Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 27
| • i Laugardagur 14. júli 1973. ; /.? ? f, t ? TÍMINN 27 Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður: MANNTALIÐ liiiiiiliii Héraðsmót í Búðardal 20. júlí Búðardal löstudaginn 20. júli kl. 21:00. Ræðumenn Elias S. Jóns- son, Andrés Kristjánsson og Svavar Garðarsson, skemmtir með eftirhermum. Kaffibrúsastrákarnir vinsælu skemmta. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur lyrir dansi. ARIÐ 1947 hóf Ættfræðifélagið merkilegt starf með útgáfu 1. heftis. af Manntalinu 1816. Komu siðan út þrjú hefti til viðbótar á árunum 1951, 1953 og 1959. Útgáfu þessari var hagað i samræmi við þá gömlu hefð, sem tiðkazt hefur við röðun ýmissa skjala i Þjóð- skjalasafni, að verkið hófst i Skeggjastaðasókn i Norður — Múlasýslu, við mörk hinna fornu biskupsdæma og Austfirðinga- og Norðlendingafjórðungs að fornu og nýju, og siðan haldið suður og vestur um landið. Lauk 4. heftinu með Búðardalssókn á Skarð- strönd, og var verkið þá orðið 624 þétt prenaðar blaðsiður. Af ástæðum, sem hér yrði of langt mál að rekja, lá starfsemi Ætt- fræðifélagsins og þá um leið út- gáfa fyrrgreinds manntals niðri um alllangt árabil. En nú hefur félagið gengið i endurnýjungu lif- daganna, og sjá, árangurinn er þegar kominn i ljós: Fyrir nokkrum dögum kom út 5. hefti af Manntali á tslandi 1816. Hefið er 14arkir að stærð, og er verkið þar með orðið 848 siður (53 arkir). Hefst 5. heftið á Staðarhólsókn i Saurbæ i Dalasýslu, en þvi lýkur með Goðdalasókn i Skagafirði. Eru þá eftir af manntalinu sóknir i Skagafirði austanverðum, Eyja- firði og Þingeyjarsýslum báðum. Er ætlunin, aö þessi siðasti hlúti manntalsins komi allur i einu hefti, sem þegar hefur verið unnið mikið að og ætti að geta séð dagsins ljós siðar á þessu ári. Verður verkið þá alls eitthvað nálægt 1100 blaðáiðum að stærð. Brot bókarinnar er aðeins minna en Manntalsins 1703, sem með viðauka, manntalsbrotinu frá 1729, er 650 blaðsiður að stærð, tvidálka. Manntalið 1816 er hins vegar aðeins eindálka, en mjög þétt prentað og drjúgt lesmál, enda er brotið myndarlegt. Það má vera mikið fagnaðar- efni öllum þeim mörgu íslend- ingum, sem láta sig varða mann- fræði og þjóðlegan fróðleik, að nú sér fyrir endann á þessu útgáfu- verki Ættfræðifélagsins. Láta mun nærri, að mannfjöldi á íslandi hafi verið 50 þúsundir árið 1816. Þó að ekki komi allir Islend- ingar til skila I manntali þessu, eins og vikið verður að hér á eftir, er þarna mikinn fróðleik að finpa, þar eð getið er um stétt og stöðu og fæðingarstað næstum hvers manns, sem nefndur er. Manntalið 1816 er mjög merki- legt verk og hefur mikla sérstöðu meðal islenzkra manntala, hvort sem litið er á geymd þess eða gerð. Oll islenzk aðalmanntöl frá og með 1762 hafa verið skráð á þar til gerð prentuð eyðublöð, sem siðan hefur verið safnað saman, raðað i landfræðilega röð og bundin inn i bækur. Utan við þessi aðalmann- töl fellur manntalið 1816, sem náði þó i öndverðu yfir allt landið, en á sér raunar allt aðra forsögu en hin manntölin. 