Tíminn - 28.08.1973, Page 1

Tíminn - 28.08.1973, Page 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Viðtal við Þórarin Þórarinsson um fund hafsbotnsnefndar: BLÖNDUOSi ».J!hrtíimt MÚNAFJÖBDVR Mjaitai'. 'Brumilxoik ssjidpr. £#t3ÍJW%' Lýsir ráðstefnan í Santiago fylgi við 200 mílurnar? Tímabært að setja lög um efnahagslögsögu íslands SLYSAFLUGVEL KOSTAÐI KAFARANN LÍFIÐ Þórarinn Þórarinsson. — Ti'namynd: Gunnar. Um þessar mundir eru forsetahjónin á ferö um Vestfirði. Á laugardag- inn komu þau til ísafjarðar með flugvél Landhelgisgæzlunnar og var vel fagnaö og lögðust þar allir á eitt, tsfiröingar og veðurguðirnir, þvf að þeim fagnaði mikill mannfjöldi, og veðrið var eins og þaö getur bezt orðið. Leið þeirra mun siðan liggja suður eftir Vestfjörðum með viðkomu á öllum helztu stöðum og heimsókninni lýkur fimmtudaginn 30. ágúst. Forsetafrúin, Halldóra Ingólfsdóttir, er ættuð frá tsafirði eins og kunn- ugt er. Hér á myndinni brosir hún við æskustöðvum sfnum á tsafirði, og æskufólkið isfirzka brosir við henni. Klp-Reykjavlk. Eins og áður hef- ur komið fram I fréttum,nauðlenti litil flugvél, sem var að koma frá Nýfundnalandi, í sjónum eina 4 til 6 kilómetra út af Sandgerði á laugardagsmorgun. Flugmannin- um tókst að komast i gúmmibát, en flugvélin sökk nokkru siöar. í gær voru fengnir menn til að reyna að ná flugvélinni upp. Var Báturinn hvarf með tveimur mönnum A LAUGARDAGSMORGUNINN var drukknuðu tveir menn f Hópi f Þingi. Höfðu þeir farið á einföld- um plastbáti frá Leysingjastöð- um á milli klukkan fjögur og sex um morguninn, og spurðist siðan ekkert til þeirra. Um miðjan dag I gær komu Ioks menn i landhelgis- þyrlunni Gná auga á bátinn, þar sem hann lá á vatnsbotninum, og reyndist annað lfkið einnig vera þar. Mennirnir, sem fórust, voru Jónas Halldórsson, bóndi á Leysingjastöðum, og Ari Her- mannsson, bankagjaldkeri á Blönduósi. Allt er ókunnugt um ferðir þeirra Jónasar og Ara, en talið er, að þeir hafi ætlað að veiða silung eða skjóta gæsir. Nokkru áður höfðu þeir haft við orð að skreppa á bátnum yfir að Gottorp, þar sem gamall sýslungi þeirra, Steinþór Asgeirsson, fram- kvæmdastjóri i Reykjavik,dvelst annað veifið á sumrin, en þangað mun um átta kilómetra leið frá Leysingjastöðum. Þegar kom fram á laugardag- inn, fór fólk á Leysingjastöðum að undrast um þá félaga,var þá simað á bæi við Hópið, en enginn kunni af þeim að segja, og bátur- inn sást hvergi. Varö brátt ljóst, að hann hefði sokkiö. Þegar bátshvarfið spurðist, dreif að fólk til leitar, bæöi úr sveitum f grennd við Hópið og kauptúnunum i sýslunni. A vett- vang komu björgunarsveitirnar á Blönduósi og Hvammstanga og hjálparsveit skáta á Blönduósi, og trillur og bátar með utan- borðsvélum voru fluttar að vatn- inu á bilum. Munu sjö eða átta bátarhafa verið við leitina, þegar flest var. A sunnudaginn kom þyrla Landhelgisgæzlunnar á vettvang, og froskmenn, sem eiga heima nyrðra, Karl Berndtsen i Höfðakaupstaö og Sævar Jóna- tansson, voru fengnir til aöstoöar. Asgeir Jónsson, stöðvarstjóri á Blönduósi, sem hafði talstöö til umráða, annaöist samband við leitarflokkana, og um miðjan dag