Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 25
Laugardagur 14. júli 1973.
TÍMINN
25
o Þar md sjá
upp settum og aðgengilegum til
sýnis. Þar á meðal eru mjög
sjaldgæfar tegundir, sem sjó-
menn hafa fært mér og ég svo
annazt uppsetningu á. Þessir
fiskar eru steyptir i gibs, klæddir
i roðið sitt og litaðir eðlilegum lit-
um. Það er aðeins einn tslending-
ur, sem lært hefur þessi vinnu-
brögð erlendis, og hann hefur
unnið þetta fyrir okkur.
— Fiskasafnið ykkar er liklega
nokkuð verðmætt, ef meta ætti
það i peningum?
— Já, það er ég nú hræddur
um. t þvi sambandi er erfitt að
nefna ákveðnar tölur, en svo mik-
ið er vist, að þar er um mörg
hundruð þúsunda að ræða. Þetta
fé hafa Vestmannaeyingar lagt
fram úr eigin vasa til þess að
safnið mætti komast á fót og
verða eins myndarlegt og frekast
er kostur. Ég get nefnt það sem
dæmi, að fyrir fimm árum kost-
aði dýrasti fiskurinn á safninu 21
þúsund króna, svo að af þvi geta
menn séð, að i þessu liggur ekki
svo litið fé. Eins og ég gat um áð-
ur, þá eru sumar fiskategundirn-
ar mjög sjaldgæfar. Þannig eig-
um við á safninu tvær tegundir,
sem aldrei hafa veiðzt við tsland
fyrr né siðar, svo að vitað sé.
Auk þessa eigum við svo eitt-
hvert fjölbreyttastá skeljasafn
sem til er á Islandi. Fyrir mörg-
um árum byrjaði ég á þvi að
mynda dálitla skeljasöfnunar-
hópa i gagnfræðaskólanum.
Drengirnir höfðu mikinn áhuga á
þessu. Þeir söfnuðu og ég safnaði
og starfsemin óx óðfluga.
Þegar ég fór frá skólanum árið
1963, gerði ég mér það til gamans
að prófa drengina i þessum fræð-
um. Ég tók skeljarnar út úr
skápnum, lagði þær nafnlausar á
lófa minn og spurði drengina.
Þeir, sem bezt vissu og mest
kunnu, gátu nefnt réttum nöfnum
yfir hundrað tegundir skelja og
kuðunga. Og svo jafnir voru tveir
þeir beztu, að annar nefndi 106
rétt nöfn, en hinn 107. Mér er það
enn i minni hversu ánægulegt
mér þótti þetta.
Ég veit, að sumum þykja þetta
ósköp litilfjörleg fræði, og sjálf-
sagt eru þeir ófáir, sem finnast
timanum betur varið til annarra
hluta. Við komumst þó ekki fram
hjá þeirri staðreynd, að þarna er
einn hlutinn af þvi lifi, sem þrifst
á landi okkar og i sjónum i kring-
um það. Og byggðasafn Vest-
mannaeyja er ekki verr á vegi
statt en svo, að það á 94 tegundir
islenzkra skelja af þeim 102 teg-
undum, sem fundizt hafa hér við
land. En kuðungasafnið er þann-
ig, að við eigum 128 tegundir af
um það bil 160, sem finnast hér
við strendurnar. Afbrigði eru
einnig nokkur. Við eigum til
dæmis átta afbrigði beitukóngs.
— Hverjar eru minnstu og
stærstu tegundir, sem þið eigið?
— Faxaperlan er vist áreiðan-
lega minnst. Hún er ekki nema
einn millimetri á stærð. Hafkóng-
urinn er aftur á móti stærstur.
Hann er hvorki meira né minna
en 21,6 sentimetri.
Nökkvar og
steingerfingar
Til eru sjávardýr, sem kölluð
eru nökkvar. Af þeim eigum við
talsvert safn. Af þeim tiltölulega
örfáu nökk.vategundum, sem
finnast hér við land, eigum við
sex tegundir, þar af eina, sem
aldrei og hvergi hefur veiðzt ann-
ars staðar. Ingimar óskarsson,
náttúrufræðingur, gaf þessari
tegund nafn og kallaði ljóns-
nökkva.
