Tíminn - 28.08.1973, Side 3
Þriöjudagur 28. ágúst 1973.
TÍMINN
3
Frá setningu annarrar alþjóölegu ráöstefnunnar um haf- og hafna mannvirki, sem sett var aö Hótel Loftleiöum i gærmorgun.
(Timamynd Róbert.
Þingað um haf- og hafna-
verkfræði — þátttakendur frá 12 þjóðum
ÞAU fimmtiu erindi, sem flutt
veröa á þessari ráöstefnu, veröa
jafnt á fræöilegum og hagnýtum
grundvelii. Fyrirlesararnir eru
prófessorar, visindamenn og
starfandi verkfræöingar frá alls
tólf löndum, og þeirra á meöai
eru margir, sem standa mjög
framarlega I sinni visindagrein,
sagöi Jónas Eliasson verkfræö-
ingur i viötaii viö Timann.
1 gærmorgun hófst að Hótel
Loftleiöum önnur alþjóölega ráö-
stefnan um haf- og hafnaverk-
FÉLAG islandsvina I Bretlandi
hefur i hyggju að gangast fyrir
fundum um landhelgisdeiluna i
nokkrum brezkum hafnarborgum
og bæjum. Ekki hefur gengiö á-
takalaust aö fá fundarsali til af-
nota i þcssum tilgangi. tslands-
vinirnir sóttu um leyfi til aö fá aö
halda einn fundanna i ráöhúsinu i
Grimsby, en þaö er oft lánað til
fundarhalda um mál, sem ofar-
lega eru á baugi i borginni.
Borgaryfirvöld töldu ekki rétt aö
lána húsiö i þessu skyni og báru
þaö m.a. fyrir sig, aö hætta væri á
þvi, aö ryskingar brytust út,ef af
svona fundi yröi. Hefur þessi
synjun haft i för meö sér talsverö
skrif i blöðum i Grimsby, og eru
þaö aðallega lesendadálkar blaö-
anna, sem eru vettvangur þeirra
skrifa.
Mörgum finnst þessi synjun
fræði á norðurslóöum og mun
ráðstefnan standa til fimmtu-
dagsins 30. ágúst. Aðilár • að ráð-
stefnu þessari eru Háskóli Is-
lands, I samráði viö Hafnamála-
stofnunina, Hafnasambandið,
Siglingamálastofnunina og Verk-
fræðingafélag islands. Einnig
standa fjórir erlendir háskólar aö
ráðstefnunni og eru það háskólinn
i Þrándheimi I Noregi, háskólinn i
Alaska I USA, háskólinn á Hawaii
eyjum, USA, og háskólinn i On-
tarió i Kanada.
Aðalviðfangsefnið á ráðstefn-
ekki vera réttlætanleg, þar eð
með þvi sé skoðana- og tjáningar-
frelsi I raun skert. Það eru ekki
einungis fylgismenn út-
færslunnar, sem hafa látið i ljós
þessar skoðanir, heldur einnig
hatrammir andstæðingar okkar i
landhelgisdeilunni.
Einn lesendanna kemst svo að
oröi: „Mér finnst þessi ákvöröun
vera I hæsta máta hlutdræg.
Yfirvöld segja, aö fundurinn
hefði ekki þjónað neinum nytsöm-
um tilgangi og þvi væri engin á-
stæða til að iána fundarsalinn.
Maður hlýtur að spyrja, hvort
tjáningarfrelsið, rétturinn til að
hafa önnur viðhorf en hin and-is-
lenzku viðhorf j'firvalda (sem ég
persónulega styð að visui.sé ekki
nytsamlegur tilgangur.
Prestur einn tjáir sig um málið
á þessa leið: „Islandsvinirnir
unni verður að stuöla að aukinni
þekkingu á hinum sérstöku
vandamálum i haf- og hafna,-
verkfræði á norðurslóðum með
flutningi erinda og umræðum um
þau málefni. Verða alls fiutt 50
erindi á ráðstefnunni og lúta þau
m.a. aö hafstraumum, land-
grunnsmannvirkjum, eiginleik-
um og hreyfingu iss, isálagi á
mannvirki og ölduhreyfingum.
Sérstakur fundur verður hald-
inn klukkan 14 i dag og veröur
hann helgaður islenzkum málefn
um. Þar munu m.a. þrir Islend-
fengu ekki inni i Grimsby, þeim
var neitað um afnot af ráðhúsinu.
