Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 3. ágúst 1973. Auglýsing Skoðun fer fram sem hér segir: Gerðahreppur: Mánudagur Þriðjudagur Skoðun fer fram við barnaskóiann. Miðneshreppur: Miðvikudagur Fimmtudagur Skoðun fer fram við Miðnes h.f. 13. ágúst 14. ágúst 15. ágúst 1G. ágúst Njarðvikurhreppur og Hafnahreppur: Föstudagur Mánudagur Skoðun fer fram við samkomuhúsið Stapa. 17. ágúst 20. ágúst Grinda vikurhreppur: Þriðjudagur Miðvikudagur Skoðun fer fram við barnaskólann. Vatnsleysustrandarhreppur: Fimmtudagur Skoðun fer fram við frystihúsið I Vogum. Seltiarnarneshreppur: Föstudagur Mánudagur Skoðun fer fram við fþróttahúsið. 21. ágúst 22. ágúst 23. ágúst 24. ágúst 27. ágúst Mosfells- Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Skoðun fer fram við Hlégarð i Mosfellssveit. 28. ágúst 29. ágúst 30. ágúst 31. ágúst Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaða- hreppur: Föstudagur 7. sept. G- 1-200 Mánudagur 10. sept. G- 201-400 Þriðjudagur 11. sept. G- 401-600 Miðvikudagur 12. sept. G- 601-800 Fimmtudagur 13. sept. G- 801-1000 Föstudagur 14. sept. G-1001-1200 Mánudagur 17. sept. G-1201-1400 Þriðjudagur 18. scpt. G-1401-1600 Miðvikudagur 19. sept. G-1601-1800 Fimmtudagur 20. sept. G-1801-2000 F'östudagur 21. sept. G-2001-2200 Mánudagur 24. sept. G-2201-2400 Þriðjudagur 25. sept. G-2401-2600 Miðvikudagur 26. sept. G-2601-2800 Fim mtudagur 27. sept. G-2801-3000 Föstudagur 28. sept. G-3001-3200 Mánudagur 1. okt. G-3201-3400 Þriðjudagur 2. okt. G-3401-3600 Miðvikudagur 3. okt. G-3601-3800 Fimmtudagur 4. okt. G-3801-4000 Föstudagur 5. okt. G-4001-4200 Mánudagur 8. okt. G-4201-4400 Þriðjudagur 9. okt. G-4401-4600 Miðvikudagur lO.okt. G-4601-4800 Fimmtudagur 11. okt. G-4801-5000 Föstudagur 12. okt. G-5001-5200 Mánudagur 15. okt. G-5201-5400 Þriðjudagur lG.okt. G-5401-5600 Miðvikudagur 17. okt. G-5601-5800 Fimmtudagur lS.okt. G-5801-6000 Föstudagur 19. okt. G-6001-6200 Mánudagur 22. okt. G-6201-6400 Þriðjudagur 23. okt. G-6401-6600 Miðvikudagur 24. okt. G-6601-6800 Fimmtudagur 25. okt. G-6801-7000 Föstudagur 26. okt. G-7001-7200 Mánudagur 29. okt. G-7201-7400 Þriðjudagur 30. okt. G-7401-7600 Miðvikudagur 31. okt. G-7601-7800 Fimmtudagur 1. nóv. G-7801-8000 og þar yfir. Skoðun fer fram við bifreiðaeftirlitið Suðurgötu 8. Skoðað er frá kl. 8.45-12 og 13-17 á öllum áðurnefndum skoðunarstöðum. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að ljósatæki hafi verið stillt, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1972 séu greidd og lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki ver- ið greidd eða ljósatæki stillt, verður skoðun ekki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Gjöld af viðtækjum i bifreiðum skulu greidd við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt- um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- feröalögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. — Geti bifreiðaeig- andi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áöur auglýstum tfma, ber honum að tilkynna það. Athygli skal vakin á því, aö umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg og er þvi þeim, er þurfa að endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera það nú þegar. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminntir um að færa reiðhjól sin til skoðunar. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, 31. júli 1972. Einar Ingimundarson. Aðstoð íslands við þróunar- löndin tekur til starfa í félagi við önnur Norðurlönd ÓV-Reykjavík: Hver vill fara til Tanzaniu eöa Kenýa fyrir skatt- frjáls hundrað þúsund á mánuði? Hver vill fá ókeypis húsnæði I tvö ár? Hver vill fá friar ferðir fyrir sig og fjölskyldu sina fram og til baka til annars hvors þessara landa? Þessu kostaboði fylgir að vfsu sá böggull, að viðkomandi þarf að vera hæfur til að vinna að framkvæmd norrænnar leiðbein- ingarstarfsemi um samvinnu- rekstur í þessum löndum. Það er stofnunin „Aöstoð ts- lands við þróunarlöndin”, sem auglýsir eftir hæfu fólki i 24 stöð- ur — en um leið er sams konar auglýsing birt á öörum Norður- löndum og er sótzt eftir fólki i 12 stöður i hvoru landi. Alls ekki er vist, að íslendingar verði ráðnir og að sögn stjórnarmanna i „Að- stoð tslands við þróunarlöndin”, þá óttast þeir helzt aö enginn hér- lendur fáist til að sækja um. tsland hefur nýverið gerzt aðili aö samnorrænni áætlun um nefndan samvinnurekstur i Kenýa og Tanzaniu en yfirstjórn áætlunarinnar er i höndum Danida, dönsku þróunarlanda- stofnunarinnar. Nú er auglýst eft- ir fólki til starfa suður þar — en hugsjónafólk, sem ekki hefur afl- að sér töluverðrar sérþjálfunar, getur alveg eins hætt að hugsa um máliö, þvi samkvæmt auglýsingu frá islenzku þróunaraðstoðar- stofnuninni eru stöðurnar eftir- farandi: NIu fyrir leiðbeinendur um rekstur og skipulagningu sam- vinnufyrirtækja, þrjár fyrir leið- beinendur um reikningsfærslu, fjórar fyrir leiðbeinendur um bankarekstur I dreifbýli, þrjár fyrir kennara I viðskiptagreinum, þar af ein staða við bréfaskóla, ein fyrir leiðbeinanda um sam- Rafstilling Kafstilling hefur opnað að Dugguvogi 19. Viðgerðir á rafkerfum bif- reiða. Simi á vcrkstæði 8-49-91. Ileimasimi 3-23-85. BiLASALA TIL SÖLU: VOLVO 144 ’72 VOLKSWAGEN ’72 FIAT 125, Berlina ’71 VAUXHALL VIVA ’70 TAUNUS 17 M ’70 FIAT 850 ’71 — BiLASALA —i BÍLA- SKIPTI —BILAKAUP - OPIÐ VIRKA DAGA 6-10 e.h. LAUGARDAGA 10-4 e.h. BILLINN BILASAIA AÍÓP HVERFISGÖTU 18-simi 14411 vinnutryggingar, þrjár fyrir ráðunauta stjórnvalda um áætlanagerð og skipulagningu og er til þeirra starfa krafizt há- skólaprófs i viðskiptafræði eða hagfræði og loks ein staða, þar sem krafist er háskólaprófs i töl- fræði. Umsækjendur skulu vera vel mælandi á enska tungu, þar sem leiöbeiningarstarfsemin fer fram á þvi máli. 1 auglýsingunni segir einnig, að æskilegt sé, að um- sækjendur hafi um skeið starfað i þágu samvinnufélaga hér á landi, þótt það sé ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst næstkomandi, en nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu stofnunarinnar (Aðstoð tslands við þróunarlöndin) á Lindargötu 46, 2. hæð, herbergi 12, þar sem opið er á miðvikudögum og föstu- dögum kl. 13-16. Umsóknir skulu siðan sendar „Aðstoð Islands við þróunarlöndin”, pósthólf 4065, Reykjavik. Þeir, sem hljóta stöðurnar, munu siðan taka þátt i þjálfunar- námskeiði I byrjun næsta árs, lik- lega I Danmörku. Ráðningartimi er 2-2 1/2 ár og tekur