Enn fremur má geta þess, að
við eigum níu tegundir vatna-
bobba, sem er megnið af þvi, sem
til er af honum hér á landi.
— Hafið þið nokkuð reynt að
safna steingerfingum?
— Já, það höfum við gert og
eigum mikið af þeim bæði is-
lenzkum, norskum og enskum.
Ensku steingerfingarnir eru úr
brezkri kolanámu. Mér voru
gefnir þeir árið 1931. Þegar ég svo
kom i hið heimsfræga Bergens
Museum, sá ég þar sömu tegund-
irnar, og alls ekkert fleiri, Þá
komst ég að þvi, að frændur vorir.
Norðmenn, eiga hliðstætt safn úr
hinni brezku námu. Þarna voru
lika skýringar á steingervingun-
um, þær skrifaði ég upp og skráði
þær siðan þegar heim kom.
— Eru þessir steingervingar
það eina sem þig eigið útlent?
— Nei, engan veginn. Við eig-
um lika mikið af erlendum skelj-
um og kuðungum, sem of langt
yrði hér upp að telja. En þvi vil ég
bæta við, að ég tel náttúrugripa-
deild byggðasafnsins okkar stór-
merkan hluta þess.
Fjöldi blaða og
bæklinga
— Hafið þið nokkuð safnað
prentuðu máli i sambandi við
sögu Vestmannaeyja?
— Já. Við höfum safnað öllum
blöðum, sem komið hafa út i
Vestmannaeyjum siðan árið 1917,
þegar Gisli Johnsen keypti Fé-
lagsprentsmiðjuna i Reykjavik
og flutti hana til Eyja. Hann hóf
þá blaðaútgáfu á staðnum og gaf
út blaðið Skeggja. Við þessa söfn-
un höfum við komizt að raun um,
að það eru hvorki meira né riiinna
en 132 titlar blaða og bæklinga,
er út.hafa komið i Eyjum þau ár
sem siðan eru liðin. Og ég held að
ég segi það satt, að safnið eigi 130
þessara titla, en tvo höfum við
aldrei eignazt. Þessi blöð höfum
við látið binda i vandað og fallegt
band, og siðan eru þau geymd i
byggðasafninu.
En þótt þessi blöð og bæklingar
eigi sérstakt erindi á safnið af þvi
að þar er hluti af sögu Vest-
mannaeyja saman kominn, þá
höfum við engan veginn einskorð-
að okkur við slikt. Við höfum
safnað miklu af gömlum bókum,
og eigum meðal annars margar
útgáfur af Passiusálmunum.
— Hafið þið keypt allar þessar
bækur dýrum dómum?
— Nei, ekki er nú hægt að segja
það. Margt af þessu er þannig til
komið, að fólk, sem farið
er að siga á aldur hugsar sem svo,
að afkomendur þess muni ekki
hugsa svo ákaflega mikið um
þessa hluti, þegar það sjalft sé
farið, og þvi sé alveg eins gott að
byggðasafnið njóti þess. Það hafa
margir komið með gamlar bækur
til min og beinlinis beðið mig að
geyma þær i safninu. Sumt af
þessuer orðið harla gamalt og er
ekki i hvers manns höndum.
Þannig eigum við fyrstu ljósmóð-
urfræði, sem kom út hér á landi á
18. öld.
Listaverk
og Ijósmyndaplötur
— Eigið þið nokkuð til, sem
heitir listasafn?
— Þegar þú segir ,,þið”, vil ég
setja undir eitt númer bæði
byggðasafnið og bæjarfélagið i
Vestmannaeyjum. Byggðasafnið
hefur kappkostað að safna mynd-
um og málverkum eftir Engilbert
Gislason, málarameistara, en
hann málaði margar af söguleg-
um stöðum i Vestmannaeyjum,
gömlum mannvirkjum og öðru.
Vestmannaeyingur einn, Kristinn
Asgeirsson að nafni, hefur einnig
málað margar myndir, meðal
annars af atvinnulifi Vestmanna-
eyinga, og við höfum einnig eign-
azt talsvert af þeim myndum.
