Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. ágúst 1973. TÍMINN 3 780.000 KR. SEKT Mál skipstjóranna þriggja á Viöi AK, Straumnesi tS og Gróttu voru dæmd i Sakadómi Reykjavikur i gærdag. Var skipstjórinn á Viöi AK dæmdur til að greiða 780.000 króna sekt, en skipstjórar hinna bátanna voru dæmdir til að greiða 55.000 króna sekt hvor um sig. Afli og veiðarfæri bátanna voru gerð upptæk. Skipstjórunum var gert að greiða kostnað sakar- innar. Það var varðskipiö Albert, sem tók bátana að meintum ólögleg- um veiðum innan fiskveiðitak- markanna við Faxaflóa s.l. mánudagskvöld. Var farið með skipin öll til Reykjavikur og hafa mál skipstjóranna verið i rann- sókn þar til nú, að dómur hefur verið kveðinn upp í málunum. Skipstjórarnir neituðu allir sakargiftum, og fór þvi fram rannsókn á radarútbúnaði varð- skipsins og leiddu matsgerðir sérfræðinga i ljós, að radarút- búnaðurinn var i lagi. íslandsvika hjá Eatons: Aldrei fyrr slík kynning á íslenzkum vörum erlendis stærð, er lágmarkssektin hins vegar aðeins 1000 gullkrónur. Viðir er 217 lestir, Straumnesið 94 lestir og Grótta 184 lestir. Það var Sverrir Einarsson, sakadómari, ásamt meðdómend- unum Guðna Jónssyni og Lofti Julíussyni, sem báðir eru skip- stjórar, sem kvað upp dóminn. Verjandi þremenninganna, Jón Olafsson hrl., lýsti þvi yfir eftir dómsuppkvaðningu, að dómun- um yrði áfrýjað. —gj. Ef til vill er meginmunurinn á orfi Sveinbjarnar Beinteinssonar, alls- herjargoða Asatrúarmanna, og orfi fornaldargoða, að orfhólkar eru komnir i staö ljáþvengja,Og likt og þeir mun hann nú um helgina ieggja frá sér orfið og stýra blótveizlu skoðanabræöra sinna. Sakadómur Reykjavíkur: SKIPSTJÓRINN Á VÍÐI AK DÆMDURI Blótveizla Ásatrúar- manna að Draghdlsi ASATROARSÖFNUÐURINN mun halda blót að Draghálsi á sunnudaginn. Ásatrúarmenn halda þar át- og drykkjarveizlu hinum fornu goðum til heiðurs. Jörgen Ingi Hansen, sem er einn Ásatrúarmanna, sagði, að mikill áhugi væri innan safnaðar- ins á blótinu að Draghálsi og mætti þvi búast við góðri þátt- töku, en i söfnuðinum eru um 100 manns. Hann sagði, að sjálft blótið myndi fara fram siðdegis á sunnudag, en þátttakendurnir munu búa i tjöldum að Draghálsi um verzlunarmannahelgina. Blótið verður I formi átveizlu. Auk þess verður drukkið til goð- anna, og drukkið minni mætra manna. Sennilega verður einnig eitthvað sungið af fornum helgi- söngvum Asatrúarmanna. —EJ. Varðskipsmenn staðsettu einn bátanna fimm sinnum og hina tvo fjórum sinnum. Samkvæmt út- reikningum voru bátarnir allt frá tveimur sjómilum fyrir innan mörkin og niður I 0,6 sjómiiur. Bátarnir virtust allir vera aö toga út frá landi. Ástæðan fyrir þvi, að skipstjór- inn á Viði hlýtur þetta mikið þyngri dóm en hinir skipstjórarn- ir, er sú, að samkvæmt islenzkum iögum er lágmarkssekt vegna landhelgisbrots báts, sem er yfir 200 brúttólestir að stærð, 15.000 krónur, og er þá miðað við gull- krónur, en gullkrónan er sam- kvæmt skráningu Seðlabankans nú um 51 venjuleg króna. Ef bátur er undir 200 brúttólestum að NO STENDUR yfir i Winnipeg yfirgripsmesta kynning, sem haldin hefur verið erlendis á is- lenzkum vörum. Kynning þessi byrjaði 2/8 og verður til 11/8. Hún er haldin á vegum Eatons, sem er stærsti verzlunarhringur Kan- ada. í verzluninni gefur á að lita vör- ur frá eftirtöldum fyrirtækjum: Alafossi hf., Sambandi isl. sam- vinnufélaga, Sláturfélagi Suður- lands, Hildu hf., Prjónastofu Borgarness hf., Gliti hf., Leðri og Loðskinnum hf., Nývirki hf., Dúnu hf., Modelhúsgögnum hf., Guögeiri Ásgeirsyni, Bláfeldi hf., tiltimu h.f., Bjarna og Þórarni, Gulli og