Tíminn - 28.08.1973, Síða 8

Tíminn - 28.08.1973, Síða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 28. ágúst 1973. (iuðlaug og systir hennar. Sú litla er aðeins fimm ára, en hún er strax farin aft tefla, eins og (iuftlaug var reyndar lika farin aft gera, þegar hún var á hennar aldri. Húsbrot á hirðulaus um haugum borgarinnar BOKGIN safnar sér miklum mold arhaugum vift byggingar, scm hún hcfur rcisl og ætlaftar cru al- mcnningi. Vift þcim er ekki hrófl- aft árum saman, og myndi þykja seinlæti, cf cinstaklingar ættu lilut aft máli. Þessir liaugar eru siðan lcikvöllur barnanna, stund- um liinn eini, cf gatan er undan- þcgin. Kn börnin mega ckki gcra sér dælt við þcssa moldarhauga cins og cftirfarandi saga sýnir. Nokkrir ungir og kjarkmiklir strákar, fullir af eldmófti, hugs- uftu sér aft reisa ofurlitinn borgar- kjarna, sér til afþreyingar. Þegar var hafizt handa um aft afla bygg- ingarefnis, og siftan byrjaft á smiftum. En lóftirnar voru ekki sem beztar — sem sagt moldar- haugar Reykjavikurborgar, er fengift höfðu aö vera þar, sem þeir voru komnir, siðan mokaö var upp úr grunni bygginganna. En þaft var unnift af elju, næst- um dag og nótt, og öll timaskynj- un rauk út i veftur og vind. Hvafta máli skipti lika matartimi og háttatimi, þegar vinnugleftin var annars vegar'? Vinir minir tveir úr frumbyggjahópnum sögðu mér, að hver og einn byggfti eftir brjóstviti sinu. Báftir voru þeir skrámaftir og meö bólgna lingur og plástur hér og þar. Þar kom smiöi aft bjófta mátti gestum i bæinn. Komin var vegg- fóftruft stofa. En viti menn: Adam var ekki lengi i paradis. Dag einn birtist dreki mikill og út úr honum komu sterklegir menn, sendir frá herráfti yfirborgarstjórnarinnar, til þess aft leggja til atlögu vift kofana, sem börnin höfftu komift upp á umhirftulausum moldar- haugunum. Þaft stóft ekki steinn yfir steini, er þessir menn fóru burt. Litlu frumbyggjarnir hörfuftu yfirbugaftir undan ofureflinu, hálf-klökkir og þó meft formæl- ingar á vör. En hvaft má Davift á móti Goliat — drengir á móti sveit manna, sem send er á vettvang af þeim.sem ráftin hafa? Ekki neitt, góftir háisar, og þegar borgin vill friða sina moldarhauga fyrir elju atorkusamra stráka, sem vilja hafa eitthvaft fyrir stafni og taka upp á þvi aft smiöa, þá gerir hún það. Og enginn fær rönd við reist. G. Björgúlfsson. LÆRÐI TEFLA ÁRA, AÐ FIMM keppti í fyrsta skipti sex ára KINS OG MKNN hafa heyrt i fréttum, þá er nýlokift sex landa keppni i skák sem háft var I Dan- mörku. Þar átti tsland yngsta þátttakandann, þaft var Guftlaug Þorsteinsdóttir, tólf ára Kópa- vogsbúi. Þaft er ekki á hverjum degi, sem fólk á þeim aldri leggur til atlögu vift slík verkcfni, og eftlilegt aft blaftamenn færu aft krunka I kringum Guftlaugu, þcgar hún kom heim, enda hafa þeir stundum orftift forvitnir af minna tilefni, blessaftir. Sem sagt: Þaft tókst aft ná tali af Guftlaugu stundarkorn, og samtalift fór fram eitthvaft á þessa leift: — Hvenær byrjaftir þú aft tefla, Guftiaug? — Eg lærði aft tefla, þegar ég var fimm ára, og sex ára tefldi ég á fyrsta skákmótinu. — Hvaða mót var þaft? — Þaft var Islandsmót, sem haldift var i Reykjavik. — Hefurðu stundaft reglubundnar æfingar frá fimm ára áldri? — Nei, ekki er þaft nú. Auftvitaft grip ég oft i tafl, en ég hef ekki æft mig neitt skipulega, fyrr en fyrir þetta mót. — Hvenær byrjaðir þú aft æfa þig fyrir mótift? — Æ, ég man þaft ekki. Ég held, aft þaft hafi verift strax og ég frétti aft mótiö ætti að verða, og aft ég ætti að tefla þar. — Hver réfti þvi aft þú tókst þátt i þessu? — Hólmsteinn Steingrimsson hringdi til min....