Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 14. ágúst 1973. Þriðjudagur 14. ágúst 1973. TÍMINN Asta Eriingsdóttir. Timamynd Gunnar. — Hvar lærði faðir þinn að sjóða lyf úr grösum? — Ég held að segja megi, að pabbi hafði fæðzt með þetta i blóðinu. Annars var móðir hans lika mikið á þessu sviði. Hún var ljósmóðir i sinni sveit, og i raun- inni einnig læknir sveitarinnar. Hún fékkst mikið við þessa hluti, einkum að búa til smyrsl við bruna, og einnig inntökur. Vitan- lega lærði faðir minn af henni og notfærði sér reynslu hennar, en auk þess las hann allar bækur, innlendar og útlendar, sem hann náði i, og fjölluðu um jurtir, og hvernig nota mætti þær til lækninga. Ekki má heldur gleyma þvi, að hann öðlaðist margvislega reynslu i eigin starfi. Og hann var fljótur að átta sig, þegar hann komst að raun um, hvað bezt átti viö i hverju til- viki. — Þessi vitneskja hefur svo öll gengiö aö erfðum til þin? — Auðvitað hef ég reynt að not- færa mér alla þá vitneskju, sem tiltæk er, bæði af bókum og frá kynningunni við föður minn. — Hafa menn verið þér hjálplegir með útvegun jurta? — Já, mjög mikið. Þá má segja, að i kringum starf mitt hafi rikt allsherjar góðgerðastarfsemi á alla vegu. En svo mikið verk sem það er að tina allar þessar jurtir, þá er ekki heldur sopið kálið, þótt þvi starfi sé lokið. Þá er eftir að þurrka jurtirnar og hreinsa þær. Það er lika gifurlega mikil vinna. — En hvernig farið þið að þvi að þekkja allar þessar jurtir? — Það er enginn vandi. (Og nú hló Asta. Skyldi hún hafa séð það á mér, aö ég þekki varla nokkra Islenzka jurt?). — Jú, sjáðu til. Þegar maður veit, hvaða jurtir þarf i hvert lyf, þá er ekki svo mikill vandi að þekkja þær, aö minnsta kosti ekki, þegar maður hefur alizt upp við þetta frá fyrstu bernzku. Hitt erannaðmál aðþaðerekki alltaf létt verk að tina þær saman út um allar trissur. Ég er nú þegar farin aö venja krakkana mina við þetta, bæði að þekkja jurtirnar og að læra aö safna þeim saman. Sonur minn einn hefur brennandi það geti gert sjálft, en ef ég á eitthvað, sem ég er viss um að hentar, þá læt ég fólk hafa lyf. Ekki samkeppni.... — Þú ert náttúrlega ekki i sam- keppni við læknastéttina? — Þó ekki væri. Nei, ég held nú siður. Sannarlega er ég ekki að keppa við okkar ágætu lækna. Annars held ég að það gæti verið gott, ef þeir létu rannsaka þá miklu möguleika, sem grösin okkar búa yfir. Þó ekki væri nema þáu ágætu græðimeðul, til dæmis við bruna, sem hægt er að útbúa úr jurtum. — Hafa læknar gert litið að þvi að kanna árangurinn af verkum ykkar? — Já, það held ég nú. Ég held meira að segja, að þeir hafi alls enga trú á þessu, sumir aö minnsta kosti. Aðrir láta þetta gott heita, eða standa að minnsta kosti ekki neitt á móti þvi. — Væri ekki hugsanlegt, aö læknar lærðu þetta sem eina grein fræða sinna? — Ég get til dæmis sagt, að mér finnst blátt áfram sorglegt, að ekki skuli vera notaðar islenzkar jurtir til þess að búa til smyrsl við bruna. Þar er þó hægt að búa til svo gifurlega góðan áburð, að það sjást ekki einu sinni ör eftir brunasárin, jafnvel þótt menn hafi brennzt mikið. Þarna tala ég af eigin raun. Dótturdóttir min varð fyrir þvi að brennast mjög illa, þegar hún var á öðru ári. Bruninn náði alveg ofan frá hvirfli og niður á hæl öðrum megin, en svo vel vildi til, að áburður, sem við notum við bruna, var alveg við hendina. Hún var strax smurð með þessum áburði og siðan grædd með hon- um. Að sjálfsögðu tók það tals- verðan tima, en það gróf aldrei I þvi og engin ör komu. Nú er þessi telpa ellefu ára, og það er ekki