Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 17. ágúst 1973. Jamboree '75 haldið í Noregi Norrænir skátar hliðra til fyrir stúlkunum ÓV, Reykjavik — Fjórtánda al- heimsskátamótið i JAMBOREE verður haldið i grennd við Lille- hammer i Noregi sumarið 1975. Framkvæmd þess móts hafa meö höndum Norðurlöndin 5, Dan- Gagnfræðaskólanum gefin vegleg gjöf HJÓNIN Sóley Jónasdóttir og Pálmi Halldórsson Bjarmastlg 6, á Akureyri, afhentu nýlega gagn fræðaskólanum á Akureyri spari- sjóðsbók með rúmlega 100 þús. krona innstæöu til minningar um dóttur sina, Steinunni Svandisi Pálmadóttur, sem hefði átt þri- tugsafmæli 27. júli sl., ef lifað hefði, en hún andaðist 8. april 1961, vorið eftir að hún lauk gagn- fræðaprófi. Stofninn að innistæöu þessari er fé, sem safnaö var meöal nemenda og kennara skólans i veikindum Steinunnar og ætlaö til að auövelda henni kaup á gervi- fæti. Þáverandi skólastjóri, Jó- hann Frimann, sem beitt hafði sér fyrir söfnuninni, afhenti for- eldrum Steinunnar söfnunarféö veturinn 1960-1961 en það var aldrei notaö, þvi að Steinunn and- aðist, áður en til þess kæmi, öllum harmdauði, er hana þekktu. Siðan hafa þau Sóley og Pálmi varðveitt sjóöinn, aukið stórlega við hann og nú gefið hann skólan- um. Með þessari veglegu gjöf, sem skólinn þakkar af alhug, hafa þau stofnað Minningarsjóð Stein- unnar Pálmadóttur. 1 samráði við foreldra hennar hefir verið ákveðið, að helmingur árlegra vaxta hans skuli leggjast við hann, en hinum helmingnum variö til aö auka við bókasafn skólans, en Steinunn unni mjög bókum og bóklestri. Þess skal getiö að bekkjarsyst- kini Steinunnar gáfu skólanum is- lenzkan fána og veglega fána- stöng til minningar um hana, þegar þau uröu 10 ára gagn- fræðingar voriö 1970. mörk, Finnland, tsland, Noregur og Sviþjóð. Jamboree er haldið á fjögurra ára fresti og var haldið I Japan ’71. Norðurlöndin ætla að sýna það fordæmi og þá ný- breytni, aö opna mótið að hluta til fyrir kvenskáta en til þessa hefur Jamboree eingöngu verið fyrir drengjaskáta á aldrinum 14- 18 ára. Stúlkunum verður þó ekki leyfð þátttaka i sjálfu mótinu, heldur verða um 500 kvenskátar hluti vinnuhóps, sem verður á mótinu og er reiknað með 75 islenzkum skátum i þeim hópi. Islenzkir þátttakendur i sjálfu mótinu verða 200 — en alls munu 15.000 skátar hvaðanæva að úr heiminum, verða á Jamboree, sem kallað er NORDJAMB-75. Dagana 29. júli — 12. ágúst sl. var haldin undirbúningsráðstefna 1000 norrænna skáta i Lille- hammer. Þar bar margt á góma og umræður voru miklar og lif- legar, segir i tilkynningu sem isienzkir skátar hafa sent frá sér. Tilgangurinn með NORDJAMB- 75 segja skátarnir vera að sýna norræna samvinnu i verki og þá einnig aö kynna norræna menn- ingu og séreinkenni skátastarfs á Noröuriöndum. A tveimur undangengnum Jamboree-mótum, sem haldin voru i Bandarikjunum (’67) og Japan (’71), hefur mjög há- þróaöri tækni verið beitt við framkvæmd og undirbúning mótsins og má nefna sem dæmi, að bandaríski herinn hafði tölu- verð afskipti af mótinu i Banda- rikjunum ’67. NORDJAMB-75 verður i tveimur liðum: sjálft mótið tekur tlu daga en þátttakendum verður boðin dvöl á norrænu heimili i viku fyrir eða eftir mót. Reiknað er með að 10.000 erlendir skátar dreifist inn á heimili um öll Norðurlönd. Meðal þeirra, sem eiga sæti i Islenzku undirbúningsnefndinni eru þeir Páll Gislason, yfirlæknir, sem er skátahöfðingi íslands, Ingólfur Ármannsson á Akureyri og Pétur Orri Þórðarson. NORDJAMB-75 Skoðið hina nýju ATON-DEILD ATON-húsgögnin eru sérstæð glæsileg °9 alíslenzk Skoðið renndu vegghúsgögnin skápana og skattholin Engir víxlar heldur mánaðargreiðslur með póstgíróseðlum sem greiða má í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði Næg bílastæði Opið til kl. 7 í dag föstudag og til kl. 12 á hádegi laugardag annari hæð JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600 FASTEIGNAVAL Skólavörðustig 3A (II. hæð) Simar 2-29-11 og 1-92-55 Fasteignakaupendur Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum, fullbúnar og i smiðum. Fasteignaseljendur Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Aherzla lög á góða og örugga þjónustu. Leitið upplýsinga um verð og skilmála. Maka- skiptasamningar oft möguleg- ir. önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason hdl. Málflutningur, fasteignasala BILASALA Merki NORDJAMB-75 er gert af finnskum listmanni. Tjöldin eru fimm og tákna tvennt í senn, Norðurlöndin fimm og heims- álfurnar. TIL SÖLU: CORTINA 1300 ’71 VOLKSWAGEN 1300 ’71 og ’72 VOLKSWAGEN 1302 ’72 SAAB 96 ’72 SAAB 99 ’7I OPEL REKORD 1900 ’68 — BILASALA — BILA- SKIPTI — BILAKAUP - OPIÐ VIRKA DAGA 6-10 e.h. LAUGARDAGA 10-4 e.h. Trúlofunar- HRINGIR Fljót afgreiðsla Sent i póstkröfu GUDMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður ST Bankastræti 12 :" ignIs^I ■ UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN RAFT0RG 1 SIMI: 19294 SÍMI: 26660 ■ L-------------------------j VATNS- HITA- lagnir og síminn er 2-67-48

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.