Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 3. ágúst 1973. AUKAATRIÐI AÐALATRIÐI „Alltaf öftru hverju veröa á vegi ökumanna hæöir, beygjur, ræsi og brýr. Þá veröur aö meta aöstæöur, en til þess aö vera viö öllu búinn er langbezta úrræöiö aö draga úr ferö áöur en aö þessum stööum er komiö”. ÞAÐ ER víst sama hvert menn snúa sér þessa dagana, alls staðar kveður við sama tóninn, fólk spyr hvert annað sömu spurn- ingarinnar: ,,Hvert á að fara um verzlunarmanna- helgina?". Og svörin eru misjöfn eins og fólkið, en markmiðiðerþaðsama hjá öllum, sem sé að skemmta sér. Unglingarnir miða flestir að því að komast f eitthvert f jör þar sem hægt er að skemmta sér eins og sál og líkami leyfa, f jalla- geitur athuga bakpoka eða jeppana og foreldrarnir reyna að upphugsa ein- hvern rólegan stað, sem þeir hafa ekki komið lengi á, til þess að geta verið í ró og spekt með börnin sín. En allt þetta fólk er þátttak- endur í hinni miklu umferð helgarinnar, og þó að það líti margt hvert aðeins á hana sem aukaatriði, aðeins sem tengilið milli brottfararstaðar og ákvörðunarstaðar, verður þar að sýna meiri varúð en annars staðar. Þessi „aukaþáttur" getur hæg- lega orðið til þess að binda endi á annars ánægjulega ferð. Vlst er þaö vföa, sem mannsllf eru I veöi en ef hugaö er aö feröa- lagi I bifreiö nú um verzlunar- mannahelgina, getur llf feröa- fólksins veriö komiö undir ástandi hennar. Hvaö þarft þú aö gera til þess aö auka líkurnar fyr- ir þvl aö skila þér og þinum far- þegum aftur heilum heim? Svariö getur aldrei oröiö 100%, en ef fylgt er nokkrum grundvallar- atriöum eru all sterkar llkur fyrir aö ljúka feröinni meö óskemmda bifreiö og heilan farm. Aður en lagter af stað Fyrst skal þá nefna skoöun bif- reiðarinnar sjálfrar, þvi á henni mæöir mikið. Athuga þarf vand- lega öryggisbúnaö hennar, hemla, stýri, hjólabúnaö og loft I hjólbörðum, einnig ljós, rúöu- sprautu, oliu, eldsneyti o.fl. Þetta er ekki mikil vinna ef hún er unn- in markvisst. Þá er aö athuga hvort ýmis verkfæri og varahlutir séu meö og I lagi: Lyftari, skrúf- járn og lyklar, viftureim, kveikjulok, kveikjuhamar, platinur og kerti, og ekki má gleyma varahjólinu. Ofhleðsla getur breytt aksturseiginleikum bifreiöarinnar og þvi riöur á aö hlaöa hana rétt. Þá er ekkert eftir annaö en að setjast inn, börnin I aftursætið og fulloröna fólkiö fram i með spennt bilbelti. Ferðin er hafin Fyrsta atriði, sem stilla þarf á áður en bifreiöin er gangsett, er auðvitað feröaskapiö, þaö má alls ekki vanta. Og þegar komiö er út úr þéttbýlinu, liggur þjóðvegur- inn framundan og þá er aö velja ökuhraðann. Hann skal valinn með hliðsjón af ástandi vega og umferöinni og haga honum ávallt þannig, að sem minnst verði um framúrakstur. Sem sé, eðlilegur og góður umferðarhraöi, hvorki of hratt né of hægt. Hvað gerist svo ef bifreiö kemur á móti? Ekk- ert að óttast, ef rétt er aö farið. Vist má búast við steinkasti, en ekki þarf að kasta grjóti llka. Bezt er að draga úr ferð, vikja vel til hægri og gefa ekki inn aukið benzin fyrr en mæting hefur farið fram. Ósköp einfalt, ekki satt? Og alltaf öðru hverju verða á vegi ökumanna blindhæðir, beygjurv, ræsi eða brýr. Þá verður að meta aðstæður, en til þess að vera við öllu búinn er langbezta úrræðið að draga úr ferð áður en að þessum hættustöðum er komið. Það er sem sé ýmislegt, sem varast ber, en ef ábyrgðartilfinningin og til- litssemin hefur ekki gleymzt á eldhúsborðinu, þá ætti allt að ganga að óskum. Til vonar og vara Að lokum nokkur minnisatriði I samanþjöppuðu máli: 1. Aður en lagt er af stað, þarf að athuga bifreiðina vel, öryggis- útbúnað, loft I hjólbörðum, hvort bifreiðin sé rétt hlaðin o. s.frv. 2. I akstri eiga bilbeltin að vera spennt og börnin að sitja I aftursæti. 3. Á þjóðvegunum á að halda jöfnum hraða I samræmi við umferðina: ekki aka of hratt og ekki of hægt og haga akstrinum miðaö við aðstæöur. 4. Þegar bifreiðum er mætt, þarf að vikja vel til hægri, draga úr ferð og gefa ekki inn aukið benzin fyrr en mæting er af- staðin. Með þvi minnka likurn- ar á þvi, að brotnar séu fram- rúður hjá öðrum. 5. Ef stanzað er éinhvers staðar, má bifreiðin aldrei vera þannig á veginum, að hætta geti stafað af. 6. Verið I góðu skapi og litiö ekki á umferðina sem kappakstur, heldur sem skemmtilegt ferða- lag. GÓÐAFERÐ GÓÐA HEIMKOMU verzlið á 5 hæðum í -húsinu ©5 ‘JIh ;@íí m É fá$. Sgf & w m -tí uW: m m 'M m & ggs 4 i ©c m m Éb m m M m m Éh sf| § i sB m s 4 m jm sí .(o); fgi ;(o;> ia.J' vra annari hæð Skoðið hina nýju ATON-DEILD ATON-húsgögnin eru sérstæð glæsileg °9 alíslenzk Skoðið renndu vegghúsgögnin skápana og skattholin Engir víxlar heldur mánaðargreiðslur með póstgíróseðlum sem greiða má í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði Næg bílastæði Opið til kl. 7 í dag föstudag og til kl. 12 d hddegi laugardag JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600 (Frá Umferðarráði).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.