Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 20. júli 1973. Hans Fallada: Hvaðnú.ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar stól og reykir hverja sigarettuna á fætur annarri og við vaskinn standa ungu Pinnebergshjónin og þvo upp matar- og kaffi-ilátin. Alls staðar er fuilt af pottum og leifum — heil herfylking af kaffibollum, vinglösum, diskum, göfflum, hnifum og skeiðum. — Það er auðséð að hérna hefur ekki verið þvegið upp siðasta hálfan mánuðinn. — Er lika það að heyra á frú Miu, þvi aö nú fer hún að halda hneykslunarræður yfir vinnukonum yfirleitt, en þó sér- staklega yfir ungfrú Möller, sem hafði hlaupið frá henni i dag. „Hanni, þú verður að sjá um að glösin séu tárhrein. Ef Jachmann sér nokkur óhreinindi á þeim, verður hann óður og uppvægur, og hendir glösunum i gólfið. — Jæja, jæja, nú er uppþvotturinn búinn. Bara aö þetta sé nú vel gert. — Þá er bezt að fara að undirbúa kvöldmatinn strax. Það er nú ekki mikið umstang, bara að smurða brauðið liti smekklega út — og sé gott — auðvitað. Ein- hvers staðar hlýtur að vera eitt- hvað af kálfasteik. — Guði sé lof, þarna kemur Jachmann, — það er einmitt maðurinn, sem okkur vantar. Hurðin opnast og Jachmann gengur inn. „Hvað er nú þetta”, segir hann undrandi og horfir á hjónin við vaskinn. Jachmann er allt öðruvisi en Pinneberg hafði hugsað sér hann. Þetta er hár, ljóshærður og blá- eygur maður með glaðlegu, hreinlegu og karlmannlegu yfir- bragði. Herðabreiður — og vestis og jakkalaus — þrátt fyrir haust- kuldann. „Hvaða fólk er þetta?” endur- tekur hann og staðnæmist fyrir innan þröskuldinn. Er helvitis vinnukonan loksins búin að drepa sig á öllu brennivininu, sem hún hefur stolið?” „Alveg ert þú óborganlegur, Jachmann. Þú stendur þarna eins og þvara, þótt ég sé margbúin að segja þér að ég ætti von á syni minum og tengdadóttur”. „Það hefur þú ekki nefnt við mig með einu einasta orði, ekki einu orði, frú Pinneberg”, segir risinn með áherzlu. „Ég heyri það núna i fyrsta skipti, að þú eigir son og tengdadóttur. — Þaö er mér mikill heiður og ánægja, aö kynnast yður frú”, segir hann og snýr sér að Pússer, og Pússer fær fyrsta handkossinn á ævi sinni á vota höndina. „Kæra frú, þér eruð alveg hreint töfrandi. Ætlið þér alltaf að þvo upp hérna hjá okkur?” Hann tekur af henni pottinn, sem hún er aö hreinsa, og nær i flýti i fægiduft. „Þessi pottur er vist nokkuð örðugur við- fangs, skal ég segja yður. Þaö er eins og Pinneberg hafi æltað að búa til i honum skósóla með tim- anum. Ég þakka yður lika fyrir hjálpina ungi maöur. Viö fáum okkur glas saman seinna til þess að staðfesta vináttuna”. „Það er naumast að það veður á þér, Jachmann”, glymur nú við i frú Miu Pinneberg. „Og svo ertu með þessi ólikindalæti, alveg eins og ég hafi aldrei minnst á son minn við þig, og samt sem áður hefur þú i eigin persónu útvegað þessum syni minum stöðu hjá Mandel frá og með fyrsta október, eða með öðrum orðum frá þvi á morgun. Já, þarna ertu lifandi kominn, Jachmann!” „Hvað þá? Ég útvegað stöðu? Nei, það kemur ekki til neinna mála”, segir Jachmann og hlær hæðnislega. „Að útvega stöðu á þessum timum! Nei, Pinneberg, þetta stendur eitthvað skakkt i höfðinu á þér. Ég blanda mér ekki i neitt þess háttar, enda hefur maður ekki annað en áhyggjurn- ar upp úr þvi. — Nei, það get ég fullvissað þig um að ég hef ekki gert”, bætir hann við til svars við hinum áköfu mótmælum frú Miu Pinneberg. „Ég hef kannski sagt einu sinrii að ekki væri loku fyrir það skotið, að eitthvað væri hægt að gera i þessu máli. Ég var með Lehmann, verzlunarstjóranum hjá Mandel, i fyrrakvöld, og það hefði áreiðanlega borizt i tal milli okkar þá, ef ég hefði verið búinn að minnast á það áður. Nei,' Pinneberg, ég held að þetta sé einn af loftköstulunum þinum”. Bæði ungu Pinnebergs-hjónin eru hætt uppþvottinum fyrir löngu. Þau standa eins og dæmd og stara hvort á annað, og á móð- urina og tengdamóðurina, sem risinn kallar blátt áfram Pinne- berg, og á Jachmann, sem hefur sagt þetta allt með óbifandi ró- semi og skoðar nú auðsjáanlega málið útkljáð — fullkomlega -lit- kljáð. „Er það meiningin mamma, að þú hafir látið okkur eyða öllum ferðakostnaðinum hingað til einskis. — Bara af þvi aö þú ætl- aöir að leigja okkur þetta kónga- rúm þitt fyrir hundrað mörk á mánuði?” Jóhannes Pinneberg hefur stokkið fast að móður sinni og stendur frammi fyrir henni titr- andi af reiði og örvæntingu. „Var þaö bara vegna þess, að þú þurft- ir á einhverjum að halda til að þvo upp hjá þér — eöa hvað? Við Pússer eru