þú veizt, hann er formaftur Taflfélags Reykjavfkur og i stjórn Skáksambands ís- lands. — Voru margir þátttakendur i þessu skákmóti? — Þaft voru sex fra hverju landi, og svo voru borftin jafnmörg og löndin, það er aft segja sex. — Voru margar konur á mótinu? — Þær voru sex, ein frá hverju landi. Og þær tefldu alltaf saman, innbyrftis, en aldrei viö karl- mennina. — Þær hafa allar verift mikift eldri en þú? — Já, já. Ég veit ekki, hvaft gamlar þær voru, en ég held, aft þær hafi allar verift komnar yfir þritugt. „Pabbi kenndi mér...” — Var þetta ekki óskaplega erfitt, þarna úti? — Nei, ekkert svo mjög. Mótift stóft ekki nema í fimm daga og vift tefldum ekki neitt mjög lengi á hverjum degi. Þaft fór mest í fimm klukkutima i einu og svo biftskákir þar fyrir utan. — Friörik Ólafsson sagfti eitthvaft á þá leift fyrir skömmu, að þaft heffti verift einhver ógæfa yfir ykkur á þessu móti. Heldurftu aft þift, Islendingarnir, hafið verift eitthvaft sérlega illa upplögft? — Nei, þaft held ég ekki. Ég held, aft þetta hafi bara verift óheppni. Við töpuðum illilega i fyrstu um- feröinni og náöum okkur eigin- lega aldrei neitt verulega á strik eftir það. Ja, þaft er náttúrlega ekkert aft marka mig, skilurftu. — Ætlarftu aft halda áfram að æfa þig og taka þátt i fleiri mótum? — Já, ætli það ekki. Ég býst vift þvi. — Hverkenndi þér, aft tefla, Guð- laug? — Pabbi minn. — Er hann mikill skákmaöur? — Ekki neitt mjög, bara svona i meftallagi. — Hvaft áttu mörg systkin? — Tvö. Bróftir minn verftur sextán ára i september, og systir min er fimm ára. — Tefla þau lika? — Já, þau tefla bæöi. — Hefur þú kennt þeim? — Nei, pabbi kenndi þeim báft- um, eins og mér. — Tef'ift þift þá ekki stundum saman, systkinin? — Jú svona stundum. — Finnst þér þaft skemmtilegra en til dæmis aö spila viö þau? — Þaö er ósköp likt. Maftur getur ekki alltaf leikift sér aft þvi sama, og þá er gott aft breyta til. Flestir leikir eru skemmtilegir ef maftur stundar þá mátulega mikift og er ekki alltaf aft gera þaft sama. — Gaztu ekki ferftazt eitthvaft i Danmörku og séö fleira en skákina? ...ákaflega gaman þá...” — Viö fórum til Kaupmannahafn- ar og skoftuftum okkur um þar. — Hvaft fannst þér skemmti- legast af þvi sern þú sást þar? — Tivoli og Dýragarfturinn. — Hvaö fannst þér merkilegast á þessum stöftum? — Æ, ég veit það ekki. Ég sá svo margt, sem ég haföi aldrei séft áftur. Tii dæmis haföi ég hvorki séft giraffa né fil. — Voru þeir mjög ólikir þvi, sem þú hafftir hugsaö þér? — Nei, Þeir voru eiginlega aiveg eins og ég hafði gert mér I hugar- lund. Ég haffti aldrei fyrr komiö til útlanda, svo að þetta var allt nýstárlegt. — Var ekki einhver fullorftinn maftur, sem þú þekktir, meft þér i ferftinni? —■ Jú, pabbi fór meft mér, og hjálpafti mér meft allt sem þurfti. — Heldurftu ekki aft keppendurnir hafi verift þreyttir, þegar þið komuð aftur heim til Islands? — Nei, þaft held ég ekki svo mjög. Þetta var ákaflega gaman, og spennandi aft taka þátt i þvi, þótt heildarútkoman yrfti ekki betri en þetta hjá okkur. — Þú geymir þá góftar endur- minningar frá mótinu? — Já, mjög góftar. — Og Guftlaug brosir hýrlega um leift og hún stendur upp og kveft- ur. Þaft er alltaf gleftiefni, þegar unglingar eiga sér áhugamái sem likleg eru til þess aö efla andlegan þroska sjálfra þeirra, og þeir foreldrar eiga mikinn heiftur skilinn, sem beina þeim inn á slikar brautir, þegar i bernsku. Lengi býr aö fyrstu gerft. Vonandi á Guölaug eftir aft taka þátt i mörgum skákmótum, sér til gagns og glefti. Vift óskum henni góðs gengis. -VS. Guftlaug Þorstcinsdóttir meft taflift fyrir framan sig. Timamyndir,- Róbert.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.