Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 20
Miðvikudagur
19. september 1973
I I I
MERKID SEM GLEDUR
HHtumst i haupfélaginu
g:-:ði
fyrir góúan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Mannfall í Chile
nemur tugþúsundum
— fréttir þaðan að verða Ijósari
NTB-Buenos Aires — Fyrstu
áreiðanlegu fregnirnar um
miskunnarlausa og blóðuga bar-
daga I borgunum Santiago,
Valparaiso og Consepcion I fyrri
viku, benda til þess, að mannfall
hafi verið mun meira en áöur
hefur veriö talið. Nú hefur það
verið viðurkennt, að andspyrnu
menn hafa fellt allmarga úr lið
hers og lögreglu. Andspyrnu
menn börðust til siðustu patrónu
yfirgefnum húsum og á götum
Lengst hefur verið barizt I höfuð
borginni.
1 síðustu fréttum frá Santiago
segir, að íbúar séu alls ekki
öruggir um sig, ekki einu sinni á
heimilum slnum og herforingja-
stjórninni hafi ekki tekizt að
koma llfinu I gang aftur eftir
byltinguna. Það er sennilega
ástæðan fyrir þvi, að ekki hefur
enn verið komið á eðlilegu sam-
bandi við umheiminn og að landa-
mæri eru enn lokuö og stranglega
vöktuö.
1 Buenos Aires biöa enn
hundruð blaöamanna viös vegar
að úr heiminum eftir að komast
til Santiago, en hin nýju yfirvöld
segja aðeins, að þeir fái leyfiö
strax og það sé forsvaranlegt.
Fréttum um bardaganal Chile
verðuraö taka varlega, eins og
raunar öllum fréttum.sem þaöan
ÍSLENZKAR BÓK
MENNTIR í BBC
ÞATTUR, sem Alan Boucher hef-
ur tekiö saman fyrir brezku út-
varpsstööina BBC, f tilefni 11 alda
afmælis tslandsbyggðar verður
fluttur f BBC næstkomandi laug-
ardag.
Þáttur þessi er meö upplestri úr
islenzkum bókmenntum, fornum
og nýjum, I enskri þýöingu, en
þýöingarnar eru verk Alan
Bouchers. Þátturinn nefnist ,,Fo-
ur seasons of Iceland — an ad-
venture in survival —” og er 45
minútur að lengd.
Þar sem margir tslendingar
hafa eflaust áhuga á að hlusta á
þennan þátt, er fólki bent á að
hann veröur fluttur I BBC Radio 4
klukkan 21.15 að islenzkum tima á
laugardaginn. — gj.
Frakkar selja
Mirage-þotur til
S-Arabíu
— fara þær siðan til Egyptalands?
NTB-Washington — Frakkar eru
nú að reyna að selja milli 34 og 38
Mirage-orrustuþotur til Saudi-
Arabiu, að þvi er segir f banda-
riska stórblaöinu Washington
Post i gær. Þessar sölutilraunir
hafa komið af stað vangaveltum
um hvort flugvélarnar verði ekki
siðar seldar til Egyptalands.
Blaöið segir, aö flugherinn i
Saudi-Arabiu sé nú i óða önn aö
þjálfa flugmenn á bandariskar
flugvélar i eigu hersins.
Frakkar hafa bannað sölu á
vopnum til landa, sem hafa bein
afskipti af deilunni fyrir botni
Miðjarðarhafs, en ekki er litiö á
Saudi-Arabiu sem eitt þeirra.
Talsmaður franska varnar-
málaráðuneytisins hefur ekkert
viljað segja um þetta mál, en
Washington Post ber aðrar
heimildir fyrir þvi, að stjórn
Saudi-Arabiu hafi i júli sent bréf
til framleiðanda Mirage-vélanna
og spurzt fyrir um kaup. Mirage--
orrustuþota kostar eitthvað á
milli tvær og þrjár milljónir
dollara.
Hussain ndðar fanga:
Abu Daud, leið-
togi El Fatah
meðal þeirra
ABU DAUD og aðrir palestfnskir
skæruliöaforingjar, sem eru i
fangelsum i Jórdaniu, munu
verða látnir lausir samkvæmt
náðun frá Hussain konungi.
