Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN rmioOQnmTr Föstudagur 3. ágúst 1973. Étur hann boltana? Þaö hefur ekki tíðkazt fram til þessa, að tennisleikarar hafi lagt það i vana sinn aö gleypa tennisboltana, þegar mótleikar- arnir senda þeim þá yfir netið. í fljótu bragði virðist það þó hafa veriö ætlun Nastase, en Nastase er rúmenskur tennisleikari, sem var i ööru sæti i tennis- keppninni i Wimbledon i Eng- landi. Kannski það sé annars bara ljósmyndarinn, sem hefur ætlað að gera Nastase hlægileg- an i augum aðdáenda hans með þvi að taka þessa snjöllu ljós- mynd, þar sem boltinn virðist ætla beint upp i tennisleikarann. f A leið í veitingasalinn Fólk, sem var árla á ferð á Fornebuflugvelli nú nýlega varð heldur undrandi, þegar það sá bil koma akandi upp stigana, sem liggja upp i veitingasalinn I flugstöðinni. Þegar bilstjórinn var spurður aö þvi, hvert hann ætlaði, og hvers vegna hann væri þarna á ferð svaraði hann þvi til, að hann væri orðinn þreyttur á að heyra sögurnar um bilstuldina I kring um flug- völlinn, og þess vegna hefði hann tekið bilinn með sér inn I flugstöðvarbygginguna. Reynd- ar var þetta svolitið orðum auk- ið, eins og skiljanlegt er. Billinn haföi verið kjörinn „bill ársins”, og ætlunin var að koma honum fyrir i veitingasalnum, svo flugfarþegar gætu virt hann fyrir sér á meðan þeir biðu eftir flugvélum sinum. # Þegar hvellurinn kemur, er bílstjórinn hólpinn Nú á að nota púðrið til þess að bjarga mannslifum. Þýzkir tæknimenn telja sig hafa komizt yfir vandkvæði, sem hafa verið samfara notkun loftpúða til þess að forða ökumönnum frá meiöslum eða dauða, þegar árekstrar verða, meö þvi að nota púður til þess að blása loft púðann upp. Kostirnir við þetta kerfi samanborið við þá aðferð, sem notuð hefur verið fram til þessa, þ.e. gasflöskur, er sá, að ökumanninum er ekki jafnhætt við hnykkinn, sem verður, þegar lofti er hleypt i púðann. Þessir púðar eru ekki heldur eins rúmfrekir og hinir og létt- ari I meðförum. Þegar loftpúð- inn er samanbrotinn fer ekki meira fyrir honum en svo að fella má hann inn i stýrisstöng- ina á meðalstórum bíl. Tilraunir með þetta nýja kerfi hafa tekizt mjög vel. Áætlaður kostnaður er sem svarar um 15000 krónum Islenzkum á hvern bil. Skinnavörur hækka stöðugt í verði Leður fer nú stöðugt hækkandi á heimsmarkaöi, og veldur það hækkun á öllum leðurvörum, sérstaklega skófatnaði. Þá hef- ur þessi verðhækkun einnig orð- ið til þess, að skinnaframleiö- endur bæði I Bandarikjunum og Astraliu hafa dregið úr fram- boöi á skinnum og húðum alls konar, til þess að selja ekki upp framleiöslu sina á meðan enn er óvist, hvernig markaðurinn verður á næstunni. Brasiliu- menn eru miklir skinnakaup- menn, og stafar hátt verðlag á skinnum m.a. af þvi, að settar voru hömlur á skinnútflutning þaðan fyrir alllöngu. Hvað stendur þarna? — Þurrkaðu af þér. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.