Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 9
'Pt r .: )G’ ' 1>-
Þriöjudagur 14. ágúst 1973.
(Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Stéingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Biaðaprent h.f
Skemmtilegt „bréf"
Siðasta Reykjavikurbréf er skemmtilegt.
Þar er að visu haldið fram hinum fáránlegustu
firrum, en höfundur ber sjálfur jafnharðan
allar firrurnar til baka svo bréfið verður að
hreinu skopi.
Skulu hér tilfærð nokkur sýnishorn um
þennan broslega málflutning, en megin-til-
gangur bréfritarans virðist vera sá, að reyna
að telja fólki trú um að núverandi rikisstjórn
vinni markvisst að þvi að drepa niður fram-
takssemi og framtak fólksins i landinu.
Höfundur Reykjavikurbréfs fullyrðir, „að
markvisst er stefnt að þvi af vinstri stjórninni
að koma i veg fyrir að einkaframtaksmenn fái
aðstöðu til að byggja upp atvinnufyrirtæki” Og
þvi riði á að fólkið i landinu snúist til varnar
,,gegn þeirri sókn, sem nú er hafin gegn fram-
taki athafnamannanna i atvinnulifinu”.
í bland við þessar fullyrðingar koma svo þær
staðreyndir, sem alls staðar blasa við augum
manna eins og þessar:
„Hvarvetna er unnið að þvi að endurbæta og
byggja upp fiskvinnslustöðvar til að taka á
móti þeim mikla afla,sem hinir nýju og glæsi-
legu skuttogarar flytja að landi”. Og nokkru
siðarsegir: ,,.... er ekki hægt annað en dást og
gleðjast yfir þeim mikla framkvæmdahug,
sem hvarvetna rikir”.
Og svo koma dæmin um forystumenn i at-
vinnulifinu, sem rikisstjórnin er „markvisst”
að reyna að koma á kné:
„í Breiðdalsvik er Svanur Sigurðsson, skip-
stjóri, traustur forystumaður i atvinnulifi
staðarins. Slikir menn skipta sköpum ótrúlega
viða i sjávarplássum út um landið”.
— Já ótrúlega viða er slika athafnamenn að
finna og þeir eru i þeim „framkvæmdahug,
sem hvarvetna rikir”. En hver var þá drepinn?
Og hver er ástæðan fyrir ákærunni á hendur
rikisstjórninni, þvert ofan i játningarnar um
hina blómlegu uppbyggingu i atvinnulifinu og
athafnamennina, sem er að finna „ótrúlega
viða i sjávarplássunum út um landið”?
Ástæðan virðist sú, að höfundur Reykjavik-
urbréfsins þolir ekki, að við hlið einkafram-
taksins standa samvinnufélögin nú að mikil-
vægri uppbyggingu til að tryggja afkomu
fólksins i byggðarlögunum, þvi að bréfritarinn
fullyrðir „að opinber lánafyrirgreiðsla fæst
tæpast til frystihúsa nema kaupfélagið á staðn-
um standi fyrir byggingunni”.
Hér er auðvitað farið með staðlausa stafi.
Engin mismunun hefur átt sér stað og i áætlun
sem lokið er við um uppbyggingu frysti-
húsanna á þessu ári hafa eigendur frystihúsa
setið við sama borð og áætlunin gerð i sam-
ræmi við áform þeirra og óskir og i samráði
við viðskiptabanka viðkomandi.
Og svo segir höfundur Reykjavikurbréfs frá
einum stað, þar sem kaupfélagið er að byggja
upp frystihús og kemst svo að orði: „Þó er
þessi blómlega byggð talandi tákn um það,
hverju hreiðarlegt samstarf samvinnufyrir-
tækis og einkaaðila getur fengið áorkað”.
Þarna kemst höfundur Reykjavikurbréfs að
kjarna málsins. Mættum við fá fleiri slik
Reykjavikurbréf.
—TK
TÍMINN
9
L. Brekhovskikh, meðlimur í sovézku
vísindaakademíunni:
Samvinna um haffræði-
rannsóknir er nauðsyn
Haffræðivísindi í heiminum standa nú frammi
fyrir mjög mikilvægum verkefnum
Með ári hverju vex fjöldi
þeirra bóka, sem um hafiö
fjalla, enda hafa viðfangsefni
haffræðinnar orðið æ fleiri og
fjölbreyttari. Til að finna á-
stæðurnar fyrir þessum aukna
áhuga er rétt að gera sér
nokkra grein fyrir þvi hlut-
verki, sem hafið gegnir á
þessari plánetu nú á dögum.