nein leið að sjá á hvorri hliðinni það var, sem hún brenndist. Ekki í fyrsta skipti Þetta var okkar reynsla, en það er ekki eina dæmið. Það eru fleiri til greina, sem ég var að segja áðan: Inntaka. Þar verður árang- urinn mestur, ef beitt er hvoru tveggja samtimis, smyrslum og inntöku. — Mannstu ekki einhver dæmi um árangur af lækningum föður þins? — Jú, þau man ég, og það meira að segja fleiri en eitt. Það kom einu sinni til hans ungur maður, sem læknar höfðu úrskurðað að væri með krabbamein i hálsi. Hann var hættur að geta nærzt á öðru en vökva. Faðir minn sá strax, að þarna var alvara á ferðum, en hann vildi ekki reka piltinn frá sér, fyrst hann hafði leitað á hans náð- ir. Hann fylgdi svo unga mannin- um heim, þangað sem hann bjó, en hann var utanbæjarmaður. Þegar þangað kom, mættu þeir systur piltsins. Hún tók föður minum kuldalega og spurði hvort hann ætlaöi að fara að skipta sér af þessu. Hvort hann vissi ekki, að hér væri á ferðinni ólæknandi krabbamein. Faðir minn svaraði þvi til, aö þetta heföi hann að þessum hlutum. Það vill læra sjálft að þekkja þær jurtir, sem notaðar eru til meðalgeröar, og vill fá að sjóða þær og prófa sig þannig áfram með þetta af sjálfs- dáöum. Það hafa margir unglingar komið til min og spurt mig um þetta. Ég er nærri viss um, að hægt væri að beina athygli unglinga að jurtalyfjum, frá ýmsu öðru, sem hæpnara er, sumt að minnsta kosti. Það er áreiðanlegt, að sumt ungt fólk er farið að óttast mörg þessi kemisku lyf, sem alls staðar er talað um, og mjög er i tizku að nota. Hann fylgist enn með... — Má ég spyrja þig mjög per- sónulegrar spurningar? — Já, gerðu svo vel. — Hefur þú aldrei fundið til van- máttar, eöa jafnvel efasemda andspænis þessu verki þinu? — Jú, mikil ósköp. Ég hef iðulega n það var svo óvenjulegt, að pabbi talaði höstuglega til okkar barn- anna. Hann var allra manna ljúf- astur og dagfarsprúðastur. Mér er nær aö halda, að þaö hafi verið i fyrsta skipti, sem ég sá hann tala reiðilega til min, þegar hann kom þarna til min i svefni, eftir að hann sjálfur var horfinn héð- an. — Heldurðu að hann fylgist meö verkum þinum að jafnaði? — Já, það gerir hann áreiðan- lega, og það meira að segja vel. Einu sinni dreymdi mig, að hann kæmi til min og færi að tala um eina tiltekna jurt við mig. Sagði hann, að það væri ekki nóg að sjóða af henni blöðin, eins og ég hefði gert. Ég ætti að hirða alla jurtina. Þetta gerði ég siðan og gafst vel. Það er ekki heldur á neinn hátt undarlegt, þótt áhugi föður mins á jurtum og meöferð þeirra entist honum út yfir gröf og dauða. Þetta var alltaf hans hjartans mál, sem hann tók fram yfir annað, þótt hann annars væri fjöl- „JURTIRNAR VINNA SITT VERK, HVORT SEM ÉG TRÚI ÞVÍ iÐA EKKI," segir Ásta Erlingsdóttir Sjálfsagt eru þeir Is- lendingar teljandi á fingrum annarrar hand- ar, sem ekki hafa heyrt talað um Erling Filippusson grasalækni. Já, grasalæknir var hann kallaður, þótt hann kæmi aldrei inn fyrir dyr neins háskóla hvorki til þess að nema læknisfræði eða nokkuð annað. Hins vegar gekk hann i skóla lifsins og reynslunnar, og þar sat hann ekki á neinum tossabekk. Eitt af þvi, sem hann veitti nána athygli, voru islenzkar jurtir, og það gagn, sem hafa má af þeim — og yfir það hlaut hann auknefni sitt. Það var ekki að ástæðulausu, sem hann var kallaður grasalæknir. í fótspor föður sins Það er dóttir Erlings, Asta, sem hingað er komin og ætlar að spjalla stundarkorn viö lesendur Timans. Hún hefur um árabil lagt á það stund að búa til lyf úr grös- um, og það þarf ekki ýkjamikiö imyndunarafl til