bláfátæk, og liklega fæ ég engan atvinnuleysisstyrk hérna.oghvað —og hvað. . . hvað i ósköpunum eigum við að gera?” Hann fær alll i einu ákafan ekka. „Svona, svona, — takið nú þessu með stillingu”, segir móð- irin. „Þið getið þó alltaf komist til Ducherow aftur. Og það heyrir þú sjálfur — og ,<ú lika, Pússer, — að ég er alveg saklaus i þessu máli, og það er allt að kenna þessum manni — þessum Jachmann — sem áldrei man nokkurn skapað- an hlut stundinni lengur. Ég er viss um, að hann er lika búinn að gleyma þvi, að Stoschussens kemur hingað með þrjá Hollend- inga i dag, og að hann átti að koma skilaboðum til Mullenseifen og Klöru og Ninu, og écarté-spil áttir þú að útvega lika. Ja, að hugsa sér allt það, sem þessi maður getur gleymt!” „Já, hlustið þið nú bara á! Svona er Pinneberg”, segir risinn sigri hrósandi. Hollendingunum hefur hún sagt mér frá og eins beðið mig að koma skilaboðum til stelpnanna, en á Mullenseifen hefur hún ekki minnst einu orði. Hvað hef ég lika með hann að gera. Það, sem Mullenseifen kann, hef ég lengi kunnað. Og spilin eru i frakkavasa minum, það er ég viss um — ef ég hef þá bara munað eftir að fara i hann. Ég skal gægjast fram i forstofuna __»> „Heyrið þar, Jachmann”, segir Pússer og gengur i veginn fyrir hann, áður en hann kemst út. „Þaö veltur náttúrulega á engu fyrir yður, hvort við höfum at- vinnu eöa ekki. Þér komist áreið- anlega alltaf áfram i heiminum. Þér eruð svo miklu gáfaðri en við”. „Þarna heyrir þú, Pinneberg”, segir Jachmann i ánægjurómi. — „En hjá okkur tekur ekkert við nema neyðin, ef Hannes hefur ekki atvinnu, og þess vegna bið ég yður svo innilega að útvega hon- um eitthvað að gera. Viljið þér ekki reyna að hjálpa okkur?” „Heyrið mig nú, kæra unga frú”, segir Jachmann með áherzlu og virðir hana fyrir sér með falslausri góðvild i svip og augnaráði. „Ég skal svei mér sjá til þess að Hannes yðar fái eitt- hvað að gera. En hvað ætti það að vera, og hvað mikið þarf hann að fá i laun til þess að þið komist af?” „Það veizt þú mætavel sjálf- ur”, segir frú Mia. „Hann á að verða afgreiðslumaður hjá Mandel i karlmannadeildinni”. „Hjá Mandel? Hvað hafið þér að gera i þá bölvaða beinakvörn? Ég skil ekki, að þér fáið yfir fimm hundruð á mánuði þar — „Ertu genginn af göflunum?” spyr móðir Pinnebergs. „Að af- greiðslumaður i búð fái fimm hundruð! Nei, tvö hundruð — imesta lagi tvö hundruð og fimm- tiu”. Hannes kinkar kolli til sam- þykkis. „Jæja, þá skulum við ekki tala 1453 Lárétt 1) Eflir.- 5) Samið.- 7) Mis- kunn,- 9) Beita.- 11) Greinir.- 12) Þreyta.- 13) Tók,- 15) Kalli,- 16) Ólga.- 18) Góð með sig,- Lóðrétt 1) Tunglið.- 2) Óðinn.- 3) Núm- er.- 4) Óhreinka,- 6) Undinn.- 8) Kindina.-10) Sæ,-14) Fund- ur,- 15) Nokkuð.- 17) Tré.- Ráðning á gátu No. 1452 Lárétt 1) Lokkar,- 5) Ell.- 7) Sút.- 9) Auk.- 11) UT.- 12) Na,- 13) Gil.- 15) Þil.- 16) Æra.- 18) Skarti,- Lóðrétt 1) Lúsuga,- 2) Ket.- 3) KL- 4) Ala.- 6) Akalli.- 8) Oti,- 10) Uni.- 14) Læk,- 15) Þar,- 17) Ra,- 7 u } j n n ■ 1 í FÖSTUDAGUR 20. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdis Norðfjörð les söguna um „Hönnu Mariu og villingana” eftir Magneu frá Kleifum / Tilkynningar 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpoppkl. 10.25: Hljómsveitin. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Suisse Romande-hljóm- sveitin leikur Noctúrnur eftir Debussy / Vladimir Askenasi leikur „Gaspard de la nuit” eftir Ravel / Hljómsveit Tónlistarskól- ans i Paris leikur „La valse” eftir Ravel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Fergusson. Þýðandinn, Axel Thorsteinson les (14) 15.00 Miðdegistónleikar: Gadinger-kórinn syngur Sigáunaljóð op. 103 eftir Brahms, Martin Galling leikur undir á pianó. Hel- muth Rilling stjórnar. Leontyne Price syngur lög eftir Schumann, David Garvey leikur undir á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.40 Spurt og svarað Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Frá alþjóðlegri hátið léttrar tónlistar i BBC Guðmundur Gilsson kynnir fyrri hluta. 21.00 Bréf frá frændaeftir Jón Pálsson frá Heiði. Höfundur les siðara bréf. 21.30 Útvarpssagan: „Blómin i ánni” eftir Editu Morris Þórarinn Guðnason þýddi. Edda Þórarinsdóttir les sögulok (8) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill 22.35 Draumvisur Tónlistar- þáttur i umsjá Sveins Arna- sonar og Sveins Magnús- sonar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Húsmóðirin mælir með Jurta! 0 ^ JilfÉiil %i0 'Sí' smjörliki K J |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.