Tíminn - 28.08.1973, Síða 11
10
TÍMINN
Þriöjudagur 28. ágúst 1973.
Bjarni Th.
Rögnvaldsson
kennari
segir frá:
MIKLAR FRAMKVÆMDIR
OG MIKIL BJARTSÝNI
Vestmannaeyjar geta orðið heimsfrægur ferðamannastaður
BJARNI Th. Rögnvaldsson
er ekki innfæddur Vest-
mannaeyingur, en hann
var kennari þar frá| 1959-
1968 og er flestum hnútum
kunnugur í Eyjum og ber
Vestmannaeyinga mjög
fyrir brjósti. Hann tók þátt
i björgunarstörfum í
Eyjum á fyrstu dögum
gossins og er nú nýkominn
þaðan úr kynnisferð. Hér
segir hann lesendum
Tímans frá því sem er að
gerast í Eyjum um þessar
mundir.
— Hvað er þér hugstæðast i
sambandi við upphaf gossins,
Bjarni?
— Mér er minnisstæðast hversu
vel tókst til um björgun fólk. Það
var sérlega gott veður nóttina,
sem gosið hófst og sjór var að
detta niöur og ég tel það alveg tvi-
mælalaust að ekki hefði farið eins
vel og raun varö á, ef gosiö hefði
hafizt svo sem tveim timum
siöar, þvi að bátarnir voru að
búast til brottferðar eftir land-
leguna. Heföu þeir verið farnir úr
höfn, hefði fólkið staðið ráðþrota.
Þaö er röskleika og lipurö skips-
hafnanna á fiskiskipaflotanum
aö þakka, hversu mildilega tókst
lil um fólksflutninga til megin-
landsins. Þá var það iika mikil
mildi að vindátt hagstæð —
vindur stóð al' vestri, svo að
gosmökkinn lagði frá bænum.
Yfirvöld staðarins brugðust lika
röggsamlega við þessum vov-
eiflegu tiðindum og sáu um
að allir kæmu sér um borð i
bátana og héldu á brott — aðrir
en björgunarmenn. Ráða-
menn i Vestmannaeyjum unnu
mikið og gott verk viö skipulagn-
ingu björgunarstarfa. Þessir
menn og þeir, sem i björgunar-
sveitunum voru, unnu sér ekki
hvildar langtimum saman og fóru
ekki úr fötum, þvi að þeir lögðu
nótt viö dag til þess aö geta
bjargað sem mestu. Starf þessa
fólks verður seint fullþakkað,
ekki sizt þegar haft er I huga
hversu erfiöar aðstæðurnar voru.
Þetta gerðist allt meö svo
skjótum hætti og menn uggðu
ekki að sér, þótt þess væru dæmi
að fólk hefði dreymt fyrir gosinu.
Breytingarnar á gosinu voru lika
svo örar, að skipuleggjendur
björgunarstarfsins höfðu varla
undan. Ég man t.d. eftir þvi, að
viö urðum aö brjótast meö heilar
búslóðir út um þakglugga
húsanna austast i bænum, þvi að
askan var búin að loka öðrum út-
gönguleiöum. Þetta varð að
gerast með miklum flýti, þvi aö
þegar ekki var lengur hægt aö
koma fiutningabilum að húsunum
var miklu erfiöara um vik. Þessi
hús stóöu viö Grænuhliöina
austast i bænum og núna er 17-20
feta jafnþykk jafnfallin aska yfir
öllu þessu svæöi.
—• Var mönnum ekki hætt i
öskufallinu?
— Þegar öskufallið var sem
mest, féllu logandi steinhnull-
ungar hnefastórir og stærri, yfir
kaupstaðinn og þá urðu menn að
halda sig innan dyra til þess að
hætta ekki lifi sinu.
Þetta grjót var um það bil þúsund
stiga heitt. 1 öskubyljunum var
bráðnauðsynlegt aö vera með
hlifðargleraugu og öryggis-
hjálma og helzt góða hanzka, þvi
að annars rispuðust menn til
blóös á handarbökunum vegna
öskufallsins. Það, sem bjargaði
kaupstaðnum undan þvi að
grafast meö öllu I vikur, var
vestanáttin, sem var rikjandi
flesta þá daga, sem örkuregnið
var I hámarki og bar öskuna frá
bænum. En það var nátturulega
hraunflóðið, sem rann yfir
austustu byggðina, sem olli
mestu tjóni. Hins vegar hefur þaö
stækkað Heimaey um tvo ferkiló-
metra, að þvi er Þorbjörn Sigur-
björnsson prófessor sagöi mér.
Vel gengur að hreinsa
bæinn
— Hvað liöur öskuhreinsun-
inni?
