Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. ágúst 1973. TÍMINN Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? © Þýðing AAagnúsar Ásgeirssonar tilburöi hjá henni þekki hann slð- an hann var drengur i skóla. Undir eins og mamma hans fari aö finna á sér fljóti hún i tárum af vorkunsemi með sjálfri sér og endi sifellt með þvi að koma há- vaða og illindum af stað. Pússer reynir með biðjandi röddu að þagga niður i honum og frú Mia segir óð og uppvæg: „Það er nú bezt fyrir þig að tala sem minnst um skólaárin þin”. Ég gæti sagt konunni þinni dálag- legar sögur um það, þegar lög- regluþjónninn kom með þig heim eða ‘þegar þú varst með óslmil. glens og flangs við stelpurnar i sandgryfjunni. — Og hvernig er þaö með þessa húsaleigu, sem ég á að fá?” segir hún formálalaust og verður æ beiskari I bragði. ,,í dag er þritugasti og fyrsti og alls staðar verður maður að borga fyrirfram, en ég hefi ekki enn þá séö einn eyri. Ég vil fá peningana I kvöld. Ég verð aö borga vinið, og engin sál lætur sér detta i hug að gera sér rellu út af þvi, hvaðan ég á að taka peningana til þess---” „Vertu nú ekki að þessu rausi, mamma. Vínið borgar þú þó ekki I nótt, þykist ég vita. Og þar að auki skaltu fá peningana, en það verur ekki i kvöld og ekki heldur á morgun. — en þeir koma á sínum tlma”. , • „Ég vil fá húsaleiguna, og ég vil fá hana strax”, segir frú Pinneber, lémagna af áfengi og geðshræringu. „Og ef Pússer get- ur ekki einu sinni hjálpað mér smávegis, án þess að það sé talið eftir — —. Jæja þið munið kannske eftir þvi að ég lánaði ykkur te i kvöld.------Ég kem strax aftur”, segir hún og slangr- ar út um dyrnar, náföl I andliti. „Nú skulum við slökkva ljósið i snatri. Það er hart að geta ekki einu sinni lokað dyrunum. —- Allt er svo sem á sömu bókina lært i þessari svínastiu”. Hann fer aftur upp I^rúmið til Pússer. — „Æ, Pússer: að hún skyldi einmitt þurfa að koma núna, þegar okkur leið svona vel.-----” „Ég þoli ekki að þú talir svona við hana móður þina. Hún er þó alltaf mamma þin”, hvislar Pússer, og hann finnur að hún skelfur öll eins og hrisla. „Já þvl miður, því miður”, seg- ir Pinneberg. „En það er einmitt af þvl hvað ég þekki hana vel, að ég tala svona, og af því að ég veit hvaða skepna hún er. Þú getur fellt þig við hana, af þvl að á dag- inn, þegar hún er ófull, er hún fyndin og skemmtileg og getur skilið gamansemi. En það er allt saman undirhyggja og loddara- skapur. Enginn maður getur I raun og veru fellt sig við hana. Og heldur þú kannske að hún hafi tangarhald á Jachmann til lengd- ar? Nei, það getur þú reitt þig á að hún gerir ekki. Hann er of slóttugur sjálfur til þess að hann sjái ekki að hún vill bara hafa eitthafð upp úr honum. Og svo fer hún llka að verða allt of gömul fram úr þessu”. „Heyrðu”, segir Pússer og er ákaflega alvarleg. „Ég vil aldrei oftar hlusta á að þú talir svona um mömmu þína. Það getur vel verið, að þú hafir rétt fyrir þér og að ég sé heimsk og allt of við- kvæm, en ég vil aldrei hlusta á þess háttar oftar. Ég get ekki að mér gert að hugsa til þess, að svona gæti Dengsi lika einhvern tlma talað um mig”. „Um þig?” Rómurinn einn seg- ir til þess, hvað Pinneberg ætlar aö segja. „Já, en þú — þú ert líka Pússer! Þú ert-----hvert I log- andi! Nú er hún aftur við dyrnar! Nú sofum við mamma!” „Kæru börn, kæru börn: afsak- iö mig eitt augnablik”, segir