Silfri, Jens Guðjónssyni og Kjarval Lökken. Vörunum hefur verið komið fyrir víðsvegar um verzlunina, auk þess hefur einni hæðinni verið ráðstafað eingöngu fyrir islenzk- ar vörur. Verðmæti varanna nemur tæplega 6 milljónum isl. króna. Frá októberbyrjun 1972 til febrúar 1973 komu hingað til lands á vegum Otflutningsmið- stöðvar iðnaðarins 15 innkaupa- fulltrúar frá Eatons og voru þeim sýndar framleiðsluvörur allra þeirra, sem áhuga hafa á útflutn- ingi. Innkaupafulltrúarnir gerðu pantanir fyrir 6 milljónir isl. króna eins og áður sagði. Útflutningsmiðstöðin vann siðan að samræmingu pantana og afskipana. Auk þess hefur Út- flutningsmiðstöðin látið útbúa margs konar kynningarefni og sent til Kanada. Af nýjungum má nefna söluhandbók fyrir starfs- fólk. Er það myndskreytt fjölrit- aö kynningarefni, þar sem dregiö er fram i fyrirsögnum og stuttum köflum ýmislegt áhugavert við- komandi einstökum framleiðslu- flokkum, landi og þjóð. Til- gangurinn er að auka áhuga starfsfólksins á að selja islenzkar framleiösluvörur. Ef þessi ts- landskynning tekst vel, hefur Eatons látið i ljós áhuga á að láta fara fram samskonar kynningu i fleiri vöruhúsum sinum 1974. Eaton rekur um 35 vöruhús viðs- vegar i Kanada. Það er þvi mikil- vægt, að kynning þessi takist vel. GUÐNI I SUNNU FÆR ÞOTU TIL LEIGUFLUGS Hefur einnig fengið rýmkun á flugleyfum sínum og mó nú fljúga á dætlunarstaði flugfélaganna tveggja ÓV—Reykjavik. — Guðni Þóröar- son, forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu, hefur gert kaupleigu- samning um fjögurra hreyfla Corvair-þotu, 880-22.M, og tekur hún 140 farþega i sæti. Þá hefur Guðni — eða flugfélag hans, Air Viking, fengið rýmkun á fíug- leyfum og getur Air Viking nú flogið I allar þær ferðir, sem Sunna skipuleggur. Þannig hefur Guðni komizt inn á áætlunarleið- ir Islenzku flugfélaganna tveggja og getur flogið á Skandinaviu og Bretland — auk Spánar og Afriku siðar meir. Fyrirtækið, sem vélina á, er bandariskt og fylgir bandariskur flugmaöur með i samningunum. Hefur sá hvorki meira né minna en 13000 flugtima að baki og þykir það allnokkuð. Islenzkar flug- freyjur hafa verið ráönar, svo og svokallaður „ground manager” sem er Marínó Jóhannsson, flug- umsjónarmaður. Fram til þessa hefur Guðni flogið með leiguvél- um frá Air Spain og Sterling Air- ways, en með hinum nýja kaup- leigusamningi, gjörbreytist grundvöllur leiguflugsins og Air Viking. Leigutiminn er óákveð- inn, eins lengi og við viljum, seg- ir Guðni, og verði tekin ákvörðun um að kaupa þotuna, sem mögu- leiki er á, gengur mestur hluti leigunnar upp i kaupveröið. Þessi þota, sem hérlendis er skrásett með TF-AVB, er þeim kostum búin, að geta lent á stutt- um flugbrautum, eins og til dæm- is á Akureyri og á Reykjavikur- flugvelli. Flugþol hennar er 3100 sjómilur, sem þýðir, að hún gæti flogið Reykjavik—Kaupmanna- höfn—Reykjavik—Kaupmanna- höfn I einum áfanga. Þegar hafa verið farnar tvær ferðir til Spán- ar. Samningaumleitanir hafa stað- ið yfir frá i vor, og sagði Guðni i viðtali við fréttamann blaðsins fyrirskömmu, aðum nægar vélar væri að velja. 