— Það er ekki Eyjamönnum
likt aö leggja árar I bát, þótt á
móti blaái og þeir hófust þegar
handa um að grafa bæinn upp úr
öskunni. Þetta starf er komið
mjög vel á veg og þvi lýkur
sennilega i september. Núna er
verið aö hreinsa hverfið austan
Kirkjuvegar. Ég held, að um 400
manns vinni aö þvi að hreinsa
ösku, skipta um gler i gluggum og
öðru þess háttar til þess aö verja
húsin skemmdum. Mest er þetta
ungt fólk og það er haldiö vel
áfram, þvi að yfirleitt er unniö
ailan sólarhringinn á vöktum.
Miklar framkvæmdir
— Hvað er gert við gjalliö?
— Vikurinn er nýttur til ýmissa
hluta. Sumpart er honum ekið inn
á hraunið sunnan Herjólfsdals,
þar sem búiö er aö skipuleggja
nýtt ibúðarhverfi. 1 ööru lagi er
hann notaður til þess að lengja og
breikka flugbrautirnar. Búið er
að breikka og lengja suöur-noröur
brautina i báða enda og verið að
lengja austur-vestur brautina i
vesturátt og mun hún eiga að ná
aö veginum út I Stórhöföa og ég
held aö eftir séu þetta 100-150
metrar. Það hefur verið töluvert
af útlendingum við sjálfboða-
vinnu I Eyjum, sérstaklega
námsfólki. Hreinsun gatna og
upphitun húsa er kostuð af Við-
lagasjóði að miklum hiuta. Ekki
hef ég heyrt neinar kostnaðar-
tölur og liklega veit enginn ennþá
hvaö þetta kostar endanlega.
— Það hefur töluvert verið rætt
um útflutning á gosefnum, en
getur ekki svo farið, að þeirra sé
fuíl þörf til framkvæmda i Vest-
mannaeyjum sjálfum?
— Margir Vestmannaeyingar
telja, að svo sé, og að ekki eigi að
selja vikurinn til útlanda.
— Hvað er af öðrum fram-
kvæmdum að segja, en þeim,
sem þú hefur nefnt?
— Framkvæmdir Rafmagns-
veitu Vestmannaeyja ganga vel.
Hraunið sleit strenginn, sem lá úr
landi til Eyja, eins ogkunnugter.
Hann var tekinn i land i Yztakletti
og lá þaðan yfir i Heimaklett og
loks upp á Skansinn og þar slitn-
aði hann. Nú er búiö að strengja á
milli Heimakletts og Skansins og
veriö aö ganga frá tengingu raf-
magns inn á bæjarkerfið.
Hins vegar mun sennilega taka
alllangan tima að koma sima-
málunum I sæmilegt horf. Mikill
hluti af kerfinu skemmdist og
auk þess var simstöðin flutt til
lands og dreift þar.
Vatn er af skornum skammti,
þar aö hraunið skaddaöi vatns-
leiðslur úr landi svo að önnur
þeirra er ekki i sambandi og ekki
fullur þrýstingur á hinni. En þaö
vatn sem kemur er gott.
Það bagalegasta er kannski, að
þjónusta er varla nóg, en úr þessu
er veriö að bæta. Núna er Björn
Bjarnason læknir að búa sig undir
að flytja út til Eyja, aö þvi er ég
heyrði.
— Fer fólki ekki fjölgandi?
— Núna eru um 600-700 manns i
Eyjum og þar af er töluvert af
fjölskyldum, þótt sumir hafi ekki
treyst sér til þess að vera þar meö
börn. Von er á fleira fólki eftir aö
rafmagnið er komið og þjónusta
farin að batna. Það er auðvitaö
ekki nema von, aö kaupmenn t.d.
treystist ekki til þess að opna
verzlanir fyrr en nægilega margt
fólk er komið. Kaupfélagið er þó
opið og fáeinar aðrar verzlanir.
Akveöið mun vera að halda
uppi kennslu á barna- og gagn-
fræöaskólastiginu, og áætlað er
að um 1000-1200 manns veröi bú-
settir i Eyjum i vetur, en eða um
það bil fimmtungur af þvi sem
var fyrir gos.
— Um tima óttuðust menn að
höfnin mundi lokast, en það varð
sem betur fór ekki. Er höfnin ekki
bara betri eftir en áður?
— Hún er kyrrari en áður af þvi
aö nýja landiö skýlir henni. Núna
er lika verið að sprengja upp
hrauniö viö Isfélagiö og nota
mulninginn til uppfyllingar á
Eiðinu. Þegar þessu er lokiö
verður höfnin mun skjólsælli en
áður. Þó veröa varla full not af
henni næsta áriö, eða vel það, þvi
að mikiö af gosefnum þarf að
fjarlægja úr henni og dýpka inn-
siglinguna. Það er lika bráðnauð-
synlegt að flytja skólpleiðslur
fiskvinnslustöðvanna og bæjar-
ins út fyrir Eiöiö, en eins og nú er,
fer mest af skólpinu i höfnina.