þess aö láta sér detta i hug, hvar hún muni hafa lært þá iðju. Ég byrja þvi aö spyrja: — Hvenær var þaö, sem þó fórst verulega að stunda það að búa til meöul úr jurtum? — Ég vann að þessu með fööur minum seinustu þrjú árin, sem hann Iifði. Hann var þá oröinn svo sjóndapur, að hann þurfti nauö- synlega einhverja aðstoð. En ég hafði alltaf áhuga á þessum hlut- um og hafði reyndar lengi útbúið lyf handa sjálfri mér. En eftir að pabbi var fallinn frá, fór ég aö sjóða handa börnum og barna- börnum, og svo fór að koma einn og einn heimilisvinur og biðja um sitt af hverju. Þannig hefur þetta gengið, núna seinustu þrjú til fjögur árin, að ég hef reynt að eiga jafnan eitthvað af þessu. — Er ekki mikil vinna á bak við þetta? — Jú, hún er mjög mikil. Þessu fylgja mikil ferðalög og margvis- legt erfiði, auk þess sem það er dýrt, svo að heita má útilokað að gera þetta i stórum stil. — Þú nefndir áðan smyrsl og inn- tökur. Búið þið til meðul bæði við útvortis og innvortis krankleika? — Já. Það er hægt að sjóða jurta- meðul við bruna og jafnvel út- brotum eins og exemi, en þegar um exem er að ræða, er engu minna gagn aö inntöku en áburði. Hún getur jafnvel verið enn mikilvægari. Margar jurtir eru lika taldar ágætar við ofnæmi, og ég held, að það sé talsvert til i þvi. Söfnunin er erfið — Er ekki ýmsum vandkvæöum bundið að afla þessara jurta, sem þið notið? — Jú, og þeim mjög miklum. Maður getur þurft að fara austur á land eða norður, eða yfirleitt hvert á land sem er. Þaö er miklu meira verk en svo, að ein manneskja eigi nokkurn kost á að anna þvi. áhuga á þessu og ég vona aö hann eigi eftir að feta i fótspor afa sins með glöggleik og færni á þessu sviði. Sjálfsagt er þetta ekki vel séð af öllum, en það getur þó að minnsta kosti enginn bannað fjöl- skyldunni að nota þetta fyrir sjálfa sig. — Hafiö þiö, grasalæknarnir, (ef ég má nota það orð), orðið fyrir andblæstri frá sérfræðingum? — Já, ekki er þvi að neita. Það hefur veriö svo lengi sem ég veit. Bæði amma min, faðir minn og ég höfum oröiö fyrir sliku. — En er hitt orðið algengt, að fólk leiti til þin vegna ýmissa kvilla? — Já, þaö eru alltaf talsvert margir sem hringja og tala um sin vandkvæöi i sambandi við heilsuna. Það fer siöur en svo minnkandi. — Hvaö gerir þú þá? — Ég ráðlegg fólki, segi þvi hvað — Ég tel að lyf sem unnin eru úr jurtum eigi að rannsaka og prófa eins og hver önnur meðöl. Siðan á að veita þeim sömu viður- kenningu og öðrum lyfjum, og þar með er þetta orðið ein grein læknavisinda. Mér er meira að segja sagt, að þannig sé þetta i Kina. Þar mun vera hægt að læra grasalækningar engu siður en til dæmis skurðlækningar. En þeir eiga nú lika aö baki mörg þúsund ára menningu, sem náð haföi há- um þroska löngu áður en „okkar menning” hafði séð dagsins ljós. Já ég er alveg sannfærö um að visindamenn okkar eiga eftir að gefa náttúrunni meiri gaum en þeir gera nú, og þá verða grasa- lækningar ekki aðhlátursefni, heldur viðurkennd grein, al- mennra læknavisinda. — Geturöu ekki nefnt einhver jurtalyf, sem reynzt hafa sérlega vel gegn ákveðnum meinum? en ég, sem reynt hafa þennan á- burö, og þeir segja sömu sögu. Fyrir fjölmörgum árum varð föðurbróðir minn fyrir sprengingu um borð i vélbáti og brenndist illa. Þá var það móðir hansog amma min, sem lét flytja hann til sin, og þar græddi hún hann með þessum smyrslum. Auövitað var ég ekki þar við stödd, en mér hefur verið sagt, aö hann hafi verið talinn i lifshættu. — Þessi vinnubrögð eru þá öldungis ekki nýtilkomin i ætt- inni? — Nei, það er alveg rétt. Þetta hefur