allt I einu rödd Jachmanns: og það heyrist lika á rómi hans, að hann hefir fengið sér óspart neðan I þvi. „Ekkert að fyrirgefa Jach- mann, bara ef þér viíjið fara héð- an”. „Eitt augnablik, kæra frú: ég fer undir eins aftur. Þið eruð hjón og við erum hjón, — ekki lögleg hjón að visu, en þó hjón i raun og veru með rifrildi og öllu, sem við á — og því ættum við þá ekki að hjálpa hvert öðru?” „Ot!” er það eina sem Pinne- berg segir. „Þér eruð indæl kona”, segir Jachmann eins og ekkert hafi i skorizt og hlammar sér niður á rúmið. „Það er nú þvl miður bara ég, sem er hérna megin”, segir Pinneberg. „Well: ég er nú það kunnugur öllum staðháttum hérna, að ég veit, að þá þarf ég ekki annað en flytja mig yfrum”, segir Jach- mann og hlær við svo lágt að að- eins heyrist. „Þér verðið að gera svo vel að koma yður út”, segir Pinneberg. En þó er eins og allan kjark hafi nú dregið úr honum. „Það geri ég lika: það geri ég lika”, skrlkir i Jachmann, meðan hann er að þreifa sig áfram hinn þrönga veg milli skápsins og þvottaborðanna. „Ég kem bara út af húsaleigunni”. Bæði andvarpa og biðja i hljóði guð að hjálpa sér. „Eruð það þér, kæra frú? Hvernig er þetta? Æ, kveikið eitt augnablik! Voruð þið að biðja guð aö hjálpa ykkur, ha? ” Hann ryðst áfram með mestu erfiðismunum og rekur sig auðvitað á öll horn ög brúnir. „Mamma gamla gerir ekki annað en jagast og skamm- ast út af leigunni. I kvöld hefir hún eyðilagt alla ánægju fyrir okkur, þarna hinum megin með þessu rausi. Nú situr hún skæl- andi fyrir handan, og þá hugsaöi ég með sjálfum mér: Þú hefir nú sverið svo heppinn að ná þér i nokkrar kringlóttar núna undan- farið, og þær fara hvort sem er til konunnar. Láttu nú börnin heldur hafa þær, þvi að þá fara þær til konunnar hvort sem er, og þá verður þó einhver friður i húsinu. „Nei, Jachmann”, segir Pinne- berg. „Þetta er náttúrlega ákaf- lega elskulegt af yður en----” „Elskulegt? Nei: það er þá fyrst og fremst elskulegt við sjálfan mig. Ég vil hafa frið, — þaö er allt og sumt. Hérna, kæra , unga frú, hérna er peningarnir”. „Mér þykir þaö leiðinlegt, Jachmann, að þér skuluð hafa farið alla þessa löngu leið til einskis”, segir Pinneberg hróð- ugur. „Konan min er ekki þarna: hún er hérna uppi í hjá mér.” „Að hún skyldi nú endilega þurfa------” segir Jachmann I skelfingarróm, þegar frá Mla «« heimtar það ákaf fyrir utan dyrn- :: ar með grátstafinn I kverkunum :£ að fá að vita, hvar Holger Jach- E[ mann sé niður kominn. „Felið yður fljótt! Hún kemur E| hingað inn”, hvislar Pinneberg. E[ Gnýr og hávaði. Dyrnar opnast. EE „Er Jachmann ekki hérna?” Frú Ej Pinneberg kveikir ljós, formála- K og feimnislaust. Tvenn augu horfa i kringum sig :j með ugg og ótta, en Jachmann Eí sést þar enginn. Hann hefir auð- Ej vitað falið sig á bak við rúmið. jj „Hvert skyldi hann nú hafa farið? jj Stundum rýkur hann út á götu, jj bara af þvi að honum hitnar of jj mikið inni. En herra trúr, — hvað EE er þetta?” Ungu Pinnebergshjónin fylgja jj augnaráði frú Miu með skelfingu. jj En það er þó ekki Jachmann, sem EE hún hefir komið auga á, heldur jj nokkrir peningaseðlar á' rauðu S5 silkiábreiðunni yfir rúminu jj hennar Pússer. „Já, mamma, viö vorum ein- jj rmitt aö koma okkur saman um að jj borga. — Þetta er húsaleigan — jj fyrir næsta mánuð Hka: — gerðu svo vel”. Það er Pússer, sem 55 fyrst áttar sig. „Þrjú hundruð 