011 flugleyfi hafa verið i endurskoðun um tima og mun flugráð, sem er samgöngu- ráðuneytinu til ráðgjafar i þeim málum, hafa verið klofið I afstöðu sinni til leyfisveitingarinnar. Meirihluti þingskipaðra fulltrúa I flugráöi var þó veitingunni hlynntur, en haft er fyrir satt, að fulltrúar flugfélaganna tveggja hafi lagzt gegn henni. Þá má og geta þess, að fljótlega veröur kveðinn upp dómur I máli þvi, er Guðni hefur höfðað gegn samgönguráðuneytinu, en hann fer fram á 60 milljónir króna i bætur fyrir álits- og viöskipta- missi, eftir að flugleyfi Air Viking frá árinu 1970 var afturkallað I lok september þess árs. Það leyfi átti að falla úr gildi frá og meö 1. desember ’70 en var endurnýjað 23. nóvember sama ár. Magnús Thoroddsen, dómari i málinu, sagöi fréttamanni blaðs- ins i lok siðasta mánaðar, að unn- ið væri að mati á hugsanlegu tjóni Guðna og þvi væri niðurstöðu varla að vænta fyrr en i septem- ber, enda hefur meðferð málsins verið frestað þangað til. Fdrdnleg skrif Skrif Visis um landhelgis- málið undanfarna daga eru vægast sagt furðuleg eins og vikið er að i forystugrein Tim- ans I dag. Er vitnað til þess, sem þar er sagt um leið og hér verða birtnokkur sýnishorn úr málflutningi Visis til saman- burðar við staðreyndir máls- ins. t leiöurum VIsis undan- farna daga er m.a. þetta að finna: „Enginn minnist á 50 milna efnahagslögsögu, ekki einu sinni sem samkoinulags- grundvöll. island er þvi frem- ur undarlegur fugl i styrjöld- inni um 12 og 200 mflur.... Úti á miöunum er 50 mílna lögsagan ekki komin til framkvæmda”. ,,í næstum hcilt ár hafa 50 miturnar verið nafnið tómt, bókstafur á pappir. Brctar og Þjóðverjar halda enn afram veiöuni eins og ckkerl hafi i skorizt. Aflamagn þeirra er svipað og áður. Okkur hefur ekki tekizt að verja yfirlýsta landhelgi fyrir ofbeldi þeirra”. „Viðskulum þvisýna ærleg- an lit og skipa okkur heilshug- ar i sveit 200 milna rikjanna”. Siðan cr viðhorfum rikis- stjórnarinnar og ráðherranna til baráttunnar fyrir 200 milna efnahagslögsögu lýst svo: „Þeir vilja ekki, að fólk átti sig á, að 200 milna alþjóðlega löggilt fiskveiöilögsaga er inn- an seilingarfjarlægðar. Þeir vilja láta fólk halda, að þorskastrlðið á miðunum og þrasiö viö Brcta og Þjóðverja sé mergurinn málsins. Þá geta þeir beitt hinum gamal- kunnu Hitlersaðferðum”. Þannig skrifar Visir nú dag eftir dag af óskiljanlegum ástæðum og þvert ofan i allar þær staðreyndir sem fyrir liggja um algera samstöðu ts- lendinga með þeim þjóðum, sem bcrjast munu fyrir 200 milna efnahagslögsögu á haf- réttarráðstefnunni á næsta ári. Nýjustu fréttirnar um samvinnuna við þessi riki er þátttaka islands i stofnun samtaka rikja i Genf til að vinna aö undirbúningi haf- réttarráðstefnunnar i þvi augnamiöi að tryggja 200 milna efnahagslögsögu sigur. Áhrif útfærslunnar En jafnframt viröist Visir nú ganga algerlega framhjá þeirri staðreynd, sem almcnnt er viðurkennd af öllum þeim rikjum, sem bætzt hafa i hóp rikjanna sem styðja 200 mllna efnahagslögsögu nú og eru nú milli 80 og 90 talsins, að island hafi tekið frumkvæöi með út- færslunni i 50 milur og útfærsl- an 'jg ofbeldi Breta hafi átt gífurlega stóran þátt I að breyta viðhorfum og auka skilning á nauðsyn viðrar efnahagslegrar lögsögu strandrikja og fylgi við 200 milna efnahagslögsögu. En heppilegast er i þessu máli aö láta leiðarahöfund Visis svara sjálfum sér. Með tilvitnun í leiöara Visis 21. mai sl. sem sami maður skrifar, er nefnilega allt,sem hann hefur verið að segja siðustu daga, falliö I algjöra rúst. 21. mai sagði hann m.a.: „Gæzla landhelginnar verð- ur nú erfiðari en áður. Likurn- ar hafa minnkaö á þvi, að unnt verði að taka brezka togara I landhelgi. Við megum samt ekki láta það á okkur fá. Við höldum áfram okkar striki, enda vitum við, að úrslit máls- ins ráðast ekki á miðunum heldur á alþjóölegum vett- vangi, hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna”. Og ennfremur: „Þessi siðasti afleikur Breta stuðlar að þvi, að málstaður tslands hljóti viðurkenningu umheimsins og að við Iand- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.