Tíminn - 09.08.1973, Side 5

Tíminn - 09.08.1973, Side 5
Fimmtudagur 9. ágúst 1973. TÍMINN 5 Enskur golfkennari á vegum G.R. Þann 7. ágúst n.k. er væntan- legur til landsins golfkennari — professional - -P.A. Stubbs. Hann kemur á vegum golfklúbbs ReyKjavikur og mun dvelja hér i átta daga og kenna dagana 8. —14. ágúst frá kl. 9 til 12 og 15 til 19. Kylfingum i öllum klúbbum er heimilt að panta tima, einnig byrjendum þótt þeir séu utan- félags. Þar sem þetta er stuttur timi sem mr. Stubbs verður hér, er þeim sem ætla að fá tima ráðlagt að hafa samband við afgreiðsluna i Golfskálanum i Grafarholti sem fyrst. I 1 IJh* É i Þannig er innan dyra i Casanova viö Bankastræti CASANOVA tízkuverzlun — ungu kaupmennirnir biða viðskiptavinanna. — Timamynd: Gunnar. heitir nýjasta unga fólksins P.A. Stubbs er fastráðinn golf- kennari við Leek Golfclub, sem er skammt frá London. Kapp- reiðar Loga GH.Aratungu — Hesta- mannafélagið Logi i Bisk- upstungum heldur sinar ár- legu kappreiðar á skeiðvelli félagsins i Hrisholti sunnu- daginn 12. ágúst n.k. og hefj- ast þær klukkan 15. Þetta verða einar siðustu kapp- reiðarnar á Suöurlandi á þessu sumri. Keppt verður i 250 metra' skeiði, 300 metra stökki og 250 metra folahlaupi. Einnig verður góðhestasýning. Casanova opnar verzlun í Bankastræti 9 Ný tizkuverzlun fyrir ungt fólk opnaði i siðustu viku að Banka- stræti 9, Reykjavik. Nefnist verzlunin CASANOVA og er frumlcg að gerð. Hefur verzlunin allt húsnæðið Bankastræti 9 undir starfsemi sina, en eftir er að ljúka innréttingu efri hæðarinnar. Timinn hitti að máli verzlunar- stjóra CASANOVA, en það eru þeir Stefán A. Magnússon og Finnbjörn Finnbjörnsson, en þeir eru báðir kunnir afgreiðslumenn i tizkuverzlunum og herrafatabúð- um hér i borg. Innréttingar verzlunarinnar eru mjög óvenjulegar og frum- legar og hannaði teiknistofan Akro búðina, en Auglýsingastofan Dekor vann hluta af loft- skreytingu. Hljómburður er frá The Fisher, sem er heimskunnt ameriskt hljómtækjafyrirtæki. Tizkan frjálslegri 1 stuttu spjalli við blaðamann Tlmans kváðust verzlunar- stjórarnir leggja áherzlu á að kynna og selja frjálslegri tizku- fatnað. Hin heföbundnu „jakka- föt” karlmanna væru á undan- haldi, og svo væri meö allan annan fatnað. Þessa breytingu mætti sjá viöa núna i klæðaburði fólks, sem nú klæddist hentugri, fallegri og þægilegri fatnaði en áður. Fatnaðurinn kemur frá heims- kunnum fataframleiðendum, sem ekki hafa áður selt til Islands. T.d. skyrtur og föt frá Mr. Harry og Melvin Perry, herraföt, svo eitthvað sé nefnt, og skófatnaður kemur frá FOX og EMMA. Verzlunin selur bæði dömu- og herrafatnað. Hjá Casanova vinna fimm manns, en starfsliði verður fjölgað, þegar efri hæð verzlunar- innar hefur verið tekin i notkun, en núna er verið að vinna að inn- réttingum þar. Mjög mikið hefur verið að gera i Casanóva frá þvi að opnað var, og mörgum verður auk þess held- ur starsýnt á þessa nýju verzlun. Húsnæðið hefur verið málað svart og gullbronsað og skreytingar eru smekklegar. Er sýnilegt að unga fólkið kann