1 árslok 1812 var gefið út konungsbréf um nýtt fyrirkomu- lag prestþjónustubóka og full- komnara en fram að þeim tima hafði tiðkazt (sjá Lovsamling for Island VII 446-449). Hafði þó verið viðunanlegt fyrirkomulag á islenzkum kirkjubókum frá 1784 (i Skálholtsbiskupsdæmi) og 1785 (i Hólabiskupsdæmi). Rúmu ári eftir útgáfu konungs- bréfsins, eða hinn 23. marz 1814, sendi Geir biskup Vidalin út um umburðarbréf til islenzkra presta, þar sem hann mælti o Víðivangur heiðarlega og réttláta, og ekki gefizt upp við að hjálpa þeim, sem þurfa þess og eiga það skilið, enda þótt einn og einn kunni að misnota samhjálp- ina. Það varð einhugur um það á Alþingi að leggja verulega skattabyrði á þjóðina til að mæta hamförunum i Vestmannaeyjum. Almennt bera menn þær byrðar með glöðu geði, enda munu framlögin skila sér i bættum þjóðarhag komandi ára”. — TK nákvæmlega fyrir um gerð prest- þjónustubókanna. Góðu heilli var þar ákveðið, að prestþjónustu- bækur skyldu færðar i tviriti, annars vegar bók fyrir allt prestakallið (prestakallabók) og hins vegar bók fyrir hverja sókn, svokölluð „djáknabók”, sem meðhjálpari eða forsöngvari átti að varðveita undir umsjá sóknar- prests. Hið nýja og endurbætta fyrir- Bjarni Vilhjálmsson komulag prestþjónustubóka hefst i mjög mörgum prestaköllum árið 1816, allviða ekki fyrr en 1817 eða jafnvel næstu ár á eftir. Eitt merkilegasta nýmæli i þessu breytta kirkjubókhaldi var það, að fremst i hverja djáknabók skyldi vera rituð „tala þess fólks, stand (þ.e. stétt, eða staða á heimili), aldur samt fæðingar- staður, sem i sókninni er og henni tilheyrir, þegar bókin er byrjuð”. Þvi miður hafa þessar kirkju- bækur, sem hefjast árið 1816 eða næstu ár varðveitzt misjafnlega Nokkrar hafa hreinlega glatazt, annaðhvort fúnað niður i vondum húsakynnum eða orðið eldi að bráð, en sem betur fer hafa þær flestar varðveitzt til okkar daga. Sums staðar er þó manntal djáknabókarinnar skert vegna gamals fúa eða horfið með öllu. Manntalið 1816 er fyrsta mann- talið á tslandi, sem getur um fæðingarstað fólks, og er þá einmitt komið að þvi atriði. sem gerir þetta manntal svo dýrmætt fyrir ættfræðinga. Er óhætt að fullyrða, að fyrir bragðið er margt nú ljósara um ættir margra manna en annars væri. Regluleg aðalmanntöl hefjast ekki fyrr en 1835, og voru þau tekin á 5 ára fresti til 1860, en úr þvi yfirleitt á 10 ára fresti til 1960. 1 þessum aðalmanntölum er ekki getið um fæðingarstað fólks fyrr en I aðalmanntalinu 1845, og má af þvi marka, hvað fyrirkomulag manntalsins 1816 hefur verið mikið á undan sinum tima. Til aðalmanntala getur það þó ekki talizt, vegna þess að það er ekki alls staðar tekið samtimis. Það er þvi engin furða, þó að Ættfræðingafélagið léti það verða sitt fyrsta verk að ráðast I útgáfu Manntalsins 1816. Enda þótt á þessu manntali séu nokkrir mein- bugir, bæði fáeinar ávantanir og dálitið af endurtekningum, vegna þess að manntalið er ekki allt frá sama tima, eins og að framan segir, tel ég þetta upphaf á útgáfu Ættfræðifélagsins hafa verið hyggilega ráðið. Raunar hefði varla annað manntal komið til greina en manntalið 1801, sem er fyrsta