Akvörðun konungs um að náða
fanga var tilkynnt forsætisráð-
herra og yfirmanni hersins i
Jórdaniu bréflega. Daud er leið-
togi E1 Fatah-skæruliða.
Samkvæmt bréfinu mun náðun-
in taka til allra, sem eru dæmdir,
fangelsaðir, handteknir eða
eftirlýstir af pólitiskum ástæðum,
hvort sem þeir eru i Jórdaniu eða
utanlands. Hins vegar nær náðun-
in ekki til manna, sem dæmdir
eru eða eftirlýstir fyrir morð eða
njósnir.
Abu Daud var handtekinn i
Jórdaniu i febrúar s.l. ásamt 16
öörum og var hann dæmdur fyrir
samsæri gegn jórdanska rikinu.
Skæruliðar hafa gert tvær mis-
heppnaðar tilraunir til að fá hann
látinn lausan, fyrst með þvi að
taka traustataki sendiráð Saudi-
Arabiu I Khartoum i Súdan i marz
og síðan með þvi að fara með
gisla frá sendiráðinu i Parfs fyrr i
þessum mánuði. Abu Daud var
uprunalega dæmdur til dauða, en
siðar var þvi breytt i lifstiðar-
fangelsi.
berast þessa dagana, en varla
getur þó leikiö nokkur vafi á, að
stuðningsmenn Allendes hafa
barizt viö ofureflið mun lengur en
herforingjastjórnin geröi ráð
fyrir.
Meðal þeirra, sem sagðir eru
hafa fallið i bardögum i grennd
við aöalstöðvar sósialista-
flokksins, er fyrrverandi ráö-
herrann Carlos Altamarino. Þessi
frétt er þó ekki staðfest. Þá segir,
einnig óstaöfest, að siðasta
manneskjan, sem sá Allende á
lifi, einkaritari hans, sé illa særð
á sjúkrahúsi og um hana mikill
vörður. Hún er væntanlega eina
manneskjan, sem veit, hvernig
lifi forsetans lauk I rauninni.
Ef fréttir um aö 2000 hermenn
hafi látið lifið i Santiago einni, eru
réttar, þýðir það, að tugþúsundir
hafa fallið I öllu landinu. Heyrzt
hafa sögur um að heilar her-
deildir og fullir langferðabilar af
lögreglumönnum hafi hreinlega
verið þurrkað út af andspyrnu-
mönnum, sem voru mjög vel
vopnum búnir. Lögreglan hefur
fundið miklar vopnabirgðir viðs
vegar um Santiago.
Þau ummæli stjórnarinnar, að
alla mótspyrnu veröi aö brjóta á
bak aftur, geta þýtt það, að
hreinsanirnar haldi áfram enn
um langa hriö. Alls munu vera
um 15000 útlendingar i landinu,
margir þeirra vinstri sinnaöir
öfgamenn, sem fengið hafa þar
hæli. Ljóst er, að bæði Chilebúum
og útlendingum veröur stefnt
fyrir herrétt.
!*.....*** %
Engar kosningafréttir bárust frá Sviþjóð i gær, en endanlegar tölur eru
væntanlegar i dag. Þessi mynd af sænsku flokksleiðtogunum var tekin
á föstudagskvöldið, áður en þeir enduðu baráttuna með sjónvarpsum-
ræðum. Það eru þeir Palme forsætisráðherra og Gunnar Helén, for-
maður Þjóðarflokksins, sem takast i hendur, en fyrir aftan eru þeir
Thorbjörn Fálldin, formaður Miðflokksins, (t.h.) og C.H. Hermannson,
formaður Vinstri flokksins-kommúnistanna (t.v.).
Tveir íslenzkir sendiherrar
sitja ráðstefnuna
ANNAR þáttur ráðstefnunnar um
öryggi og samvinnu i Evrópu
hefst I Genf 18. september 1973.
Fyrst um sinn munu sækja ráð-
stefnuna af íslands hálfu Niels P.
Sigurðsson sendiherra og Einar
Benediktsson sendiherra.
Segir Agnew af sér?