I fyrsta lagi er hafið mikil
fæðulind. Fiskveiðar leggja til
sjötta hlutann af öllu próteini
úr dýrarikinu, sem mannkyn-
ið neytir i dag. Arið 1970 voru
framleidd meir en 20 kg. af
sjávarafuröum á hvert
mannsbarn í heiminum.
Þá er miklar auðlindir að
finna i hafsbotninum. Fimmti
hluti af oliu- og gasframleiðslu
heims er nú unninn á botni
landgrunns. I ýmsum löndum
er nú verið að gera athuganir
á þeim möguleika, að nýta
einnig úthafshallann, sem tek-
ur við af landgrunninu, og
jafnvel botn sjálfs úthafsins.
Sérstaklega væri freistandi að
geta nýtt járn- og manganlög,
sem eru dreifð yfir stór svæði
á botni úthafsins.
Hafið er mikilvæg sam-
gönguleið. Arleg farmgjöld
þeirra tugþúsunda af flutn-
ingaskipum, sem höfin rista,
nema sem svarar samanlögðu
verðmæti þeirrar fæðu og ann-
arra náttúruauðæfa, sem i sjó-
inn eru sótt. Með áreiðanlegri
veðurspám og spám um sigl-
ingaskilyrði ættu vöruflutn-
ingar á sjó aö geta orðiö mikl-
um mun ódýrari.
Höfin eru „lungu” jarðarinn
ar. Plöntusvifið i sjónum fram
leiðir með kolsýrutillifun um
helming alls þess súrefnis,
sem i andrúmslofti jarðarinn-
ar er að finna.
Hafið býr yfir mikilli orku,
bæði „mekaniskri” og hita-
orku, sem færist til milli þess
og gufuhvolfsins. Þess vegna
er veörið á meginlöndunum
mjög háð þeim breytingum,
sem verða i hafinu og loft-
hjúpnum yfir þvi.
Jafnframt þessu gegnir haf-
ið svo enn einu hiutverki. Gif-
urlegu magni af iðnaðarúr-
gangi og sorpi er fleygt i sjó-
inn, eða berst i hann með ám
og fljótum. Hafsvæði þau, er
aö iönþróuðum rikjum liggja,
eru menguð af kvikasilfri,
blýi, skordýraeitri (t.d. DDT)
og oliuefnum I miklu meira
magni, en lög leyfa. Mengun-
arsvæðið nær hundruð kiló-
metra út frá ströndinni. Verði
haldið áfram að fleygja úr-
gangi I sjóinn i sama mæli og
nú (og magnið mun satt að
segja fara vaxandi, ef róttæk-
ar ráöstafanir eru ekki gerð-
ar, þó ekki væri nema af þeirri
ástæðu einni, aö oliu- og gas-
vinnsla á landgrunninu hlýtur
að aukast), kann það að valda
óviðráðanlegum breytingum á
vistfræðikerfi hafsins, og get-
ur það haft mjög alvarlegar
afleiðingar I för með sér.
VISINDAMENN um heim
allan reyna að skyggnast bet-
ur inn i leyndardóma hafsins,
bæði til að nýta auðæfi þess til
hins ýtrasta og um leið til að
valda ekki óbætanlegum
spjöllum á þvi. Sovézkir vis-
indamenn taka virkan þátt i
rannsóknum á úthafinu. Af
störfum þeirra á siðustu árum
má nefna eftirfarandi:
Nákvæmar rannsóknir á
hreyfingum Atlanzhafsins
leiddu til þess, að uppgötvaðir
voru tveir nýir neðansjávar-
straumar. Annar þeirra, Lom-
onsov-straumurinn liggur eins
og mjótt band meðfram mið-
Sovézkt hafrannsóknaskip flöggum prýtt.
baug. Hinn, sem er þekktur
undir nafninu Antillo-Guiana,
teygir sig yfir þúsundir kiló-
metra meðfram noröaustur-
strönd Suður-Ameriku.
Sovézkir visindamenn urðu
fyrstir til að skipuleggja meiri
háttar svæðisrannsóknir á At-
lanzhafi. Samtima mælingum
á straumum og hitastigi á
mismunandi dýpi var haldið
áfram i sex mánuði samfleytt
á 17 stöðum. Þessar rannsókn-
ir leiddu i ljós athyglisverða
uppgötvun. Svo virðist sem
fyrirbæri er minna á hvirfil-
bylji I gufuhvolfinu geti átt sér
stað i hafinu.
Visindamenn frá Sovétrikj-
unum taka einnig þátt i mörg-
um alþjóðlegum áætlunum um
hafrannsóknir. Þeir hafa t.d.
lagt fram sinn skerf til rann-
sókna á Indlandshafi, á Kuro-
shio-svæðinu, á Karibahafi og
Miðjarðarhafi i samvinnu við
aörar þjóðir.
