Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 7
Miövikudagur 19. september 1973 TÍMINN 7 Samræmd vetra ráætl un flugfélaganna 33 áætlunarferðir á viku frá íslandi Hann fékk heldur slæmar mót- tökur i það skiptið, þvi að hann var aflifaður á staðnum og til þess notuð stór og mikil skófla. Sðan þetta gerðist hafa sézt minkar á ferð við vatnið enda er hann fljótur að renna á bragðið, þegar um fisk i vatni er að ræða, og hann kann sýnilega sérlega vel við þennan væna regnbogasilung, sem þarna er að fá. (Timamynd: G.E.) Um veiðina þarna er annars það að segja, aö hún er slik, að jafnvel landsfrægar fiski- fælur komast ekki hjá þvi að fá i soðið i þessari tjörn. Má segja, að þar sé fullt af fólki og fiskum alla daga vikunnar. En ef minkurinn er kominn á staðinn má maðurinn fara að herða sig, þvi að þetta litla svarta dýr borgar ekki veiði- leyfi, frekar en annað og er sér- lega duglegt við veiðarnar. Hér sézt unnið að uppslætti að grunni hinnar nýju byggingar Oliufélagsins h.f. að Suðurlandsbraut 18. Þar munaði litlu Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið Elliheimilið i Lindarbæ þann 12. þessa mánaðar. Sýningin liefur hlotið mjög lofsamlega dóma og þykir mjög áhugaverð. Elliheimilið hentar mjög vel til leikferða þar sem sviðsútbúnaður er afar einfaldur. Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að sýna leikritið á næstunni i nágrenni höfuðborgarinnar.og verður byrjað með sýningar á stór-Reykjavikur svæðinu. Fyrsta sýningin verður þvi n.k. fimmtudag kl. 20.30 i Hlégarði i Mosfellssveit. Siðar verður sýnt á fleiri stöðum i nágrenninu. Fyrirhugað er hjá Þjóðleikhúsinu að senda fleiri sýningar i leikför á þessu leikári. Þjóðleikhúsið væntir þess að leikhús- unnendur kunni vel að meta þessa ráðstöfun og sæki vel þessar sýn- ingar. Leikendur i Elliheimilinu eru alls 11. Leikurinn fjallar um afstöðu hinna eldri borgara til nútíma þjóðfélags. Leikurinn felur í sér snarpa ádeilu á stofnanir fyrir aldrað fólk, en ekki siður viðhorf skyldmenna og kunningja gagnvart gömlu fólki. Leikurinn er auk þess mjög skemmtilegur og mörg brosleg atriði eru i leiknum. Leikstjóri er Stefán Baldursson, en leikmyndir eru eftir fvar Török. Myndin er úr einu atriði leiksins. Drifskaft losnaði undan bifreið og skall d aðra, sem var full af farþegum Klp-Reykjavik. Litlu munaði að stórslys yröi á Reykjanesbraut um miðjan dag í gær, er drifskaft undan bifreið losnaði og kastaðist á aðra bifreið, sem kom á móti. Drápu veiðiþjófinn á staðnum Drifskaftið losnaði undan stór- um fulllestuðum malarflutninga- bil, sem ekið var nokkuð greitt eftir Reykjanesbrautinni. Oku- maðurinn vissi ekkert fyrr en skaftið losnaði, en krafturinn á þvi var það mikill, að það kastað- ist fram undan bilnum og á nýja SAAB-bifreið sem kom á móti. Sú bifreið var hlaðin fallegum varningi, þvi að hún var þéttsetin flugfreyjum. Þær vissu ekkert fyrr en drifskaftið skall á bifreið þeirra, en krafturinn var svo mikill, að það gekk langt inn i vél- arhúsið og olli stórskemmdum á bilnum. Klp-Reykjavik. — Það eru fleiri en höfuðborgarbúar, sem sækja