þróazt með okkur nokkuð lengi, — og það fer varla hjá þvi, að fólk öðlist nokkra reynslu á mörgum áratugum. — Eigið þið þá ekki marga og góöa gigtaráburði, fyrst ykkur gengur svona vel við brunann? — Jú, vist eru til þó nokkrar teg- undir af þeim. En þar kemur það sjálfsögðu heyrt, en hins vegar heföi hann svo mikla samúð með þessum unga manni, að hann vildi eitthvað reyna fyrir hann aö gera, jafnvel þótt það væri ekki annað en hughreystingin ein. Það varð svo úr, aö pabbi tók piltinn til sin og hann var þar á heimilinu drjúgan tima — Ég var aðeins barn að aldri, þegar þetta var, en það held ég þó að mér sé óhætt aö segja, að faðir minn lét piltinn nota bæði inntöku og bakstur. Og hvort sem hann var nú heima hjá okkur lengur eða skemur, þá fór hann þaðan lækn- aður, og ég veit ekki betur en aö hann sé enn á lifi. — Viö höfum hér aö framan minnzt lltillega á viðhorf lækna til þessara hluta, en hvernig held- ur þú aö viöhorf almennings sé? — Það er enginn efi á þvi, að margt fólk, ekki sizt unga kyn- slóðin, hefur mikinn áhuga á ekki haft neina trú á þvi, að hægt væri að hjálpa i þessu eöa hinu til- vikinu. Þetta er þó I sjálfu sér fáránlegt, þvi að jurtirnar vinna sitt verk, hvort sem ég hef trú á þeim eöa ekki. — Þaö hefur þá aldrei hvarflað að þér að hætta þessu? — Jú, að minnsta kosti tvisvar var ég alveg ákveðin i þvi aö safna nú ekki meiri grösum, — og gefa þetta frá mér. Þetta tekur óhemjutima og heimilið fer meira og minna úr skorðum fyrir vikiö. — En hvernig stoð á þvi, að þú hættir við að hætta? r — Þvi er auðsvaraö. Nott eina dreymdi mig fööur minn, en hann var þá búinn aö vera dáinn I tvö ár, eöa þar um bil. Mér þótti hann vera reiöur og segja viö mig, aö ég mætti alls ekki hætta að safna jurtum og sjóöa úr þeim lyf. Ég lét mér þetta að kenningu veröa, iiklega ekki sizt vegna þess, að hæfur maður. Hann var gull- smiður, búfræðingur og vélamað- ur og hafði lokið prófi I öllum þessum greinum. En allt þetta lagöi hann á hilluna til þess að geta sinnt hugöarefni sinu, is- lenzkum jurtum. Hann varð aldrei rikur á veraldar visu, en hann gat alltaf miðlað öðrum af sinni þekkingu og hjálpað þeim — lengst af ókeypis. — Er þér kunnugt um fólk annars staðar á landinu, utan þinnar ætt- ar, sem kann eitthvaö svolitið um það, að fólk þekki þær jurtir sem algengastar eru til lyfjagerðar, og noti þær aö einhverju leyti. — Hefur þú ekki trú á þvi, aö þessi starfsemi muni eflast og njóta vaxandi skilnings i framtiö- inni? — Jú, það vona ég að minnsta kosti. -VS. .......... .... '. .. . Þjóðdansafélag Reykjavíkur á þjóðdansamóti í Finnlandi Kári Bergholm, Kim Hahnson, framkvæmdastióri mótsins Dóra Jónsdóttir, sem var túlkur, og Sölvi Sigurðsson, formaður Þjóödansafélags Rpykjavikur. Leikið á Harðangursfiðlu og júðahörpu. HÓPUR dansara frá Þjóödansa- féiagi Reykjavikur er nýkominn heim úr ferð á norrænt þjóð- dansamót, sem aö þessu sinni var haldið i Finniandi. Þátttakendur voru tuttugu og sjö, og héldu þeir utan 30. júní með fiugvél frá svissnesku flugfélagi. En loft- ieiðir höfðu vélina á leigu vegna óhappsins á Kennedyflugvelli. Ekki var komið út fyrir 12 miina landhelgi, þegar flugstjór- inn tilkynnti bilun i lendingarbún- aði, og að snúið yrði við til Kefla- vlkur. Var þá ekki laust við að ónotaleg kennd færi um farþega. En lending tókst vel og biðin með- an viðgerð fór fram varð aðeins sex klukkustundir. Upp frá þvi gengu allar ferðir samkvæmt áætlun. Mátti þvi segja, að fall hafi verið fararheill. Islenzki hópurinn dvaldi tvo daga I Xbo eða Turku eins og borgin