HAFFRÆÐIVISINDI i
heiminum standa nú frammi
fyrir mjög mikilvægum verk-
efnum. Lausn þeirra er undir
þróun rannsóknartækni komin
ásamt samstilltum átökum og
skipulagðri samvinnu visinda-
manna frá ýmsum löndum.
1 fyrsta lagi þarf að búa til
hitavatnsaflsfræðilegt likan
(thermohydrodynamic mod-
el) af heimshöfunum. Slikt lik-
an á að gera okkur kleift að
lýsa aflfræöilegum fyrirbær-
um i sjónum, allt frá strauma-
kerfi alls knattarins til ör-
smárra gára á yfirborði hafs-
ins. Með aðstoð sliks likans
ætti að reynast unnt að segja
fyrir um þessi fyrirbrigði með
nokkrum fyrirvara. Þetta er
nauðsynlegt, bæði fyrir flutn-
inga á sjó og eins fyrir ýmsar
aðrar greinar haffræöinnar,
sérstaklega hafliffræði og haf-
efnafræði til að ganga úr
skugga um tilflutning næring-
arefna, kemiskra efna og
mengunarvalda.
Ekki er siður aðkallandi að
útbúa heilsteypt likan af
hringrás i hafi og gufuhvolfi
og gagnverkanir þeirra.
Lausn þessa vanda er óhjá-
kvæmileg forsenda fyrir þvi,
aö unnt verði að finna aðferðir
til aö gera langtima veðurspár
fyrirhnöttinn. Ekki þarf að út-
skýra þá miklu þýðingu, sem
slikar spár myndu hafa fyrir
atvinnulif og þjóðarbúskap,
einkum þó uppskeru. Fyrsta
stóra skrefið i þessa átt verður
alþjóðleg áætlun um rann-
sóknir á hegðun gufuhvolfsins.
Samkvæmt henni verða fram-
kvæmdar viðfeðmar rann-
sóknir á hitabeltissvæði At-
lanzhafsins 1974, og mun fjöldi
skipa og flugvéla frá mörgum
löndum taka þátt i þeim.
Þá er og nauðsyn að byggja
llffræðillkan sjávarins. 1 þvi
skyni þarf að athuga hlutverk
og hátterni hverrar lifandi
veru, allt frá smásæjum lif-
verum til spendýra. Liffræði-
likan sjávarins er nauðsynlegt
til að veita nánari vitneskju
um lifforða hafsins og til að
skapa visindalegar forsendur
fyrir skynsamlegri hagnýt-
ingu hans. Aframhaldandi
skipulagslaus rányrkja á lifi
hafsins gæti rýrt geysilega
ýmsa mikilvæga hlekki i lif-
kerfi sjávarins og að lokum
leitt til mikillar skerðingar á
lifforða hans.
ENN eitt takmarkið er efna-
fræöilegt likan hafsins, en það
krefst rannsókna á efnasam-
setningu sjávarins og botn-
falls I honum og þekkingar á
orsökum breytinga á efna-
samsetningu i hafdjúpunum.
Visindamenn hafa einkum
áhuga á efnaskiptum milli
sjávar og hafsbotns annars
vegar og sjávar og lofthjúps
hins vegar. Sé efnafræðilegt
likan ekki fyrir hendi, er
ógjörningur að búa til liffræði-
legt likan og ráða margar
helztu gátur sögu sjávarins og
þróunar hans nú á timum.
Enn fremur þarf að útbúa
jarðfræðilegt likan af jarð-
skorpunni undir heims-
höfunum. Þetta er nauðsyn-
legt til að gera sér grein fyrir
hnattrænum myndunarferlum
og til að finna nýtileg jarðefni.
Þá eru veðurspár óhugsan-
legar á jörðinni án þess að til-
lit sé tekið til hinna viðáttu-
miklu svæöa, sem hafið
þekur: það er ógjörningur að
ski[ja jarðfræðisögu
hnattarins á þess að rannsaka
jarðfræði hafsbotnsins. I jarð-
fræðilikan verður einnig að
fella jarðeðlisfræðilega þætti
sjávarins, svo sein þyngdar
aflssviö, segullsvið og hita-
streymi frá jarðskorpunni.
Siðast en ekki sizt er það
verkefni að rannsaka hafiö
sem dvalarstað fyrir mann-
inn. An þess verður ókleift að
rannsaka sjóinn sjálfan að
öðru leyti, nýta auðlindir hans
og koma tæknibúnaði fyrir á
botni hafdjúpanna og starf-
rækja hann þar.
Bygging framangreindra
iikama er ótrúlega erfið við-
fangs vegna fjölbreytni
Framhald á bls. 19