i regnbogasilunginn, sem settur var i tjörnina á golfvellinum i Grafarholti fyrir nokkru. Þegar starfsmenn vatns- veitunnar, sem þar eru nú að störfum, litu upp frá verki sinu fyrir skömmu, tóku þeir eftir þrem vænum silungum, sem lágu þar á bakkanum. Þeir héldu fyrst að einhver hefði gleymt þeim þarna, sem þegar þeir fóru að kanna málið betur, sáu þeir hvar minkur kom upp úr vatninu með góðan silung, sem hann setti hjá hinum. Þarna mátti ekki muna nema örfáum sentimetrum. Ef skaftið hefði komið örlitið ofar hefði það farið inn um framrúðuna á biln- um og hæft bifreiðastjórann og farþegana, og er ekki að efast um, að þá hefði þarna orðið hroðalegt slys. Blaðinu barst i gær sameiginleg fréttatilkynning frá Flugfélagi is- lands og Loftleiðum um samræm- ingu vetraráætlunar félaganna. Fer tilkynningin hér á eftir: Vetraráætlun millilandaflugs Flugfélags islands og Loftleiða hefst hinn 1. nóvember n.k. og gildir til 31. mars 1974. Sam- starfsnefnd félaganna, sem hóf störf skömmu eftir stofnun Flug- leiða h.f., hefur að undanförnu unnið að samræmingu á áætlun- arferðum félaganna i vetur og kemur nú i fyrsta sinn út sameig- inleg flugáætlun. Alls verða 33 áætlunarflugferð- ir á viku frá Islandi á vetri kom- anda, þar af 11 til Bandarikjanna og 22 til Evrópulanda. Farkostir nýttir til þessara flugferða verða þotur af gerðunum Douglas DC-8 og Boeing 727. Auk þess verða Friendship skrúfuþotur nýttar til Færeyjaflugsins. IIUMARAFLINN var mjög léleg- ur, lélegri en nokkru sinni fyrr, miöaö viö sama tiina á undan- förnum árum, sagöi Ilrafnkell Ei- riksson, fiskifræöingur, i viötali viö hlaöiö i gær, en hann var þá nýkominn úr leiöangri, sem far- inn var til humarrannsókna á Hafþóri. Ennfremur merktu þeir i þessum lciöangri um 3000 humra. Kannað var svæðið frá Jökul- dýpi og austur i Háfadýpi og þar á meðal svæðin við Eldey, á Sel- vogsleir og Selvogsbanka og við Surtsey. 1 Hávadýpi fannst þó nokkuð magn af mjög smáum humri, eða með halalengd um og innan við 6 cm. Sagði Hrafnkell, að ef rétt væri á málum haldið, mætti búast við nokkuð góðum, veiðanlegum árangri þar eftir 2- 3 ár. A hinum svæðunum var aft ur um sáralitinn afla að ræða, en það sem fékkst var sæmilega stór humar. Ekki sagði Hrafnkell, að loku væri fyrir það skotið, að smár humar væri einnig að alast upp á þessum svæðum. Aðstæður hefðu getað verið þannig, að ein- mitt á þeim tima.sem rannsókn- irnar fóru fram, hafi smáhumar- inn haldið sig i botnleirnum og þvi verið óveiðanlegur af þeim sök- um. Sjávarföll og þó sérstaklega birta hefur mjög mikil áhrif á það, hvort humarinn veiðist eða ekki. Hann er venjulega veiddur þegar hann er i ætisleit og til Til New York verður flogið alla daga vikunnar og tvisvar á föstu- dögum og laugardögum. Til Chi- cago verður flogið tvisvar i viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Aætlunarflugferðir til ákvörð- unarstaða i Evrópu verða sem hérsegir: Til Luxemborgar verð- ur flogið daglega og tvisvar á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Til Osló verður ílog- ið á mánudögum, föstudögum og sunnudögum. Til