Tíminn - 17.08.1973, Page 11

Tíminn - 17.08.1973, Page 11
10 TÍMINN Föstudagur 17. ágúst 1973. Föstudagur 17. ágúst 1973. TÍMINN 11 NÁTTÚRUHAMFARIRNAR í VESTMANNAEYJUM hvarflar stundum hitt og þctta aft mér hcr á Laugarvatni, þar sem ég hefi hér stundum dvaliö um tima hin siðustu ár. M.a. kemur mér nú i hug spjall okkar Kögnvalds Ólafssonar arkitekts, en honum kynnist ég ögn norður á llólum I 11 jaltada 1 sumarið 1911. !>að vildi þá svo til, að ég gerðist þar verkstjóri við heyskap, en hann vann við athugun og aðgerð við húsnæði bændaskólans. Ég hafði heyrt Rögnvalds getið sem frábærs kunnáttumanns i húsagerðarlist, lærðan vel og mikils metinn. Hann hafði m.a. teiknað Vifilsstaðahælið, sem þótti þá mikið til koma, og enn vitnar um þekkingu hans og list- feng vinnubrögð. Og Húsavikur- kirkja hefir þó ekki siður þótt bera honum slikt vitni. Þarna á Hólum hafði hann stjórn á verki, en vann litið sjálfur, enda ékki heill heilsu, þótt ekki bæri mikið á, og hygg ég að hann hafi fremur skoðað þessa Hólavist sem hvildartima, sem hann gæti þó notað til gagns lika. Hann var þvi oft á stjái og blandaði geði við fólk, hafði af þvi sjáanlega ánægju, jafnan broshýr I viðmóti og elskulegur i allri um- gengni. Og þótt ég væri önnum kafinn, þótti mér slikur fengur i rabbi við þennan menntaða öðlingsmann, að ég notaði hvert tækifæri til þess að hlusta á þaö sem hann hafði að segja, og það var býsna margt, og var hann þó engin skrafskjóða, sem svo er kallað. En mér þótti þvi meira til hans koma, sem ég kynntist honum betur, þótt aldrei yröu úr þvi náin kynni að sjálfsögðu. Rögnvaldur var mikill Is- lendingur, var stöðugt umræöu- efni hans margt og mikið, sem veröa mætti landi og þjóð til heilla. Hann vakti fyrstur manna athygli mina á þvi, hvilik nauðsyn það væri þjóðinni, að eignast sem fyrst vel menntaða húsagerðar- menn. Framundan væri þaö stór- kostlega verkefni, að koma upp húsakosti yfir alla þjóðina. Þetta væri viðfangsefni margra ára- tuga, og i raun og veru mætti segja allra tima. En hér væri sér- staklega ástatt, þar sem segja mætti að allan húsakost vantaði. Og úr þvi þyrfti að bæta, og sem fyrst hefjast handa. En það væri ekki sama hvernig það yrði gert. Og svo að vel yrði treysti hann bezt kunnáttumönnum. Ekki sizt þótti Rögnvaldi nauðsynlegt að bændur fengju leiðbeiningu um, hvernig sveitunum yrði sem bezt séð fyrir hentugum og varan- legum húsakosti, sem vel færi þar og ekki yrði f járhag þeirra ofviða. Má segja að þessi hugmynd kæmist að nokkru i framkvæmd siðar með lögunum um Bygginga og landnámssjóð og leiðbeininga- starfi Jóhanns Fr. Kristjánssonar arkitekts, sem óefað varð að miklu gagni. Þvi miður man ég nú ekki svo vel samræður okkar Rögnvaldar, sem um æðimargt snerust, að ég þori aö hafa eftir honum ákveðnar orðræður. En það man ég vel, hversu oft hann ræddi um notagildi og endingu húsanna. Og um ris á þaki, vegna veðurfars- ins, þykir mér nú að um væri talað sem sjálfsagðan hlut. Og það er vissulega verðugt að minnast Rögnvalds nú, þegar hiö stilhreina og virðulega verk hans, Vifilsstaðahælið, sem lengi hefir ágætlega dugað, er nú að skipta að nokkru um hlutverk i þjón- ustunni við þá sjúku og særðu, en lætur hvergi á sjá um traustleik og notagildi, þótt sumu sé breytt þar með nýjum tlma. En úr þvi að ég hefi nú mao það, að sjá enn i góðu gengi slika smíð gamals kunningja og fremdarmanns á