Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR -------- RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er I I I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn 107 einstaklingar með yfir 1 milljón SKATTSKRA Reykjavlkur kem- ur út I dag, 20. júll og I gær voru fréttamönnum kynntir hæstu gjaldendurnir I Reykjavik aö þessu sinni — einstaklingar, féiög og stofnanir. Heildargjöldin, sem Skattstofa Reykjavlkur leggur á að þessu sinni, — samkvæmt einstaklings- skattskrá, félagaskattskrá, sölu- skattskrá, skrá um landsútsvör, og skattskrá útlendinga, — eru samtals 8.644.599.535.- eða rúm- lega hálfur niundi milljarður króna. Heildargjöldfélaga og einstakl- inga nema samtals 5.373.679.491.- eða rúmlega fimm milljörðum. Þar af eru gjöld einstaklinga 4.121.651.336.- kr. og gjöld félaga 1.252.028.155.- kr. t fyrra námu heildargjöld félaga og einstakl- inga 3.048.345.332.- eða rúml. þrem milljörðum. Þau hafa þvi hækkað um rúml. 2 milljaröa. Fjöldi skattgreiðenda i Reykja- vlk gjaldáriö 1973 er samtals 45.491, þar af 43.029 einstaklingar og 2.462 félög, stofnanir o. fl. í fyrra var heildarfjöldi skatt- greiðenda i Reykjavík 42.156, þannig að þeim hefur fjölgaö um rúmiega 3 þúsund. I fyrra haföi þeim hins vegar fækkað um 800 miðað við árið þar á undan. Einstaklingar 107 yfir milljón Alls eru 107 einstaklingar I Reykjavik með meira en 1 milljón I gjöld. Við greinum hér frá þeim 10 hæstu: (1.) Rolf Johansen heildsali — 4.648.537.- kr. (2.) Friðrik A. Jónsson útvarps- virkjam. — 4.420.446.- kr. (3.) Kristinn Sveinsson bygginga- meistari — 4.149.425.- kr. Sem sagt þrir með yfir 4 milljónir. (4.) Pálmi Jónsson, kaupmaður — 3.421.401,- kr. (5.) Snorri G. Guð- mundsson heildsali — 3.243.165.- kr. (6.) Sigurgeir Svanbergsson verzlunarmaöur. — 3.148.819,- kr. (7.) Danlel Þórarinsson verzlunarmaður — 3.122.968.- kr. (8.) Kjartan Sveinsson bygginga- tæknifr. — 2.686.325.- kr. (9.) Björgvin P. Jónsson framkv. stj. — 2.670.729,- kr. (10.) Kristinn Bergþórsson heildsali — 2.666.085.- kr. 1 efstu sætunum i fyrra voru: Þorvaldur Guðmundsson verzlm., Rolf Johansen, Friðrik A. Jónsson og Arni Gislason bif- reiðasmiður, — i þessari röð. Hæsti gjaldandinn að þessu sinni, Rolf Johansen, hefur um árabil verið meðal hæstu gjald- enda, en hann rekur heildverzlun og flytur m.a. inn hjólbarða og sigarettur. Tekjuskattur einstaklinga hef- ur hækkað að meðaltali um 34,72% frá þvi á síðasta ári. Félög — IBM hæstan tekjuskatt. |SÍS hæst samtals gjöld Alls greiða 14 félög i Reykjavik meira en 7 milljónir samtals I öll gjöld eða þá 13 gjaldaliði, sem þeim ber að greiða I. Þau eru þessi (tölur I þús).: SIS (34.616.000), Loftleiðir (24.362.000), Hekla (22.730.000), Eimskip (19.564.000), IBM (15.630.000), Fálkinn (14.052.000), Sláturfélag Suðurlands (12.331.000), Kassagerð Reykja- víkur (12.317.000), íslenzkt verk- tak (11.592.000), Trygging h.f. (10.815.000), ölgerð Egils Skallagr. (10.331.000), Flugfélag Islands (9.678.000), Oliufélagið h.f. (9.211.000) og loks Breiðholt h.f. (7.777.000). Hæstu tekjuskattsgreiðendur félaga eru: IBM (13.620.708.- kr.), Hekla h.f. (11.202.116,- kr.), Fálk- inn h.f. (11.002.87*.- kr.), Hans Petersen h.f. (8.446.819.