99,5% líkur, segir Washington Post
NTB-Washington — Blaðafregnir
um að varaforseti Bandarikj-
anna, Spiro Agnew, muni segja af
sér, eru uppspuni, sagði tals-
maður hans i gær. Hann vildi þó
hvorki neita eða staöfesta
fréttina, sem slegið hefur veriö
upp I m.a. Washington Post.
Það eru 99,5% likur á þvi að
varaforsetinn muni segja af sér,
er haft eftir háttsettum stjórn-
málamanni úr röðum republik-
ana i Washington Post.
Agnew mun innan skamms
koma fyrir rétt, grunaður um aö
hafa þegið mútur, þegar hann var
rikisstjóri i Maryland. Gerald
Warren, opinber talsmaður
Nixons forseta, neitaði i gær að
segja nokkuð um frétt Washing-
ton Post.
Bangladesh og Pakistan:
Skipta á 300.000 manns
NTB-Rawalpindi — Skipti á
Pakistönum og Bengölum milli
Pakistan og Bangladesh hefjast i
dag. Um 300 þúsund manns munu
veröa i skiptum. Flugvélar frá
Sameinuöu þjóðunum munu
flytja 500 til 1200 manns daglega
milli Lahore og Dacca.
I Pakistan er beðið eftir yfirlýs-
ingu frá Indverjum um að byrjað
veröi einnig i dag að láta lausa 90
þúsund pakistanska striðsfanga i
mdlandi. Landið getur tekið viö
2000 föngum á dag gegnum landa-
mærastöð i grennd við Lahore.
71 þúsund af striðsföngunum
eru hermenn og munu þeir fá
tveggja mánaða leyfi, áður en
þeir fara til starfa á ný i hernum,
að þvi hernaðaryfirvöld i Pakist-
an segja. Hin 20 þúsundin eru
konur, börn og óbreyttir borgar-
ar, ásamt lögreglumönnum.
I fyrsta áfanga mun Pakistan
láta af hendi 140 Bengali i skipt-
um fyrir 60 þúsund Pakistana og
Biharimenn. Aöur var upplýst, að
Pakistan gæti tekiö við 160 þús-
und Biharimönnum, en talsmað-
ur stjórnarinnar i Rawalpindi
segir að sú tala sé allt of há.
Sáttmálinn um mannaskiptin
var undirritaður I Nýju Delhi 29.
ágúst s.l. eftir langvarandi samn-
ingaviðræður. Bangladesh tók
ekki þátt i þeim, en hafði á meðan
náið samband við Indland.
Bangladesh hefur samþykkt að
fresta réttarhöldum yfir 195
pakistönskum striðsföngum þar
til skiptunum er lokið.
Kissinger samþykktur
— McGovern einn á móti
NTB-Washington — Utanrikis-
málanefnd öldungadeildar
Bandarikjaþings samþykkti I gær
með yfirgnæfandi meirihluta út-
nefningu Henrys Kissinger sem
utanrikisráðherra.
Aðeins McGovern,fyrrum for-
setaefni demókrata, var andvigur
útnefningunni. Endanleg at-
kvæðagreiðsla fer fram i öld-
ungadeildinni siðar I vikunni.
McGovern sagðist hafa greitt
atkvæði gegn Kissingér til að
sýna táknræn mótmæli gegn
utanrikisstefnu Nixons. Með
þessu mótmælti hann hlutverki
Kissingers i framlengingu striðs-
ins i Indó-Kina og stuðningi
Bandarikjamanna við Pakistana
I deilunni við Indland 1971.
Tíu létust
er slátur-
hús
sprakk
NTB-Baden-Baden —Að minnsta
kosti tiu manns biðu bana og 20
slösuðust, er gassprenging varð i
sláturhúsi I v-þýska bænum
Baden-Baden i gærmorgun.
Sprengingin varð I kæligeymsl-
um sláturhússins og féllu veggir
hússins þegar saman. Húsið var
þrjár hæðir og er að sjálfsögðu i
rústum. Lögreglan leitar enn
þriggja manna i rústunum, en
taliðer að þeir hafi verið i húsinu,
þegar slysið varð.
Þeir slösuðu voru fluttir á
sjúkrahús og eru tiu þeirra sagðir
I lifshættu.