óskerta þjóðarmanntalið eftir 1703, að vísu ekki allt tekið á sama tima, en á að vera miðað við ákveðinn dag (1. febrúar 1801). Þó að manntalið 1801 tilgreini ekki fæðingarstað fólks, hefur það ýmislegt sér til ágætis T.d. er þess getið þar um alla, sem i hjúskap lifa eða hafa lifað, hversu oft þeir hafa stofnað til hjúskapar. Hlýtur það af skiljan- legum ástæðum að auðvelda ættfræðingum eftirgren.nslanir 1816 um uppruna fólks. I fyrri heftum manntalsins 1816 var stundum brugðið á þaö ráð, þegar manntaliö i djánka- bókunum vantaði i einhverri sókn, að endurgera manntalið eftir öðrum tiltækum heimildum og prenta með breyttu letri. Þessi aðferð hefur þó reynzt ærið viðsjál, og hefur þvi verið horfið frá henni i þessu siðasta hefti. Hins vegar hefur þess i stað stundum verið tekið sóknar- mannatal, ef til hefur verið frá svipuðum tima. Ef ástæður hafa leyft, hefur þá verið aflað vitneskju um fæðingarstað og dag manna, eftir þvi sem unnt hefur verið eftir eldri kirkjubókum, þar sem þeim er til að dreifa. Kemur það vitanlega i góðar þarfir. Ýmsir góðir menn hafa lagt hönd áð útgáfu þessa heftis, en ég hygg, að á engan sé hallað, þó að þess sé getið hér, að hitann og þungann af útgáfustarfinu hafa borið þeir Jóhann Gunnar Ölafs- son fyrrum bæjarfogeti og Einar Bjarnason prófessor. Prentverkið er sem fyrr unnið i Hólum. Sölu og dreifingu þessa heftis annast Bókaverzlun Stefáns Stefáns- sonar á Laugarvegi 8. Hjá honum má einnig fá eldri hefti. Hyggnir bókamenn ættu ekki að láta það dragast lengi að verða sér úti um þau, ef þeir hafa ekki þegar eignast þau, þvi að mjög er nú gengið á hið takmarkaða upplag fyrri heftanna. Hér má þess geta, að manntöl yfirleitt eru ekki eingöngu gagnleg ættfræðingum og þeim, sem hafa áhuga á persónusögu, heldur eru þau einnig merkileg hagsöguleg heimild. Það er svo ósk min og von, að verki þessu verði sem fyrst lokið, svo að Ættfræðingafélaginu veröi kleift að ráðast i fleiri verkefni. Að minu viti ætti eitt af þeim fyrstu að vera útgáfa manntalsins 1801. Reykjavik, 12. júli 1973. o Samstarfið ing á þvi meðal iaunþega, að rik- isstjórnin hefur reynt af fremsta megni að vernda og bæta kjör launþega á þessum tveimur ár- um, þótt oft hafi blásið stift á móti svo sem þau óviðráðanlegu verð- bólguöfl sem ég nefndi og nátt- úruhamfarirnar i Vestmannaeyj- um, sem valda þjóðarbúinu miklu tjóni og útgjöldum. Og ég held að gengishækkun krónunnar i april- mánuði hafi sannað launþegum að rikisstjórnin ætlar sér að nota hvert tækifæri sem gefst til að bæta kjör fólksins og hamla gegn verðbólgunni og nú hefur tekizt að vinna upp þá gengislækkun að fullu gagnvart Bandarikjadollar, sem gerð var i desember sl. og út hafa verið gefin bráðabirgðalög sem veita svigrúm til að hækka krónuna allt að 9% gagnvart doll- ar og þessi heimild verður nýtt eftir þvi sem kostur verður. Það var sögulegur atburður þegar gengi krónunnar var hækkað i aprilmánuði, þvi að það hafði þá ekki gerzt i hálfa öld á Islandi. Mestur timi okkar á næstunni mun sennilega fara i landhelgis- málið og þá baráttu sem við þar heyjum