Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.08.1973, Blaðsíða 20
Föstudagur 3. ágúst 1973 Auglýsingasími Tímans er 19523 MERKIÐ, SEM GLEÐUR HHtumst í kmtpfélagtnu f- fyrirgóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Bandarískt fyrirtæki við starfsmenn: Styðjið mál- stað Araba NTB—San Fransisco — Standard oliufélagið i Kaliforniu hefur i bréfi til 300 þúsund starfsmanna sinna og hluthafa beðið þá að styðja málstað Araba i Mið-Austurlöndum, til að tryggja, að olia fáist áfram. Velferð hins vestræna heims i framtiðinni er að miklu leyti komin undir arabiskri oliu, skrif- ar stjórnarformaöur Standard Oil. Bréfið barst 262 þúsund hlut- höfum og 40 þúsund starfsmönn- Formaðurinn heldur þvi fram, aö Aröbum finnist nú að Bandarikin séu að snúa baki við Arabaþjóðunum. Hann segir að sýna verði meiri skilning á mál- stað Araba af Bandarikjanna hálfu og styðja starf Araba fyrir friði i Mið-Austurlöndum. Tals- maður fyrirtækisins hefur sagt, að það sé vani stjórnarinnar, aö skrifa starfsmönnum og hluthöf- um um mál, sem félagið varða. Áfengi „mokað" út úr „ríkinu" AAargur sopinn sendur í pósti SB—Reykjavik. — Þeir, sem liklega eru einna fyrstir til að finna fyrir þvi að verzlunar- mannahelgi er i nánd, eru starfsmenn áfengis- og tó- baksverzlunar rikisins, þeir sem sjá um aö senda einstakl- ingum úti um landið sopann sinn i póstkröfu. Frá Reykjavik er áfengi sent til fólks á svæðinu frá Djúpavogi, suður og vestur um, allt til Bildudals, en aðrar útsölur sjá um norðurhlutann. Er við töluöum við póst- kröfuafgreiðsluna i Reykjavik i gær, var okkur tjáð, að þar hefðu starfsmenn bókstaflega staðið á höföi i hálfan mánuð og þaö væri alveg óskaplega mikiö að gera. „Við bókstaf- lega mokum út áfenginu”, sagði einn. I útsölunni á Akureyri var einnig mikið að gera við sendingar, en þó ekki meira en um venjulega verzlunar- mannahelgi. Þá fengum við það upplýst, að Islendingar ætla að drekka langsamlega mest af vodka um helgina og að engin hætta væri á að áfengið gengi til þurrðar i „rikinu” þrátt fyrir alla drykkjuna. Alvarleg bilun Björgunarleiðangur eftir Skylab-mönnum? NTB-Kennedyhöfða — Ný vand- ræði steöja nú að þremenningun- um um borð i Skylab. Eldsneytis- leki i stýriskerfi Apollo-hylkisins er talin svo alvarleg bilun, að stjórnstöðin I Houston er nú að ihuga að senda björgunarleiöang- ur eftir þremenningunum, þar eð þeir kynnu ella aö farast á heim- leiðinni. Ekki er þó hægt að senda björgunarleiðangurinn upp fyrr en 10. september, en annar kostur er sá, að láta þremenningana koma til jarðar þegar i dag, áður en bilunin verður aivarlegri, en slikt er hættuspil. Apollo-hylkið er fast við Skylab og verða stjórntæki þess að vera i lagi, þegar haldið er heimleiðis. Þremenningarnir voru allhressir I gær og unnu að þvi að undirbúa ýmsar tilraunir. Þeir eru þó á eft- ir áætlun vegna geimveikinnar, sem þeir þjáðust af i fimm daga. Læknir taldi, að veikindin hefðu stafað af þvi, að þeir flýttu sér of mikið á milli hylkisins og stöðvarinnar, án þess að hvila sig til að venjast þyngdarleysinu. Skógarmenn hafa komiö sér vel fyrir f Lindarrjóðri f Vatnaskógi. Myndin er tekin utan af Eyrarvatni og sýnir bátaskýlið og aðalskálann (t.h.) — Ljósm. Vikan. Fimmtugir Skógarmenn 50 ár liðin frá upphafi sumarstarfs KFUM í Vatnaskógi 1 DAG eru liðin fimmtiu ár siðan fyrsti unglingahópurinn úr K.F.U.M. fór tii sumarbúðadval- ar I Vatnaskógi viö Eyrarvatn i Svinadal. Það voru þeir Ingvar og ' Hróbjartur Árnasynir ásamt Kristjáni Sighvatssyni, sem voru leiðtogar þess hóps, en Hróbjart- ur „uppgötvaði” Vatnaskóg þá skömmu áður. Það var ekki séra Friörik Friðriksson, þó aö það sé liklega trúa fiestra, og segir frá þvf I gömlu afmæliskveri SKÓGARMANNA (þeirra, sem dvalizt hafa á vegum KFUM i Vatnaskógi), að sr. Friðrik hafi i upphafi ekki litizt meira en svo á staöinn, en þegar hann kom þang- að I skoöunarfcrð og hafði litið yf- ir svæðið, máttu samferöarmenn hans hafa sig alia við að fylgja honum eftir, svo mikill varð áhugi hans á að sjá sem mest af þessum unaðsstað. Kristján Sighvatsson er enn á lifi og dvelst á Hrafnistu en treysti sér ekki til að heimsækja aösetur Skógarmanna I Lindar- rjóðri i dag, enda aldraður orð- inn. Friöbjörn Agnarsson, endur- skoðandi i Reykjavlk, sem er sumarbúðastjóri og formaöur Skógarmanna, sagði i stuttu viö- tali við fréttamann blaðsins