gildi frá næstu áramótum, en árslaunin eru, sem fyrr segir, 1 milljón og 258 þúsund krónur, miðað við nú- verandi gengi bandarikjadals eða 14.000 dollarar. Aðstoð við heyrnar daufa úti á landi FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp sendir að venju fólk til aðstoðar heyrn- ardaufum út um land og verður farið um Austur- og Norðurland nú i ágúst. Að þessu sinni verður læknir með i förinni, og er það i fyrsta sinn, að félagið hefur átt þess kost að fá lækni með i slíka ferð. Er það Einar Sindrason, sem stund- ar sérnám i háls- nef- og eyrn- lækningum i Alaborg, er þetta tekst á hendur. Að venju verður fólki veitt að- stoð i sambandi við notkun og val heyrnartækja og heyrn mæld. Skal fólki sérstaklega bent á að nota þetta tækifæri til að láta heyrnarmæla börn, leiki grunur á, að um heyrnardeyfu sé að ræða. A undanförnum árum hafa orð- iö miklar framfarir i gerð heyrn- artækja og mikilvægt er fyrir fólk, sem fengið hefur heyrnar- tæki, en hefur ekki getað felit sig við þau, að láta athuga hvort nýrri gerðir tækja geta komið þvi að notum. Ávallt eru einhver brögð að þvi, að sjúklingar leggi tæki sin til hliöar vegna smávægilegra byrj- unarörðugleika eða vöntunar á leiðbeiningum, og vill félagið ein- dregið hvetja það fólk til að leita sér frekari aðstoðar. Félagið Heyrnarhjálp hvetur alla, sem vinna i miklum hávaða, til að láta fylgjast með heyrn sinni svo sem kostur er og láta ekki hjá liða að nota heyrnarhlif- ar við slik vinnuskilyrði. Minnt skal á, að heyrnarskemmdir af völdum hávaða eru óbætanlegar. H.S. Engin áfengisneyzla í skemmtiferðalögum EIN MESTA ferðahelgi ársins — verzlunarmannaheigin — er á næsta leiti. Eftir þjóðvegunum þjóta þéttar fylkingar bifreiða, með konur og karla, unga og aldna. 1 slikri umferð, sem reynsla liðinna ára, hefur sýnt að er um þessa helgi og eykst ár frá ári, er eitt boðorð öðru æðra: — öryggi — en að það boðorð sé ekki brotið, getur gætnin ein tryggt. Það eru ömurleg ferðalok hvildar- og fridags, þeim sem veröur, vegna óaðgæzlu, valdur að slysi á sjálfum sér, ástvinum sinum, kunningjum eöa sam- ferðafólki Sá, sem valdur er að sliku, biður þess aldrei bætur. Einn mestur bölvaldur i nútima þjóðfélagi, með tilliti til margþættrar og siaukinnar vélvæðingar, og þá ekki hvað sizt i hinni miklu umferð á hátiðar- og fridögum, er áfengisneyzlan. Það er dæmigert ábyrgðar- leysi, á hæsta stigi, að setjast að bilstýri undir áhrifum áfengis. En dæmi þar um og afleiðingar þess, eru hins vegar þvi miður deginum ljósari og birtast oft i hryllilegum dauðdaga eða lifs- tiðarörkumli. Áfengisvarnarnefnd Reykja- vikur skorar á alla þá, sem nú hyggja á feröalög um þessa verzlunarmannahelgi, að sýna og sanna umgengismenningu jafnti umferð sem á dvalarstöð- um, svo sem frjálsbornu og sið- uðu fólki sæmir. En þvi aðeins verður það, að hafnað sé allri áfengisneyzlu i skemmtiferðalögum. (Frá Afengisvarnarnefnd Reykjavikur). Fjölbreytt HÚSAFELL 1973 og samfelld skemmtidagskrá í tvo daga! Eitthvað fyrir alla, unga og gamla! Dans á þremur pöllum þrjú kvöld i röð! Sex hljómsveitir! Sparið ykkur áfengiskaupin, njótið öryggis og ánægju! Sumarhátiðin Húsafelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.