i gær, er landhelgisþyrlan Gná, sem farið hafði til Akureyrar til þess að sækja eldsneyti til fram- haldsflugs, kom aftur vestur yfir Hóp, sáu flugmennirnir bátinn i vatninu eins og áður segir, suð- vestan til i þvi við svonefnt Skollanes, um fimm hundruð metra frá landi, á sjö til átta metra dýpi. Tókst að ná bátnum upp, og reyndist það lik Jónasar, er i hon- um var. Af silungi, sem þar var i kjölsoginu, er augljóst, að þeir hafa eitthvað fengizt við veiði- skap. Lik Ara var ekki fundið i gær- kvöldi, er Timinn frétti siðast, en þá var von þriggja kafara úr Reykjavik og eins frá Akureyri, er staddur var á Sauðárkróki. Atti að leita i nótt, og var i gær- kvöldi unnið að þvi að setja ljósa- vél i plastbát og koma fyrir ljós- kösturum i honum. Þeir Jónas og Ari voru báöir menn á miðjum aldri. Lætur Jónas eftir sig aldraða foreldra og fjögur börn, en Ari aldraða móöur og fimm börn. Báturinn, sem þeir voru á. var einfaldur plastbátur, og var það sérstak- lega tekið fram I fréttum af slys- inu, að báturinn hefði ekki verið smiðaður á Blönduósi, og væri flotholti öllum plastbátum þaðan. ÖRUGGT má nú telja, að næsta allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna muni ákveða endanlega, að hafréttarráðstefnan komi saman i Santiago i Chile á næsta ári, en svo getur hins vegar farið, að ráð- stefnan hefjist ekki fyrr en I júli, en gert hefur veriö ráð fyrir að hún hæfist I aprll. Um þetta rikti nokkur meiningarmunur, þegar hafsbotnsnefndin, sem hefur undirbúið ráðstefnuna, lauk Vestfjarðaför forsetahjónanna störfum I Genf siðastliðinn föstu- dag. Timinn hefur átt viðtal við Þórarinn Þórarinsson alþingis- mann, en hann var einn af fulltrú- um Islands á fundum, hafsbotns- nefndarinnar. Honum sagðist svo frá: — A siðasta allsherjarþingi S.Þ. var ákveðið, að hafsbotnsnefndin héldi tvo fundi á þessu ári, hinn fyrri i New York I marz og hinn siðari i Genf i júli-ágúst. Þingið ákvað, að þetta yrðu lokafundir nefndarinnar, og að hafréttar- ráðstefnan sjálf kæmi saman i Santiagó i april 1974 og stæði i átta vikur. Til þess að flýta fyrir störfum ráðstefnunnar, var ákveðið, að hún kæmi saman til undir- búningsfundar i New York i desember 1973 og yrðuþar kjörnir forsetar og nefndaformenn og fundarsköp ákveðin. Að öðru leyti byrjaði ráðstefnan ekki störf sin fyrr en i Santiagó. Framhald á bls. 19 fenginn til þess ungur maður úr Njarðvikum, Gunnar Kristinsson að nafni. Fór hann til Sandgerðis ásamt öðrum manni, en þar fékk hann i lið með sér menn, sem sáu hvar flugvélin lenti á sjónum, og einnig fékk hann léðan bát og mannskap meö honum. Þeir héldu út rétt eftir klukkan fjögur. Um klukkan 16,20 fór Gunnar i froskmannsbúning sinn og battlinu um mitti sér og hóf aö leita að flugvélinni. Hann tjáði félögum sinum, aö hann hefði súrefni til rúmlega þriggja klukkustunda köfunar, en hann myndi binda linuna i flug- Framhald á bls. 19 Gunnar Kristinsson. Kortiö sýnir Hópið, þar sem slysið varö, og er kross dreginn viö Leysingjastaði á austurströnd vatnsins og annar, þar sem báturinn fannst út af Skollanesi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.