sviði húsa- gerðar, horfi enn til gamalla stór- hýsa sem likt er ástatt um, og sé þau enn svara kalli nýs tima, verður mér að lita um öxl til hinna mörgu áratuga siðan við Rögnvaldur Ólafsson hittumst og ræddum framtiðina. Og siðan er margs að minnast og mörgu að fagna, sem gerzt hefir á þessu sviði. Við urðum lengi að sætta okkur við smátt, litið húsnæði og nauman skammt launa, þvi aö klipa varð af einu til að koma ööru fram, sem enn sterkari átti réttinn, að okkur fannst, meðan lánamöguleikar voru fáir og smáir. En við lifðum i voninni, unnum og unnum og fögnuöum hverri úrbót. Þær komu lika smátt og smátt. Og má þá nærri geta hversu umhugað okkur var um þaö, að þessar byggingar kæmu aö sem beztum notum og entust lengi. og þar stend ég enn, gamall og reyndur áhorfandi, fagnandi þvi að sjá þær risa, og óskandi þess að þær dugi sem bezt komandi tiö. Hér á Laugarvatni veröur mér svo að lita til þeirra stórbygginga sem hér hafa risið á s.l. rúmiega fjórum áratugum og allt tengt skólum, og má vist um það segja svipurinn sé harla ólikur, og að hiö nýjasta skeri sig þar úr. Hin fyrsta skólabygging, sjálfs Héraðsskólans, rismikil og tiguleg, hefir jafnan sett svip sinn á staðinn og og gerir raunar enn. Þetta minnir á landið, sem við byggjum, og jafnframt á þá reynslu ára og alda, að hýbýlin okkar, stór og smá, þurfi ris, þótt minna gæti dugaö en hér, til þess að steypa af sér regnflóði og krapaelg, sem lsl. veðráttu fylgir. Og á þetta minnir lika hús barnaskólans, iþróttaskólans og menntaskólans. Þaö er mikið og virðulegt hús enda sjáanlega mikiö hlutverk ætlað, sem þessi rúmmikla bygging hefir lika rækt með prýði, þótt vaxandi vegur skólans, og ekki sizt þörf sumar- hótelsins fyrir aukiö gistirými, kallaði á fleiri byggingar. Og þær hafa ekki svo mjög látiö á sérstanda hin siðustu ár. Svefn- skálar (ef svo mætti nefna þá) hafa verið reistir i nýjum stil, llkir kössum i lögun, hinir snotrustu og vafalaust um sumt hentugir, en hafa ekki enn fengið yfir sig hið rétta islenzka þak. Og á meðan má alltaf búast viö lek- anum, enda hefir hans þegar oröið vart. Þá skal næst nefna byggingu Húsmæðraskóla Suðurlands, sem nú mun vera lokið, en unnið hefir verið að mörg hin siðari ár. Þessari byggingu er raunar örð- ugt að lýsa. Hún er hálfgert furðu srhið, og ekki svo mjög lik skóla, sem við hóf er reistur og eitthvað þurft að spara til. Enda mun þetta hús hafa jafnframt verið Framhald á bls. 19 Veðurfarið og flötu þökin Út er komin á ensku á vegum Iceland Review myndabókin „Volcano — ordeal by fire in Iceland’s Westmann Islands”. Er hér um ljómandi fallega og eigulega bók að ræða, sem lýsir Vestmannaeyjum og náttúruham- förunum þar. Er gosinu lýst i máli og myndum. Texti er eftir Árna Gunnarsson en uppsetningu hef- ur Auglýsingastofa Gisla Björnssonar annazt. Mynda i bókina hefur verið aflað hjá rúmlega tutt ugu ljósmyndurum og eru i bókinni margar allra beztu litmyndir, sem teknar voru i Vestmannaeyj- um á meðan gosið stóð yfir, en einnig eru myndir frá Vestmannaeyjum og mannlifi þar, er teknar voru áður en gosið hófst. Timinn hefur fengið leyfi útgefenda til að birta hér tvær af litmyndunum i bókinni og sýnir önnur Vestmannaeyjar fyrir eldsumbrotin og hin hver umskiptin urðu er gosið stóð sem hæst. VOLCANO ORDEAJ. BY FIRE INICELANDS WESTMANN ISLANDS i I I I 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.