i gær, að aöstaöan leyfði ekki mikil hátiöahöld i tilefni afmælisins, þvi fullt væri i skóginum og að auki er væntanlegur hópur ung- linga i Vatnaskóg, til að halda þar mót um verzlunarmannahelgina. Aðstaða til sumarbúöahalds I Vatnaskógi er mjög góð og liklega skipta þátttakendurnir i þessi 50 ár nú orðið tugum þúsunda. í hverjum flokki, sem dvelst i viku, eru oft rúmlega 80 strákar á barnaskólaaldri, svo fullir af lifs- fjöri og krafti, að þeir eru hrein- lega að springa. Nóg er hægt að hafa fyrir stafni allan daginn, og má nefna sem dæmi, að yfirleitt eru ekki liðnar nema 30 minútur frá þvi aö hópurinn kemur i mat og þar til hann er farinn út og búið að hreinsa af borðum. Undir- ritaður minntist á þennan mikla hraða við Friöbjörn Agnarsson, sumarbúðastjóra, þegar leiö lá þarum fyrir tveimur árum, og þá svaraði Friðbjörn: „Já, þeim þykir hrein timasóun að vera lengur aö þessu.” Skógarmenn eru úti við eins lengi og þeim er mögulega unnt, Framhald á bls. 19 CIA átti að hjálpa til við myrkraverkin NTB-Washington — Fyrrum yfir- maður bandarisku leyniþjónust- unnar, CIA, Richard Helms, sagði i gær, að John Dean hafi beðið CIA aö borga tryggingu fyr- ir þá, sem handteknir voru i Watergate-byggingunni, og að þeir yröu færðir inn á launalista Fer inn her S-Víefnam / Kambódíu? NTB—Saigon. — Þjóöfrelsis- hreyfíngin i N-VIetnam varaði i gær Saigonstjórnina við aö senda herlið til Kambódiu, þar sem stjórnarherinn fer nú heldur hall- oka I viðureign sinni við þjóð- íylkinguna. — Ef Thieu sendir herlið til Kambódiu, er það brot á vopna- hléssáttmálanum og munum við haga okkur eftir þvi, sagði Nguy- en van Hieu, sem er leiðtogi þjóð- frelsisfylkingarinnar i samninga- viðræðum við S-VIetnama. Siðdegis i gær áttu aðilarnir sinn, 19. fund án þess að nokkru sam- póli- Blaðburðarfólk óskast Kjartansgötu og i eftirtalin hverfi: Hjallaveg, Langholtsveg, Bergstaðastræti. Upplýsingar á afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7, simi 1-23-23. komulagi yrði komizt um tiska framtíð S-Vietnam. A fundinum sagði aöstoðarfor- sætisráðherra S-Vietnam, að þjóöfreisisfylkingin heföi sent 66 þúsund hermenn suöur yfir siðan friðarsáttmálinn var undirritaður i janúar. Talsmaður Saigonstjórnarinn- ar lagði áherzlu á það á blaöa- mannafundi i gær, aö öryggi Kambódiu væri svo nátengt öryggi S-Vietnam, að ef Phom Penh félli og S-Vietnam væri þar með ógnað, kæmi vel til mála að senda herlið yfir, en ekki hefðu verið gerðar neinar áætlanir um slikt. I margar vikur hefur það verið altalað i Saigon, að þegar Bandarikjamenn hætta loftárás- um sinum i Kambódiu 15. ágúst, muni S-Vietnamar halda þeim áfram. CIA meðan þeir afplánuðu refs- ingu sina. Dean bað CIA um þetta tiu dög- um eftir innbrotið, sagði Helms Watergate-nefndinni. Walters, sem var næstæðsti maður CIA var á sinum tima kallaöur til Hvitahússins, þar sem Dean bar upp bón sina. Helms kvaðst hafa sagt Walters, að hann mætti ekki samþykkja þetta og bent honum á, að CIA yröi að gera grein fyrir öllum útgjöldum sinum. Helms sagðist einnig hafa neit- að Hvita húsinu um að hjálpa fyrrverandi CIA-manni, Howard Hunt, er hann var tekinn fyrir innbrotiö I Watergate. 1 júli 1971 fékk Hunt segulbönd og myndavél frá CIA, og ekki leið á löngu unz hann fór fram á fleira, m.a. að kallaöur yrði heim ritari frá Paris. Helms neitaði þvi, þar sem hann kvaðst enga ástæðu hafa séð til að gera það. — Það var eins og CIA væri not- að á sérstakan hátt, og ég geröi næstráðanda mlnum grein fyrir þvi, aö ég vildi ekki vera með i þessu, sagði Helms. Nú ættu sölu- börn Tímans að bregða við ÞAÐ hefur verið venja, aö blööin kæmu ekki út á þriðju- daginn næstan eftir verzlunar- mannahelgina, þar eð mánu- dagurinn er frldagur. Að þessu sinni veröur Timinn þó gefinn út á þriðjudaginn með nýjustu fréttum af þvi, sem við hefur boriö um helgina, og verður upplagið stórt og dug- legustu sölubörnunum greidd sérstök verðlaun. Munu fimm hin söluhæstu fá þúsund krón- ur, auk venjulegra sölulauna, en tiu fimm hundruð krónur. Þau sölubörn, sem óska, geta fengið blaðið sent heim til sin, og eru beöin að hringja I sima 26500 i dag. A_ð ööru leyti breytist útgáfa Timans þannig nú um helgina, að á morgun verður það fjöru- tlú siður, en aftur kemur minna blað á sunnudaginn, þar eð þá er mikill fjöldi fólks á ferðalagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.