Stokkhólms á mánudögum og föstudögum. Til Kaupmannahafnar verður flogið alla daga vikunnar. Til Glasgow verða ferðir á mánudögum, mið- vikudögum, íöstudögum og laug- ardögum og til London á þriðju- dögum og laugardögum. Auk þess flýgur BEA til London á sunnu- dögum. Til Færeyja verður flogið á sunnudögum. Sætaframboð l'élaganna á viku til og frá Islandi verður frá 6,500 þeirra athafna virðist hann helzt kjósa ljósaskiptin. Minnst veiðist er birtan er mikil og svo einnig þegar mjög dimmt er. Mest er þetta áberandi á mjög grunnu vatni. Þegar á heildina er litið, var aflinn viðast ákaflega litill og mjög smár, sagði Hrafnkell. Að lokum gat hann þess, að um 1% af þvi, sem merkt væri af humri, kæmist til skila. Astæðurnar íyrir þvi, að meira skilaði sér ekki, væru margvislegar og ein af þeim væri sú, að ekki væri nægilega auglýst mikilvægi þess, að þeir sem fyndu merki, — og ætti það við um öll fiskamerki almennt, — skiluðu þeim til Hafrannsókna- stofnunarinnar. — hs — OLIUFÉLAGIÐ h/f hefur fengið lóð undir skrifstofuhús að Suður- landsbraut 18,og er þegar byrjað að slá upp fyrir sökklum undir bygginguna. Þetta verður limm hæða bygging, samtals 10.000 rúmmetrar að stærð. Efsta hæðin verður inndregin með Suður- landsbrautinni. Oliufélagið h.f. er og allt aö 7,000, og fer eftir þvi, hve mikið rými verður nýtt til vöruflutninga hverju sinni. Auk vetraráætlunarinnar, hef- ur áætlunarflug flugfélaganna til Norðurlanda verið samræmt frá og með 6. október og til mánaðar- loka, þannig að frá þeim degi verður flogið fjórum sinnum i viku til Osló, tvisvar til Stokk- hólmsog daglega til Kaupmanna- hafnar. Eins og i siðustu vetraráætlun flugfélaganna verður hluti far- þegarýmis nýttur við vöruflutn- inga, sem fara sivaxandi ár frá ári. O List um landið myndir eftir Barböru Arnason, tvær kolmyndir og ein höggmynd eítir Björgvin Sigurgeir, ein past- elmynd eftir Jóhannes Geir, ein grafikmynd eftir Hörð Agústsson, eitt oliumálverk eftir Magnús A. Arnason, ein höggmynd eftir Ragnar Kjartansson og önnur eft- ir Sigurð Steinsson. Isafjarðar- kaupstaður kostaði uppsetningu sýningarinnar, og annaðist for- maður menningarráðs bæjarins, Samúel Jónsson, og Finnur Finnsson kennari alla l'yrir- greiðslu á staðnum. o Á víðavangi þriggja taki upp samvinnu við Jafnaðarmenn um stjórnar- inyndun. Sigurvegari kosning- anna, Thorbjörn Falldin, for- maður Miðflokksins, hefur lýst þvi yfir afdráttarlaust, að slik samvinna Miðflokksins og Jafnaðarmanna komi ekki til grcina. Liklegast er þvi, að stjórn Olofs Palme sitji áfram til bráðahirgða við völd, og kosningar verði látnar fara l'ram að nýju og myndu þær þá væntanlega verða i marz á næsta ári. —TK með skrifstofur sinar núna i leiguhúsnæði að Klapparstig 25- 27. Að sögn forstj. Oliufélagsins, Vilhjálms Jónssonar, liggur ekki enn fyrir áætlun um, hvenær byggingin verður tekin i notkun. Væntanlega verður einhver hluti hennar leigður út. — Stp. Hafrannsóknarstofnunin: Humarafli ákaflega lítill víðast hvar Olíufélagið h.f. byggir stórhýsi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.