55 mörk — jæja, það var gott, að þið 55 gátuö loksíns ákveðið ykkur”, 55 segir frú Mia, og það er rétt svo 55 að hún nær andanum af einskærri 55 undrun og hramsar peningana i 55 skyndi. Við getum látið þetta jj duga fyrir október og nóvember, ;■ og þá vantar bara dálitið fyrir gas 55 og rafmagn, en það getum við 55 gert upp við tækifæri. Jæja, ég 55 þakka fyrir. Góða nótt!” — Hún jj hefir rausaö sig út úr dyrunum og 55 lokar sem fljótast á eftir sér þvi ;5 hún er með lifið i lúkunum yfir þvi 5i að hún veröi svift þessum fjár- 5i sjóði aftur. 55 Nú gægist andlitið á Jachman 55 1465 Lárétt 1) Dauður,- 6) Dreif,- 7) 550,- 9) Fisk,- 10) Starfiö,- 11) Hasar,- 12) Keyr,- 13) Skel,- 15) Fótabúnað.- Lóðrétt 1) Blær,- 2) Titill,- 3) Aftraöi.- 4) Keyr.- 5) Veiðimaður.- 8) Farða.- 9) Kindina,- 13) Út- tekið.- 14) Tónn,- * Ráðning á gátu No. 1464 Lárétt 1) Rimlar,- 5) Jóð.- 7) Kló,- 9) Afl,-11) Ká.-12) Ró,-13) Ann,- 15) Bit.-16) Eyr.-18) Efnaða,- Lóðrétt 1) Rakkar.- 2) Mjó.- 3) Ló.- 4) Aða,- 6) Flótta,- 8) Lán.- 10) Fri,-14) Nef,-15) Bra.-17) In,- . Faðir minn var sútari, og hanrl hataöi mig af þvi ég var dvergur 15 FÖSTUDAGUR 3. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30., 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Heiðdis Norð- fjörð heldur áfram lestri sögunnar um „Hönnu Mariu og villingana” eftir Magneu frá Kleifum (13). Tilkynningar kl. 9.30 Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.10. Morgun- popp kl. 10.25: Richie Havens syngur. Carpenters syngja. Fréttir kl. 11.00. Tóniist eftir Igor Stra- vinsky: Michel Béroff planóleikari og hljómsveitin Orchestra de Paris leika „Capriccio fyrir pianó og hljómsveit” og „Þætti fyrir píanó og hljómsveit” / Fílharmóníusveitin I Los Angeles flutur „Petrúsku” balletttónlist. Shibley Boyes leikur á pianó. Zubin Mehta stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfrengir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Slðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Ferguson. Þýðandinn, Axel Thorsteinson les sögu- lok (24). 15.00 Miðdegistónleikar. Frægar hljómsveitir leika klassiska dansa frá ýmsum timum Leontyne Price syngur ariur úr óperum eft- ir Verdi. 16.00 Fréttir Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttasepgill. 19.35 Spurt og svarað. Guörún Guölaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. Sinfónia Nr. 1 i D-dúr eftir Gustav Mahler. Konunglega Fflharmónius i'eitin I Lundúnum leikir, Erich Leinsdorf stjórnar. Kynnir: Guðmundur Gilsson 21.00 Sumardagur i l’ostock Baldur óskarsson segir frá. 21.15 Segðu mér af umri. Jónas Jónasson talar við Sigrúnu Guðjónsdóttur. 21.30 (Jtvarpssagan: „Verndarenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum. Guðrún Guðlaugsdóttir les (6) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Draumvisur. Tónlistar- þáttur I umsjá Sveins Arna- sonar og Sveins Magnússon- ar. 23.40 Fréttir I stuttu jáli. Dagskrárlok. lll 1 Föstudagur 3. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu. Fyrir- sát. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Að utan. Umræðuþáttur um erlend málefni. Umræð- um stýrir Jón Hákon Magnússon. 22.05 „Fjögra laufa smárinn”. Trompetleikarinn Clark Terry leikur ásamt sin- fóniuhljómsveit sænska út- varpsins og tveimur popp- hljómsveitum. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.