kýr til heimilis
nota, og svo margir einhverjar
kindur. örfáir bjuggu stærra.
En jafnvel þótt búskapurinn
væri ekki stærri i sniðum en
þetta, þá þurftu menn þó að vinna
sin tún og notuðu að sjálfsögðu til
þess öll venjuleg áhöld.
Við höfum lagt kapp á að eign-
ast sem flest af þessum gömlu
tækjum, svo að við gætum einnig
þar veitt fólki innsýn i fortiðina.
Frá upphafi vega hefur fugla-
tekja verið stór þáttur i bjargræði
Vestmannaeyinga. öldum saman
var hún ein helzta lifsbjörg fólks,
og lengi fram eftir timum voru
notuð við þá iðju áhöld, sem nú
sjást ekki lengur — nema á söfn-
um. Þannig var til dæmis lundinn
kræktur út úr holum sinum með
goggum. Þetta þótti frámunalega
ómannúðleg veiðiaðferð og var á
sinum tima bönnuð með lögum.
Þá sneru eyjaskeggjar sér að þvi
að eignast færeyska háfinn. Vorið
1875 kom fyrsti færeyski háfurinn
til Eyja með dönsku verzlunar-
skipi og var notaður þar það sum-
ar. Eftir það datt eingum i hug að
veiða lunda öðruvisi en i háf. En
af Byggðasafni Vestmannaeyja
er það að segja, að það á tvo ein-
hverja allra elztu háfa, sem not-j
aðir hafa verið i Eyjum. Annan
þeirra átti Kristján Ingimundar-
son i Klöpp, sem stundaði lunda-
veiðar i Miðkletti, Yztakletti og
jafnvel i sjálfum Heimakletti
fram á niðræðisaldur. Þessi háfur
á vissulega sina sögu, og reyndar
teljum við okkur vel að þvi komna
að eiga hann.
— En eigið þið ekki lundakrók-
ana, sem bannaðir voru?
— Við eigum þá ekki gamla, en
við létum gamlan smið i Eyjum,
sem hafði séð þá, smiða okkur
bæði langrefil og stuttrefil, eins
og þeir hétu, þessir lundagoggar,
og báru vitanlega nafn af þvi,
hversu langt þurfti að seilast eftir
fugli með þeim.
— Voru þeir likir fiskgoggum?
— Þeir voru verulega frá-
brugðnir þeim. En fiskgogga eig-
um við á byggðasafninu.
— Hefur ekki lika verið stund-
aður heilmikill iðnaður i Eyjum?
— Jú. Vestmannaeyjar eignuð-
ust smám saman sina iðnaðar-
mannastétt. Þar.gerðust margir
góðir smiðir, fyrst i stað sjálf-
menntaðir, en siðar lærðir i sin-
um iðngreinum eins og lög gera
ráð fyrir. Vitanlega fleygði tækn-
inni fram þar eins og annars stað-
ar, gömul áhöld viku og ný komu i
þeirra stað. Þessi gömlu tæki höf-
um við reynt að eignast eins og
kostur hefur verið á.
1 Vestmannaeyjum var alltaf
talsverður reki og þurftu þvi
bændur að eiga stórviðarsagir.
Þær eigum við allmargar á safn-
inu, og meira að segja nokkrar
þær nafnkunnustu, ef ég má taka
svo til orða. Við höfum lika kapp-
kostað að safna tækjum, þótt þau
séu ekki ýkjagömul, aðeins ef þau
eru að falla úr notkun. Eins og eg
safði áðan, þá fleygir tækninni óð-
fluga fram. Nú er allt unnið i vél-
um og handverkfæri úreldast á
skömmum tima. Þannig eigum
við til dæmis hefla i tugatali af
ýmsum stærðum og gerðum.
Fiskur, kuöungur
og skel
— Hefur þú ekki lika safnaö
ýmsu úr dýrarikinu, svo auðugt
sem fuglalifið er I Eyjum.
— Þannig hagar til, að i Vest-
mannaeyjum eru tvö náttúru-
gripasöfn. Eftir að ég var farinn
að safna gömlum munum, stofn-
aði bærinn náttúrugripasafn, og
sá maður, sem þar fer með
stjórn, er mjög laginn að setja
upp fugla. Mér fannst þvi ekki
koma til mála að ég væri að eyða
peningum frá byggðasafninu i
það að safna fuglum, þar sem
annar maður ynni að þvi á vegum
bæjarins, en vitanlega er hvort
tveggja þetta menningarstarf,
unnið i þágu Vestmannaeyja-
byggöar allrar. Það verður þvi
ekki sagt, að Byggðasafn Vest-
mannaeyja eigi mikið fuglasafn,
utan það, sem einstaklingar hafa
verið að gefa okkur uppstoppaöa
fugla.
Aftur á móti byrjuðum við að
safna fiskum fyrir tuttugu árum
eða svo, og ég tel, að það safn sé
hið merkasta. Við eigum um það
bil hundrað tegundir af fiskum,
Framhald á bls. 25.
Likan af Skansinum á Heimaey, eins og byggingar voru þar árið 1844. Nær á myndinni til vinstri er
verzlunarhúsið. Sunnan viö það er vörugeymsluhúsiö. Þessi hús voru byggð árið 1786. Langa húsið á
iniðri myndinni cr Kornloftið, byggt árið 1830. Það hvarf undir hraun i marzmánuði siðast liðnum. Til
liægri við það er kornmyllan og brauðgerðarhúsið. Þar á myndinni sést einnig lifrarbræðsluhúsið og
kolageymsla verzlunarinnar. Lengst til hægri eru salthús, veiðarfæra hús („Kaöalhúsið") og fiskhús.
Eina bryggjan i kauptininu sést til hægri á myndinni. Þar lögðust að uppskipunarbátarnir. Elstu hleðsl-
ur á Skansi eru frá árunum 1630-1638.
Þorsteinn Þ. Viglundsson frá Vestmannaeyjum. Timamynd. Gunnar.