Þetta þykir mér áhyggjuefni.
Tjáningarfrelsið er dýrmætur
réttur,” segir presturinn. „En
reyndu þeir fyrir sér annars
staðar?” heldur hann áfram.
„Þeir höfðu ekki samband við
þá, er ráða kirkjunum, eftir þvi
sem ég veit bezt, til þess að reyna
aö fá afnot af einhverri þeirra.
Sérhver kirkja, sem stendur
undir þvi nafni, lætur sig varða,
að lausn fáist á þessu leiða
þorskastriði, þannig að friður og
réttlæti megi rikja á höfunum og
þannig, að fiskurinn, sem Guð gaf
okkur, megi njóta hæfilegrar
verndunar.
Getur það veriö, aö lslands-
vinirnir hafi i raun og veru ekki
haft áhuga á þvi, að af fundinum
Framhald á bls. 19
ingar halda erindi, þeir Þorbjörn
Karlsson verkfræöingur, Markús
Einarsson veðurfræðingur og
Aðalsteinn Juliusson vitamála-
stjóri. Erlendir menn munu einn-
ig flytja erindi á þessum hluta
ráðstefnunnar, m.a. mun maður
frá FAO flytja erindi, sem nefnist
„Leitin aö heppilegum stað fyrir
höfn og bæjarstæði vegna eld-
gossins i Vestmannaeyjum”.
Ráðstefnu þessa sækja yfir 130
fulltrúar frá 12þjóöum, þar af eru
islenzku fulltrúarnir 27.
David Jarvis, annar leiötogi
islandsvina i Bretlandi.
Timamynd G.E.
Stefnubreyting
í vegamálum
i forustugrein Dags 22. þ.m.
er rætt um þá miklu stefnu-
breytingu i vegamálum, sem
hefur oröiö siöan núv. rfkis-
stjórn kom til valda. Dagur
segir:
,,A fyrsta þingi, eftir aö
stjórnarskipti uröu, var gerö
vegaáætlun til næstu fjögurra
ára, samkvæmt gildandi lög-
um hafi oröiö alger stefnu-
breyting I þessum efnum og er
stefnubreytingin fólgin i stór-
auknum fjárveitingum til veg-
anna, bæöi til nýbygginga og
viöhalds, og meö henni var
horfiö frá þeirri stefnu, sem
fyrri stjórn haföi markaö aö
beina mestum hluta fjár-
magnsins til hraöbrautageröa
á Suövesturlandi, á kostnaö
vegakerfis landsins i heild.
Fjárveiting tii viöhalds veg-
anna var aukiö um rúmlega
20% aö raungildi. t ár er viö-
haldsféö 375 millj. og hrekkur
þaö skammt á móti veröhækk-
unum, umferöaraukningu og
auknum kröfum. t heild er
variö til veganna á yfir-
standandi ári, samkvæmt
vegaáætlun, nálega 2 milljörö-
um króna. Þetta er mikið fjár-
magn á okkar mælikvaröa og
einnig mikil aukning frá árinu
1971, en þaö ár var variö til
vega, tii annars en reksturs
þeirra, 342,2 millj. kr, en i ár
er sambærileg tala 913,8
inilij., eöa 571,6 millj. kr.
meira. En þrátt fyrir þetta
átak er ekkert sýnilegra en
land okkar veröi enn um ára-
bil vanþróaö I vegamálum, .
nema stærri skref veröi stigin '
næstu árin”.
Vegamál
í Eyjafirði
Þá vikur Dagur aö eyfirzk-
um vegamálum og segir:
„Mikil umskipti hafa oröiö
viö Eyjafjörö, þar sem veru-
legar framkvæmdir standa yf-
ir I vegagerö, svo sem á vegin-
um frá Akureyri til Ólafs-
fjaröar og áætlaö er aö hefja
framkvæmdir á innanveröri
Svalbarösströnd nú í sumar og
endurbyggja veg norðan
Akureyrar, og byggja um leiö
enn eina Lónsbrú. En meö
þeirri vegabót er miöaö viö
varanlegt slitlag noröur frá
Akureyri. Ennfremur eru á
vegaáætlun fjárveitingar I
landsbrautir á nokkrum stöö-
um i héraðinu.