heitir á finnsku, og tvo daga I Kotka I boði þjóðdansafé- laga á þessum stööum áður en aðalmótið hófst. Móttökur voru þar frábærar af fólksins hálfu, og veðurguðirnir létu ekki sitt eftir liggja til að gera dvölina ánægju- lega. Mikil hitabylgja gekk yfir þær tvær vikur, sem hópurinn dvaldi I Finnlandi, og varla kom dropi úr lofti allan timann. Sjálft þjóðdansamótið var hald- iö i Espoo, sem er útborg við Helsingfors, en sýningar voru á ýmsum stööum i Helsingfors og nágrenni borgarinnar. Þátttak- endur i mótinu voru alls um fjög- ur þúsund. Dagblöðin I Finnlandi gerðu mikið úr þeim mun, sem var á þessum litrika þjóöbún- ingaklædda hópi dansara og dökkklæddu öryggisvörðunum og svörtu skotheldu bifreiðunum, sem voru einkennandi fyrir öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem fór fram i Helsingfors þessa sömu daga. Mótssetningin fór fram i Dipoli sem er geysistór sýningarhöll byggð sérstaklega til kaúpstefnu og ráðstefnuhalds. Húsiö er eitt af meistaraverkum finnskrar bygg- ingarlistar og er þá langt til jafn- að. Það er allt eitt samfellt lista- verk, og ógjörningur að greina á milli, hvað er skraut, og hvað er nauðsynlegur húshluti, veggur, loft eða gluggi. Færeyski hópurinn, sem var sautján manns, var ekki ánægður með að vera talinn til danska hópsins, sem var nærri átta hundruð. Þeir mótmæltu kröftug- lega og kröfðust þess, að færeyski fáninn yrði dreginn að húni og færeyski þjóðsöngurinn leikinn, annars yrði enginn færeyskur dans stiginn á mótinu. Finnarnir virtust óviðbúnir slikri þjóðernis- pólitik og gekk seint að finna fær- eyska fána. Þjóðsönginn urðu Færeyingar að syngja sjálfir með dyggilegri aðstoð íslendinganna. Að öðru leyti fór mótið vel og skipulega fram. Þó urðu nokkur átök, eins og viða annars staðar, um þátttöku þeirra Mammons og Bakkusar i mótinu. Ahugasamir þjónustuaðilar vildu setja á stofn áfengisútsölu á mótssvæðinu, en mótsstjórnin taldi dansinum bet- ur borgið, ef allir væru allsgáðir. Þá var þarna á staðnum fjöl- skylda frá Indiánabyggöum vestra. Þau vildu gjarnan sýna dansa forfeðranna, en aðeins gegn þóknun, sem átti að renna til einhverra góðra málefna. Einnig hér var mótsstjórnin á annarri skoöun. Taldi hún slikar sölusýn- ingar ekki samrýmast megintil- gangi norræna þjóðdansamóts- ins. Voru þeir félagar þvi utan garðs á mótinu og þótti fáum mið- ur. tslenzki hópurinn sýndi viða og vakti athygli fyrir léttleika og dansgleði. Alls urðu sýningar tuttugu og ein á átta dögum. Má af þvi ráða, að svona ferðir eru ekki eingöngu til hvildar. Að þjóðdansamótinu loknu fóru nokkrir úr islenzka hópnum með skemmtiferðaskipi til Leningrad og dvöldu þar i tvo daga. Þar voru skoðuö söfn og byggingar frá tim- um Péturs mikla og Lenins, og að sjálfsögðu feröamannaverzlan- irnar, þar sem eingöngu er hægt að verzla fyrir erlenda mynt. Á leiöinni til Finnlands aftur var siglt upp Saima-skipaskurðinn til Lappeenranta (Villmanstrand), sem er mikill ferðamannabær við Saimavatnið skammt frá rúss- nesku landamærunum. þlæsta norræna þjóðdansamót- ið, sem veröur númer 24 i röðinni, verður haldið i Bergen i Noregi 1976. Má búast við að þar verði vestur-norræn áhrif rikjandi. Mik ill áhugi hefur lengi verið á þvi á öðrum Norðurlöndum að halda svona mót hér á Islandi. Að þvi hlýtur að koma, að þaö veröi gert. Aöstæður eru nú fyrir hendi hvað snertir húsnæði og sýningar- svæði, en skipulag og fram- kvæmd svo stórra móta er afar mikil og timafrek vinna. Fararstjóri færeyska hópsins þakkar móttökurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.