Tíminn - 14.08.1973, Side 15

Tíminn - 14.08.1973, Side 15
Þriðjudagur 14. ágúst 1973. TÍMINN 15 FÁTT GETUR BJARGAÐ BLIKUNUM FRÁ FALLI íslandsmeistarar Fram unnu þd á AAelavellinum 2:1 og tryggðu þar með stöðu sína í 1. deild. Staða Breiðabliks er nær vonlaus islandsmeistarar Fram i knatt- spyrnu eru nú komnir i örugga höfn i 1. deildarkeppninni, eftir aö þeir lögðu Breiðablik að velli á laugardaginn. Vegna tapsins get- ur ekkert nema kraftaverk bjarg- að Breiðabliki frá falli niður i 2. deild. Blikarnir hafa aðeins hlotið tvö stig i 1. deildinni, eða fimm stigum minna en næsta lið. Leik- ur Fram og Breiðabliks, sem fór fram á Melavellinum, var leiðin- legur á að horfa, enda aldrei skemmtilegir leikir leiknir I 1. deild á Melavellinum. Framarar voru mun betri í leiknum, þeir voru óheppnir að skora ekki meira en tvö mörk. Framarar náðu forustunni á 25. min fyrri hálfleiks, þegar Asgeir Eliasson skoraði eftir fyrirgjöf frá Guðgeiri Leifssyni. Guðgeir tók aukaspyrnu fyrir utan vita- teig — sendi knöttinn til Asgeirs, sem spyrnti með utanfótarsnún- ingi i hliðarnetið. Eftir markið náðu Framarar tökum á leiknum og sóttu meira. Breiðabliki tókst að jafna 1:1 á siðustu sek. fyrri hálfleiks. Hreiðar Breiðfjörð átti þá gott skot frá vitateigshorni — knötturinn lenti uppi undir þverslá og söng i netinu. Breiðabliksmenn komu tviefld- ir til leiks i siðari hálfleik og náðu tökum á leiknum. Þeir sóttu mun meira og voru liflegri. A 18. min. gerðist atvik, sem braut niður Breiðabliksliðið. Eggert Stein- grimsson skoraði þá mark fyrir Framliðið, en hann var greinilega rangstæður, þegar hann fékk knöttinn frá Jóni Péturssyni. Markið var dæmt gilt. Við þetta brotnuðu Blikarnir og Framarar náðu aftur tökum á leiknum og sóttu stift, en þeim tókst ekki að skora fleiri mörk, þrátt fyrir- mörg góð marktækifæri. Blikarnir fengu gott tækifæri til að jafna undir lokin, þegar Guð- mundur Þórðarson (greinilega rangstæður) komst með knöttinn upp að markteig og spyrnti að marki. Knötturinn var á leiðinni i netið — á siðustu stundu bjargaði Þorbergur Atlason, snilldarlega, með þvi að kasta sér og slá knött- inn I horn. Stórkostleg tilþrif hjá Þorbergi. Með þessu tapi er nær öruggt, að Blikarnir falli niður i 2. deild. Breiðabliksliðið, eins og það er i dag, á ekkert erindi i 1. deild. Framliðið náði ekki að sýna sitt bezta i þessum leik, það var greinilegt, að liðið, eins og önnur 1. deildarlið, eiga ekki heima á malarvöllum. Það er allt annað að leika á möl, en á grasi. Knött- urinn hoppar meira á malarvelli og leikmenn liðanna áttu oft erfitt með að reikna knöttinn út. Beztu menn hjá Fram voru þeir Ömar Arason, Marteinn Geirsson og Sigurbergur Sigsteinsson,— SOS. EGGERT STEINGRIMSSON....sést hér spyrna að marki Breiðabliks. Hann skoraði úrslitamarkiö fyrir Fram. (Timamynd Róbert) ÞORSTEINN VARÐI VÍTASPYRNU Á SÍÐ- USTU STUNDU .