Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 19. september 1973 Fjölskylda með hestadellu Allir vita, að sameiginlegur áhugi á hestum leiddi til nánari kynna Onnu bretaprinsessu og væntanlegs eiginmanns hennar. Og allir vita lika, að sameigin- legur, brennandi áhugi á ein- hverju er talinn mjög heppileg- ur fyrir hjónabandið. Þetta væntanlega hjónaband ætti þvi að verða einstaklega gott. Og varla spillir það fyrir, að tengdamamma er lika með dell- una. Sú staðreynd, að amman hefur gifurlegan áhuga á hesta- mennsku, ætti svo að tryggja öryggið enn frekar. Meðfylgj- andi mynd sýnir þær mæðgur i hrossahugleiðingum. o o o kom i ljós, að þær voru fjórar dömurnar, sem unnu þarna saman og á 14 dögum höfðu þær rænt þannig 500 menn. Enginn af þeim hafði haft kjark til að kæra. Sumir hræddust álits- hnekki, aðrir að þeir hefðu brot- iö lög, og yrðu sjálfir fyrir kær- um, — en aðrir voru hræddir við konurnar sinar! Hér á myndinni sjáum við hvar ein drósin er að fá fritt far i lögreglubil, og virð- ist hún gera allt til að taka sig sem bezt úr, — hvort sem það er nú að hún heldur að lögreglan verði henni hliðhollari, eða aö þetta er bara gamall vani. Ekkl er ráð......... Celio Longhi býr i Ostiglia i Mantua-héraði á Italiu. Kona hans lézt árið 1966 i Milanó og var jarðsett þar. Nú ætlar Celio að láta grafa hana aftur heima i Ostaglia árið 1975, handviss i þeirri trú sinni, að hann verði grafinn við hlið hennar um leið. Hann hefur þegar fengið rúm fyrir þau bæði i kirkjugarðin- um, látið gera grafhýsi með brjóstmyndum af sér og konu sinni, pantað kisturnar og blóm og tónlist við útförina. Allt þetta hefur hann þegar greitt fyrir svo erfingjarnir þurfti ekki að punga út. Þangað til af þessu öllu verður, gengur Celio um bæinn sinn eða fær sér glas með vinum sinum. Annað slagið fer hann út i kirkjugarð og vitjar leiðanna tilvonandi. Hann er 84 ára gamall. Angeles, þegar hann sá stúlku, sem stóð við veginn og vildi auðsjáanlega fá far. Hann var einn i bilnum, stúlkan falleg, — og hann ólofaður. Þetta var allt alveg ágætt, og hún tók þvi ekk- ert illa þegar hann vildi láta vel að henni. En þá allt i einu þrýsti hún klút, gegnumblautum i klóroformi, að vitum hans, og hann missti meðvitund. Edward Dillon þorði ekki að kæra fyrir lögreglunni. Hann hélt að það myndi skaða mann- orð sitt og hann hefði jafnvel gerzt brotlegur við lögin i Kali- forniu. Viku seinna var hann i bil sinum á sömu slóðum, — þá sá hann allt i einu sömu stúlk- una við veginn, og var önnur i fylgd með henni, báðar veifandi bflum til að láta taka sig upp i. Þá sneri Dillon bil sinum við og ók á næstu lögreglustöð og skýrði frá reynslu sinni. Óeinkennisklæddir lög- regluþjónar fóru á staðinn,tóku stúlkurnar i bila sina, en þegar þær ætluðu að láta til skarar skriða með klútana og klóróformið sitt, þá voru þær teknar fastar. Við yfirheyrslu Hættulegar stúlkur Edward Dillon, sölumaður á ferðalagi, rankaði viö sér og vissi ekki hvernig stóð á þvi að hann lá undir bilnum sinum, sem hafði verið ekið útaf aðal- veginum til Los Angeles, og út á einhvern fáfarinn veg. Hann settist inn i bilinn og reyndi að átta sig. Hvað hafði gerzt? — Haföi hann orðiö fyrir slysi? — Hann ætlaði að sjá hvað klukkan var, en úriö hans var horfið, og sömuleiöis veskiö hans með nokkur hundruð dollurum. Smám saman mundi hann eftir öllu. Hann var i söluferð til Los

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.