Þcssar áætlanir gefa fyrir-
heit, en Eyjafjarðarhéraö er
þó mjög illa sett I vegamálum,
miöaö viö flutningaþörfina.
Ilinir ófullkomnu vegir okkar
hafa sjaldan eöa aldrei veriö
verri yfirferöar en I sumar, á
austanveröu Noröurlandi og
Noröausturlandi, og þótt viöar
um land hafi verið kvartaö
undan vegum, hefur bifreiöa-
akstur um þá aldrei veriö
nefndur torfæruakstur nema i
þessum landshluta, og verstir
eru vegirnir i nágrenni Akur-
eyrar. Menn spyrja hvaö valdi
þvi, en svörin eru loðin og hin
einu skýru og glöggu svör,
sem hinir almennu vegfarend-
ur hafa fengiö og eru ótviræö,
cru brotnir bilar og sundur-
hristir, á vegum sem ekki eru
hægt aö nefna bílvegi”.
VERÐUR BJÖRGUNARBÁTUM FRAM-
TÍÐARINNAR SKOTIÐ Á LOFT?
Um þessar mundir eru aö
hefjast rannsóknir á
björgunarútbúnaöi skipa aö
tilhlutan siglingamálastjóra
allra Noröurlandanna. Kann-
aö veröur hvernig megi
endurbæta þau björgunartæki,
sem þegar eru til, og tilraunir
geröar með ný tæki.
Siglingamálastjórar Norö-
urlandanna héldu fund meö
sér I Osló 21. og 22. ágúst og
ræddu þá ýms vandamál, sem
lúta aö björgunarútbúnaöi
skipa og báta. Gerö hefur ver-
iö þriggja ára rannsóknar-
áætlun og sótt um styrk til
norræna iðnþróunarsjóðsins
aö upphæð um 65 milljónir Is-
lenzkra króna.
Hjálmar R. Báröarson
siglingamálastjóri sat fundinn
af hálfu Islands. 1 viötali við
Timann sagði Hjálmar, að
þessar rannsóknir myndu án
efa koma Islandi að miklu
gagni, þvi aö einir saman
hefðum við ekki bolmagn til
sliks, þótt hérlendis hefðu ver-
ið geröar ýmsar merkilegar
rannsóknir á björgunarút-
búnaði,t.d. rannsóknir á isingu
gúmmibáta og þoli og seiglu
manna, sem yrðu skipreika i
frosti og kalsaveðri.
t þessum efnum er mikiö
verk að vinna, og nú verður
veitt til þeirra mun meira fé
en við réðum við sjálfir.
Rannsakað verður, hvernig
bæta megi úr þeim göllum,
sem eru á þeim björgunarút-
búnaði, sem nú er notaöur.
Vegna stærðar skipa hefur t.d.
oft reynzt erfitt aö koma
björgunarbátum i sjóinn. 1 þvi
sambandi hafa komið fram
hugmyndir um, að björgunar-
bátar veröi svo útbúnir i
framtiðinni, að i stað þess að
láta þá siga i sjóinn úr davið-
um verði þeim skotið á loft
með flaugarbúnaöi likt og
flugmönnum er skotið úr her-
flugvélum.
Þetta er þó aðeins eitt dæmi
um þær hugmyndir, sem fram
hafa komið, enda er viö fleiri
vandamál að striða en sjó-
setningu. T.d. hefur reynzt
erfitt að stýra gúmmibátum,
og oft er vont áð komast um
borð i báta.
Sótt hefur verið um fé til
iðnþróunarsjóösins norræna
sem fyrr segir, en honum var
komið á fót I febrúar siðast-
liönum. Allt bendir til þess, að
þaö fé fáist, en á meðan beöið
er eftir fullnaöarsvari, hafa
Norðmenn lofaö að leggja
fram fé til þess að hefja megi
rannsóknirnar þegar I stað.
Rannsóknunum stjórnar
nefnd, þar sem sæti eiga
fulltrúar allra norrænu
siglingamálastofnananna, en
þær annast Skiparannsókna-
stofnun Noregs.
Fulltrúi Islands er Hjálmar
R. Bárðarson siglingamála-
stjóri, en varamaður er Páll
Ragnarsson aðstoðarsiglinga-
málastjóri. — HHJ.
—gj-
ISLANDSVINIRNIR FENGU
EKKI INNI í RÁÐHÚSINU
AAálið hefur vakið mikla athygli í Grimsby