Það er auðvitað óviðunandi og þvi
veröur aö breyta til þess að
mengun vaxi ekki i höfninni
sjálfri
Útgerð að hefjast
— Hvað er að frétta af út-
geröaráformum?
— Það stendur til að gera út þá
báta, sem leggja upp hjá Vinnslu-
stööinni og eitthvaö af þeim, sem
leggja upp hjá Fiskiðjunni og
Isfélaginu. Búið er aö senda öll-
um föstum starfsmönnum Fisk-
iöjunnar og tsfélagsins fyrirspurn
um það, hvort þeir ætli að starfa
hjá fyrirtækjunum i vetur. Þá er
lika veriö að undirbúa starf-
semina hjá FES, þ.e. Fiskbræðsl
Einars Sigurössonar og verið að
koma fyrir vélum, sem fluttar
voru til lands. É held mér sé
óhætt að segja, aö menn séu
bjartsýnir á að vel gangi i vetur.
Ferðamenn og
náttúruvernd
— Það er náttúr.lega geysimikill
ferðamannastraumur út til Eyja?
— Já, það er mikill straumur
ferðafólks þangað út. Þegar
Herjólfur kemur til Eyja biður
svo rúta á bryggjunni og fer með
r 170—310 lítra,
tra (210+170)
Vörumarkaöurinnhf
ARMULA 1A, SÍMI 86112, REVKJAVÍK.
Þriöjudagur 28. ágúst 1973.
TÍMINN
11
Sjómannaminnis
merki á Isafirði
fólkið I skoðunarferðir. Þaö er
búið að leggja, eða öllu heldur
ryðja, vegi um hraunið.
Þó er eitt i þessu sambandi sem
mér lizt ekki á og finnst að við-
komandi yfirvöld, þ.e. Náttúru-
verndarráð ættu að taka til
gaumgæfilegrar athugunar.
Þarna eru ákaflega fallegar
hraunmyndanir, hæðir og hólar,
sem skarta mikilli form- og lita-
fegurð og eiga varla sinn lika i
veröldinni og ætti þvi að varð-
veita. En nálægt þessum ruddu
vegum eru ferðamenn farnir áö
brjóta og skemma. Ég skil það
vel, að fólk langi til þess að hafa
með sér heim hraunhnullunga til
minja um komuna til Vestmanna-
eyja og sjálfsagt skreytir grjót
þaðan nú þegar hillur I hibýlum
manna viöa um heim. Hins vegar
er of langt fengið, þegar menn
láta sér ekki nægja aö hiröa það
sem liggur laust og eru farnir að
brjóta og bramla. Hraungrýtið
þarna er mjög fallegt og ljómar i
öllum regnbogans litum, svo að
ekki sé minnzt á kletta og hraun-
hella, en þetta verður allt
hreinsað i burtu og eyðilagt, ef
ekki verða settar strangar reglur
um varðveizlu þess. Eins og er
virðist öllum frjálst aö fara um
hrauniö að vild og taka það sem
þeir girnast og jafnvel brjóta
niður ómetanlegar hraunmynd-
anir. Vestmannaeyjar hafa alla
möguleika til þess að veröa fyrsta
flokks ferðamannastaöur. þangað
sem fólk kæmi hvaðanæva aö úr
veröldinni, en ef þetta verður
látið óátalið og ekki aö gert, er
þar með verið að spilla hluta af
þeim náttúruundrum, sem laðað
gætu feröamenn til Eyja. Til
marks um þá athygli, sem þessar
hraunmyndanir hafa vakið get ég
nefnt, aö um þessar mundir er
einn ljósmyndarinn i Eyjum að
taka myndir af þessu handa hinu
heimsfræga timariti Newsweek
og mér skilst, að þeir ætli að láta
mynd úr Eyjum skreyta
forsiðuna hjá sér.
Vestmannaeyjar
paradis ferðamanna
Svo er auðvitað margt fleira að
sjá I Eyjum, sem ekki á sér nokk-
urn lika i heiminum. Sólarhellir
úti I svonefndum Smáeyjum er til
dæmis engu siðri en Blái hellirinn
á Kapri. Surtsey er lika eitt af
þessum náttúruundrum, sem eiga
sér fáa eða enga jafningja i heim-
inum.
Vestmannaeyjar gætu án nokk-
urs efa oröið víöfrægur feröa-
mannastaður ef rétt er á málum
haldið, en þá þarf að taka þessi
mál föstum tökum svo að ekki
verði fyrir handvömm og athuga-
leysi spillt þvi, sem gæti lokkaö
feröamenn út þangaö.