fyrir efnahagslegri fram- tið þjóðarinnar. Og á næstu mán- uðum mun utanrikisráðherra vinna að endurskoðun varnar- samningsins. Verkefnin eru ærin. Ég vil svo ljúka þessu spjalli um tvö fyrstu starfsár rikis- stjórnarinnar með þvi að minna á, að nú á tveggja ára afmælinu eða á mánudaginn kemur, verður breyting á rikisstjórninni. Ráð- herraskipti verða þá. Hannibal Valdimarsson, samgöngu- og fé- lagsmálaráðherra, lætur þá af starfi og við tekur Björn Jónsson. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hannibal samstarfið i rik- isstjórninni um leið og ég býð Björn Jónsson velkominn. Ég vænti mér góðs af samstarfinu við Björn. Hann er margreyndur i félagsmálum og kunnur verka- lýðsleiðtogi og ég er viss um að reynsla hans og hæfileikar munu koma að góðum notum i starfi rikisstjórnarinnar. O Æpið dáleiðslu ásamt slökunarleikfimi við fæðingar. I Halmstad eru reknar markvissar tilraunir með dáleiðslu og eru allir læknar, ljós- mæður og sjúkraþjálfarar þar sérþjálfaðir i henni. Af 373 kon- um, sem alið hafa börn i dá- leiðsluástandi, kváðust 66% hafa losnað að miklu eða öllu leyti við sársauka. Hún lyfti þungum steinum..... Sjálf hef ég hitt konu, sem eignaðist barn með dáleiðslu. Hún hélt hún hefði verið úti á vatni að róa, og i lokastigi fæðingarinnar fannst henni hún hafa verið að lyfta þungum stein- um. Hún sagði við manninn sinn, sem var viöstaddur, að sér finnd- ist hann gæti hjálpað sér við að róa. Fæðingin var fyrir henni erfið likamleg vinna, en ekki sársaukafull. Þegar barnið kom i heiminn var hún ieyst úr dá- leiðsluástandinu, og naut þeirrar gleði, að fylgjast glaðvakandi með þeim atburði. 1 þetta sinn var það dr. Westin á Sabbatsbergs kvinnoklinik i Stokkhólmi, sem var að þreifa fyrir sér með deyfingu með dá- leiðslu. Góður árangur. Hversvegna er ekki haldið áfram? Vantraust í Svíþjóð Sonja Andersson frá Handen var fyrsta sænska konan, sem ól barn sitt án sársauka með hjálp nálastunguaðferðarinnar. Dr. Christman IJhrström á Söder- sjukhuset i Stokkhólmi ætlaði að hefja tilraunir, sem hundrað kon- ur tækju þátt i og eignuðust börn sin með slíkri deyfingu. 1 Frakk- landi nota 5000 læknar nála- stunguaðferðina. 1 sovétrikjunum hefur nálastunguaðferðin verið kennd i háskólum siðan 1959. En heilbrigðisyfirvöld i Sviþjóð stöðvuðu tilraunirnar með nála- stunguaðferðina á Södersjuk- huset. Er ástæðan sú að ekki er til visindaleg útskýring á þessari að- ferð? Áhrifin á barnið? Lindgren læknir telur að ætlun- in sé að undirbúa þessar tilraunir betur. „Það þarf að rannsaka betur nálastunguaðferðina, svo að menn viti hver áhrif hún hefur á móður og fóstur. Hvernig, sem deyft er við fæðingu þarf læknir- inn að vita allan timann hvað barninu liður. Kona, sem ekki finnur lengur til sársauka, vegna nálastungna eða dáleiðslu, getur t.d. ekki sagt frá þvi þegar hriðir stöðvast af þvi að barnið liggur skakkt. A öllum fæðingarsjúkrahúsum ættu að vera elektrónisk tæki. Við þurfum að geta tekið blóð- og þvagsýnishorn meðan á fæðingu stendur. Ef ekki getur heilsu barnsins i framtiðinni stafað hætta af.” Mjög