að meta hina nýju tizkuverzlun. -JG. Sænski herinn í baráttu við „hættulegan óvin IV Athugasemdir vegna greinar um hegningarhúsið við Skólavörðustíg VEGNA greinar minnar um hegningarhúsið við Skóla- vörðustig, sem birtisti blaðinu þann 8. ág. og valdið hefur nokkrum misskilningi, vil ég koma eftirfarandi athuga- semdum á framfæri: Ætlun mín með þessari grein var að sjálfsögðu ekki að veitast að starfsfólki að Skóla- vörðustig 11, enda er þaö ekki þess sök, þótt starfsaðstæður þess séu þannig, að það megi ekki lita upp án þess að fang- elsisgarðurinn blasi við, eins og Friðjón Skarphéðinsson yfirborgarfógeti tók fram, þegar ég kynnti mér aðstæður ihúsinu. Ætlun min var sú ein, að benda á þá annmarka, sem eru á þvi að geyma fanga á þessum stað. Hitt er svo annað mál, að fyrirsögn greinarinn- ar er óheppilegra orðuð, sem og hliðstætt orðalag i sjálfri greininni. Það verður hvort tveggja að skrifast á minn reikning, en orsökin er auðvit- að löngun blaðamannsins til þess að orða skrif sin á þann hátt, að athygli veki, enda veröur það tæpast talið óeðli- legt eins og starfi okkar er háttað, en þvi fyrir náttúrlega sú hætta, að við tökum of djúpt I árinni, eða högum orðum okkar á þann veg, aö misskiln- ingi valdi, eins og hér hefur orðið. — HHJ. í FRAMHALDI af þessu birt- ist hér athugasemd frá Valdi- mar Guðmundssyni yfir- fangaverði: Ég kannast ekki við að hafa sagt, að það væri verkfall á skrifstofum borgarfógeta, þegar fangar væru úti i garöinum, en hins vegar sagði ég, að Starfsfólkið hlyti að sjá til þeirra og geta þekkt þá. Vegna ummæla um, að ég legði til að bankahúsið yrði rifið, vil ég taka fram, að þau orð voru svar við spurningu um, hvernig ætti að forða hegningarhúsinu frá þvi að vlkja fyrir Grettisgötunni. Valdimar Guðmundsson yfirfangavörður Sænski herinn hefur sent út að- vörun til allra herstöðva i landinu gegn 1500 „óvinum”, sem ganga lausir — eöa svo til — á herstöðvunum. Þetta eru 1500 pör af sokkum, sem sendir voru frá þvottahúsi hersins til herstöðv- Úr þessum sokkum hefur gleymzt að skola þvottaefnið, sem notað er I þvottahúsinu. Þegar hafa um 60 hermenn veriö lagðir inn á sjúkrahús með ann- ars gráðu bruna á fótunum eftir að þeir höfðu farið i þessa sokka. Óttazt er að enn fleiri verði lagðir inn næstu daga ef „óvinurinn” finnst ekki. Sænsk blöð gera mikið úr þessu máli — flest i heldur gamansöm- um tón — og segja að þarna hafi herinn óvart fundið nýtt vopn, sem geti komið sér vel I striði. Til minningar um dr. Victor Urbancic hinn 9. ógúst 1973 í banalegunni sagði dr. Victor Urbancic hvað eftir annað: „Þegar ég er ekki lengur veikur, þá safnið fé til sérnáms fyrir is- lenzka lækna i útlöndum, svo að enginn islendingur þurfi i framtiöinni að liða hjálparlaus hérlendis, eða verða sendur til út- landa til lækningar i slikum tilfelium”. Mix.ningarspjöld minningarsjóös dr. Victors Urbancic fást á eftirtöldum stöðum: Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti, Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, Hafnarstræti 4, og