Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 2
2 tímínn Föstudagur 20. júli 1973. Laust starf Starf húsvarðar við Kópavogsskóla i Kópavogi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. og skal senda umsóknir til fræðslustjórans i Kópavogi, sem ásamt undirrituðum veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Kópavogi 10. júli 1973. Bæjarritari. ■ K JM .Hb! 1 IIIII, Hvernig getum við spornað gegn siysunum? Mann setur hljóðan við þessi óskaplegu slys, sem sifellt dynja yfir. Fyrir fáum dögum sögðuð þið frá þvi i Timanum, að tvöfalt fleiri Islendingar hefðu farizt af slysum á þessu ári heldur en á sama tima i fyrra og eina vikuna rak hver fréttin aöra um börn, sem farizt höfðu á voveiflegan hátt. Og svo bættist ofan á allt saman þetta átakanlega flugslys. Sérleyfis- oq Reykjávik — Laugarvatn — Geysir — Gullfoss . 1 \. um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal SKemmtireroir ai|a daga — engin fri við akstur BSI — Simi 22-300 — ólafur Ketilsson Styrkveitingar til norrœnna gestaleikja Af fé þvi, sem Ráðherranefnd Norður- landa hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála á árinu 1974, er ráðgert að verja um 643.000 dönsk- um krónum til gestaleikja á sviði leiklist- ar, óperu og danslistar. Umsóknir um styrki til slikra gistisýninga á fyrra hluta ársins 1974 eiga að hafa borizt Norrænu menningarmálaskrifstofunni i Kaup- mannahöfn fyrir 1. október 1973 á tilskild- um umsóknareyðublöðum, sem fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 18. júli 1973. Til sölu traktor árg 72, 55 ha, með ámokstur- tækjum. Upplýsingar i sima 3-30-79. Vestmannaeyjar fyrst um sinn er simanúmer mitt 99-6946 Bjarni Jónasson flugmaður, eyjum Vestmanna- .Þessi geigvænlegu tiðindi vekja þá spurningu, hvort ekki sé kleift að gera eitthvað meira en gert er til þess, að hamla gegn þvilikum voða. Er ekki skylt að reka meiri áróður — vara fólk rækilegar við alls konar hættum, herða boð og bönn, sem geta kom- ið I veg fyrir slys, og til dæmis mismuna þeim meira en nú er gert, sem eiga sök á bifreiða- árekstrum, og hinum, sem ekki eru valdir aðsliku ár eftir ár? Mér finnst tímabært að taka allt þetta og margt annað til at- hugunar og endurmats. Það er að visu of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan i. Orð- in slys verða ekki aftur tekin. En slysin halda áfram, börnin halda áfram að detta i brunninn. Og það er einmitt það, sem við verðum af fremsta megni að vinna gegn. Þess vegna kasta ég fram þess- um linum, ef þú vilt birta þær, Landfari sæll, i þeirri von, að ein- hver, sem nokkurs má sin i þessu efni, renni augum yfir þær og vilji taka til umhugsunar og at- hugunar. Slys eru ævinlega sorg- leg, og þjóðfélagið má ekki við þvi að missa allt þetta fólk á svona válegan hátt, ef nokkur ráð eru til þess að fækka slysunum. Akurnesingur. Hundavinafélagið skerst í Húsavíkurmálið 4 SKIPAUTfitRB RIKISINS AA/s Hekla m/s Hekla fer frá Reykjavik miðvikudaginn 25. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka föstudag, mánudag og til hádegis á þriðjudag til Austfjarðar- hafna, Þór.shafnar, Raufar- hafnar,.Húsavikur og Akur- eyrar. STJÓRN Hundavinafélas tslands mótmælir harðlega ofbeldisverki þvi, sem tveir lögreglumenn á Húsavik frömdu á 8 ára dreng og ungum hvolpi hans, þriðjudaginn 3. júli, s.l. þegar lögreglu- mennirnir, annar óeinkennis- klæddur og utan vinnutlma, óöu inn I garð, þar sem drengurinn var að leik með hv. Ipinum leystu hann frá staur I nærveru drengsins, tóku hann á brott með sér án undangengins dóms- úrskurðar og skutu. Verknaður þessi ber vott um algert virðingarleysi fyrir þeim réttindum, sem sérhverjum fréttunum? Mltu fá þærheim tilþín samdægurs? Eðaviltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! Fyrstur meó fréttimar vtsm islenzkum borgara eru tryggð f stjórnarskránni, og tilraunir lögreglumannanna til þess að réttlæta þessa andlegu misþyrmingu á barninu með skipunum frá handhafa dóms- valdáins á staðnum er háðung við islenzkt réttarfar. I lögum þeim, sem heimila bæjarstjórnum og sveitarfélögum að takmarka eöa banna hunda- hald, eru skýr ákvæði um opin- bera málshöfðun gegn þeim, sem brýtur lögin, og eru viöurlögin sektir. Það hlýtur þvi að vekja furðu hugsandi manna, að yfir- völd þessara staða geti kveðið upp sameiginlega dauðadóm yfir öllum hundum á viðkomandi stöðum á grundvelli reglugerða og lögreglusamþykkta, sem ganga miklu lengra en lögin leyfa, eða gefið út hótunarboð um liflát hundanna i skjóli slikra reglugerða. Stjórn Hundavinafélags Islands skorar á yður, herra dómsmála- ráðherra, að stöðva þegar I staö þessar ómannúðlegu aðfarir að mönnum og dýrum inafni rétt- visinnar, á sama hátt og fyrr- verandi dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, stöðvaði yfir- vofandi hundadráp i Kópavogi árið 1969. Jafnframt krefst stjórn félagsins tafarlausrar opinberrar rannsóknar á þessum atburði. Ofbeldisverknaðurinn á Húsa- vik er óhugnanlegt dæmi um fáranleik hundabannsins og vanmat manna á tilfinninga- legum áverkum. Hundabönnin á íslandi eru löngu úrelt og óraunhæf fyrirbæri haldið er uppi af þvermóðsku og hleypidómum, þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður og kröfur timans. Þau hafa valdið íslandi alvarlegum álitshnekki á erlendum vettvangi sakir mannúðarleysis og grimmdar, enda minna framkvæmdir þeirra á galdraofsóknir miðalda. Þau eru smánarblettur á islenzkri lög- gjöf, þar sem þau meina islenzkum borgurum sömu rétt- indi og allar menningarþjóðir fá að njóta og verða ekki framkvæmd nema með broti á 8. gr. Mannréttindasamnings Evrópuráðsins. Þau brjdta i bága við mannlegt eðli og munu þvi aldrei ná tilgangi slnum, en hafa á hinn bóginn valdið fjölmörgum andlegum meiðslum, þótt menn beri slik sár ekki utan á sér. f.h. stjórnar Hundavinafélags tslands. Jakob Jónasson, formaður, VW BILALEIGAI JóiuisaiiV'líaiisl ARMULA 28 II 81315

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.