A siðast liðnu ári keypti bæjar-
félagið sjálft listasafn með eitt-
hvað á milli þrjátiu og fjörutiu
myndum eftir Kjarval, og þær
eru vitanlega eign bæjarfélags-
ins, en ekki byggðasafnsins.
1 Vestmannaeyjum starfaði
lengi ljósmyndari, sem hét Kjart-
an Guðmundsson, og var jafn-
framt útgerðar- og athafnamaður
þar á staðnum. Hann var frá
Hörgsholti i Hreppum. Erfingjar
Kjartans, þeirra á meðal Jón
Guðmundsson i Valhöll, stuðluðu
mjög að þvi að bæjarfélagið eign-
aðist plötusafn Kjartans, eftir
hans dag, en þar eru hvorki meira
né minna en i kringum átján þús-
und ljósmyndaplötur, svo að það
liggur i augum uppi, að þarna er
um stormerkt safn að ræða, ekki
siztvegna þess, að mjög mikið af
þessu er einmitt frá Vestmanna-
eyjum og af fólki, sem þar hafði
átt heima um lengri eða skemmri
tima. Við höfum verið að vinna i
þessu safni skrásetja 'það og afla
skýringa við myndirnar. Paö
verk var komið langt áleiðis, þeg-
ar ósköpin dundu yfir okkur sið-
ast liðinn vetur. Annar maður
hefur gefið okkur stórt filmusafn.
Það var Jóhann heitinn
Þorsteinsson, sem stundaði
myndatökur i Eyjum úm árabil.
Þegar ósköpin
dundu yfir
— „Þegar ósköpin dundu yfir”,
sagðirðu áðan, og þarf engum á ó-
vart að koma. En hvað gazt þú
gert við safnið, þegar ósköpin
dundu yfir?
— Mér voru margir hlutir á
höndam og þurfti mjög á góðvilja
og greiðasemi manna að halda.
Ég veitti sparisjóðnum forstöðu,
og honum þurftú, auðvitað að
koma i burtu. Þar voru banka-
stjórar Seðlabankans með útrétt-
ar hendur og buðust til þess að
veita sparisjóðnum húsaskjól,
svo að við gætum þjónað Vest-
mannaeyingum.en sú þjónusta
var fyrst og fremst i þvi fólgin að
greiða þeim út sparifé, þar sem
þeir nú voru allt i einu hrifnir út
úr umhverfi sinu og heimahögum
og fluttir á annarlegar slóðir,
nærri þvi alls lausir og atvinnu-
lausir að minnsta kosti i svipinn.
En um byggðasafnið er það að
segja, að þvi skellti ég niður i
fjóra gáma og lét flytja það til
Reykjavikur, þar sem þjóðminja-
vörður sjálfur tók við þvi og lét
tæma gámana inni i byggingu
Þjóðminjasafnsins, án þess að ég
væri við. Það er þjóðminjaverði
til sóma, hversu vel og rösklega
hann leysti þann vanda.
Nú. Svo þurfti ég lika að koma i
burtu listaverkasafni bæjarins,
sem geymt var i minu eigin
ibúðarhúsi. Mér tókst lika að
koma þvi i örugga höfn, en eigin-
lega stal ég nú gámunum, sem
fluttu listaverkin til lands. Þeir
voru vist á áhrifasvæði Skipaút-
gerðar rikisins, og ég greip til
þeirra, án þess að spyrja nokkurn
um leyfi, þvi að mér var mikið i
mun að forða listaverkunum, sem
mér hafði verið trúað fyrir, frá
tortimingu.
Mér hefur talizt svo til, að það
hafi fyllt ellefu gáma, sem ég sá
um að flytja til lands, enda var
það að visu margt fleira en forn-
minjar og listaverk, sem ég þurfti
að koma undan eldinum. Það var
ekki heldur neitt smáræði af bók-
um, sem ég pakkaði niður. Ég
held lika, að mér sé óhætt að
segja, að ekki séu mikil verðmæti
eftir i húsinu minu i Vestmanna-
eyjum, þessu, sem nú er að verða
komið undir hraun. Ætli að það sé
ekki svona um það bil hundrað
þúsund króna virði, sem þar er
inni og ekki hefur tekizt að
bjarga. O, jæja, Rauður karlinn
hefur þá fengið að f jalla um það i
minn stað.