litlir möguleikar! Þeir, sem hafa áhuga og vilja fræðast meira um ýmsar deyfingaraðferðir við fæðingu ættu að útvega sér 26 tölublað sænska læknablaðsins (Lákar- tidningen) 1972 (skrifið til Sveriges Lakarförbund, Villa- gatan 5, Box 5610, 11486 Stock- holm). Þar rita 13 sérfræðingar um þessi mál. óhappatalan hæfir vel, þvi i náinni framtið eru litlir möguleikar á þvi að veita konum sársaukalausa fæðingu. Mikill skortur er á fæðingar og svæfingartæknum. Fæðingar- deildir eru vanbúnar tækjum. Fjárveitingar frá riki og bæjar- og sveitafélögum eru takmarkað- ar. Það þarf vist að spara. En hér er um að ræða hvað er látið ganga fyrir. Happa og glappaaöferð Konur hafa beðið og þjáðst öld- um saman. Nú verðum vi að fá forréttindi og nýfædd börn okkar. Fyrir nokkrum áratugum voru konur oft látnar fæða fyrstu börn sinþótt óvist væriaðveí til tækist. Það var nánast heppni, ef þau lifðu. Nú á énginn að þurfa að fæðast i landi okkar og verða örkumla vegna þess að illa væri að fæðing- unni staðið. Og konurnar eiga ekki að þurfa að veina eins og dýr þegar þær ala börn — sársauki hefur margoft truflað ást móður til barns, og auk þess rænt hana allri löngun til að ala fleiri börn. Nei, æpum af reiði fyrir fæðinguna. Yfir að fæðingar- deildirnar fá ekki fjárveitingar, þrátt fyrir samþykkt þingsins. Farið til bæjarstjórnarmannanna heima hjá ykkur og krefjist skýringa. Hlusti þeir ekki þá kjósið aðra I næstu kosningum. Ekkert skyggi á móöurgleðina... Hef ég ekki minnzt á gleðina, sem fylgir þvi að eignast barn? Eða að margar konur eru fúsar að liða pislir óteljandi sinnum til að lifa það undur. Ekkert ætti að skyggja á þá gleði. Við viljum sársaukalausa fæðingu. (Þýtt úrsænsku) 0 Náð og ónáð hvernig stendur á slikri yfir- lýsingu, þvert ofan i fyrri orð aðalgagnrýnanda blaðsins um framkvæmd verðlauna veit- inganna? Engan veginn er það svo að framvinda islenzkra bókmennta sé komin undir verðlauna- veitingum og einkunnargjöf gagnrýnenda. En úthlutun silfur- hestsins er orðinn fastur siður i menningarlifinu, skemmtilegur siður og áreiðanlega gagnsam- legur eins og fram kemur i til- vitnuðum orðum Jóhanns Hjálmarssonar. Að minnsta kosti þurfa að koma til einhver hald- bær tök ef menn vilja yfirvara- laust leggja verðlaunin niður. Nú skal að visu engu um það spáð hver verður framtíð silfurhests- ins eftir ákvörðun Morgunblaðs- ins. En eins og að henni er staðið getur hún engan veginn talizt stórmannleg. I sömu forystugrein, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, ræðst Morgunblaðið gegn aðild tslands að bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs, eink- um vegna þess að „ekkert islenzkt bókmenntaverk hefur hlotið náð fyrir augum þeirrar dómnefndar”. Ekki er ósennilegt að svipuð ástæða sé fyrir and- stöðunnigegn silfurhestinum. En meðan ekki er kveðið skýrar að orði hljóta lesendur Morgun- blaðsins sjálfir að geta sér til um það hvaða verk skuli „hljóta náð” fyrir augum meirihluta blaða- gagnrýnenda til að blaðið vilji áfram standa að silfurhestinum. —TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.