Tíminn - 14.08.1973, Page 1

Tíminn - 14.08.1973, Page 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Bretar verja togara sína einnig innan 12 mílnanna Hlýtur að vera ákvörðun brezkra stjórnvalda — gerir hugsanlegar samningaviðræður mun erfiðari, segir forsætisráðherra EJ-Reykjavik. Brezkur togari, sem var að veiðum innan gömlu 12 sjómilna fiskveiðilandhelginnar, sigldi i gær á haf út á milli tveggja brezkra freigátna, eftir að skipstjórinn á togaranum og skipherra á brezku freigátunni „Sirius” höfðu ræðzt sérstaklega við um máiið um borð i freigátunni. Olafur Jóhannesson, forsætis- ráöherra, sagði í viðtali við Tim- ann siðdegis i gær, að kröfu is- lenzkra stjórnvalda um, að brezka togaranum yrði snúið til islenzkrar hafnar heföi ekki verið sinnt. Hér hlyti að vera um ákvörðun brezka flotamálaráðu- neytisins og rikisstjórnarinnar að ræða, og það væri mjög alvarlegt. Framferði Breta gerði málið allt mun erfiðara, og þvi yrði alveg sérstaklega mótmælt. Það var seint i fyrrakvöld, að varðskipið Ægir kom að brezka togaranum, sem heitir Lord St. Vincent H-261. Var togarinn þá að hifa trollið um 10.5 sjómflur suð- austur af Hvalbak, eða 1,5 sjó- milu innan gömlu 12 milna land- helginar. Skotið lausum skotum Skipherra varðskipsins gaf tog- aranum stöðvunarmerki og setti jafnframt út bauju. Að sögn Landhelgisgæzlunnar samþykkti skipherra brezku freigátunnar Sirius, að togarinn yrði stöðvaður og málið athugað, en skipstjóri togarans neitaöi og setti á fulla ferð. Þá skaut varðskipið þremur púðurskotum að togaranum. Eft- ir það féllst skipstjori togarans á að stöðva togarann og halda yfir i freigátuna til viðræðna við yfir- mann freigátunnar gegn þvi skil- yrði, að varðskipið héldi sig i einnar sjópiflu fjarlægð frá togar- anum og freigátunni á meðan á viðræðunum stæði. Þetta var samþykkt. Hélt eftir fundinn á haf út Um þetta leyti voru einnig á umræddu svæði brezka freigátan Lynx og tveir brezkir dráttar- bátar, Statesman og liklega Welshman. Um það, sem siðan gerðist, seg- ir eftirfarandi i tilkynningu frá Landhelgisgæzlunni: Forviða á þessu framferði Breta — Ég er alveg forviða á þessu, — sagði ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, í viðtali við blaðið siðdegis i gær, — þar sem ekki verður dregin af þessum atburði önnur ályktun en sú, að brezka stjórnin ætli að láta herskipin einnig vernda togarana innan 12 milna markanna. Það skapar al- veg nýtt viðhorf, því þar ganga þeir lengra en i fyrra þorskastrið- inu 1958-1961. Þá kom það a.m.k. tvisvar sinnum fyrir, að brezkt herskip staðfesti, að togari hefði verið innan fjögurra milna mark- anna, og hann þvi látinn fara til islenzkrar hafnar. Framhald á bls. 13 Rányrkja útlend- inga á miðunum Eins og fram hefur komið 'i frétt- um, fékk skuttogarinn Guðbjart- ur poka með ólöglegri möskva- stærð, sem talið að notaðar heföi verið i þýzkum togara hér við land. A meðfyigjandi mynd sést annars vegar (t.v.) venjulegt polyethylen-net með möskva- stærð 120 m/m, en þaö er hið minnsta, sem leyfilegt er að nota, og hins vegar pokinn, sem Guðbjartur fann. Möskvinn er þar 80 m/m. Myndirnar tók Leó Jóhannsson. Þess má geta, að Guðni