— Það er gott að geta kryddað
hörmungarnar með gamansemi.
En hefur þú nokkuð getað sinnt
safninu, siðan það kom hing-
að? — Listasafnið er vel
geymt á Kjarvalsstöðum, sem
svo eru kallaðir. Þeir menn, sem
þar ráða húsum, snerust mjög
drengilega við þvi að taka við
þessu og geyma það vandlega.
Fornminjarnar eru i Þjóðminja-
safninu og þar fer vel um þær. Ég
hef verið að vinna þar og reyna að
ná úr þessu skelja- og kuðunga-
safninu, en hins vegar er fiska-
safnið enn úti i Eyjum. Það er þar
á þriðju hæð i byggingu spari-
sjóðsins, og ég vona, að það sé
óskemmt, þvi að mér hefur verið
sagt, að eiturgasið muni aldrei
hafa náð upp á aðra og þriðju hæð
þess húss, þótt þaö standi neðar-
lega i bænum.
— Hafið þið nokkuð reynt að
setja byggðasafnið upp eða sýna
það hér?
— Nei. Til þess þarf mjög mik-
ið húsrými og við eigum ekki yfir
þvi að ráða.
Þeir björguðusér sjálfir
Hitt vil ég ekki gleyma að taka
fram, fyrst við erum að tala um
alla þessa hluti, að þótt ég sé vit-
anlega þakklátur Almannavörn-
um, Rauða krossi Islands og öðr-
um slikum aðilum, þá er það þó
og verður staðreynd, að það vor-
um við sjálfir Vestmannaeying-
ar, sem björguðum okkur. Það
vildi svo til, eins og allir Islend-
ingar vita nú, að daginn áður var
ólátaveður i Eyjum og allur báta-
flotinn þar af leiðandi i höfn. Sið-
an sléttlygndi um kvöldið, og þeg-
ar fólksflutningarnir hófust, var
komið ágætt veður, þótt enn væri
nokkur ylgja i sjó. Það má ekki
gleymast, að Vestmannaeyingar
björguðu sjálfir sjálfum sér — og
fyrir þann dugnað og algert æðru-
leysi eiga þeir heiður skilinn. öll
viðbrögð þeirra á þessari nóttu,
munu alltaf verða þeim til sóma.
— Nú er það alkunna, að safn-
arar þurfa að vera alætur. En er
ekki einhver grein minja, sem þér
þykir skemmtilegra að safna en
öðrum hlutum?
— Ég hef langmesta ánægju af
öllu, sem hefur sögulegt gildi.
Margir hlutir bera það með sér,
hvernig sá maöur, sem bjó þá til,
hefur hugsað. Þar kemur til hinn
sálfræðilegi þáttur fornminjanna.
Oft veit maður hver búið hefur til
ákveðna hluti. Þá — og jafnvel
þótt maður viti það ekki — kynn-
ist maður höfundinum með þvi
einu að athuga smiðisgrip hans.
1 gömlum gripum er hægt að
sjá, ekki aðeins handbragð,
heldur einnig hugsunarhátt
liðinna kynslóða.
—VS
Bál
\þ Laust starf
Starf húsvarðar við Kópavogsskóla i
Kópavogi er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. og
skal sendaumsóknir til fræðslustjórans i
Kópavogi, sem ásamt undirrituðum veitir
allar nánari upplýsingar um starfið.
Kópavogi 10. júli 1973.
Bæjarritari.
Veljið yður i hag —
Nivada
OMEGA
JUpinoL
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Sími 22804
úrsmiði er okkar fag
Handavinnukennari
Handavinnukennari stúlkna óskast að
dagvistarheimili Styrktarfélags vangef-
inna, Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykja-
vik.
Umsóknarfrestur er til fyrsta ágúst n.k.
Umsóknir sendist forstöðukonu,sem gefur
nánari upplýsingar i sima 8-53-30 frá kl.
9-14.
AUOCratMMSIOM KMSTVMR 26.12
Þjönustu
kerfið
þjónustukerfiðaðbaki MFdráttarvélannaeykurgildi þeirra
MF
____jOAó££a/tiAé£a/t A/
-hinsfgildadráttanrél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS
Massey Ferguson