“.v; "’" Um 2500 áhorfendur héldu niðri i sér andanum á Akureyri á laug- ardaginn, þegar Sævar Jónatans- son undirbjó sig til að taka vita- spyrnu gegn Kefiavik rétt fyrir leikslok, en þá var staöan 0:0. Nú er sigurganga Keflvikinga stöðv- uð, sögðu menn. En Sævari brást bogalistin, Þorsteinn ólafsson, landsliðsmarkvörður náði aö spyrna i knöttinn með fætinum, eftir að hann hafði hent sér i öfugt horn — knötturinn skoppaöi eftir marklinunni, i stöng og þaöan út á völlinn, þar sem Kefivikingar voru ekki lengi að koma honum af hættusvæðinu. Keflvikingar voru svo sannar- lega með meistaraheppnina með sér á Akureyri — það er ekki á hverjum degi, sem markverðir ná að verja vitaspyrnu. Með þessu jafntefli er draumur Kefl- vikinga um fullt hús stiga búinn. Hinn langþráði draumur varð að engu á Akureyri. Akureyrarliðið hefur tekið miklum framförum i sumar, liðið leikur nú allt aðra knattspyrnu, en i byrjun Islands- mótsins. Vörnin er mjög góð, og þeir Jóhannes Atlason og Gunnar Austfjörð verða sterkari með hverjum leik. Þessir dugnaðar- menn hafa svo sannarlega smitað út frá sér, Akureyrarliðið er nú fullt af leikgleði og baráttuvilja. Keflavikurliðið lék með svipuð- um styrkleika og fyrr i mótinu. Mótstaðan á Akureyri kom leik- mönnum liðsins svo sannarlega á óvart. Nú er kannski hætta á, að Keflavikurliðið fari að slappa af — þvi að nú er ekkert til að keppa að fyrir liðið. Draumurinn var fullt hús stiga — sá draumur varð að martröð á Akureyri. Islands- meistaratitillinn er i öruggri höfn i Keflavik. Nú verða leikmenn Keflavikurliðsins að keppa að þvi að vinna bikarkeppnina, og þar 0:0 jafntefli við Keflvíkinga og gerðu draum þeirra um fullt hús stiga í 1. deild að engu með að vinna öll mót, sem liðið hefur tekið þátt i, i sumar. BR. Heppnin var ekki með Eyjo mönnum Þeir voru ekki á skotskónum uppi á Skaga og töpuðu 0:1 Eyjamenn voru svo sannarlega ekki á skotskónum uppi á Skaga á laugardaginn. Þeir töpuðu fyrir Skagamönnum 0:1 i ieik, sem þeir hefðu átt að vinna með þriggja til fjögurra marka mun. Eyjamenn sóttu nær stöðugt í fyrri háifleik, en þeir voru ekki á skotskónum. Þá sýndi Davið Kristjánssson stórgóða inarkvörzlu og bjargaði tvisvar sinnum hreint snilldar- lega. Þegar Eyjamenn sóttu sem mest, náðu Skagamenn skyndi- upphlaupi. Jón Alfreðsson og Matthias Hallgrimsson brunuðu upp völlinn á 42. min. og Matthias renndi knettinum i netið, framhjá úthlaupandi markverði. Leikurinn jafnaðist nokkuð i siðari hálfleik, þá misnotaði Björn Lárusson vitaspyrnu fyrir Skagamenn. Þá visaði dómari leiksins, Hinrik Lárusson, Tóm- asi Pálssyni, Vestmannaeyjum, útaf leikvelli. Undir lok leiksins sóttu Eyjamenn meira, en þeim tókst ekki að jafna og töpuðu þar með tveimur dýrmætum stigum, i baráttunni um UEFA-sætið næsta ár. Ekkert óvænt í 2. deild Þrir lcikir voru lciknir I 2. deildarkcppninni um helgina. Ekkcrt varð um óvænt úrslit, Völsungar. FH og Þróttur frá Reykjavik unnu sina leiki, en þcir fóru þannig: Völsungar-Armann 1:0 Selfoss-F'H 0:2 Þróttur R.-Þróttur N 2:1 • West Ham tapaði í vítaspyrnu keppni Bæði Bristolliðin eru komin i fjögurra-liða úrslitin i Watney Cup keppninni i Englandi. Bristol Rovers sló Lundúnaliðið West Ham út úr keppninni á laugar- daginn i vitaspyrnukeppni. Leik- menn Rovers skoruðu úr öllum vitunum fimm, en leikmenn West Ham misnotuðu eitt, og lauk þvi vitaspyrnukeppninni 5:4. Urslitin i keppninni urðu þessi: Bristol R,—West Ham 1:1 (5:4). Plymouth—Stoke 0:1. Petersborough—Bristol C. 1:2. Mansfield—Hull 0:3. A morgun verður leikið i 4-liða úrslitunum, þá mætast Bristol Rovers og Hull og Bristol City og Stoke.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.