Þor- steinsson, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknarslofnuninni, segir, að cfnið i pokanum bendi til þess að hann sé hrezkur en ckki vest- ur-þýzkur. Sagt hafi vcrið i frétt- um að um nælon væri að ræða, en það væri ekki rétt, þvi að meiri- parturinn væri úr polyethylen. Þjóðvcrjar nota ekki slfkt, heldur nælon eða perlon. Hins vegar nota Bretar þetta Jón Olgeirsson sagði fyrir skömmu, að brezkir togara- menn notuðu 80 m/m möskva, og kemur það heim við þennan fund. Aðventistar reisa elli- heimili SB—Reykjavik. — Aðventist- ar á islandi hafanúá prjónun- um að reisa elliheimili við Hliðardalsskóla i ölfusi. Er áformað, að reist vcrði sér- stök bygging fyrir það i tún- jaðrinum. Sigurður Bjarnason, forstöðumaður aðventista sagði i viðtali viö Timann, að þetta væri ekki gert á stund- inni, og hefðu engar fastar ákvarðanir verið teknar enn. Búið væri að gera grófa upp- drætti aö heimilinu, sem áætl- að er að taki um 40 vistmenn, Framhald á bls. 13 OLÍUMÖL Á ALLAR GÖT- UR Á FJÓRUM ÁRUM íbúðabyggingar hafa þrefaldazt í sumar Þetta verd- ur tíma- móta- sumar g Austurlandi ALDAMÓTIN eru iangt und- an, en eigi að siður er þetta sannkallað timamótasumar á Austuriandi. Þar er af fullum krafti hafin framkvæmd þeirrar áætlunar að leggja varanlegt slitlag á götur, sem eru um fimmtíu kilómetrar að lengd. Aður höfðu aðeins verið steyptir stuttir spottar i Nes- kaupstað og á Eskifirði á sildarárunum. Þegar á þessu sumri verður slitlagi úr oliu- möl komið á götur i níu kattp- stöðum og kauptúnum og eru þessar götur ails tólf kilómetr- ar að lengd. Samtimis gerist það, aö þrem sinnum flciri ibúðarhúsum verður lokið á þessu ári á fjórtán skipúlags- skyidum stöðum austan lands heldur en verið hefur undan- farin ár. — Slitlag úr oliumöl verður i sumar sett á götur á Vopna- firði, Seyðisfiröi, i Neskaup- staö, Eskifirði, á Búðareyri i Reyðarfirði, Búðum i Fá- skrúðsfiröi, Stöövarfirði, Breiðdalsvik og Djúpavogi, sagði Ingimundur Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands austfirzkra sveitarfélaga, við Timann i gær. Alls munu þess- ar framkvæmdir kosta um sextiu milljónir króna, og er þegar búið að gera slikt slitlag á Búðareyri og Eskifirði, þar sem Hafnargatan sem liggur i gegnum bæinn endilangan, hefur nú fengið þessa búnings- bót. Nú er vinnuflokkurinn kominn til Neskaupstaðar. Oliumölin er sem kunnugt er fengin frá Noregi, og i vinnu- flokknum.sem gengur frá slit- lagi nú, eru bæði Norðmenn og Islendingar, alls eitthvað sjö menn. A öllum stöðum, þar sem slitlag verður lagt á götur i sumar, var mikil undir- búningsvinna framkvæmd — skipt um jarðveg, þar sem þess þurfti, er raunar var vfðast, gengið frá regnvatns- niðurföllum, holræsum og vatnslögnum, og er það langt um kostnaðarsamara verk en gerð sjálfs slitlagsins. Af þeim sextiu milljónum króna, sem þetta allt kostar, fara ekki nema tólf milljónir i oliu- mölina. Alls eru tólf þúsund lestir af oliumöl, sem notaðar verða i ár, og er oliumölin öll komin og miklir haugar i kaupstöð- um og kauptúnum, þar sem ekki hefur enn verið hafizt handa um gerð slitlagsins. A Egilsstöðum og Höfn i Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.