Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 24

Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 24
24 TÍMINN Laugardagur 14. júli 1973. Pétur ánægði og Pétur önugi Einu sinni voru tveir litlir drengir. Þeir áttu heima i litlum húsum við þjóðveginn, hvor við hliðina á öðrum. Dreng- irnir voru svipaðir að stærð og voru nafnar. Samt sem áður voru þeir mjög ólikir. Fólk kallaði annan Pétur ánægða, en hinn Pétur önuga. Pétur ánægði var alltaf glaður og kátur. Hann söng og hló frá morgni til kvölds Pétur önugi var hins vegar alltaf i vondu skapi. Hann fann að öllu og var alltaf súr á svipinn. Hann var aldrei ánægður. Einn morgun voru þeir Pétur ánægði og Pétur önugi sendir út i hagann til þess að mjólka kýrnar. ,,Já, það skal ég glaður gera”, sagði Pétur ánægði við mömmu sina. Svo hélt hann af stáð með fötu i VATNS- HITA- lagnir og síminn er 2-67-48 Trúlofunar- ^ HRINGÍR Fljótafgreiösla Sent i póstkröfu GUOMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiöur Bankastræti 12 hendinni út i hagann. ,,Æ, ég nenni þvi ekki. Það er svo leiðinlegt”, sagði Pétur önugi við mömmu sina. Samt drattaðist hann nú af stað á eftir Pétri ánægða. Er þeir höfðu gengið dálitinn spöl, spurði Pétur ánægði: ,,Eigum við að verða samferða?” ,,Nei, það vil ég ekki”, sagði Pétur önugi. ,,Ég vil ekki vera með þér”. Svo fóru þeir hvor sina leið. Pétur ánægði var léttur i spori. Hann söng og lék við hvern sinn fingur. Honum fannst blómin kinka kolli til sin, þegar hann fór fram hjá þeim. Hann kinkaði kolli til þeirra á móti og gætti þess vel að ganga ekki á þeim. Allt i einu kom hann auga á ikorna uppi i tré. íkorninn sat á grein hæst uppi i toppi trésins. ,,Þakka þér fyrir matinn, sem þú gafst mér i vetur”, sagði ikorninn og kastaði þrem stórum hnetum til Péturs ánægða. ,,Þakka þér sjálfum”, kallaði Pétur ánægði upp til ikornans. Pétur borðaði hneturnar með beztu lyst. Hann hafði aldrei bragðað svona góðar og stórar hnetur. Svo hélt hann áfram. Pétur ánægði kom að lambi, sem var á beit úti i haganum. Lambið var með mikla og fallega ull. Lambið virti Pétur ánægða fyrir sér og skoðaði hann i krók og kring. Þegar það sá, að Pétur ánægði var með bera fæturna i skónum, sagði lambið: ,,Ég skal gefa þér ull i skóna þina”. Svo neri lambið sér upp við tré og fTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTl SérleyfÍS- og Uc.vkjavik — Lau)>arvatn — Geysir — Gullfoss clrAmmtlfarAk um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal SKemmTireroir ana daga _ engin fri við akstur ÍSSÍ — Simi 22-300 — Olafur Ketilsson LllltllllllllllillltiiitiittiittiititÉÉi Húsafell '73 Hin árlega táningahljómsveitarkeppni verður á sumarhátiðinni i Húsafellsskógi um verzlunarmannahelgina. Verðlaun 25 þúsund. Þátttaka tilkynnist Jóni Guðbjörnssyni Lindarhvoli, Þverárhlið fyrir 25. júli UAASB Fjármálaráðuneytið 12. júli 197:5. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júni mán- uð er 16. júli. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu i þririti. 1 14444 ¥ 25555 mmim BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN litlir ullarhnoðrar duttu á jörðina. Pétur ánægði tindi upp ullarhnoðrana og lét þá i skóna sina. Og honum varð hlýtt á fótunum. Svo þakkaði hann lambinu fyrir og hélt áfram ferð sinni. Skömmu siðar mætti Pétur ánægði fugli. Fuglinn flaug rétt á undan honum og söng i sifellu: ,,Kom, kom, ég veit hvar vaxa stór og falleg ber”. Pétur ánægði fylgdi fuglinum og fann berin. Hann borðaði eins mikið af berjum og hann gat. Að þvi búnu þakkaði hann fuglinum fyrir og hélt siðan af stað. Loks kom Pétur ánægði út i hagann og hitti Rósalind gömlu. Hún gaf honum fulla fötu af mjólk. En Pétur ánægði strauk henni allri, klóraði bak við eyrun og sagði: ,,Þakka þér kærlega fyrir, gamla Rósalind min”. Svo hélt hann af stað heimleiðis. Þegar Pétur ánægði kom heim, hrósaði mamma hans honum fyrir dugnaðinn, þakkaði honum fyrir hjálpina og gaf honum heila hunangsköku að launum. En það gekk nú ekki svona til fyrir Pétri önuga. Hann rölti i hægðum sinum út i hagann, súr á svipinn. Pétur önugi gætti þess ekki, hvar hann gekk. Hann traðkaði á blómunum. Hann gekk með hausinn niður i bringu og álpaðist á hvað, sem fyrir var. Pétur önugi sá engan ikorna. Hann fékk engar hnetur. Lömbin flýttu sér að vikja úr vegi fyrir honum, þegar þau sáu til hans. Enginn fugl vildi syngja fyrir Pétur önuga. Þegar Pétur önugi kom út i hagann til Skjöldu gömlu, sagði hann: ,,Sæl nú, heimska belja. Komdu með mjólk i þessa fötu”. Skjalda gamla kunni ekki við svona ókurteisi. Og þegar Pétur önugi var búinn að mjólka hana, setti hún aðra afturlöpp- ina ofan i mjólkurfötuna og velti henni um. Mjólkin flóði út um allt. En Pétur önugi varð að fara heim með tóma fötuna. Þegar hann kom heim, fekk hann skammir hjá mömmu sinni. Og Pétur önugi fékk enga mjólk út á grautinn sinn þann daginn. Svona er nú sagan af Pétri ánægða og Pétri önuga. Af henni getið þið lært, hve illa fer fyrir þeim, sem alltaf eru önugir og leiðir i skapi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.