- kr.) og Trygging h.f. (8.115.843,- kr.). Þess ber að geta, að viðlaga- gjald er innifalið i eignaskattin- um, félaga og einstaklinga. Fæst hinn eiginlegi eignaskattur sem næst réttur með þvi að reikna 22,9% af uppgefinni eignarskatts- upphæð. Samtals nemur viðlaga- gjaldið, sem innifalið er eigna- skattinum um 57 milljónum og 500 Framhald á bls. 15. Skattskrá Reykjavíkurborgar: Það, sem leyndist í barnamold- inni á botni Mývatns Þessar myndir sýna hross- beinin og istaðið, sem dælt var með barnamoldinni upp úr Mývatni nú um helgina, svo sem sagt var frá I blað- inu i gær. Beinin á cfri myndinni eru heilleg — kjálkar, herðablað, leggir og rif. A neðri mynd- inni cr istaöið, gert úr sam- ansnúnum vir og algerlega óskaddað. Er mikiö til af slikum istööum i þjóðminja- safni og byggðasöfnum? Fyrsta svarið: Byrjað að sprengja í seðlabanka grunninum STJÓRN Framkvæmda- stofnunar rikisins samþykkti sem kunnugt er á fundi i fyrradag að skora á rikis- stjórn og stjórn Seölabank- ans að fresta framkvæmdum við byggingu bankans á Arnarhóli. Framkvæmda- ráöi Framkvæmdastofn- unarinnar var jafnframt fal- iö að fylgja samþykktinni eftir. Framkvæmdaráðið hefur sent bankastjórn Seðlabankans bréf, þar sem farið er fram á, að þessir aðilar ræði máliö. Banka- stjórnin hefur oröið við þess- ari málaleitan og hefjast við- ræöurnar I næstu viku. Framkvæmdum við bygg- ingu Seðlabankans var hald- iö áfram af fullum krafti i gær, t.d. var byrjað að sprengja fyrir grunni hennar i gærmorgun. Samþykkt stjórnar Framkvæmda- stofnunar Framkvæmdastofnun rikisins lét frá sér fara svo- hljóðandi fréttatilkynningu I gær: Af gefnu tilefni vegna blaðaskrifa um húsbyggingu Seölabanka Islands og sam- þykkt stjórnar Fram- kvæmdastofnunarinnar um það mál, skal upplýst aö á fundi stjórnar Fram- kvæmdastofnunarinnar 17. júli s.l. var gerð svohljóðandi samþykkt: Þau miklu áform i rafvæö- ingu, samgöngumálum, frystiiönaði, hollustuháttum á vegum sveitarfélaga og á fleiri sviðum svo og fyrirsjá- anleg uppbygging vegna Vestmannaeyjagossins, sem nauðsynlegt virðist að ljúka á næstu fjórum árum, eru svo umfangsmikil og brýn, að óhjákvæmilegt verður aö sýna fyllstu varkárni og að- haldssemi i öðrum opinber- um framkvæmdum, sem auðveldara er áö fresta. Meö tilvisun til laga nr. 93 Framhald á bls. 15. Tillaga Noregs og Ástralíu: 200 mílna fiskveiði- og efnahagslögsaga NTB-Genf — Noregur og Astralia hafa sameiginlega lagt fram til- lögu I hafsbotnsnefndinni, um að strandriki fái að koma upp efna- hagslögsögu, allt að 200 milum, og geti þau fært fiskveiðiiögsögu sina út að þeim takmörkum og haft einkarétt til fiskveiða innan lögsögunnar. Siglingar innan lög- sögunnar skulu þó vera öllum frjálsar. I tillögunni leggja Norðmenn og Astralir það til, að strandrikin fái vald til að setja reglur um vernd- un fiskistofna. Þá skuli rikin halda þessum rétti sinum yfir öllu landgrunninu I þeim tilvikum, er það nær lengra út en 200 miíur. Aherzla er lögö á, að sáttmáli um efnahagslögsögu verði þannig úr garði gerður, að alþjóölegar siglingar verði frálsar eftir sem áður á þessum svæðum. Þá sé rikjum ekki skylt að setja sér þessa lögsögu, heldur sé aðeins ætlunin að tryggja þjóðréttarleg- an grundvöll slikra ákvarðana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.