— Hvaö viltu segja, að lokum,
Bjarni?
— Mestu skiptir aö allir
Islendingar standi einhuga með
Vestmannaeyingum i drengilegri
viðleitni þeirra og baráttu fyrir
þvi aö reisa dauöan bæ úr rústum
og vekja hann til lifs á ný. Þótt
mikið sé búið að gera er fásinna
að ætla að það taki minna en 5-8
ár að koma öllu i samt lag. Ég
veit þess dæmi aö Vestmannaey-
ingarhafa fengiðþaðframan i sig
i Reykjavik, að þeir væru snikju-
dýr á þjóðinni. Manni hitnar i
hamsi, þegar manni verður hugs-
að til þess að til skuli vera fólk,
sem getur látið annað eins út úr
sér. Veit þetta fólk, hversu mikla
Framhald á bls. 19
FYRIR NOKKRU fór Sturla
Halldórsson, hafnarvöruður á
tsafirði, út i Hnifsdai með ný-
stárlegan bilfarm: Þrjár tiliögur
að minhismerki sjómanna, sem
Ragnar Kjartansson myndhöggv-
ari hefur gert. Eru frumgcrðir
þessar úr svokölluöu epozy og
eirblöndu.
Sjómannasamtökin á Isafirði
og bæjaryfirvöld þar hafa haft
um það samstarf að koma sjó-
mannaminnismerki upp á tsa-
firði, og kom Ragnar Kjartansson
vestur til þess að kynna hug-
myndir sinar nú fyrir fáum
dögum. Er nú raunar afráðið að
velja um þriggja metra hátt
minnismerki af sjómönnum með
net og fisk.
— Út i Hnifsdal fór ég til þess að
leita eftir þvi, að Hnifsdælingar
eigi hlut að þessu meö okkur, úr
þvi að Hnifsdalur og Isafjörður
eru nú sama sveitarfélagið. Ég
varð að fara þetta einn, þvi að
samnefndarmenn, sem að þessu
hafa unnið, voru allir úti á sjó að
draga björg i bú.
Epozy er efni, sem fáir kannast
við, en það er nú notað i málningu
og er eitilhart og endingargott,
og litur minnismerkið út eins og
úr eir sé.
— Það hefur veriö rætt um það,
sagði Sturla ennfremur, að minn-
ismerkið verði reist framan við
sjúkrahúsið á útivistarsvæðinu
ofan við kirkjugarðinn. Þar er
hóll, þar sem það nyti sin, vel, en
ÞESSA dagana er haldin á tsa-
firði mikil listsýning aö forgöngu
My ndhöggvarafélagsins i
Revkjavik. Þetta þykir allmikil
nýlunda vestra, þvi aö siðast liöin
fimm ár munu aöeins þrlr
málarar hafa efnt þar til list-
sýningar.
A myndlistarsýningunni á Isa-
firði eru tuttugu og tvær högg-
myndir og fjöldi málverka. Þeir,
sem sýna eru, Barbara'Arnason,
Benedikt Gunnarsson, Björgvin-
Sigurgeir Haraldsson, Eirikur G.
Baldvinsson, Guðmundur Bene-
diktsson, Hringur Jóhannesson,
Hörður Agústsson, Hreinn
hann er friðlýstur, og þyrfti þvi
samþykki þjóðminjavarðar til
þess, að það stæði þar. En um
það er allt óráðið enn sem komið
er. —JH
Eliasson, Jóhannes Geir, Jón
Gunnar Arnason, Magnús A.
Arnason, Niels Hafstein, Ragnar
Kjartansson, Sigrún Guðmunds-
dóttir, Sigurður Steinsson og Þor-
björg Pálsdóttir.
A lsafiröi er listasafn með
fimmtiu málverkum og högg-
myndum, er er það að mestu
leyti geymt í byggðasafninu, en
sumt þó i skólum og skrifstofum
bæjarfélagsins vegna þrengsla.
Keypti það á sýningunni eitt verk,
höggmyndina Mæðgin eftir
Ragnar Kjartansson, á hundraö
þúsund krónur.
_____ —JH.
/Skll&lfwC: 'Auglýsingastofa Tímans er í
Aðalstræti 7
Símar 1-95-23 & 26-500 .
auðvitað þarf málningin
á þaki hðss yðar
ekkí að þola eins mikið
og gðð skjpamálnmg
en betra þó, að hún geri það
Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum:
Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og i sumarsól.
í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvirætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri
hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri.
Skoðið nýja Rex-litakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval.
RGX SKIPAMAUVIING
á skipin - á þökin m
AAæðgin Ragnars
orðín eign
ísfirðinga