Lands- banka Islands, Ingólfshvoli, 2. hæð. Eftir lát hans, á föstudaginn langa, 1958 stofnaöi kór hans, Þjóðleikhúskórinn, minningar- sjóö i þeim tilgangi að uppfylla hinztu ósk söngstjóra sins. Eins og kunnugt er, hefur það nú þegar rætzt að þvi marki, að tveir ágæt- ir heilaskurðlæknar, þeir Bjarni Hannesson og Kristinn Guð- mundsson, eru komnir heim frá sérnámi og hafa ærinn starfa frá morgni til kvölds i sérgrein sinni. Samt vantar, sem við má búast, enn ýmislegt til þess að full- komna starfsaðstöðu þeirra, og er þvi öllum, sem ætla i dag, — á sjötugasta fæðingardegi dr. Victors Urbancic — að minnast starfs hans hérlendis með þakk- læti, bent á minningarsjóðinn til að uppfylla enn hinztu ósk hans. Dr. Melitta Urbancic. Frá Máli °g menningu Mál og menning gefur út á þessu ári átta bækur, sem rélagsnienn geta valið úr, og auk þess Tlmarit Máls og ineiiningar. Kélagsmenn sem greiða la-gsta árgjald, kr. 1.500.-, geta valið sér tvær ba*kur auk Timaritsins. Þeir sem greiða 2.200,- króna árgjald eiga kost á fjórum bókiim. og bæsta árgjald, kr. 2.700,- veitir rétt til sex bóka auk Timarits. Að auki er inn- lieimt sérslakt gjald fyrir band, uokkuð inismunandi eftir sta-rð hókanna. Af þessuni átta bókum eru fjórar pappirskiljur. Nú þegar eru komnar úl þr j á r félagsbækur: KKANSKA BYLTINGIN, sið- ara bindi, eftir Albert Mathiez, en fyrra liindiö kom út á síðasta ári. Loftur Giittormsson þýddi liókina,. sem er prýdil myndum, tekn- iiiii eltir friinskum samtima- teikningiini. Þá er MAN N KYNSSAGA. forniildin. eftir Asgeir lljartarson, nýkomin. Þetla er iiniiur prentun hinnar vinsælu hókar, sem segja má að sé þegar orð- in eitt af liinum fáu klassisku sagnfræðiritum islenzkra bók- niennta. Kiinfreiiiur er kouiin út ein pappirskilja, UM USTÞOKKINA, eftir Krnst Kischer i þýðingu Þorgeirs Þorgeirssouar. — Aðrar félagsbækur áætlaðar á þessu ári eru Pétursborgarsögur eftir Nikolai Gogol, þýddar úr rússnesku af Geir Kristjánssyni; hók uin mynd- list eftir Bjiirn Th. Bjiirnsson, og þrjár pappirskiljur; ri tger ða ú r v a I Brynjólfs Bjarnasonar i tveim bókum og Umhverfi mannsins eftir lljörlcif Guttormsson. Mál og menning hefur undanfarin ár unnið að þvi aö koma úl ritsafni Þórbergs Þóröarsonar, og er verið að undirhúa næstu bindi, sem þó koma vænlanlega ekki út fyrr en á árinu 1974. Ilinsvcgar er i ráði að gefa út á þessu ári cndurprcntun af Ofvitanum, en útgáfa Máls og menningar af þessari bók frá árinu 1964 er nú gcrsamlega uppscld. Mál og menning býður félagsmönnum sinum upp á hetri kjör en nú tiðkast á islcnzkum bókamarkaði, og þurfa menn aðeins að lita á siiluverð nýrra bóka til að sannfærast um það. Kyrir nokkrum árum hóf Mál og menning að gefa út pappirskiljur á islenzku, enda þótt þá væri álitið að slík utgáfa væri naumast möguleg hér á landi. Kaunin hcfur oröiö sú, að vinsældir þessarar útgáfu hafa aukizt jafnt og þétt, og cru nú sumar þessara bóka nær uppseldar, og verið að undirbúa cndurprentun. (Auglýsing)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.